Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Síða 31
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
Ég er sennilega talinn
vera kynlegur kvistur
- segir Pálmi Þórðarson, veitingamaður í Pálmalundi á Sauðárkróki
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég er sennilega af flestum talinn
vera kynlegur kvistur, að fara út í
veitingarekstur á gamals aldri, en
ég er orðinn löggilt gamalmenni og
get lifað af þessu,“ segir Pálmi
Þórðarson, vert í veitingahúsinu
Pálmalundi á Sauðárkróki. Pálmi
keypti veitingastaðinn árið 1991 og
segist hafa nóg að gera. Hann vilji
reyndar fá færri gesti en fleiri og
gera vel þá sem koma.
Pálmi hefur víða komið við á lífs-
leiðinni en hann er fæddur áriö
1926. Hann hóf nám í framreiðslu
árið 1940 á Hótel Borg, fór síðan til
sjós og var viö sjómennsku öll
stríðsárin. Hann var orðinn lærður
matreiðslumaður og segir að
lengstan hluta starfsævi sinnar
hafi hann unnið við þá iðn. Árið
1977 lá leiðin til Suðureyrar við
Súgandafjörð og þar stýrði hann
mötuneyti Fiskiöjunnar Freyju,
lengi vel fyrir eigin reikning.
Orðinn gamalmenni
„Fyrirtækið fór svo á hausinn
1984 og ég tók þá sáru ákvörðun
að pakka niður og fara. Ég gerði
það þó með því fororði að ég væri
til í að koma aftur ef aðstæður
breyttust. Það gerðist og árið 1989
var ég aftur kominn vestur. Hins
vegar fór alit í sama farið aftur og
ég varð atvinnulaus. Þá rak ég mig
á það að maður á mínum aidri fær
ekki svo auðveldlega vinnu. Maður
var e.t.v. nógu unglegur í símanum
og var vel tekið þangað til fæðing-
arárið 1926 var nefnt. Þá var eins
og ég gengi á vegg. Ég var orðinn
gamalmenni þótt ég hefði aldrei
verið sprækari.
Ég auglýsti því að ég vildi kaupa
veitingarekstur og helst gistiþjón-
ustu með. Eina tilboðið, sem ég
fékk, var héðan frá Sauðárkróki
og eflaust héldu flestir að ég væri
orðinn vitlaus að fara að selja eign-
ir mínar í Reykjavík til að kaupa
hér veitingarekstur og 100 ára gam-
alt hús á stað þar sem mönnum
hafði gengið illa aö láta dæmið
ganga upp.
Vill fáa
en góða gesti
Óhkt öðrum veitingamönnum
vill Pálmi ekki fá of marga gesti til
sín. „Ég vil fá hingað færri en góða
gesti og geta þjónað þeim í róleg-
heitum eins vel og mér er unnt.
Ég er skólaður iþví að gera gestum
tfl hæfis, það var lögð mikil áhersla
á það á Hótel Borg á sínum tíma
og maður á að láta gesti sína finna
að þeir séu velkomnir og allt það
besta standi þeim til boða.
Er ekki einn
Þetta er mikil vinna en ég er ekki
einn í þessu. Sambýliskona min,
Pálmi og sambýliskonan Indiaphosir á veitingastað sínum á Sauðár-
króki. DV-mynd gk
Indiaphosir, sem er frá Taflandi,
vinnur geysilega mikið við þetta
og án hennar gengi dæmið ekki
upp. Jantra dóttir hennar tekur
einnig til hendinni þegar mikið er
að gera og saman látum við þetta
ganga upp. Ég er ekkert að byggja
upp neinar skýjaborgir í kringum
þetta eins og aö vera með „lifandi"
tónlist og þess háttar því það ber
sig ekki.
Ekki í bankaránum
Það hefur verið mitt mesta gæfu-
spor að lenda hérna en það er ekki
í fyrsta skipti sem Sauðárkrókur
reynist mér vel. Hér fékk ég á árum
áður skipsrúm á litlum togbát og
hef aldrei þénað annað eins á ævi
minni. Þetta var eftir fjögurra mán-
aða verkfall og ég var í miklum
fjárskuldbindingum í Reykjavík.
Við mokveiddum, komum með
fullfermi í hverri viku í lengri tíma
og ég sendi stórar peningaupphæð-
ir vikulega til konunnar minnar
fyrir sunnan sem spurði hvort ég
væri nokkuð lagstur í bankarán
fyrir norðan.“
Pálmi segir að á Sauðárkróki
ætli hann að vera í veitingarekstri
áfram. „Ég er allt of ungur til að
fera að leggjast í sjónvarpsgláp eða
með bók upp í sófa,“ sagði þessi
tæplega sjötugi unglingur að lok-
um.
Hailbjöm Hjartarson í Kántrýbæ:
Ég panta ekki áfengi
og afgreiði ekki heldur
- hefur þó fengið vínveitingaleyfi eftir langa baráttu við embættismannahroka
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Rekstur Kántrýbæjar hefur
gengiö mjög vel í sumar, landinn
hefur hugsað vel tfl mín og fólk
hefur verið duglegt að taka á sig
þennan stutta krók frá þjóðvegin-
um tfl að koma hér viö. Þetta fólk
segist ekki sjá eftir því, krókurinn
hafi verið þess virði,“ segir Hall-
björn Hjartarson „kántrýkóngur"
sem er nú í fulium rekstri með
veitingahúsið Kántrýbæ á Skaga-
strönd og þar rekur hann einnig
einkaútvarpsstöð sína.
„Útvarpsreksturinn hefur tfl
þessa einungis verið hugsaður sem
auglýsing fyrir staðinn og hann
hefur verið kostaður af sparibauk-
speningunum. Ég fer ekki að selja
auglýsingar fyrr en ég er kominn
með öflugri endurvarpsstöðvar
sem verður vonandi fljótlega," seg-
ir Hallbjörn.
Loks vínveitingaleyfi
Hann segist loksins vera kominn
með vínveitingaleyfi í Kántrýbæ
eftir langa og erfiða baráttu. „Þetta
var mikfl þrautaganga og erfiðast
var að glíma við þann embættis-
mannahroka sem ég varð fyrir. Ég
tek það þó fram að sjálfur kem ég
ekki nálægt víninu eða bjómum;
konan pantar áfengiö og stelpumar
Hallbjörn i Kántrýbæ ásamt Kristinu Kristmundsdóttur starfsstúlku. „Kántrýbær kominn til að vera.“
DV-mynd gk
mínar í afgreiðslunni sjá um að
afgreiða það. Ég hef alltaf verið
bindindismaður og kann ekkert á
þetta, en auðvitað vfl ég að gestir
mínir geti notið allra veitinga hér
á staönum.
Ég er núna kominn í þá stöðu að
fólkið vill að ég sé í þessum rekstri,
það sýnir aðsóknin hingað, öll bréf-
in og þakkimar og ég er afar þakk-
látur. Hjá mér eru nú tvær stúlkur
í fóstu starfi, ein sem leysir af og
svo konan mín.
í vetur langar mig tfl að hafa hér
opið lengur um helgar og brydda
upp á einhveiju skemmtilegu. Það
er hægt að setja hér upp ýmis
skemmtiatriði og svo er ég að hugsa
um að koma mér upp aðstöðu tfl
móttöku sjónvarpsefnis um gervi-
hnött og varpa því á breiðtjald."
Plata ekki á leiðinni
Hallbjöm segir enga nýja plötu
vera á leiðinni frá sér. „Tónlistin
er í biöstöðu því ég hef ekki haft
neinn tíma til að sinna henni. Ég
er bara að safna orku og hef neitað
tilboðum um að koma fram. Sárast
fannst mér að neita Vestmannaey-
ingum um að vera þar á þjóðhátíð,
því hvergi er betra og skemmti-
legra að koma fram en í Eyjum,“
sagði Hallbjöm.