Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
25
„Það er allt of laust í böndunum
hjá mér hvað ég hef veitt marga
laxa um ævina, þeir eru eitthvað á
milli þrettán og flmmtán þúsund.
Ég held að það hafi enginn í heim-
inum veitt fleiri laxa og ég er sömu-
leiðis sannfærður um að það eru
nokkrir íslendingar sem hafa veitt
flesta laxana. Þeir eru í nokkrum
efstu sætunum.
Sá sem kemur næstur í röðinni
er örugglega Kristján í Crystal en
ég held að hann hafi verið kominn
upp í niu til tíu þúsund laxa þegar
hann hætti að veiða. Hann byrjaði
miklu eldri en ég en ég byijaði að
veiða strax sem unglingur," sagði
Þórarinn Sigþórsson tannlæknir,
betur þekktur sem mesti laxveiði-
maður landsins.
Þórarins hefur oftlega verið getið
þegar veiði hefur verið mikil í ein-
hverri fjöldamargra laxveiðiáa
landsins. í síðasta mánuði náðu
hann og veiðifélagi hans, Egill
Guðjohnsen, að veiða áttatíu pg tvo
laxa á eina stöng í Laxá á Ásum,
sem er að sjálfsögðu íslandsmet,
jafnvel heimsmet sem sennilega
verður seint slegið.
Uppalinn
á laxveiðijörð
„Ég er uppalinn á laxveiðijörð-
inni Einarsnesi í Borgarfirði og
fékk því snemma veiðibakteríuna.
Þar vitjaði ég netja með föður min-
um og það fylgdi því snemma
stangaveiði líka. Ég hef ekki hnnt
látunum síðan ég byrjaði að veiða
fyrir alvöru og er að megnið af
sumrinu. Hæst hef ég komist í að
veiða níutíu daga á vertíð en vana-
lega veiði ég svona fimmtíu til sjö-
tíu daga á sumri. Það má veiða níu-
tíu daga í hverri laxveiðiá en hins
vegar spannar veiðitímabihð
hundrað og tuttugu daga.“
- Þurfa menn ekki að vera mjög
vel á sig komnir líkamlega til að
stunda laxveiðar?
„Það þarf mikiðjúthald og mikinn
kraft. Sú hreyfing sem ég fæ við
veiðarnar nægh- samt ekki alveg
til að halda mér í formi. Besta þjálf-
un, sem ég fæ, er aö fara á rjúpna-
veiðar. Ég fer um hverja helgi vítt
og breitt um landið á hverju hausti
Þetta er erfiðasta íþrótt sem maður
stundar en þá á ég við rjúpnaveiðar
eins og á að stunda þær, þar sem
þú gerir aht sjálfur frá A til Z.
Engir sleöar, engin fjórhjól og eng-
ir leitarhundar.
Úthaldið skiptir ákaflega miklu
máh. Ég komst einu sinni í að veiða
sautján daga í röð en þegar ég loks
hætti fannst mér ég finna fyrir tóm-
leika innra með mér. Laxveiöarnar
endumýja krafta mína á sumrin,
ég myndi ekki geta unnið mína
vinnu af sömu ánægju og sama
krafti sem tannlæknir nema vegna
þessarar útivistar. Mér finnst hk-
amlegu ástandi mínu fara aftur á
veturna þrátt fyrir að ég hlaupi
mér til heilsubótar og reyni að
verða mér úti um aðra hreyfingu.
- Eru einhverjar sérstakar ár í
uppáhaldi hjá þér?
„Já, þær eru nokkrar. Laxá í
Kjós, Kjárrá, Miðfjarðarárnar,
Laxá á Ásum og svo náttúrlega
veiðisvæði sem er númer eitt, tvö
og þijú hjá mér. Það eru Æðarfoss-
amir í Laxá í Þing. Þangað reyni
ég að komast við öh möguleg og
segir veiðigarpurinn Þórarinn Sigþórsson tannlæknir
Þórarinn Sigþórsson með veiðifélaga sínum til margra ára, Agli Guðjohnsen, við Kjarrá.
ómöguleg tækifæri. Þar er aht sem
þarf, mikið vatn, von í stórlaxi og
svæðið aht óhemjuskemmtilegt,"
sagði Þórarinn.
Hagnaðurafveið-
inni fyrstu árin
- Er þetta ekki dýrt áhugamál?
„Jú, en fyrstu árin kom ég út úr
laxveiðinni með stórum hagnaöi.
Veiðileyfm voru ódýr og á árum
áður var hátt verð fyrir laxinn.
Mér reiknast tfi að miðað við verð-
lag í dag hafi kílóið af laxi verið
mfih tvö og þijú þúsund krónur tfi
veiðimannsins. Þá var nóg að fá
fjórtán punda lax tfi að borga veiði-
leyfi í meðaldýrri á og tvo slíka til
að borga dýrustu veiðileyfin.
í dag er þetta miklu dýrara, ég
myndi ekki standast þetta úthald
ef mér væri ekki boðið mjög mikiö
í veiði. Það væri alveg sama hvaða
embætti ég gegndi í þjóðfélaginu,
ég myndi aldrei kljúfa þetta fjár-
hagslega ef þetta væri ekki að tölu-
verðum hluta boðsveiði.
Stærsti lax sem ég hef fengið um
ævina var tuttugu og sjö punda.
Hann veiddi ég í Þverá í Borgar-
firði.
- Hefur sfiungsveiðin aldrei
freistað þín?
„Ég hef aldrei verið fyrir silungs-
veiði, mér finnst sú veiði ekki sam-
bærfieg við laxveiðina. Ég virði það
hins vegar að menn séu á annarri
skoðun en sfiungsveiði er hara ekki
fyrir minn smekk.“
- Hefur leið þín aldrei legið í er-
lendar laxveiðiár?
Þórarinn var á árum áður i fremstu röð islenskra bridgespilara.
„Ég hef aldrei veitt erlendis en
hef aftur á móti veitt með mörgum
útlendingum og þekki reyndar
marga erlenda laxveiðagarpa. í
fyrra ráðgerði ég ferð tfi Rússlands
í veiði en þá var ég svo óheppinn
að veikjast og komst því ekki.“
Með bestu bridge-
spilurum landsins
- Þú varst þekktur sem einn
fremsti bridgespfiari landsins fyrir
nokkrum árum og varst langstiga-
hæstur allra spilara. Ert þú alveg
hættur afskiptum af þeirri íþrótt?
„Ég steinhætti að spila keppnis-
bridge fyrir sjötfi átta árum, ég gifti
mig og það var ekki pláss fyrir
þrennt. Það gekk ekki. En það er
nú þannig með bridgespihð að það
er mjög skemmtfieg íþrótt en að
sama skapi óhemjuóhollt. Miklar
setur á óþægfiegum tíma á kvöldin
gera líkamanum ekki gott. Það er
greinfiegt á mörgum bridgespfiur-
um að þeir eru orðnir fullorðnir
langt um aldur fram.
Það var mér ákaflega erfitt að
hætta að spila keppnisbridge á sín-
um tíma og ég hafði einhvers konar
fráhvarfseinkenrú lengi á eftir. Ég
sé hins vegar ekki eftir því nú þeg-
ar ég horfi til baka og er mjög
ánægður með þessa ákvörðun
mína. Það tók mig ein 2-3 ár að
losa mig við löngunina. Ég hefði
samt alls ekki vfijað missa af þess-
um kapítula í lífi mínu. Og ég spila
alltaf rúbertubridge í heimahúsum
af og tfi því ég get ekki alveg yfirgef-
ið þessa kæru gömlu íþrótt mína.“
Veiða eins
og þeirgeta
- Þú og veiðifélagi þinn, Egill
Guðjohnsen, settuð glæsilegt ís-
landsmet á dögunum þegar þið
veidduð áttatíu og tvo laxa í Laxá
á Ásum á eina stöng á einum degi.
Á eftir heyrðust nokkrar óánægju-
raddir með mikla veiði ykkar félag-
anna.
„Það er alveg sama hvaða íþrótt
menn stunda, alls staðar heyrast
óánægjuraddir og örlar á öfund-
sýki. Stuttu eftir þennan mikla
veiðidag hringdi maður í Þjóðarsál-
ina og kvartaði yfir að við værum
búnir að eyðfieggja ána og notaöi
stór lýsingarorð. En síöan gerist
það að næstu hópar á eftir okkur
mokveiddu 1 ánni, meira en þeir
höfðu veitt þar nokkru sinni áður.
Það var okkar lán og ómerktu al-
gerlega orð þessa blessaða manns.
Ef menn eru á annað borð að
gagnrýna mikla veiði þá get ég sagt
það að af ótölulegum fjölda veiði-
manna sem ég hef kynnst og veitt
með um ævina reyna 95% allra
veiðimanna að veiða eins og þeir
mögulega geta. Menn hafa hins
vegar mismunandi úthald og kraft.
Ég hef mesta ánægju af því að gera
eins vel og ég get hveiju sinni. Þess
vegna get ég haft jafnmikla ánægju
af að veiða fjóra tíl fimm laxa á dag
eins og sjötíu til áttatíu. Það er
ekki magnið sem skiptir máh held-
ur að maður hafi náð hámarks-
árangri þann daginn miðað við að-
stæður og vita að maður hafi gert
sitt besta í margs konar skilningi,"
sagði Þórarinn.