Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 21
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
21
Ólafsfjörður:
Feðgar hanna og
smíða slökkviliðsbíla
Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði:
Feðgar á Ólafsfirði hönnuðu og
smíðuðu í fyrra slökkviliðsbíl frá
grunni og fyrr á þessu ári luku
þeir við annan stærri og afhentu
hann í júní. Nú eru þeir með tvo
nýja bíla í smíðum. Bílinn, sem
þeir smíðuðu í fyrra, seldu þeir
Ólafsíjarðarbæ en Blönduós hefur
keypt seinni bílinn. „Við erum
komnir af stað með bæði þriðja og
fjórða bílinn; annan stóran, hinn
htinn,“ sögðu þeir feðgar þegar
blaðamaður DV leit inn hjá þeim á
verkstæði þeirra, Múlatindi, fyrir
skömmu.
Þeir heita Magnús Sigursteins-
son og Sigurjón Magnússon og eru
margreyndir bifvélavirkjar og bíla-
smiðir. Ekki nóg með það; báðir eru
virkir í slökkviliði bæjarins.
Reyndar er Magnús slökkviliðs-
stjóri og Siguijón varaslökkviliðs-
stjóri. Allt sem viðkemur slökkvi-
hðsmálum er sérlegt áhugamál
þeirra. Þannig er tilkominn áhugi
þeirra á að smíða eigin slökkvihðs-
bíl.
Sigurjón Magnússon er þess utan
einn þekktasti viðgerðamaður
gamaha bifreiða, svokallaðra ant-
ikbíla. Árum saman hefur hann
annast viðgerðir og endursmíð á
þeim. „Við áttum eldgamlan Bed-
ford slökkT/ihðsbíl hér á Ólafsfirði.
Hann er gríðarlega þimgur og
svifaseinn. Reynsla okkar af hon-
um kveikti með okkur þá hugmynd
að fá nýjan og betri bíl,“ segja þeir.
Það voru þessir sömu feðgar sem
lentu í lífsháskanum í Ólafsíjarðar-
höfn á dögunum þegar bryggjuker-
ið sökk, eins og DV sagði frá á sín-
um tíma.
Nota ameríska
pallbíla
Við smíðina á bílunum nota þeir
ameríska pahbha, fjórhjóladrifna
með mikla burðargetu. Á þá er
byggt mjög vandað hús með ál-
klæðningu. Á hvorri hhð eru tvær
álhurðir sem renna upp í þakið á
húsinu. Þá er húsið innréttað fyrir
helstu tæki slökkvibðsins svo sem
reykköfunartæki, hlífðarfatnað á
reykkafara, stúta, froðutæki, tal-
stöðvar, hlífðartæki, slöngur,
handslökkvitæki og fleira sem
nauðsynlegt er við slökkvistörf.
Einnig er hægt að hafa stiga og
sogbarka á þaki bílsins. í bílunum
er 1000 lítra vatnstankur og einnig
er hægt að hafa hann 2000 htra.
Við tankinn er tengd bensíndrifin
dæla sem hefur afkastagetu yfir
2000 htra á mínútu og getur náð 16
kg/cm2 þrýstingi. Dæluna er hægt
að tengja við brunahana eða láta
hana taka vatn úr vatnsbóh.
Bíllinn sem Ólafsfjarðarbær
keypti var af gerðinni GMC 1983.
Hann er 4,5 tonn með vél sem er
W
I dag er langur tilboös-laugardagur
á Laugavegi og í Bankastræti
Opið til kl. 17
í flestum verslunum
- eru sjalfir 1 slökkviliði bæjarins
Feðgunum Magnúsi og Sigurjóni er margt til lista lagt. Þeir hafa hannað og smíðað tvo fullkomna slökkviliðsbíla og eru að vinna að öðrum tveimur.
6,2 htra dísil, kraftmikih bhl með
góða aksturseiginleika, enda segir
Siguijón:
„Hann reyndist ótrúlega vel á
fyrstu æfingunni sem við héldum
á honum. Sem dæmi get ég nefnt
að æfingin fór þannig fram að
kveikt var í stýrishúsi af togskipi.
Þegar það var orðið alelda fóru
gamh Bedfordinn og nýi bíllinn af
stað samtímis um tveggja kíló-
metra leið með fjóra menn hvor.
Þeir á nýja bílnum voru svo th
búnir að slökkva eldinn í stýrishús-
inu þegar gamli Bedfordinn kom á
staðinn."
Vilja smíða fleiri bíla
Bílhnn, sem Blönduósbær keypti
og var afhentur í júní, er af Ford-
gerð, árgerð 1992, með 7,3 1 vél og
er mun burðarmeiri og talsvert
stærri en sá fyrsti.
„Við viljum að sjálfsögðu smíða
fleiri bíla fyrir slökkviliðin hér á
landi. Við erum tveir í þessu og
miðað við okkar útreikninga verða
tvö stöðugildi hér á verkstæöinu.
Við erum búnir að hafa samband
við slökkvihðsstjóra og aðra sem
hafa með eldvamarmál að gera
víða um land til að vekja athygli
þeirra á þessum bílum okkar. Það
er alveg ljóst að víða á landinu
þarf að gera stórátak í þessum
málum og þá eigum við sérstaklega
við þá staði sem eru með 30 ára
gamla stirðbusalega Bedford-bíla
sem eru löngu orðnir úreltir og
geta engan veginn þjónað sem ör-
yggistæki í nútíma samfélagi. Við
notum reynslu okkar sjálfra þegar
við hönnum og smíðum þessa bíla.
Við erum að smíða bíla sem við
sjálfir vildum gjaman nota þegar
slökkviliðið er kallaö út.“
Góð meðmæli
Þeir Guðmundur Bergsson,
deildarstjóri tækjadehdar Bruna-
málastofnunar ríkisins, og Guð-
mundur Haraldsson, dehdarstjóri
fræðsludeildar, hafa skoöað bhana
sem þeir feðgar smíðuðu og gáfu
svohljóðandi umsögn:
„Bifreiðin og búnaður hennar
reyndist hið besta að öhu leyti.
Handbragð og frágangur á yfir-
byggingu gefur ekki eftir því vand-
aðasta sem sést hefur frá erlendum
framleiðendum. Fyrir hönd Bruna-
málastofnunar óskum við forráöa-
Bilarnir hafa fengið bestu meðmæli frá Brunamálastofnun og slökkviliðs-
stjórum viða um land. DV-myndir Helgi
mönnum Múlatinds th hamingju
með framtakiö og teljum engan
vafa leika á að hér er á ferðinni
tæki sem hentar vel til slökkvi-
starfa og björgunar í minni sveitar-
félögum og sem viöbótartæki í
þeim stærri."
Blönduóssbíhnn var sýndur á
ráðstefnu slökkviliðsstjóra sem
haldin var í Reykjavík í vor.
Slökkvihðsstjórum leist mjög vel á
bíhnn og töldu hann kraftmikinn
og hafa góða aksturseiginleika.
„Þetta er góð viðbót við starfsem-
ina hér,“ segir Siguijón. „Hér
starfa að jafnaði fimm menn en við
feðgarnir erum eiginlega eingöngu
í bílasmíðinni svo þetta er hrein
viðbót. Við htum þetta jákvæðum
augum, ekki síst þegar atvinnu-
ástandið í landinu er í þessari lægð.
Viö verðum því að gera eitthvað til
að halda okkur á floti.“