Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Side 16
16 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 Skák DV Millisvæðamótið í Biel: Áskorendumir tíu ungir að árum - en gamla brýnið Lajos Portisch mætti öflugustu mótherjunum Jóhann byrjaði vel, með 4 vinninga úr 6 fyrstu skákunum. Um miðbik móts- ins átti hann slæman kafla og lenti í erfiðum skákum. Hollendingurinn Paul van der Sterren er aldursforseti þeirra tíu stórmeistara sem komust í áskor- endakeppnina úr millisvæðamótinu í Biel, 37 ára gamall. Hann er jafn- framt langstigalægstur, með 2525 Elo-stig og var í 56. sæti í styrkleika- röðinni í upphafi móts. Frammistaða hans kom þó ekki öllum jafnmikið á óvart.' Landi hans, Jan Timman, kvaöst fyrir mótið telja meira en helmingslíkur á að hann kæmist áfram. Van der Sterren hefur alla tíð þótt traustur og öruggur skákmaður en fremur Utlaus en virðist nú hafa tekið skyndilegum og óvæntum framfórum. Leoníd Júdasín, sem nú býr í ísra- el, er næstelstur áskorendanna, fagnar 34 ára afmæh sínu á morgun, sunnudag. Hinir eru ekki orðnir þrít- ugir - þeir yngstu eru Gata Kamsky, 19 ára, og Vladimir Kramnik, 18 ára. Tími ungu mannanna er bersýnilega kominn en „gömlu refimir“ eru komnir út í kuldann. Meðal þeirra, sem komust ekki áfram, eru Kortsnoj, Húbner og Smyslov, að ógleymdum Ungveijanum Lajos Portisch sem velgdi ungu kynslóö- inni svo sannarlega undir uggum. Portisch var lengstum í fararbroddi á mótinu en heltist úr lestinni er hann beið lægri hlut fyrir Kramnik í þriöju síðustu umferð. Þaö var eina tapskák Portisch en hann tefldi við öflugri andstæðinga en nokkur ann- ar keppandi, að meðaltah með tæp 2650 Elo-stig. Hvít-Rússinn Boris Gelfand vann Indveijann Anand auðveldlega í 8. umferð og lagði síðan Rússann Bare- ev í mikilii baráttuskák í 9. umferð. Eftir það var hann á auðum sjó - með fjórum jafnteflum í lokaumferð- unum bjó hann einn að sigrinum. Gelfand hlaut 9 v. og slapp taplaus frá keppninni. í 2.-9. sæti urðu van der Sterren, Gata Kamsky, Alexand- er Khalifman, Michael Adams, Leo- nid Júdasin, Valery Salov, Joel Lauti- er og Valdimir Kramnik, allir með 8,5 v. Tíunda sætið í áskorenda- keppninni kom í hlut Indverjans Anands en framtíð hans valt á úrslit- um úr biðskák Bareevs við Sves- hnikov. Með sigri heföi Bareev kom- ist áfram vegna betri stigatölu en Anand og hefði í sjálfu sér átt það fyllilega skilið því að hann tefldi vel en ætlaði sér of stóra hluti í lokin. En biðskákinni lauk með jafntefli og þar með slapp stigahæsti keppandi mótsins inn í hlýjuna. Anand hlaut 8 vinninga og hafði hagstæðari stigatölu en Epishín, Lputjan, Sírov, Ivantsjúk og Ivan Sokolov. Þarna eru tvö nöfn sem stinga í augu, Sírov og Ivantsjúk, en þá hefði gjaman mátt sjá í hópi hinna heppnu. Portisch, Bareev, Sves- hnikov, Abramovic og Judit Polgar fengu 7,5 v. og deildu 16.-20. sæti. Jóhann Hjartarson, sem tapaði fyrir Lputjan í lokaumferðinni, fékk 7 v. og hafnaði í 21.-34. sæti ásamt Mik- hail Gurevich, Dreev, Barua, Seiraw- an, Kortsnoj, Húbner, Gulko, Wolff, Piket, Granda-Zuniga, 011, Xu og Ye. Neðar komu Lobron, Smyslov, Speel- man, Ilja Gurevich, Kozul, Kiril Ge- orgiev og Curt Hansen með 6,5 v., Rogers, van Wely, Pigusov, Ehlvest, Nikolic, Akopjan, Agdestein, Smirin, Ftacnik, Spasov, Nogueiras, Frolov og Lima fengu 6 v., Dlescas, Arencib- ia, Malisauskas, Hellers, Dvoiris, Nalbandian, Sherzer, Topalov, Branner og Hamdouchi fengu 5,5 v., Dmitri Gurevich, Bagaturov, Hug, Kakageldjev og Lesiege fengu 5 v., Gluckman og Zarnicki fengu 4,5 v. og Moutousis og Kalesis ráku lestina með 4 v. Jóhann byijaði vel, með 4 vinninga úr 6 fyrstu skákunum. Um miðbik mótsins átti hann slæman kafla og lenti í erfiðum skákum. En hann tók á sig rögg og undir lokin átti hann enn veika von um áskorendasæti. Þrátt fyrir tapið í lokaumferðinni náði hann bestum árangri Norður- landabúa en betur má ef duga skal. Á heildina litið var taflmennskan á mótinu býsna skemmtileg enda ekkert gefið eftir. Við látum nægja sýnishom af handbragði sigurvegar- ans: Hvítt: Boris Gelfand Svart: Viswanathan Anand Meran-vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 RfB 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. a3 b4 10. Re4 Rxe4 Anand kýs að láta ekki reyna á hugsanlega endurbót Gelfands á 10. - a5 sem Anand lék gegn Karpov í Moskvu í fyrra. 11. Bxe4 Dc7 12. axb4 Bxb4+ 13. Bd2 Bxd2+ 14. Rxd2! c5 Þessi leikur, sem svo oft, leysir vanda svarts í Meran-vöminni, jafn- ar taflið strax ef hvítur bregst ekki skjótt við. En svartur hefur enn ekki hrókað og því eru ýmsar blikur á lofti. Svo virðist sem Anand hafi ekki skyggnst nægilega djúpt í stöðuna. 15. Dc2! Db6 16. dxc5 Dxc5 Ef 16. - Rxc5 17. Bxb7 Rxb7 18. Da4+ og eyðileggur hrókunarrétt- inn. Eftir 18. - Ke7 19. 0-0 strandar 19. - Hhd8 á 20. Dh4+ Kf8 21. Dxh7 og 18. - Kf8 er býsna hægfara. 17. Da4 Hb8 Svartur á þegar í miklum erfiðleik- um; spumingin er einungis hvemig hann sleppur með sem fæstar skrám- ur. Eftir 17. - Dc7 18. 0-0 Bxe4 19. Rxe4 0-0 20. Hfcl Db7 (eða 20. - De5 21. Dxd7 Dxe4 22. Hxa7) 21. Rd6 Dd5 22. Dxd7 (22. Hdl Rb6) Had8 23. Dxa7 á hvítur b-peðið til góða og töluverð- ar vinningslíkur. 18. 0-0 0-0 Svo virðist sem 18. - Bxe4 19. Rxe4 Db4 og nú t.d. 20. Dxb4 Hxb4 21. Hxa7 0-0 sé skárri leið til að tapa peði. 19. Dxd7 Hfd8 1 X £ X 1 Á 1 m £ p/xa 2 & a & s I :l ABCDEFGH 20. Bxh7+! Kxh7? Eina leiðin áfram er 20. - Kf8 21. Da4 Hxd2 en hvítur á sem fyrr peð til góða, auk þess sem kóngsstaða svarts getur í mörgum tilfellum verið varasöm. T.d. 22. Hfcl Dg5? 23. Db4 + Ke8 24. Be4, eða 22. - Dd5 23. Db4 + Ke8 24. Dg4. 21. Dxf7 Hxd2 22. Ha4! Dg5 23.g3 Hótunin24.Hh4+ eróviðráðanleg. 23. - e5 24. Hh4+ Dxh4 25. gxh4 Hd6 26. h5 Be4 27. De7 Hbb6 28. Dxe5 - Og Anand gafst upp. íslendingar í Gausdal Þrettán íslendingar, flestir úrvals- nemendur á vegum Skákskóla ís- lands, sitja nú að tafli í Gausdal í Noregi þar sem fram fer alþjóðlegt mót. Að loknum fjórum umferðum Umsjón Jón L. Árnason vom Lettinn Gipshs og Englending- urinn Davies efstir með 3,5 v. Helgi Áss Grétarsson hafði 3 v., Ólafur B. Þórsson og Bragi Kristjánsson, skólastjóri Skákskóla íslands, 2,5 v., Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson 2 v., Torfi Leósson 1,5 v., Amar Gunnarsson, Páll Agnar Þórarinsson, Magnús Öm Úlfarsson, Lárus Knútsson og Matthías Kjeld 1 v., Bjöm Þorfinnsson og Einar Hjalti Jensson 'A v. Á opna mótinu, sem kennt er við Pétur Gaut og er nýlokið, tefldu átta íslendingar. Jón Garðar Viðarsson fékk 5,5 v., Amar Gunnarsson, Ólaf- ur B. Þórsson, Bragi Kristjánsson, Tómas Bjömsson og Torfi Leósson fengu 4,5 v. og Bjöm Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson fengu 4 v. Sigurvegarar urðu Rússamir Vara- vin og Rashkovsky og Savsjenkó frá Úkraínu sem fengu 7 v. af 9 möguleg- um. -JLÁ Bridge EPSON alheimsbridgekeppnin: Meira en 100.000 spilarar tóku þátt í byrjun júní settust yfir 100.000 bridgespilarar við spilaborðið og vom spiluð sömu spil á öllum borð- um. Sigurvegarar urðu Kínveijar, Zhaobaoqi verkfræðingur og Wangzuolei fyrirlesari. Þeir sátu n-s og fengu 1876 stig. í öðm sæti var par frá Thailandi að nafni Apisai og Kittichai, sem sátu a-v, með 1823 stig. Bridge Stefán Guðjohnsen Þriðju urðu ítalimir Castagna og Sinigaglia, sátu n-s og nældu í 1819 stig. Hæstu skorina í a-v á íslandi fengu Eiríkur Hjaltason og Ragnar Her- mannsson og við skulum skoða einn toppinn hjá þeim. N-S/S ♦ 876 V KD62 ♦ KG72 ♦ 87 * ÁD52 V 875 ♦ ÁD5 4* K109 ♦ 94 V 104 ♦ 109863 + G652 Áður en lengra er haldið skulum við glugga í bókina, sem allir kepp- endur fengu að keppni lokinni, en þar skrifar Omar Shariff skýringar með hveiju spih. Shariff fylgist með frönsku bridge- meistumnum, Chemla og Perron, sem sitja n-s, og andstæðingum þeirra, tveimur ungum sphumm, sem virðast taka spihð alvarlega, alla vega er kerfiskortið þeirra metra- langt. Samt er sagnserían hjá þeim frekar einfóld: Suður Vestur Norður Austur pass 1 lauf pass 1 spaði pass 3 spaöar pass 4 lauf pass 4 tíglar pass 5 spaðar pass 6 spaðar pass pass Fjögur lauf og flórir tíglar em fyrir- stöðusagnir, fimm spaðar biðja vest- ur að segja slemmuna með hjartafyr- irstöðu og þar sem hann hefir engu logið segir hann slemmuna viðstöðu- laust. Þar eð austur hefir afhjúpað hjartaveikleika sinn er útsphiö auð- velt fyrir Chemla. Hann sphar út hjartatíu. Það htur út fyrir að einn af mögiheikum austurs, að hjarta- hjónin séu í suður, sé ekki fyrir hendi og sagnhafi lætur gosann th þess að halda opnum möguleika á kastþröng. Perron drepur á drottningu og sphar tígli til baka. Sagnhafi drepur á ás- inn, trompar tígul, tekur tvisvar tromp og trompar síðasta tíguhnn. Nú tekur sagnhafi hjartaás, fer heim á laufakóng og tekur tvö síðustu trompin. Austur hefir sphað spihð vel. Ef laufin em 3-3 eða flórhtur í laufi meö hjartaflórhtnum í norðri vinnst spilið á kastþröng. En þetta er ekki hans dagur. Einn niður. í rauninni var slemman ekkert sér- stök þótt báðir ættu fyrir sínum sögnum. Auðvitað gerði tíguldrottn- ingin ekkert gagn en það versta var að hendi austurs var of flöt. En nú skulum við hlusta á sagnir Eiríks í austur og Ragnars í vestur: Suður Vestur Norður Austur pass llauf pass lspaði pass 3spaðar pass 41auf pass 4 tíglar pass 4 spaðar pass 51auf pass 5tíglar pass 6spaðar pass pass pass Suður fann hjartaútspihð og Eiríkur, sem óttaðist einsph, drap strax á ás- inn. Hann sphaði síðan tígh á ás, trompaði tígul, fór heim á tromp og trompaði síðasta tígulinn. Norður fylgdi ht með kóngnum í þriðja tígul- inn og margt benti því til þess að suður hefði byijað með sex tígla. Hann hafði einnig hikað við þegar Eiríkur sagði fimm tígla. Aha vega tók Eiríkur nú tromp- kóng, fór heim á laufakóng og tók síðasta trompið af andstæðingunum. Hann var nú nokkuð viss um skipt- ingu suöur og spilaði laufaníu. Og suður gætti ekki að sér og lét htið. Eiríkur svínaði og þar með var slemman unnin. Gulltoppur, ef til vih yfir allan heiminn! Stefán Guðjohnsen V ÁG93 ♦ 4 ■i. ÁrMo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.