Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Kvikmyndir Tvær umtöluðustu kvikmyndir sumarsins eru tvímælalaust nýj- asta kvikmynd Steven Spielbergs, Jurassic Park, og Last Action Hero sem leikstýrð er af John McTiernan með Amold Schwarz- enegger í aðalhiutverki. Vitað var að þessar tvær kvikmyndir myndu berjast um áhorfenda- fjölda og var farið út í geysimikla og öfluga auglýsingaherferð fyrir þær báðar. Spielberg sjálfur tók ekki þátt í herferðinni á Jurassic Park. Hann var með annan fótinn í Póllandi þar sem hann hóf gerð nýrrar myndar, Schindler’s List, áður en búið var að ganga frá Jurassic Park og hafði greiniiega ekki miklar áhyggjur af að áhorf- endur myndu ekki fjölmenna á myndina. Schwarzenegger var aftur á móti stanslaust í sviðsljós- inu, auglýsti Last Action Hero á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fleiri stöðum þar sem fjölmiðla- fólk safnaðist saman. AUt kom fyrir ekki hjá Schwarz- enegger, Last Action Hero tapaði stríðinu og á meðan Jurassic Park er á góðri leið með að verða vin- sælasta kvikmynd sem gerð hefur verið er tómahljóð í peningabox- um framleiðanda Last Action Hero þegar haft er í huga hversu dýr myndin varð á endanum. Ekki eru tíl nákvæmar tölur um kostn- að en sagt er að myndin hafi kost- að um það bU eitt hundrað mUlj- ónir doUara. Þetta er mikið áfaU fyrir ímynd Schwarzeneggers sem hingað tíl hefur verið hin örugga fjárfesting í Hollywood. Ástæðan fyrir að Last Action Hero hefur ekki feng- ið meiri aðsókn en raun ber vitni er sjálfsagt margþætt en einn þátt- Kvikmyndir Hilmar Karlsson sprengjum sé kastað á hann eða heiU her manna ráðist gegn hon- um, ekkert bítur á þessa hetju sem er mesta ofurmenni kvikmynd- anna. En líf Slaters tekur breyt- ingum þegar hinn eUefu ára ganUi Danny Madigan (Austin O’Brien) þeytist upp úr sæti sínu í kvik- myndahúsi, þar sem verið er að sýna kvikmynd með Jack Slater, og beint inn í tUbúinn heim kvik- myndarinnar. Slater tekur dreng- inn að sér og Danny upplifir ótrú- leg ævintýri með hetju drauma sinna, í veröld þar sem góði mað- urinn sigrar aUtaf. Á meðan Danny nýtur lífsins í tUbúinni veröld Slaters sleppa glæpamenn sem Slater hefur ver- ið að eltast við út í hina raunveru- lega veröld. Er þá ekki um annað að ræða fyrir Slater og Danny en að fylgja þeim eftir inn í miskunn- arlausan heim New York-borgar þar sem glæpir stundum borga sig. I hinni miklu auglýsingaher- ferð, sem farin var í sambandi við Last Action Hero, var eingöngu lögð áhersla á að auglýsa Jack Slater (Arnold Schwarzen- egger) kominn út úr kvikmyndinni og í hörðum bardaga við glæpa- lýðinn. Á innfelldu myndinni er Schwarzenegger á tali við leik- stjórann John McTiernan. Á milli þeirra er Austin O’Brien sem leik- ur stórt hlutverk í myndinni. Schwarzenegger og það vUdi gleymast að það leika nokkrir úrvalsleikarar í myndinni. Má þar nefna F. Murray Abraham, Char- les Dance, Art Camey, Anthony Quinn, Mercedes Ruehl, Robert Prosky, Joan Plowright og Ian McKellan. John McTieman, sem leikstýrir Last Action Hero, er enginn ný- græðingur í gerð spennumynda af stærri gerðinni. Meðal mynda sem hann hefur leikstýrt eru Predator (en í þeirri mynd lék Amold Schwarzenegger aðalhlut- verkið), Die Hard og The Hunt for Red October. Síðasta kvikmynd sem hann leikstýrði á undan Last Action Hero var The Medicine Man með Sean Connery í aðal- hlutverki. í Bandaríkjunum var Jurassic Park frumsýnd á undan The Last Action Man. Því er öfugt farið hér á landi því að í dag mun Sjömu- bíó frumsýna Last Action Hero. -HK urinn er sjálfsagt sá að söguþráð- urinn er ekki mjög sterkur og frekar ófrumlegur, ólíkt Jurassic Park. Er hér um aö ræða enn eina kvikmyndina þar sem aðalper- sónan á meira sameiginlegt með teiknimyndapersónum en raun- verulegum mönnum. Ósigrandi heljarmenni í Last Action Hero leikur Amold Schwarzenegger súperhetjuna Jack Slater sem aldrei hefur tapað fyrir neinum í baráttu sinni gegn glæpum. Það er sama þótt Enn ein metgreiðslan til Joe Eszterhas Handritshöfundurinn Joe Eszterhas er í sérflokki þegar greiðslur fyrir kvik- myndahandrit era annars vegar. Hann fékk metupphæð þegar hann skrifaði Basic Instinct og sló það met þegar hann sótti launatékkann fyrir Shver. Og þótt Shver þyki ekki merkileg kvikmynd þá er enn eitt metið í uppsighngu hjá Eszter- has því að samkvæmt fréttum mun hann fá þrjár og hálfa mihjón dohara fyrir að skrifa handrit um mafíuforingjann John Gotti sem nýlega var settur bak við lás og slá. Það er framleiðandinn Jon Peters sem ætlar að punga út þessari upphæð í nafni Columbia. Margtþaðbesta á norsku kvik- myndahátíðinni Kvikmyndaáhugamenn, sem eiga leið um Osló í lok ágúst, ættu að hta inn á 21. norsku kvikmyndahátíðina. Þar verða sýndar margar nýjar og forvitnilegar kvikmyndir. Hátíðin verður opnuð með nýrri norskri kvikmynd, Secondloitnant- en, sem Hans Petter Moland leikstýrði. Af öðrum kvikmyndum má nefna frönsku verðlaunamyndina Les nuits fauves. Leik- stjóri er Cyril Cohard sem einnig leikur aðalhlutverkið. Frá Frakklandi kemur einnig Plágan sem argentíski leikstjórinn Luis Puenzo leikstýrði. Wilham Hurt leik- ur aðalhlutverkið. Verðlaunamyndin frá Cannes verður ein af skrautíjöðrunum. Much ado about Nothing og nýjasta mynd Ken Loach, Raining Stones, verða fulltrú- ar breskrar kvikmyndagerðarhstar. Af áhugaverðum bandarískum kvikmyndum má nefna King of the Hih, leikstjóri Steven Soderberg; Into the West, leikstjóri Mike Neweh; Poetic Justice, leikstjóri John Singleton og In the Line of Fire, nýjustu kvikmynd Chnts Eastwood. Margar fleiri nýjar og athyglisverðar kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni sem hefst 22. ágúst. Kevin Costner í aukahlutverki Næsta hlutverk Kevins Costner er ekki stórt. Hann hefur tekið að sér að leika fyrrverandi Víetnam-hermann, foður barnastjörnunnar Elijah Wood, í The War sem gerist í Mississippi upp úr 1970. Leik- stjóri er Jon Avnet sem leikstýrði Fried Green Tomatoes en hann er einnig meö í imdirbúningi framhald af Tómötunum. Costner mun síðan taka til við að leika hetjuna Wyatt Earp í stórvestra sem Lawrence Kasdan leikstýrir. Roland Joffe endurgerir MobyDick Það hefur ekki gengið allt of vel hjá breska leikstjóranum Roland Joffe sem enn hefur ekki gert betri mynd en The KUhng Fields. Síðasta mynd hans, City of Joy, er næstum öllum gleymd þött í aðal- hlutverki hafi verið Patrick Swayze. Joffe hefur nú fengið það verk að leikstýra nýrri útgáfu af hinni frægu skáldsögu Hermans Melville, Moby Dick. Verður um stórmynd að ræða og er áætlaður kostnaður 40 millj- ónir dollarar. Ekki er búið að ráða í hlut- verkin en Joffe gerir sér vonir um að ann- aðhvort Sean Connery eða Chnt Eastwood samþykki að leika kaptein Ahab sem Gregory Peck lék eftirminnilega í kvik- mynd Johns Huston. Sjálfsagt verður að beita einhverri tölvutækni við lokaatriði sögunnar þegar hvíti hvalurinn er veiddur því eins og við íslendingar vitum best eru hvalveiðar bannaðar: Vestri með konum í öllum aðalhlutverkum Vestrar era að komast í tísku aftur, þökk sé Chnt Eastwood. Einn vestrinn, sem er í bígerð, heitir Bad Girls. Þaö sem er merkilegt við vestra þennan er að í öhum aðalhlutverkum era konur og leikstjórinn er einnig kona, Tamra Davis. Þær leikkon- ur sem setjast í söðuhnn era Madeleina Stowe, Drew Barrymore, Mary Stuart Masterson, Andie MacDoweh og Cynda Wihiams.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.