Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Síða 39
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1993
51
Fréttir
Fómarlömb sólbaðsstofuræningjans óttast um öryggi sitt:
Sagðist ætla að drepa
mig ef ég kjaftaði frá
„Ég frétti af þessu í hádeginu í gær
og ég hreinlega stirönaöi af hræðslu.
Því það síðasta sem hann sagði við
mig, þegar hann réðst hér inn á sól-
baðsstofuna, var að ef ég hefði sam-
band við lögreglu þá myndi hann
drepa mig,“ sagði Ragnheiður Guð-
jónsdóttir sem varð fyrir því að
Björgvin Ríkharðsson réðst á hana,
vopnaður hnífi, á sólbaðsstofu á
Laugavegi 9. nóvember síöasthðinn.
„Ég var ein héma þegar ég frétti
af þessu og hringdi strax í eigandann
og bað hann að koma og vera hér
með mér en hann komst ekki strax
svo að ég hringdi í lögregluna og bað
um vemd en það reyndist ekki mögu-
legt. Svo kom eigandinn fljótlega,"
sagði Ragnheiður.
Hún er mjög óánægð með að hafa
ekki verið látin vita af því að Björg-
vin gengi laus og finnst það reyndar
ófyrirgefanlegt því hún hafi alltaf
verið samvinnufús þegar mál Björg-
- segir Ragnheiður Guðjónsdóttir á sólbaðsstofunni
vins var rannsakað.
„Það virðist vera að menn skynji
ekki hve hættulegur hann er. Hann
hótaði mér lífláti og ég hef aldrei ef-
ast um að hann hafi ekki sagt þetta
í alvöru. Þegar þetta gerðist á sól-
baðsstofunni náði hann af mér vesk-
inu og þar með öllum skilríkjum
þannig aö hann veit vel hvar ég á
heima. Mér dettur ekki í hug að vera
heima og kem til með að vera annars
staðar þangaö til hann finnst," sagði
Ragnheiöur.
„Ég hef aldrei verið öragg vitandi
af manninum á Litla-Hrauni þar sem
fangar geta hreinlega gengið út og
tekið strætó í bæinn,“ sagöi önnur
kona sem Björgvin réðst á.
Konan er mjög hrædd og efast ekki
um að Björgvin sé mjög hættulegur
enda sýndi hann þaö þegar hann
réðst á hana sínum tíma. „Ég var
dauðhrædd þegar ég frétti af því í
hádeginu í gær að hann gengi laus
og óttaðist að hann mundi koma og lagði mér að fara út af heimili mínu.
veitast að mér. Þess vegna fór ég til Núna er ég það óörugg að ég hef
lögreglu og bað um vernd en það ákveðið að fara eftir því sem lögregl-
reyndist ekki mögulegt og hún ráð- an benti mér á og búa annars staðar
en heima hjá mér og mun gera það
þar til lögreglan hefur náð Björg-
vini,“ sagði konan.
-PP
Vantar skýrar línur um stjórnun og tilkynningar
- segir Friðrik Gunnarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn
„Þegar svona á sér stað vantar
hreinlega skýrar línur um það hver
það er sem tekur að sér stjórnun leit-
ar og sér um samskipti á milli lög-
regluembætta og reyndar alla fram-
kvæmd," sagði Friðrik Gunnarsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja-
vík, í samtali viö DV.
Hann segir að eðlilegast væri að
sérstökum hópi þriggja til fjögurra
manna væri komið á laggimar sem
í væra aðilar frá Fangelsismálastofn-
un, RLR og lögreglu. Sá hópur sæi
um samræmingu aðgerða. Vandinn
við þetta er að RLR er starfandi á
landsvísu og valdsviö hennar nær
ekki yfir almennu lögregluna. Þann-
ig að þaö vantar einn aðila til aö ná
yfir þetta, sfjóma þessu og hafa
heimild til að segja öðram fyrir verk-
um. Friðrik vildi þó taka fraro að
ekkert væri út á samvinnu þessara
aðila að setja í þessu máh.
„Það vantar einnig skýrar reglur
um það hver láti fórnarlömb hættu-
legra fanga, og þá sem vitnað hafa
gegn þeim við réttarhöld, vita að þeir
séu stroknir úr fangelsi. Upplýsingar
um þessa aðila era ekki á einni
hendi. Til dæmis eru upplýsingar um
Björgvin Þór fyrst og fremst hjá RLR
en aðeins hluti þeirra hjá okkur.
Þannig að eina skynsemin er að setja
á fót blandaðan hóp frá þeim aðilum
sem hafa með þessi mál að gera,“
segir Friðrik.
Jón Sigurðsson, yfirfangavörður á
Litla-hrauni segir þaö reglu hjá
fangavörðum við strok fanga að láta
foreldra þeirra vita um strokið þann-
ig að þeir þurfi ekki aö lesa um það
í fjölmiðlum en hins vegar séu engar
reglur sem kveði á um að hafa beri
samband við aðra einstaklinga.
-PP
Sósur með hverjum rétti
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Sjávarréttahlaðborð var á hótehnu
á Djúpavík 27.júU og er það í annað
sinn sem hótelið er með slíkt hlað-
borð fyrir Ámeshreppsbúa. 47
manns mættu í hina heilögu kvöld-
máltíð og aUir voru ánægðir með þá
15 sjávarrétti sem þar voru bornir
fram. Borðuðu af mikiUi lyst og
ánægju.
Bensínstöðvar lokaðar á
frídegi verslunarmanna
AUar bensínstöðvar á höfuöborgarsvæðinu verða lokaðar á frídegi versl-
unarmanna, næstkomandi mánudag. í dag, fostudag, eru bensínstöðvar
opnar til kl. 20; á morgun, laugardag, eru þær opnar frá 7.30 til 20 og á
sunnudag frá kl. 9 tíl 20.
Bensínstöðvar Skeljungs við ÖskjuhUð, við SuðurfeU, við Vesturlands-
veg og í Hraunbæ verða opnar tíl hálftólf þessa sömu daga. Sjálfsalar eru
víða en kortasjálfsalar era að Laugavegi 180, Miklubraut norðanmegin
og við BSH í Hafnarfirði.
Bensínstöðvar Esso við Lækjargötu í Hafnarfi, Lækjartorg og á Ár-
túnshöfða verða opnar til 23.30 á fóstudag, laugardag og sunnudag. Sjálf-
salar era víða um höfuöborgarsvæðið.
Þrjár stöðvar OUs verða opnar tU hálftólf ofangreinda daga. Það era
stöðvar við Álfheima, GulUnbrú og Álfabakka. Sjálfsalar era víða.
Sundlaugar í Reykjavík
Sundstaðir í Reykjavík verða opnir aUa verslunarmannahelgina en á
mánudag verður opið eins og á sunnudögum, frá kl. 8 til 18.
Strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu
Strætisvagnar Reykjavíkur og Almenningsvagnar aka á öUum leiðum
á frídegi verslunarmanna samkvæmt áætlun helgidaga. Ferðir hefjast
um kl. 10 að morgni mánudags.
Versianir almennt lokaðar
Verslanir á höfuöborgarsvæðinu veröa almennt lokaðar á mánudegin-
um, frídegi verslunarmanna. Þó era á því undantekningar þar sem eigend-
ur vinna sjálfir og eitthvað verður um að verslanir verði opnar sem aUa
jafna hafa opiö á frídögum. Verslunarmiðstööin Kringlan er opin til 19 í
kvöld, föstudag, en matvöraverslun Hagkaups verður opin tU 19.30. AUar
verslanir í Kringlunni verða lokaðar á laugardag og mánudag.
Opið í 10-11 yfir helgina
„Það er opið kl. 10-23 aUa dagana. Þetta er okkar sérstaða á markaðn-
um. Við erum með opiö og kúnninn getur treyst á okkur. Við lokum
bara fimm daga á ári,“ sagöi Eiríkur Sigurðsson, eigandi að 10-11. Opið
verður í 10-11 verslununum yfir verslunarmannahelgina.
í Bónusverslunum er opiö tU kl. 19.30 í kvöld og 10-16 á morgun, laugar-
dag. Verslanir Hagkaups verða lokaðar laugardag, sunnudag og mánudag.
Bergþóra matráðskona á hótehnu
kynnti réttina og sagði hvaða sósu
nota ætti með hveijum rétti. Borð-
haldið stóð hátt á þriðju klukkustund
og Eva Sigurbjömsdóttir hótelstýra
sagði að þetta væri í annað sinn sem
slíkt hlaðborð væri auglýst fyrir
hreppsbúa en nokkram sinnum hafa
hópar að sunnan pantað slíkt sjávar-
réttaborð á ferð um Strandir.
Merming
Norrænn textflþríæríng-
ur á Kjarvalsstöðum
Norræni textUþríæringurinn á sér nú tæplega tutt-
ugu ára sögu og á laugardag var sjötti þríæringurinn
opnaður á Kjarvalsstöðum. Sýningin var í raun opnuð
í fyrra, en venjan er að hún fari land úr landi í tvö ár
- svo einungis er um árs hlé að ræða frá síðustu sýn-
ingu þríærings fram að fyrstu sýningu þess næsta.
Beatrijs Sterk, stofnandi evrópsku textílsamtakanna
og ritstjóri tímaritsins Textilforam í Hannover, skrifar
fróölega grein í sýningarskrá. Þar segir hún m.a. að á
síðustu árum hafi gætt aukinnar áherslu á tilraunir í
textíl og viðleitni til að breyta því viðhorfi að textíll
eða vefnaður sé nytjahst. I HoUandi mun hugtakið
„sjálfráð" (autonom) Ust vera notaö í auknum mæU
um afurðir textUUstamanna. Beatrijs Sterk klykkir þó
út með því að láta þá skoðun í ljós í lok greinar sinn-
ar að norrænir textílUstamenn muni verða fyrstir tíl
að yfirvinna þá síðmódemísku hugsun að „aUt gangi“
og þrói myndmál á nýjan hátt út frá stöðlum eigin
hvunndags.
Gamalt og nýtt
Þegar gengið er sýninguna, sem leggur undir sig
vestursal Kjarvalsstaða, gluggasal vestanmegin auk
miðrýmis, kemur að vísu fram tilhneiging tíl slíkrar
uppstokkunar og skírskotimar í þjóðlegar hefðir gætir
einnig, en erfitt er að ráða að hér sé um að ræða nýja
dögun í vefnaðarlistinni. Listgreinin virðist t.a.m. enn
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
sem komið er eingöngu höfða tU kvenna - sýnendur
era 36 talsins og aUt konur - og einnig núnna mörg
verkanna einkenrúlega mikið á það sem var að gerast
í vefnaði fyrir u.þ.b. tuttugu áram; samanber verk
norsku Ustakvennanna UUu Dammann, Ase Ljones,
Marianne Mannsaker og HeUe MeUemstrand og hinn-
ar sænsku Gunnel Pettersson. Þarna virðist vera um
harla Utla endumýjun eða geijun að ræða. Aðrar
norskar listakonur - en þær era ásamt þeim sænsku
fjölmennastar á sýningunni - sýna mun meiri dirfsku
í efnisvaU og útfærslu hugmynda. „Gult umhverfis"
eftir Beret Aksnes er t.d. velheppnaö verk með sam-
tvinnun filts og uUar auk Utunar og pUserunar. Inger-
Johanne Brautaset blandar saman seUulósa, hör og
ull og niðurstaöan minnir einna helst á gúmkennda
steypu. Ennfremur vakti athygU mína verk Jeanette
Eek Jensen sem er unnið úr límdri og pressaðri bóm-
Verk dönsku listakonunnar Grete Brodersen sem er
á sýningunni á Kjarvalsstöðum.
uU og er hengt þannig upp að dagsbirtan skín í gegnum
bólstrana.
Nytjalist með tölvutækni
Þó norsku verkin séu þannig misjöfn virðist textfil-
inn nú í hvað mestri geijun á þeim bæ. Verk finnsku
Ustakvennanna Maisu Tikkanen, „Korona“ - sem er
svört sól unnin úr handgerðu filti og ull - og „Kannski"
efdr RUttu Turunen - hnýtt vímet sem gegnir hlut-
verki skUrúms í miðrýminu - eru samt sem áður
dæmi um að kraftmikla sköpun er einnig að finna þar
eystra. Sænskur textUl virðist hins vegar ýmist haU-
ast að nytjaUst eða fortíöarhringsóU. Undantekning
er hið vel útfærða og skemmtilega seglsaumsverk
Kájsu af Petersens, „Svart og rautt faðmlag“. Hið fjöl-
skrúðuga verk Irene Agbaje hefur e.t.v. hvað nútíma-
legast yfirbragð - þar er tölvutækni beitt við gerð
síðmódemísks mynsturs. Hin danska Vibeke RUsberg
er einnig á tölvugrafískum nótum 1 sínu verki og er
þar enginn eftirbátur samlanda sinna á sýningunni í
reglustíkunotkun. íslendingar eiga einn fulltrúa á þrí-
æringnum, Guðrúnu Gunnarsdóttur, og tágaverk
hennar skera sig úr fyrir fáfengUeUia sakir. Það hefði
verið leikur einn að finna verðugri verk á sýninguna
sem hefðu gefið betri mynd af því sem hér er að gerj-
ast innanlands. Eða er kannski svona lítið að gerast
hér? Hvar er nú Textílfélagið?