Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Síða 28
40
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993
Sérstæö sakamál
„Hengilmæna" var það
síðasta sem hún sagði
Thomas með tvíburana.
Thomas og Andrea Eich á brúðkaupsdaginn. Hús Eich-hjónanna og hluti handrits auglýs-
ingarinnar.
Vikum saman hélt hinn hálf-
örvinglaði fjölskyldufaðir, Thomas
Eich, um fimmtíu þúsund íbúum
þýska bæjarins Stendal í Sachsen
í tregablandinni eftirvæntingu.
Þeir báðu með honum og fyrir hon-
um við sunnudagsguðsþjónustur,
klöppuðu honum á öxhna þegar
þeir mættu honum á götunni, skrif-
uðu honum bréf og sendu honum
peninga. Það mátti með sanni segja
að heill bær stæði með þessum
vesalings manni sem hafði orðið
fyrir svona mikilh sorg.
Það hafði Uka komið við hjarta
næstum hvers manns þegar þessi
tuttugu og sjö ára gamli maður
hafði leitað tíl almennings með sér-
staka beiðni.
Hjálp!
Beiðnin birtist í formi auglýsing-
ar og/var sem hér segir:
„Óhámingjusamur íjölskyldufað-
ir með eins árs tvíbura óskar eftir
aðstoð almennings við leitina að
konu hans og móður tvíburanna.
Við söknum þín, Andrea. Ef henni
er haldið á einhverjum stað fórum
við fram á eftirfarandi: Sleppið
henni ef þið eruð manneskjur. Við
börnin þurfum á henni að halda.
Fyrir upplýsingar sem geta orðið
tii þess að við endurheimtum okkar
kæru móður og húsmóður munum
við borga.“
Þúsundir vildu aðstoða við leit-
ina. Og lögreglan var ákveðin í að
láta sitt ekki eftir Uggja og beitti
hópi sérþjálfaðra hunda. Allt
skyldi gert til að móðir bamanna
tveggja fyndist. Hvað sem það kost-
aði.
Líkið fannst 10. mars 1992 í skógi
við þorpið Dolle um þrjátíu kUó-
metra sunnan við Stendahl.
Andrea Eich var aðeins tuttugu og
eins árs þegar hún varð fórnardýr
kynferðisafbrotamanns.
Gátan leysist
Fregnin um Ukfundinn kom illa
við marga borgarbúa, fólk sem
opnaði dagblöðin sín á hveijum
morgni tU að kanna hvort lögregl-
an hefði orðið nokkurs vísari um
konuhvarfið dularfuUa.
Mörgum þótti skelfilegt til þess
að vita að ungur maður skyldi sitja
einn uppi með tvö böm á öðm ári
eftir að hafa misst konu sína á
skelfilegan hátt. Samúðin meö
Thomas Eich varð meiri en nokkru
sinni fyrr og tU hans streymdu nú
samúðarkveðjur og gjafir, auk þess
sem hópur góðhjartaðs fólks bauð
aUa þá aðstoö sem það gæti veitt.
Svo kom tilkynningin frá rann-
sóknarlögreglunni sem alUr höfðu
beðið eftir. Morðinginn var fund-
inn og eftir langar og strangar yfir-
heyrslur hafði hann játað að hafa
framið verknaðinn. Menn önduðu
léttar því þótt Andrea yrði ekki
köUuð aftim til lífsins og myndi því
aldrei framar standa við hUð
manns síns og vera hjá bömunum
sínum yrði réttlætinu nú fullnægt.
Þeirri spumingu var hins vegar
enn ósvarað hver hafði verið að
verki og hvaða atburðarás hafði
valdiö því að Andrea Eich hafði
týnt lífinu á þann skelfilega hátt
sem raun bar vitni.
Sprengjan springur
íbúar Stendal og reyndar víðar í
Sachsen biðu þess í ofvæni að skýrt
yrði frá því hver morðinginn væri.
Það hafði ekki verið hægt að gera
í fyrstu tilkynningunni þar eð
sannprófanir höfðu ekki enn farið
fram og tæknimenn höfðu ekki að
fullu lokið störfum. Þvi gat verið
að játning morðingjans væri ekki
í öllu í samræmi við það sem gerst
hafði. En svo lauk rannsókninni
og þá sendi lögreglan frá sér nýja
tílkynningu.
Morðinginn var sjálfur Thomas
Eich, eiginmaðurinn sem virst
hafði svo óhamingjusamur yfir
hvarfi konu sinnar.
Fréttin um að það hefði verið
hann sem leikið haföi konu sína
Ula, myrt hana og kastað Ukinu út
í skóg aUlangt frá heimabænum
kom eins og reiðarslag yfir flesta.
Hvað hafði gerst? Hver var ástæð-
an? Var Thomas Eich hættulegur
maður, ef tii vfil vitfirrtur? Allra
þessara spuminga og fleiri spurði
fólk sig og því var frekari skýringa
beðið með óþreyju.
Hamingjusamt
hjónaband?
Flestir sem þekktu tU Eich-hjón-
anna töldu að hjónaband þeirra
væri gott. AUt frá því að þau giftu
sig einn sólríkan ágústdag árið 1990
höfðu þau verið glaðleg að sjá hvar
sem þau komu og enginn hafði get-
að merkt að neitt ylU þeim óham-
ingju.
Andrea hafði verið ólétt þegar
hún gekk í hjónabandið. Það duld-
ist engum því tvíburar hjónanna,
Gerrit og Enico, fæddust í mars
1991, aðeins sjö mánuðum eftir
brúðkaupið.
Fjölskyldan bjó í rúmgóðu húsi
sem þau höfðu varið miklum pen-
ingum og tíma í að lagfæra og betr-
umbæta. Þannig höfðu þau eytt
mestu af sparifé sínu en árangur-
inn hafði orðið sá að húsið var sagt
þeim til mikiUar ánægju.
Thomas var glerskeri í fyrirtæki
fóður síns en Andrea hafði verið í
góðu starfi hjá tryggingafélagi.
Þegar leitað var til vinkvenna
hennar og þær spurðar um hana
vom þær allar á einu máU um að
hún væri ánægð með starfið og líf
sitt.
Hvað var að?
Þetta var því spurningin sem enn
var ósvarað. Og þegar hér var kom-
ið vissu aðeins tveir menn svarið
við henni. Annar var Thomas Eich
sem alUr töldu nú nær ólýsanlegan
óþokka. Hann leysti loks frá skjóð-
unni og frásögn hans fékkst staö-
fest.
Dag einn hafði Andrea komið til
Thomas og lýst yfir því við hann
aö hún væri farin að halda við ann-
an mann og vildi fá skilnað. Thom-
as varð agndofa. Ekkert hafði gerst
í sambúð þeirra sem hann taldi
geta skýrt þessa hegðan. Er hann
fékk loks máUð aftur spurði hann
konu sína hvað hún hygðist fyrir
með börnin. Ætlaði hún að láta
hann sjá um þau? Ekki komust þau
að neinu samkomulagi um tvíbur-
ana í það sinn sem og reyndar
fleira. Thomas gaf hins vegar ekki
upp aUa von um að takast mætti
aö bjarga hjónabandinu og ákvað
að þegja yfir því hvernig komið
væri. Og Andrea mun ekki hafa
viljað skýra neinum frá framhjá-
haldi sínu. Þess vegna grunaði eng-
an að neitt væri að.
Lokaþáttur
aðdragandans
Þegar Andrea hafði skýrt frá því
að hún ætti sér elskhuga, sem hún
vfidi giftast, gerbreyttist sambúð
hennar og Thomas eins og búast
mátti við. Þau rifust og daginn sem
Thomas myrti hana rifust þau
heiftarlega. Skiptust á grátur og
hurðarskelhr. Lauk rifrildinu með
því að Andrea hótaði að taka foggur
sínar og flytjast til elskhugans,
Manfreds.
„Ef þú ekur mér mér ekki strax
heim til Manfreds skal ég sjá til
þess að þú sjáir tvíburana aldrei
aftur,“ sagði hún. Það segir Thom-
as að minnsta kosti að hún hafi
sagt og bera menn í sjálfu sér ekki
brigöur á þann þátt frásagnarinn-
ar.
Andrea tók síðan saman nokkuð
af fóggum sínum og fór með tösk-
una út í bU þeirra hjóna en Thomas
settist undir stýri. Að Andrea tók
töskuna með sér sannfærði Thom-
as um að nú væri henni alvara með
að fara af heimilinu fyrir fuUt og
aUt.
Atburðurinn
örlagaríki
Thomas ók af stað. í stað þess að
aka heim til Manfreds ók hann út
úr bænum og stöðvaði ekki bílinn
fyrr en hann kom í Utinn trjálund.
Þar tók hann konu sína með valdi
en á meðan segir hann hana hafa
hrópað að hann væri ekki „góður
í rúmi“. Og síðustu orð hennar seg-
ir hann hafa verið: „Þú ert heng-
ilmæna."
Thomas Eich greip hálftóma
viskíflösku sem var í bUnum og
braut hana á höfði konu sinnar.
Síðan kyrkti hann hana.
Þegar líkið af Andreu fannst i
skóginum við DoUe sunnan Stendal
rannsökuöu réttarlæknar það og
sáu strax að unga konan hafði ver-
ið myrt. Eiginmaðurinn Thomas
var að sjálfsögðu tekinn til yfir-
heyrslu og í fyrstu kom ekkert fram
sem benti tU þess að hann væri sá
seki.
Thomas
verðurtvísaga
Þegar farið var að yfirheyra
Thomas betur og hann var beðinn
um að endurtaka einstaka þætti
frásagnar sinnar varð honum það
sama á og svo mörgum í hans spor-
um áður. Hann komst í mótsögn
við sjálfan sig og öðrum þætti frá-
sagnar hans lýsir fuUtrúinn sem
rannsókninni stjórnaði, Lutz Him-
ing, á þennan hátt:
„Thomas Eich vissi um atriði sem
engum nema morðingjanum gat
verið kunnugt um. Loks var ekki
um annað fyrir hann að gera en
játa á sig verknaðinn."
Þegar tekist hafði að upplýsa
morðið og skýrt hafði verið frá því
að Thomas væri sá seki spurðu
margir í Stendal og Sachsen sig að
því hvers vegna í ósköpunum
Thomas Eich hefði birt auglýsing-
una sem hafði að geyma beiðni tU
almennings um aðstoð. Auglýsing-
in hafði orðið til þess að beina mik-
iUi athygU að honum og hefði hugs-
aniega, fannst sumum nú, getað
orðið til þess að grunur féUi á hann.
Var auglýsingin þáttur í þaulskipu-
lögðu morði? Svar rannsóknarlög-
reglimnar er að svo muni ekki hafa
verið. Morðið hafi ekki verið skipu-
lagt, að minnsta kosti ekki í þeim
skilningi sem þama kom fram.
Almenningi fannst hins vegar
hann hafa verið hafður að ginning-
arfífli í málinu og þakklæti kom
fram hjá mörgum yfir þvi að máhð
skyldi upplýsast.
Myndir sem birtust af Thomas
Eich í blöðum eftir morðið bera
hins vegar með sér að hann var
Ula haldinn. Þykir sumum ljóst að
honum hafi sjálfum þótt verknaður
sinn svo skelfilegur að hann hafi
vUjað beina frá sér grun með öUum
ráðum, þar á meðal auglýsingunni
sem vakti svo mikla athygU.