Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Míchaei Crichton: Jurassic Park. 2. Maeve Binchy: The Coppor Beech. 3. Donna Tartt: The Secret History. 4. Colin Dexter: The Way through the Woods. 5. James Herbert: Portent. 6. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 7. John Grisham: The Pelican Brief. 8. Sidney Sheldon: The Stars Shine Down. 9. Terry Pratchett: Small Gods. 10. Robert Goddard: Hand in Glove. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Brian Kaenan: An Evil Cradling. 3. Michael Caine: What's It All about? 4. D. Shay & J. Duncan: The Making of Jurassic Park. 5. Paul Theroux: The Happy Isles of Oceania. 6. J. Peters & J. Nichol: Tornado Down. 7. Christabel Bielenberg: The Road Ahead. 8. Bill Bryson: The Lost Continent. 9. Bill Bryson: Neither here nor there. 10. Alan Bullock: Hitler &. Stalin: Parallel Llves. (Byggt á The Sunday Timas) Danmörk Skáldsöqur: 1. Hanne Marie Svendsen: Under solen. 2. Tor Norrestranders: Mærk verden. 3. Alice Adams: Carolines dotre. 4. Jan Guillou: Dine fjenders fjende. 5. Jostein Gaarder: Kabalemysteriet. 6. Regine Deforges: Sort tango. 7. Peter Hoeg: Forestillinger om det 20. ðrhundrede. (Byggt á Politikan Sendag) Vandi kvik- myndamanna Projectíons er ársrit sem hóf göngu sína í fyrra sem nýr vettvangur fyrir kvikmyndagerðarmenn til að ræða list sína, hugmyndir og vandamál. Leikstjórinn snjalli, John Boor- man, er annar tveggja ritstjóra tíma- ritsins. Hann reið á vaðið í fyrsta tölublaðinu meö afar opinskárri dag- bók sem sýndi hvemig jafnvel frá- bærir kvikmyndagerðarmenn eiga í miklum erfiðleikum með að fá fjár- hagslega fyrirgreiðslu tíl að gera kvikmyndir. Fyrsta tölublaðið vaktí verulega athygli og hlaut til að mynda verð- laun bresku kvikmyndastofnunar- innar sem besta bók um kvikmyndir á liðnu ári. Dagbók Taverniers Nú er komið út nýtt tölublað og engu síðra en það fyrra. Þetta er hátt í fjögur hundruö blaösíðna bók uppfull af fróðlegum greinum og við- tölum. Þá birtist hér einnig handrit að kvikmyndinni Bob Roberts eftir Tim Robbins og dagbók franska leik- stjórans Bertrand Taverniers. Víkjum að því síðastnefnda fyrst. Tavemier er einn kunnastí kvik- myndahöfundur Frakka. Á þeim tíma sem hann skráði dagbók sína fyrir Projections er hann hvoru tveggja í senn að leggja síðustu hönd á íjögurra klukkustunda langa heim- ildarmynd um hið grimmdarlega nýlendustríð í Alsír og undirbúa og taka upp nýja kvikmynd sem heitir einfaldlega L 627 og fjailar um bar- áttu lögreglumanna við eiturlyíja- sala í París. Frásögn Taverniers lýsir afskap- lega vel hvernig hann undirbýr kvik- myndir sínar; vinnur úr hráefni veruleikans, semur handrit, velur leikara og aðstoðarmenn og svo framvegis. Hann sýnir á lifandi hátt hvemig kvikmynd verður til við evr- ópskar aðstæður. En dagbók hans er miklu meira. Hann segir allfe konar sögur af kynn- um sínum af öðrum kvikmyndahöf- undum, lýsir skoðun sinni á nýjum og gömlum kvikmyndum, rekur samtöl sín jafnt viö kollega sem aöra, gefur afar góða mynd af fjölþættum starfsdegi. Miller, Jarman, Altman Af öðm forvitnilegu efni má nefna ítarlegt viðtal við ástralska leikstjór- ann og framleiðandann George Mill- er sem hlaut heimsfrægð, ásamt Mel Gibson, með fyrstu kvikmyndinni um Mad Max. Hann segir meðal ann- ars skemmtilega frá muninum á því að búa til kvikmyndir úr nánast engu, eins og á upphafsárárum sín- um í Ástralíu, eða undir handarjaðri Umsjón: Elías Snæland Jónsson peningafurstanna í Hollywood sem hafa lítið vit á kvikmyndum en þeim mun meiri áhuga á því hvað getur komið í kassann. Hér er einnig viðtal við handrits- höfundinn Sidney Gilliat, sem meðal annars vann fyrir Hitchcock í gamla daga, ungan belgískan leikstjóra, Jaco van Dormael, sem sló í gegn með kvikmyndinni “Hetjan Toto“, og kvikmyndaleikstjórann Derek Jarman, auk þess sem Robert Alt- man svarar spumingum um kvik- myndir sínar og annarra. Þá ber að nefna að í þessu fróðlega og skemmtilega rití um veröld kvik- myndanna gera nokkrir kunnir kvikmyndagerðamenn grein fyrir því hvemig þeir búast við að kvik- myndimar breytist á komandi öld. Þeir voru einkum spuröir vegna þeirra ótrúlegu möguleika sem notk- un tölva hefur skapað á sviði tækni- brellna í kvikmyndum og Terminat- or 2 var fyrsta áhrifamikla dæmið um. Svörin em afar mismunandi, svo ekki sé meira sagt, og hin áhuga- verðasta lesning. PROJECTIONS 2. A FORUM FOR FILM MAKERS. Ritstjórar: John Boorman og Walther Donahue. Faber & Faber, 1993. Metsölukiljur Bandartkin Skáldsögur: 2. Michael Crichton: Jurassic Park. 1. John Grisham: The Firm. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. John Grisham: ATtme to Kill. 5. Michael Crichton: Rising Sun. 6. Patricia D. Cornwelf: All That Remains. 7. Michael Crichton: Congo. 8. Stephen King: Gerald's Game. 9. Anne Rivers Siddons: Colony. 10. Clive Cussler: Sahara. 11. Janet Dailey: Tangled Vines. 12. Michaef Crichton: Sphere. 13. Judith Krantz: Scruples Two. 14. Lawrence Sanders: McNally's Luck. 15. Julte Garwood: Castles. Rit almenrts eðlis: 1. Don Shay & Jody Duncan: The Making of „Jurassic Park" 2. James Herriot: Every Living Thing. 3. David McCullough: Trumart. 4. Gail Sheehy: The Silent Passage. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. $. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 8. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 9. Tina Turner & Karl Loder: I, Tina. 10. Ross Perot: Not for Sale at Any Price. 11. Peter Mayle: Toujours Provence. 12. Garry Wtlls: Lincoln at Gettysburg. 13. P.J. O'Rourke: Give War a Chance. 14. William Manchester: A World Lit only by Fire. 15. Wallace Stegner: Where the Bluebird Sings to the Lemonade Springs. (Byggt á Nbw York Times Book Review} Vísindi Visindamenn leita leiða til að auka líftíma viðar. Ný leið til að stöðva rotnun viðar Fá byggingarefni era jafnvistvæn og viður. Sá galli er þó á gjöf Njarö- araðviöurrotnar. Timbur verður fyrir árásum alls kyns sveppagróðurs og skordýra. Framleiðendur geta stöðvað árásir þessar með því að úða viðinn vam- arefnum sem venjulega eru hættu- leg bæði mönnum og umhverfi. Notkun slíkra efna er þegar tak- mörkuð með lagasetningu og hún á eftír að verða enn takmarkaðri. Vísindamenn í London og á Nýja- Sjálandi vinna nú að því að finna viðarvörn sem er jafnvistvæn og viðurinn sjálfur. Þaö hefur lengi verið vitað að bórsýra er góð viðar- vöm og um leiö hættulaus fyrir umhverfið þar sem hún er ekki hættulegri en borðsalt. Vandinn hefur hins vegar veriö að koma sýr- unniinníviðinn. Lausnin virðist vera að setja við- inn í lofttæmi og sprauta gastegund með boroni yfir hann. Gasið smýgur inn í viðinn og þegar það kemst í snertingu við vatn inni í honum myndast bórsýra. Og þetta tekur aðeins tæpa klukkustund. Drykkjarvatn með flúor veldur mjaðmarbroti Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að samband er milli íjölda lærleggs- hálsbrota hjá fullorðnu fólki og flú- ormagninu í drykkjarvatni þess. Á hverju ári verða um það bil tvö af hveijum eitt þúsund gamalmenn- um fyrir því að brjóta í sér lærleggs- hálsinn og em konur þar í miklum meirihluta. Bandaríska rannsóknin náði til þriggja borga. í einni þeirra hafði flúormagnið í drykkjarvatninu ver- ið aukið. í ljós kom aði þeirri borg voru beinbrotin flest. Niðurstaðan er ekki síst áhuga- verð fyrir þær sakir að flúor er not- aður í lækningaskyni við stökkum beinum. Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson Legsteinar geta frætt okkur um veðrunarþol steintegunda. Legsteinar veitajarð- fræðingum upplýsingar Legsteinar geta veitt okkur heil- miklar upplýsingar um fólkið sem liggur grafið undir þeim. En Thom- as Meierding, landfræðingur viö háskólann í Delaware í Bandaríkj- unum, hefur meiri áhuga á legstein- um sem j arðfræðilegum fyrirbær- um. Meierding hefur fariö um kirkju- garða í rúmlega 30 fylkjum Banda- ríkjanna og mælt þykkt um 15 þús- und legsteina. Gögnin, sem hann hefur aflað með mælingum sínum, gera honum kleift aö áætla veðmn- artíma mismunandi steintegunda. Það kom fáum á óvart að ein nið- urstaða rannsóknar hans er sú að legsteinar í menguðum borgum veðrast tvisvar til tíu sinnum hrað- ar en legsteinar úti í sveit. Banvænn sjúkdómur frystur tilbana Læknar við Allegheny sjúkrahús- ið í Pittsburgh í Bandaríkjunum útrýma krabbameini í blöðraháls- kirtli með því aö frysta meinsemd- ina. Læknamir nota hljóðbylgjutæki til að aðstoða við að koma sérstakri leiðslu undir hömndið og inn í blöðruhálskirtilinn. Þeir sprauta síðan ofurkældu fljótandi köfnunar- efni um leiðsluna og frysta sýkta vefinn. Líkaminn leysir hann síðan upp. Krabbamein í blöðruhálskirtli er næstbanvænasta krabbameinið meðal bandarískra karlmanna og fá einn af hveijum níu körlum sjúk- dóminn. 5 sekúndurfrá NewYorktil Los Angeles Vísindamenn hafa komið auga á hraðskreyðustu stjörnu sem vitað er um, samanþjappaða nevtrónu- stjörnu sem æðir um himinhvolfiö með tæplega eitt þúsund kílómetra hraða á sekúndu. Stjarnan gætí því ferðast yfir þver Bandaríkin á tæp- um fimm sekúndum. Flestar stjömur ferðast með sext- án kílómetra hraða á klukkustund. Stjama þessi, sem er kölluð PSR 2224 + 65 og er í sex þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, var eitt sinn stærri en sóhn. Hún féll þó saman og er nú aðeins sextán kílómetrar í þvermál. Á eftir sér dregur hún sextán triljón kílómetra langan hala úr gasi sem er í laginu eins og gítar. Tölvulíkan af lunga tvítugs manns. Tölvulíkan aflunga í þágu lækna- vísinda Ted Martonen, lífeðhsfræðingur við bandarísku umhverfisverndar- stofnunina, hefur ásamt vísinda- mönnum við háskólann í Norður- Karólínu búið til tölvulíkan af mannslunga með það fyrir augum að bæta meðferð öndunarvegssjúk- dóma, allt frá asma til lungabólgu af völdum eyðni. Læknar beita úöa- lyfjum gegn mörgum slíkum sjúk- dómum. „Það er mjög óhentug aðferö,“ seg- ir Martonen. „Til þess að lyfiö kom- ist á réttan stað og hafi áhrif verður að gefa lunganu öllu of stóran skammt.“ Martonen vonast til að tölvulunga hans geri læknum kleift að spá fyrir um hvemig ákveðin úðalyf verltí í raunverulegu lunga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.