Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Page 29
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993
41
Tim (Joseph Mazzello) felur sig fyrir risaeðlu. Joseph er aðeins níu ára.
ur sannarlega náðst miðað við þá
aðsókn sem myndin hefur fengið.
Myndin hefur fengið slíka metað-
sókn í Bandaríkjunum að með fá-
dæmum þykir og áhrif hennar
þykja minna einna helst á Gullæði
fyrri tíma. Nú er það stein-
gervingaæði. Fólk keppist við að
finna steingervinga risaeðla og vin-
sælast er að nefna þá í höfuðið á
helstu aðstandendum Jurrasic
Park.
Formúlan að
velgengninni
Þegar leitað er skýringa á þessari
miklu velgengni og áhuga, sem fólk
hefur sýnt myndinni, virðist það
nærtækast að risaeðlumar hafa
yfir sér framandi yfirbragð út-
dauðra og stórra dýra. Dýra sem
eru meinlaus en voru raunveru-
lega til ólíkt öðru æði sem búiö
hefur verið til í kringum furðuver-
ur og fljúgandi ofurmenni.
Velgengni einskorðast ekki við
Bandaríkin þaöan sem myndin er
upprunnin. Bretar hafa meðal ann-
arra tekið Jurrasic Park og öllu
sem henni tilheyrir opnum örmum.
Þremur dögum fyrir frumsýningu
í London var búið að selja miða að
andvirði ca 65 miilj. íslenskra
króna í forsölu og þrátt fyrir miklar
Risaeðluæði fer um eins og eldur í sinu:
Þegar risaeðlur
vakna til lífsins
- Steven Spielberg með enn eina ævintýramyndina sem slær í gegn
Alan Grant (Sam Neill), Ellie Sattler (Laura Dern), Lex (Arianna Ric-
hards) og Tim (Joseph Mazzello) reyna að flýja frá risaeölu í nýrri
mynd Stevens Spielberg, Jurassic Park.
Gísli Þór Guörrumdsson, DV, London:
Eftir allt körfuboltamyndaæðið á
íslandi undanfarin misseri getur
fólk nú farið að búa sig undir inn-
rás nýrra heimihsvina. Nöfnin
verða heldur fomfálegri en knattl-
iðugu hetjanna og hljóma fram-
andi: Tyrannosaurus, Velocirapt-
or, Triceratops, Brachiosaurus,
Gallimimus og Dilophosaurus.
Hvaða fyrirbæri? Jú, þetta eru nöfn
ýmissa tegunda risaeðla sem Ste-
ven Spielberg hefur kastað fram í
sviðsljósið í nýjustu kvikmynd
sinni Jurrasic Park og tekist í leið-
inni að búa til eitt mesta æöi aldar-
innar. Kvikmynd Spielbergs, sem
byggð er á metsölubók rithöfund-
arins Michael Crichton, hefur þeg-
ar skipað sér sess með mestu stór-
virkjum kvikmyndasögunnar.
Gagnrýnendur hafa veriö ósparir á
lofsyrðin og almenningur hefur
þyrpst í kvikmyndahúsið til að sjá
þessa ævintýralegu mynd sem er
nú á allra vörum. Spielberg er
reyndar þekktur fyrir að gera æv-
intýralegar myndir; ET, hákarlinn
Jaws, Purpurahturinn, Leitin að
týndu örkiimi og Indiana Jones eru
allt stórmyndir úr hugmynda-
smiöju hans. Jurrasic Park virðist
hins vegar ætla að verða sú sem
gerir nafn hans ódauölegt fremur
öðru.
Óvenjulegur garður
Myndin fjallar um milljónamær-
ing sem er í þann veginn að opna
karabískan skemmtigarð fyrir al-
menning. Garðurinn hefur til sýnis
risaeðlur sem með hjálp erfðafræð-
innar hafa verið gerðar að lifandi
eftirmyndum þessara fornsögulegu
dýra. Áður en milljónamæringur-
inn, sem leikinn er af Richard Att-
enborough, opnar hhðin að þessum
óvenjulega garði ákveður hann að
bjóða þremur vísindamönnum og
bamabörnum sínum að sjá fyrir-
bærið. Við það tækifæri detta raf-
magnsgirðingamar, sem umlykja
garðinn, óvænt úr sambandi og
ýmislegt fer á annan veg en ætlað
var. Fólk getur síðan giskað á fram-
haldið en hægt er að lofa því að
eftirleikurinn er spennandi.
Héldu að
risaeðlurnarværu
raunverulegar
Undirbúningur að myndinni hef-
ur staðið í þrjú ár eða frá því 1990.
Einu og hálfu ári áður en tökur
byrjuðu var hafist handa við að
smiða líkön risaeðla í fullri stærð,
sem fara með nokkur aðalhlutverk
myndarinnar, og tölvulíkön af öðr-
um skepnum sem settar vom inn
eftir að raunverulegum tökum
lauk. Svo vel tókst tíl við gerð eðl-
anna að yngri kynslóð leikaranna
í myndinni átti stundum fullt í
fangi með að gera sér grein fyrir
því að ekki væri um raunveruleg
dýr að ræða. En hún er ekki ein
um það. Breskur gagnrýnandi
skrifaði: „Þú trúir því að risaeðl-
umar í myndinni séu raunveruleg-
ar þó aö þú vitir að þær séu búnar
að vera dauðar í 65 mihjón ár svo
frábærlega er staðið aö tæknibreh-
um í myndinni."
Siðferðileg spuming
Margir vhja flokka myndina und-
ir vísindaskáldskap en Steven Spi-
elberg hafnar því og segir að þetta
séu hugsanleg vísindi. Hann telur
að það geti orðið brennandi sið-
ferðheg spurning þegar vísindin
verði búin að fmna út úr þvi hvem-
ig erfðafræðheg æxlun er fram-
kvæmd hvort hún verði ásættan-
leg. Með thkornu Jurrasic Park á
hvíta tjaldið virðist því ekki ein-
göngu hafa verið vakið upp afþrey-
ingaræði heldur hefur efni hennar
þrengt sér inn á svið vísindanna
líka og hleypt þar nýju blóði í um-
ræðuna um erfðir og erfðafræði
þar sem leikir og lærðir hika ekki
viö aö koma fram og segja skoðan-
ir sínar.
En hvað sem öhum siðferöhegum
spumingum hður þá er Ijóst að
Jurrasic Park átti frá upphafi að
verða stórmynd sem höfðaði th
ahra aldurshópa, ekki síst yngstu
kynslóðarinnar. Það markmið hef-
dehur á opinberum vettvangi um
hvort myndin væri við hæfi bama
ákvað enska kvikmyndaeftirhtið
að banna hana ekki.
En það er ekki eingöngu kvik-
myndahúsaeigendur sem vonast th
að græða á vinsældum myndarinn-
ar. Aðstandendur flársveltandi
safna í Bretlandi hugsa sér gott th
glóðarinnar og breska náttúm-
gripasafnið er óragt við að tengja
sig umræðunni. Vonast er eftir
aukinni aðsókn á safnið sem m.a.
er frægt fyrir thkomumikil risa-
eðlulíkön sín í kiölfar þess áhuga
sem myndin hefur vakið á fyrir-
bærinu. Safnið hefur jafnframt lát-
ið framleiða mikið magn minja-
gripa af risaeðlum og öðrum for-
sögulegum dýmm sem búist er við
að ijúki út nú á ári risaeðla. Og
auðvitað hafa matvæla- og sælgæt-
isframleiðendur líka tekið viö sér.
Komfleikspakkarnir prýddir risa-
eðlumyndum minna fólk þannig
strax í morgunsárið á hvað umræð-
an snýst um þessa dagana og lík-
lega næstu vikur og mánuði ef ekki
lengur.
Óskarinn í augsýn
Já, ef th vhl verður ársins 1993
ekki síst minnst sem árs risaeðl-
anna og fáir efast nú um að Jurr-
asic Park muni sópa til sín „ósk-
urum“. Víst er að Spielberg muni
notfæra sér meöbyrinn og gera
framhald af Jurrasic Park enda var
handritinu breytt svo hægt væri
að spinna áfram viö efnið.
Með aðalhlutverk í þessari mynd
fara: Sam Nehl, Jeff Goldblum,
Laura Dern, Richard Attenboroug,
Ariana Richards, 13 ára, og Joseph
Mazzeho, 9 ára.