Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Síða 43
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993
55
Afmæli
Bogi Þorsteinsson
Bogi Þorsteinsson, fv. yfirflugum-
feröarstjóri á Keflavíkurflugvelli,
Hjallavegi 7, Njarðvíkum, verður
sjötugur mánudaginn 2. ágúst.
Starfsferill
Bogi fæddist að Ljárskógaseli í
Laxárdal í Dalasýslu og ólst upp hjá
afa sínum, Boga Sigurðssyni, í Búð-
ardal og síðari konu hans, Ingi-
björgu Sigurðardóttur.
Bogi lauk loftskeytaprófi 1941 og
starfaði á ýmsum skipum til stríðs-
loka, þ. ám. e.s. Dettifossi er því
skipi var sökkt í feþrúar 1945. Bogi
réðst til Flugmálastjómar á Reykja-
víkurflugvelli 1.2.1946. Hann lauk
námi í flugumferðarstjóm á Reykja-
víkurflugvelli og framlialdsnámi
hjá flugmálastjórn Bandaríkjanna.
Bogi var settur yfirflugumferðar-
stjóri á Keflavíkurflugvelli 1.6.1951
og starfaði sem slíkur óslitið til 1.8.
1985 er hann fór á eftirlaun.
Bogi hefur verið virkur í félags-
málum. Hann stofnaði m.a. íþrótta-
félag Keflavíkurflugvallar er sigraði
á fyrsta íslandsmóti í körfuknatt-
leik. Hann var fyrsti formaður
Körfuknattleikssambandsins og
gegndi fjölda annarra trúnaðar-
starfa á vegum íþróttahreyfingar-
innar.
Heiðursviðurkenningar: sæmdur
heiðurskrossi KKÍ1989, ævifélagi
Kiwanisklúbbs Njarðvíkur 1989 og
sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ1990.
Fjölskylda
Systkini Boga: Ragnar kennari;
Ingveldur, húsfreyja á Vallá; Sig-
valdi Gísh lögfræðingur; Gunnar
Þorsteinn á Vallá; og Elís Gunnar á
Hrappsstöðum. Hálfsystir Boga:
Guðlaug er átti Gest Olafsson, kenn-
araáAkureyri.
Foreldrar Boga: Hjónin Þorsteinn
Gíslason, b. í Ljárskógaseli, f. í
Stykkishólmi 25.11.1873, d. 9.11,
1940, og Alvilda María Friðrikka
Bogadóttir, f. 11.3.1887, d. 22.3.1955.
Ætt
FöðurforeldrarBogavoruGísli •
Þorsteinsson í Stykkishólmi og
kona hans, Ingveldur Jónsdóttir.
Alvilda var dóttir Boga Sigurðsson-
ar, kaupmanns í Búðardal, og Maríu
Guðmundsdóttur frá Kollugerði.
Bogi var bróðir Bjöms er rak versl-
un í Flatey og í Kaupmannahöfn og
var bankastjóri Landsbankans
1910-16 en sonur Bjöms var Sigurð-
ur, forstjóri og konsúll. Bogi var
sonur Sigurðar Finnbogasonar á
Sæunnarstöðum í Hallárdal og
konu hans, Elisabetar Björnsdóttur
frá Þverá, Þorlákssonar. Foreldrar
Sigurðar vom Finnbogi Sigurðsson
Bogi Þorsteinsson.
á Kirkjubóli í Skagafirði og kona
hans, Guðrún Árnadóttir frá Reykj-
arhóh, Ámasonar.
Bogi verður að heiman á afmæhs-
daginn.
Gunnar S
Gunnar S. Bohason matreiðslu-
meistari, Dverghömmm 8, Reykja-
vík, verður fertugur mánudaginn
2. ágúst.
Starfsferill
Gunnar er fæddur og uppahnn í
Reykjavík. Hann tók gagnfræðapróf
frá Ármúlaskóla í Reykjavík og hóf
nám í matreiðslu á Hótel Esju 1974.
Hann lauk námi frá Hótel- og veit-
ingaskóla íslands 1978. Gunnar rak
ásamt öðrum veitingastaö í Stokk-
hólmi í Svíþjóð í þrjú ár. Hann hefur
síðan starfað hjá matvælafyrirtæk-
inu Meistarinn hf. í Reykjavík.
Fjölskylda
Gunnar er í sambúð með Svölu
Ágústsdóttur, f. 14.10.1959, skrif-
stofumanni. Hún er dóttir Ágústs
Frankels Jónassonar vélsmiðs og
Helgu Jónasdóttur, nú látin, hús-
móður.
Synir Gunnars frá fyrra hjóna-
bandi em: Sigurður Hólm, f. 3.4.
1976, ogHaraldur, 7.8.1983. Dóttir
Svölu er Elsa Ýr Guðmundsdóttir.
Systir Gunnars er Hhdur, f. 13.5.
Bollason
GunnarS. Bollason.
1949, kjólameistari í Reykjavík.
Maður hennar er Ófeigur Björnsson
gullsmiður og eiga þau tvo syni.
Gunnar er sonur Bolla A. Olafs-
sonarfráPatreksfirði, f. 12.9.1926,
húsgagnasmiðs í Reykjavík, og
Svanhhdar Júlíusdóttir frá Reykja-
vík, f. 15.12.1925, bankastarfs-
manns.
Afmæhð var haldið 24. júh síðast-
liðinn.
Roy Ólafsson
Roy Ólafsson hafnsögumaður,
Hrísmóa 7, Garðabæ, verður sextug-
urámánudaginn.
Starfsferill
Roy fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Borgamesi. Hann lauk barna-
og unghngaskólanámi í Borgarnesi
pg lauk prófi frá Stýrimannaskóla
íslands 1957.
Roy byijaði th sjós á Eldborginni
MB-3 með föður sínum 1944. Hann
var háseti, stýrimaður og skipstjóri
hjá Eimskipafélagi íslands 1953-73,
skipstjóri á Gijótjötni 1974-75, stýri-
maður og skipstjóri á skipum Haf-
skips hf. 1976-85 og hefur síðan ver-
ið hafnsögumaður hjá Reykjavíkur-
höfn.
Fjölskylda
Roykvæntist28.1.1962 Sigríði Jó-
hannsdóttur, f. 5.8.1937, húsverði
við Fjölbrautaskóla Garðabæjar.
Hún er dóttir Jóhanns Baldvinsson-
ar, vörubílstjóra í Keflavík, og
Guðríðar Eiríksdóttur húsmóður.
Böm Roys og Sigríðar em Jó-
hanna Guðríður, f. 7.3.1962, hús-
móðir í Kópavogi, gift Bjama Ás-
geirssyni bhkksmíöameistara og
eiga þau tvo syni; Ólafur Bjöm, f.
5.9.1964, flugvélarafeindavirki, í
sambúð með Helgu Magneu Ragn-
arsdóttur og eiga þau einn son; Sig-
ríöur, f. 22.11.1%7, tækniteiknari,
gift Guðmundi Albertssyni sölu-
manni og eiga þau tvær dætur.
Börn Roys frá fyrra hjónabandi
eru Vilhelmína, f. 4.2.1954, í sambúð
með Hhmari Helgasyni og á hún
fimm börn; Hafdís Sigrún, f. 14.1.
1959, húsfreyja, gift Jóhanni Þor-
steinssyni, b. á Svínafelh í Öræfum,
ogeigaþaueinnson.
Roy Ólafsson.
Hálfbræöur Roys, samfeðra: Svav-
ar klæðskerameistari, var kvæntur
Ehsabet Linnet en þau skhdu og
eiga þau fjögur böm; Gunnar, fyrrv.
skipstjóri, nú fiskútflytjandi,
kvæntur Dýrleifu Hallgríms og eiga
þau þau íjögur böm.
Alsystkini Roys em Matthias, var
kvæntur Hrefnu Stefánsdóttur og
eiga þau fjögur böm; Marsibh, var
gift Pétri Mogensen, vélstjóra hjá
Eimskipafélagi íslands, sem er lát-
inn, og eignuðust þau sjö böm; Sig-
rún Helga, gift Sigurdór Hermunds-
syni, starfsmanni hjá ísal, og á hún
tvær dætur frá fyrra hjónabandi;
Ólöf Alda, gift Gísla Ólafs heildsala
og eignuðust þau fimm börn.
Foreldrar Roys: Ólafur Gísli
Magnússon, f. 23.9.1893, d. 24.3.1961,
skipstjóri í Borgarnesi og Reykja-
vík, ogHlífMatthíasdóttir, f. 27.4.
1899, húsmóðir.
Roy verður erlendis á afmæhsdag-
inn.
Til hamingju með afmælið 30. júlí
80 ára
Kristbjörg Jakobsdóttir,
Brekkugötu 10, Akureyri.
75 ára
Kristinn Óskarsson,
fyrrv. lögreglu- “
maður, Hseðar-
garðí 35, Reykja-
vik. Eiginkona
KristinserÁgústa
Jónsdótttr. Þau
eru stödd í Reyk-
hólasveit um
þessar mundir.
Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Reykjavíkurvegi 50, Hai'nai firði.
Svava Vigfúsdóttir,
Hvassaleiti 56, Reykjavik.
Hallfríður Magnúsdóttir,
:: Hofsvailagötu 18, Reykjavík.
Guðni Guðnason,
Kirkjulækjarkoti JIJA, Fljótshliðar-
hreppi.
Guðrún Torfadóttir,
Þvervegi 6, Stykkishólmi.
Auöur Sveinsdóttir,
Gljúfrasteini, Mosfellssveit.
70 ára______________________
ólafía Katrín Hansdóttir,
Birkigrund 43, Kópavogi.
Ólafía Katrín er aö heiman.
Stefán Þorláksson,
Gautlandi, Fþótahreppi.
Guðmundur Baldvinsson,
Skólavörðustíg 3A, Reykjavík.
Vilborg Krist ófersdót tir,
Læk, Leirár- og Meiahreppi
Arnfríður Sigurðardóttir,
Fjaröargötu 34, Þingeyri.
Ásthildur Sigurgisladóttir,
Blönduhlíð 35, Reykjavík.
60 ára
Axel Albertsson,
Lágholti 2, Mosfeilsbæ.
Kristján Lindberg Júlíusson,
Langholtsvegi 26, Reykjavík.
50 ára
Sigtryggur Bragason,
Reynigrund 3, Akranesi.
Lóa Henný Olsen,
---- Ásenda 8, Reykjavik.
Björgvin Gunnarsson,
---- Breiðumörk 12, Hveragerði.
Þórhildur Gunnarsdóttir,
Kvistalandi 6, Reykjavik.
Dolly Eria Nieisen,
Grenignmd 3,
Kópavogi. Sam-
: býlismaðurýí'S'.
hennar er pétur
Þ. Sveinsson.
Dollyeraðheim-
an á afmaelisdag-
inn.
40 ára
Jón Hrólfur Sigmjónsson,
---- Efstasundi 93, Reykjavík.
Jónatan Ingi Ásgeirsson,
Nesvegi 3, Súðavík.
Anna Árnina Stefánsdóttir,
Dalsmýnni, Viðvíkurhreppi.
— Ragnhildur Guðmundsdóttir,
Amarheiði 16, Hveragerði.
__ Anton Benedikt Kröyer,
Selvogsgötu 11, Hafnarfirði.
Ágúst Guðjónsson
Ágúst Guðjónsson múrari, Skóla-
gerði 61, Kópavogi, verður sjötugur
mánudaginn 2. ágúst.
Starfsferi II
Ágúst er fæddur í Eystra-Fíflholti
í Vestur-Landeyjum. Hann lauk
námi sem múrari í Vestmannaeyj-
um 1947 hjá Óskari Kárasyni
múrarameistara. Ágúst starfaöi að
iðn sinni allt þar til hann hætti
störfumm 68 ára gamah. Hann hefur
aha tíð stundað heilsurækt og var á
undan sinni samtíð í þeim efnum.
Hann syndir enn 1 km þrisvar í
viku.
Fjölskylda
Ágúst kvæntist 12.2.1950 Svan-
hvíti Gissurardóttur, f. 3.11.1932,
aðstoðarstúlku í Blóðbankanum.
Hún er dóttir Gissurar Gissurarson-
ar, b. og hreppstjóra í Selkoti, og
Gróu Sveinsdóttur sem dvelur nú á
elhheimilinu í Vestmannaeyjum.
Ágúst og Svanhvít eiga íjögur
börn. Þaueru: AnnaK.,f.l3.1.1951,
bókari í Reykjavík, gift Gunnari V.
Andréssyni, fréttaljósmyndara á
DV, og eiga þau þrjú börn; Gróa G„
f. 15.2.1953, húsmóðir íReykjavík,
gift Guðmundi Hilmarssyni bifvéla-
virkja og eiga þau þrjú börn; Gissur
Þ„ f. 19.11.1958, pípulagningamaður
á Akranesi, kvæntur Sigríði Al-
freðsdóttur og eiga þau þrjú böm;
ÁgústGuðjónsson.
Auöur Á„ f. 14.8.1963, afgreiðslu-
stúlka í Reykjavík, hún á eitt barn,
bamsfaðir þess er Finnbogi Þórar-
insson bifvélavirki.
Hálfsystkini Ágústs, sammæðra,
eru: ÁrsæU Eiríksson, f. 29.9.1915;
óskar Jónsson, f. 21.7.1935; Ingunn
Jónsdóttir, f. 19.10.1938; Friðrik
Jónsson, f. 22.7.1940. Hálfsystkini,
samfeðra: GuðlaugÞ. Guðjónsdótt-
ir, f. 23.12.1929; Úlfar Guðjónsson,
f.9.10.1931.
Ágúst er sonur Guðjóns Þorgeirs-
sonar, f. 13.11.1905, d. 13.11.1983,
bólstrara í Reykjavík, og Kristjönu
Þórðardóttur, f. 16.5.1895, d. 18.4.
1964, bóndakonu í Skipagerði.
Ágúst verður erlendis á afmæhs-
daginn.
Frawtíðar-
filwiai
LJOSMYH DAVORU R
SKIPHCXTI31
Km
værar þakkir til ykkar sem biðjið um
að andvirði afmælisgjafa renni til krabba-
meinssjúkra barna.
Tækifæriskort SKB fást á skrifstofu félagsins,
Hafnarstræti 20 (3. hæð), Reykjavík, S. 91-
676020. Opið mánudaga 13.00-15.00 og mið-
vikudaga 15.00-17.00. Reikningur nr. 545 í
Búnaðarbanka íslands, Austurstræti. STYRKTARFÉLAG
KRABBAMEINSSIÚKRA BARNA
n