Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 12
12 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 Erlend bóksjá Metsölukiljur Goðsögnin og veruleikinn Bretland Skáldsögur: 1. Míchaol Crichton: Jurassic Park. 2. Joanna Trollope: The Men and the Girls. 3. Maeve Binchy: The Copper Beech. 4. Donna Tartt: The Secret History. 5. Colin Dexter: The Way through the Woods. 6. James Herbert: Portent. 7. John Grisham: The Pelican Bríef. 8. Michael Ondaatje: The Engtish Patlent. 9. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 10. Sídney Sheldon: The Stars Shíne Down. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Michael Calne: What's It All about? 3. Brian Keenan: An Evil Cradling. 4. D. Shay 8i J. Duncan: The Making of Jurassic Park. 5. Alan Bullock: Hitler 8i Stalin: Parallel :. Lives. 6. J. Peters & J. Nichol: Tornado Down. 7. Christabel Bielenberg: The Road Ahead. 8. Paul Theroux: The Happy Isles of Oceania. 9. Muriel Spark: Curriculum Vitae. 10. Bill Bryson: Neither here nor there. (Bvggt é The Sunday Tlmes) Danmörk Skáldsögur: 1. HannelVlarie Svendsen: Under solen. 2. Tor Nerrestranders; Maerk verden. 3. Alice Adams: Carolines dotre. 4. Jan Guillou: Dine fjenders fjende, 5. Jostein Gaarder: Kabafemysteriet. 6. Regine Deforges: Sort tango. 7. Peter Hoeg: Forestillinger om det 20. ðrhundrede. (Byggt á Polltikan Sondag) Þýska leikkonan María Magdalene Dietrich, ööru nafni Marlene Diet- rich, varð þegar í lifanda lífi ein magnaðasta goðsögn kvikmynda- heimsins, engu síður en helsti keppi- nautur hennar í Hollywood á milli- stríðsárunum, sænska leikkonan Greta Garbo. Goðsögnin var búin til eins og gjarnan á sér stað í gerviheimi kvik- myndanna. Höfundur hennar var öllum öðrum fremur Josef von Sternberg en hann var um árabil leiöbeinandi Marlene, leikstjóri, um- boðsmaður og elskhugi. Með tímanum lifði Marlene Diet- rich sig svo inn í hlutverkið að utan Umsjón Elías Snæland Jónsson goðsagnarinnar átti hún eiginlega enga sjálfstæöa tilveru. Síðustu ára- tugi ævinnar lokaði hún sig að mestu inni í íbúð sinni, líkt og Greta Garbo, og faldi sig fyrir umheiminum. Hún þoldi ekki láta neinn sjá að Marlene Dietrich var orðin gömul kona. Blái engillinn María Magdalene fæddist í Berlín 27. desember árið 1901. Hún ólst aö mestu upp hjá móður sinni sem vildi að hún yrði fiðluleikari og lagði á sig mikið erfiði til að svo mætti verða. Sautján ára gömul var María því send aö heiman til að læra við kunn- an tónlistarskóla. En hugur Maríu hneigðist fljótlega til leikhússins. Árið 1922 hóf hún leiklistamám og breytti um leið for- nafni sínu í Marlene. Næstu árin fékk hún ýmis lítil hlutverk án þess að vekja neina sérstaka athygh. Það breyttist árið 1929. Þá var von Stemberg að leita að leikkonu til að fara með hlutverk Lolu í kvikmyndinni Blái engilhnn sem hann byggði á skáldsögu eftir Heinrich Mann. Hann fór á leiksýningu til að skoða betur tvær leikkonur sem komu til greina. Þess í stað kom hann auga á Marlene sem sagði víst eina setningu eða svo í sýningunni. Það var nóg. Stemberg hafði fundið Lolu sína. Þegar kvikmyndin var fmmsýnd árið 1931 varð Marlene Dietrich fræg. Frjálsar ástir í þessari nýju ævisögu fjallar Don- ald Spoto ítarlega um hiö sérstæða samband Marlene og von Stembergs. Það skipti sköpum fyrir líf hennar og starf og gerði hana að kvikmynda- stjörnu og goðsögn. Hér er sagt frá samstarfi þeirra innan kvikmynda- versins og utan og ferill hennar í kvikmyndum og á sviði ítarlega rak- inn. En Spoto hefur ekki síður áhuga á einkalífi Marlene, enda var það svo sannarlega óvenjulegt. Hún giftist á unga aldri og eignað- ist eina dóttur. En þótt hjónabandið stæði lengi að nafninu til var það sannast sagna óhefðbundið af henn- ar hálfu. Marlene lifði nefnilega ekki aðeins frjálsu heldur beinlínis hömlulausu kynlífi. Elskhugar hennar vom ótelj- andi. Bæöi karlar og konur. Og oft hafði hún marga ástvini í takinu í einu. í hennar augum var líkamleg ást með hveijum þeim sem henni leist vel á jafn sjálfsagður hlutur og að borða og drekka. Þessi ævisaga er hispurslaus lýsing á einstökum lífsferli. Hér er ekki aðeins sagt frá goðsögninni Marlene Dietrich, sem enn má sjá í allri sinni dýrð í gömlu kvikmyndunum, held- ur einnig skyggst að tjaldabaki í leit að Berlínarstúlkunni Maríu Magda- lene. Höfundinum tekst vel aö tengja saman einkalífið og hið opinbera andht Marlene og gefa þannig heild- stæða mynd af þessari óvenjulegu konu. DIETRICH. Höfundur: Donald Spoto. Gorgi Books, 1993. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsogur: 1. John Grisham: The Fírm, 2. Mlchaet Crichton: Jurassic Park. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. Michael Crichton: Risíng Sun. 5. John Grísham: A Time to Kilf. 6. Michaei Crichton: Congo. 7. Patricía D. Cornwell: All That Remains, 8. Anne Rivers Siddons: Colony. 9. Stephen Kíhg: Gerald s Game. 10. Michaet Crichton: Sphere. 11. Clive Cussler; Sahara. 12. Judith Krantz: Scruples Two. 13. Terry McMillan: Waiting to Exhale. 14. Janet Dailey: Tangled Vines. 15. Lawrence Sanders: McNally's Luck. Rit almenns eðlis: 1. M. Scott Peck: The Road Less Traveiled. 2. James Herriot: Every Living Thing, 3. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 4. Anne Rule: A Rose for Her Grave. 5. Gail Sheehy: The Sitent Passage. 6. Don Shay & Jody Duncan: The Making of „Jurassíc Park" 7. David McCullough: Truman. 8. Peter Mayle: A Year in Provence. 9. Tina Turner & Karl Loder: I, Tina. 10. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 11. Wallace Stegner: Where the Bluebird Síngs to the Lemonade Springs. 12. Peter Mayle: Toujours Provence. 13. Garry Wílls: Lincotn at Gettysburg. 14. William Manchester: A World Lit only by Fire. 15. Peter Mayle: Acqulred Tastes. (Byggt á Nevt/ York Tímes Book Review) Vísindi Mögulegt er að risaeðlurnar hafi étið sig út á gaddinn. Dýrin éta sig út á gaddinn Getur það verið að dýr jarðarinnar éti sig út á gaddinn með reglulegu milhbih? Steingervingafræðingur- inn Paul Olsen í New York hefur sett fram kenningu þessa efnis og segir að um milljónir ára hafi plönt- ur og dýr jaröarinnar háö hatrammt stríðsínímilli. Þegar dýrum fjölgar fram úr hófi leiðir mengunin frá úrgangi þeirra til þess að veðurfar breytist og ísald- ir skella á. Þeim linnir ekki fyrr en mengunarinnar hættir að gæta og þá nema plöntumar landið á ný og dýrunum fjölgar þar til þau éta sig afturútágaddinn. Olsen viðurkennir að nokkuö vanti upp á að fullar sannanir hafi fundist fyrir kenningu þessari en hún sé það skemmtileg að vert sé að skoða hana nánar. Hann telur m.a. að endalok risaeðlanna hafi boriö að með þessum hætti. Heimsmeist- ari í vaipi Hæna númer 2988 á háskólabúinu í Missouri í Bandaríkjunum er heimsmeistari í varpi. Hún skilaði eigendum sínum 371 eggi á 365 dög- um eða ríflega eggi á dag. Ekki er vitað til að aðrar hænur hafi gert betur. Lirfur maðkaflugunnar búa yfir lækningamætti og notast einkum við að græða sár. lirfureru mikil sárabót Bandarískir læknar hafa uppgötvað að lirfur ýmissa skordýra gefa frá sér græðandi efni. Hér er þó ekki um ný sannindi að ræða því lækn- ingameistarar fyrr á tímum vissu að hægt var aö koma í veg fyrir sýkingu í sárum með því að leggja lirfur við þau. Ekki er sama hvaða lirfur eru notaðar og sumar eru með öllu gagnslausar. Góðar lækningaiiuíur eru þó ekki torfundnar því í Banda- ríkjunum beina menn nú einkum sjónum sínum að lirfum maökaflug- unnar. Þessi hvíti ormur hefur til þessa helst notast í beitu en kann að reynast góð „sárabót". Fuglar nota sólina fyrir áttavita Tvær sjálfstæðar rannsóknir á rat- vísi fugla hafa leitt í ljós að þeir nota sólina fyrir áttavita á langferð- um. Þar með virðist ljóst af hverju farfuglar rata heimshoma á milli á ferðum sínum aö og frá varpstöðv- unum. Sólarljósið vísar þó ekki veginn með sama hætti og ætla mætti í fyrstu. Ef þess er gætt að fuglamir sjái aðeins rauða hlutann í sólarljós- inu tapa þeir áttum og vita ekkert hvert þeir eiga að fara. Svo virðist sem einhverjir af geisl- um sólar hlaði upp segulmagn í aug- um fuglanna þannig að þau verða eins og áttavitar. Fuglamir þurfa ekki að sjá sólina tíl aö hlaða inn- byggðan áttavita því augun em svo ljósnæm að birta sem berst í gegn- umskýnægirþeim. Umsjón Gísli Kristjánsson Lengsta orðið íbáðaráttir í finnsku er til lengsta orð sem um getur í nokkm tungumáli og skrifað er eins aftur á bak og áfram. Þetta orð er saippuakivikauppias og er haft um vítisódakaupmenn. Hamingjan, sem fylgir því að ala upp nýjan einstakling, breytist í þunglyndi hjá fimmtu hverri konu. Fimmtahver fæðing leiðir til þunglyndis Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að fimmta hver móðir þarf að berj ast við þunglyndi fyrst eftir að bam hennar kemur í heim- inn. Rannsóknimar benda tfi að þunglyndið megi rekja til breytinga á lífsháttum kvennanna við að ann- ast nýjan einstakling. Verst er ástandið hjá ungum mæðmm sem eru að eignast sitt fyrsta bam. Eftir því sem bömunum fjölgar gætir þunglyndisins síður. Ein af orsökum þunglyndisins er að ungar mæður óttast að standa ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Þetta bætist við leiðindi vegna einangrunar á heimilunum að því er sálfræðingar segja. Svefnleysi heldurvöku fyrir sálfræðingum Breskir sálfræðingar segja að svefn- leysi sé mun alvarlegra vandamál en flestir vilji kannast viö og valdi verulegu fjárhagstjóni í öllum vest- rænum samfélögum, auk allra óþægindanna. Þeir vilja því að menn haldi vöku sinni þegar rætt erumsvefnleysi. Rannsóknir hafa sýnt að miUjónir manna koma til vinnu illa sofnir og em þeir meira og minna óstarfhæfir daglangt vegna þess. T.d. bendir margt til þess að hrotur hafi óæski- leg áhrif á hvíld þeirra sem hijóta, svo ekkl sé minnst á þá sem neyð- ast til að hlýða á hávaðann. Því er einnig haldið fram að sjúk- dómurinn skyndihöfgi sé ámóta al- gengur og Parkinsonveiki þótt hon- um sé sjaldan gefinn gaumur. Skyndihöfgi veldur því að fólk sofn- ar örstutta stund - jafnvel við vinnu - og hrekkur svo upp utan við sig ogruglað. Sálfræðingamir vilja að hagfræð- ingar reikni út hvað allur sofanda- hátturinn kostar og þá fyrst geti draumar um góðan nætursvefn ræst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.