Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 Vísnaþáttur____________ Þið skuluð ekki hafa hátt II. hluti Þá verður hér haldið áfram þar sem frásögnin um viðureign hag- vrðinganna lauk í síðasta þætti: „Þessi visa varð tilefni eftirfar- andi hugleiðinga: Stýrir Karl á stefjahaf stuðlaferju glæstri mjög þótt fór hans mótist af miklum nasablæstri. Af boröum þessa mæta manns molar ýmsir hrjóta. En vindurinn í vísum hans virðist aldrei þrjóta. Meðan Karh mæðir á meinleg skeyti og bitur undrast menn að EgiU hjá auðum höndum situr. Af snilld, sem þó er eitthvað ýkt, andans sveðjur hvetja kappar þeir og kveða líkt en Karl er meiri hetja. Þingeysk menning þynnri var en þóttust margir hyggja fyrst á helztu hæðirnar hundaþúfur skyggja. Vísnaþáttur Torfi Jónsson TU skýringar á síðustu visunni má geta þess að áður hafði Karl líkt þingeyskum kveðskap við íslenzk fjöll en hins vegar jafnað kveðskap hér syðra við hundaþúfur. Þessar vísur, sem ég hef hér farið með, eru aðeins Utið sýnishom þess kveðskapar sem orðið hefur tU í sambandi við vísnaþátt minn í útvarpinu. Þær eru valdar af nokkra handahófi og vafalaust verða þær ekki taldar mikUl skáld- skapur, enda ekki hugsaðar þann- ig. En engin andleg íþrótt hefur þótt þjóðlegri hjá íslendingum en leikurinn með ferskeytluna. Og gildi þeirrar íþróttar hefur fyrst og fremst verið fólgið í hinum hollu áhrifum hennar á málfar okkar og tungutak. Hún hefur í senn bæði stælt það og mýkt á sama hátt og líkamlegar íþróttir fága látbragð manns og limaburð. Þótt við höfurn stimdum gerzt nokkuð orðhvatir í vísnastríðinu í vetur hefur það ver- ið í þeim tílgangi ernum að eggja hagyrðinga til þátttöku og auka þannig spennu leUcsins. Einna hvatskeytilegust hafa verið skipti okkar við þingeysku skáldin og þá fyrst og fremst Karl Sigtryggsson á Húsavík. En svo græskulaust frá hans hendi ekki síður en okkar að nú í fyrradag fékk ég bréf frá hon- um þar sem hann býður fullar sættir og vUl slá á mUdari tón fram- vegis. Hann sagði að sér hefði fund- izt hann vera keppandi á þessum leikvangi útvarpsins fyrir hönd héraðs síns og sýslunga og undir slíkum kringumstæðum sveUur honum móður sem eðlUegt er. Ég hef svarað þessu vopnahléstílboði hins ágæta þingeyska hagyrðings þannig: Sá háttur er gamaU og hendir vafalaust flesta, því hugarfarið er alstaðar nokkuð líkt, að gera í öUu átthagans reisn sem mesta og engum er fjær en mér að lá ykkur slíkt. Þvi flestir í einhveiju átthagans svipmót bera og einnig ég get bent á fuUorðna menn, er trúðu sem böra að bezt sé og stoltast að vera Borgfirðingur, og trúa því jafnvel enn.“ Og furðar víst engan, aðra eins srúllinga og Borgfirðingar hafa eignazt gegnum tíðina, þeir gefa Þingeyingum ekkert eftir hvað það snertir. En þar sem ég þekki ekkert framhald þessarar deilu er ráð að snúa sér að öðru. Það var einhverju sinni að Rós- berg G. Snædal, skáld og kennari, hjálpaði Guðmundi Halldórssyni frá Bergsstöðum að gera við hús hans. Sóttu þeir timbur tU kaupfé- lagsins og sníktu sér spotta tU að binda timbrið niður á toppgrind bUsins. Nokkru síðar kom nafnlaus vísa á bréfsefni kaupfélagsins en höfundur var taUnn PáU Sigurjóns- son frá Ingveldarstöðum (bróðir Sigrúnar, konu ísaks Jónssonar skólastjóra): Skáldbræður af tvennu tagi tóku út sína neyzluvöru, keyptu þeir í kaupfélagi kistuvið og efni í snöru. Rósberg svaraði, en þetta ár inn- leiddi Kaupfélag Skagfirðinga stað- greiðslu í verzlunum sínum flest- um en þó ekki á byggingarvörum: Þótt staögreiða verði hvert tangur og tól, sem tilheyrir mönnum sem lifa, má hnausþykkan kaðal í hengingaról hjá háttvirtum félögum skrifa. Torfi Sveinsson frá Gili tók undir með Rósberg: Sultarólar ýmsir herða önnum þegar lýkur dagsins. Skyldi snöruskrattinn verða skjaldarmerki kaupfélagsins? Ingveldur Einarsdóttir, vinnu- kona á Reykjum í MosfeUssveit, var fædd í HeUisholtum í Hruna- mannahreppi 17. júh 1878, dóttir Einars Jóhannssonar og Vigdísar Einarsdóttur, konu hans, búenda þar. Hún lézt 19. nóv. 1958. Hún var um skeið í Laxnesi hjá foreldrum Halldórs Laxness og minntist oft með gleði ýmissa atvika frá bernskudögum skáldsins sem alltaf var í miklu uppáhaldi hjá henni. Enda hafði hún yndi af skáldskap og var vel hagmælt svo að sumar visur hennar urðu landsfrægar eins og t.d. þessi, sem hún sendi vini sínum, HaUdóri, er kvæðabók hans kom út: Þitt hef ég lesiö, Kiljan, kver, um kvæðin Utt ég hirði. En eyðumar ég þakka þér, þær eru nokkurs virði. Ingveldur var aUtaf fuU af gam- ansemi og þannig ber að taka vísu þessa. Hún dvaldist á heimiU for- eldra Jóhannesar Bjamasonar (sem skrifar minningargrein um hana í Mbl. í nóv. 1958) á Reykjum í MosfeUssveit frá 1921 til ævUoka, að undanskUdu síðasta árinu sem hún lifði er hún var á Elliheimilinu Grund. Og með þessu tel ég mælinn fuU- an að sinni. , Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar Vinsæll rækjuréttur „Þetta er mjög vinsæU réttur heima hjá mér og oft beðiö um hann. Auk þess er mjög auðvelt að búa hann tU og því er hann tUvaUnn þegar mikið er að gera,“ segir Anna EUsabet Ásgeirsdóttir, atvinnurekandi og matgæðingur vikunnar. Hún segist oft hafa þennan rétt þegar fólkið heima sé búið að fá nóg af kjöti. „Þetta er létt í maga og gott,“ segir hún. Það er rækjuréttur sem Anna Elísabet býður lesendum upp á, einfaldur og þægUegur. Anna EUsabet segist hafa fengið upp- skriftina frá Svíþjóð. Hún Utur svona út: Það sem þarf 700 g rækjur 3 msk. smjörUki 1 tsk. karrí 1 tsk. paprikuduft 1 meöalstór saxaður laukur 1 græn, stór söxuö paprika 3 msk. tómatsósa 2 msk. sinnep 3-4 dl ijómi Aðferðin Karríið og paprikuduftið er brúnað í smjörUki á pönnunni. Saxaður laukurinn og paprikan sett út í. Þá er ijómanum heUt yfir og tómatsósu og sinnepi bætt við. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Að lokum er rækjunum bætt á pönnuna og hitað upp að suðu. Rækjurnar mega aUs ekki sjóöa. Rétturinn er borinn strax á borð og með honum er gott að hafa hrísgijón, gott hrásalat og ristað brauð. Anna EUsabet segist hafa réttínn sem aðalrétt en auðvitað má Uka bjóða hann sem forrétt ef menn vilja. Rækjurétturinn er sumarlegur og tilvalinn í góðu veðri. r-».______________L—___ Anna Elisabet Asgeirsdóttir, matgæðingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti Anna EUsabet ætlar að skora á mágkonu sína, Gunn- hUdi Siguijónsdóttur þroskaþjáUa, að vera næsti mat- gæðingur. „Hún er eldklár í grænmetisréttum enda hefur fjölskyldan frekar borðað grænmeti," segir Anna EUsabet. Hún vonast til að Gunnhildur komi með góð- an grænmetisrétt til tilbreytingar og við tökum undir það. -ELA Hinhliðin Verða betri eiginmaður - segir Andri Marteinsson fótboltakappi „Ég er þessa dagana að komast í sumarfrí og vonast til þess að geta eytt sem mestum tíma með fjöl- skyldunni í franu,“ sagði Andri Marteinsson, knattspymukappi í FH, sem hefur átt stóran þátt í vel- gengni FH-Uðsins í sumar. Andri hefur spUað sem miðframherji í FH-Uðinu en einnig í landsUðinu í bakvarðarstöðu. „Markmiðið hjá FH í upphafi tímabUsins var að vera fyrir ofan miðja deild og eins og er gengur ágætlega. Hálft tíma- biUð er þó eftir og jafnlangt niður í 9. sætið eins og það fyrsta og því gæti aUt gerst," sagði Andri Mar- teinsson sem sýnir á sér hina hUð- ina að þessu sinni. Fullt nafn: Andri Marteinsson. Fæðingardagur og ár: 8. ágúst 1965. Maki: Anna Soffía Sigurðardóttir. Börn: Marteinn Gauti Andrason. Bifreið: Mitsubishi Lancer GLX, árgerð 1989. Starf: Kennari. Laun: Segir ekki staðan aUt um þau. Áhugamál: Flestar íþróttir, kvik- myndir og tónUst. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef fengiö 3 en ég spUa mjög sjaldan. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Eiga góðar stimdir með fjöl- skyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka til og dytta að. Uppáhaldsmatur: Piparsteik með ijómasveppasósu. Uppáhaldsdrykkur: Captain Morg- an. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Michael Jordan í útlöndum en ég vU ekki nefna einn öðrum fremur hér heima. Uppáhaldstimarit: Heimsmynd. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Christ- ine Brinkley. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég er hlutlaus í þeim efnum. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mike Oldfield. Uppáhaldsleikari: A1 Pacino. Uppáhaldsleikkona: Susan Saran- don. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Guð- mundur Árni Stefánsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hrollur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Allt íþróttaefni. Uppáhaldsmatsölustaður: Café Óp- era. Ertu hlynntur veru varnarliðsins hér á landi? Á meðan þeir skapa störf fyrir íslendinga mega þeir vera hérna fyrir mér. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Davíð Þór Jónsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Valtýr Björn Valtýsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Ing- ólfscafé, þá sjaldan sem kíkt er út. Uppáhaldsfélag í íþróttum: FH. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að vera betri eigin- maður, betri knattspymumaður og betri kennari. Hvað ætlar þú að gera í sumarfri- inu? Eyða eins miklum tíma og ég get með fjölskyldunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.