Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 33
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 41 Trimm Öm Leifsson, formaður Skylmingafélags Reykjavíkur: Skylmingar oft neftidar líkamleg skák - menn þurfa stöðugt að leggja gildrur fyrir andstæðinginn Það er hægt að stunda skylmingar hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. Æfingar fara fram í ÍR-húsinu við Túngötu þrisvar í viku, á mánudög- um, fimmtudögum og föstudögum kl. 19.00. Við erum með tvo hópa og er- um einmitt að fara aö byija með nýtt byijendanámskeið í lok ágúst- mánaðar. Þjálfarinn okkar er Búlg- arinn Nicolai Mateev en hann var mjög fær keppnismaður hér á árum áður og hreppti á sínum tíma silfur í liðakeppni með liöi sínu á heims- meistaramóti. Skylmingafélag Reykjavíkur var stofnað 1985 og hef- ur það haldið reglulega námskeið frá þeim tíma. í dag stimda 40 manns skylmingar reglulega, þó svo að nokkur hundruð manns hafi farið í gegnum námskeið hjá okkur sagði Skylmingar reyna mjög á útsjónarsemi. örn Leifsson. Trimla Ég á sverö og skylmingabúning og svara áskorun um snúning Ég er rómantískur en svona hálfþýskur og kann vel við þennan núning. J.B.H. viðmælandi okkar, Öm Leifsson, formaður félagsins. Uppruni og útbúnaður Skylmingar eru evrópsk íþrótt og sú íþrótt sem stunduð er í dag á ræt- ur sínar að rekja til 15. og 16. aldar í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni. Út- búnaður er: grímur, hanskar, jakkar, buxur og sverð. Jakkamir og bux- umar em úr sama efni og em í skot- heldum vestum (keplar). Slys verða því svo til aldrei þó svo að sverðið brotni því' jakkamir em það vel varðir. Búningarnir em hvítir sam- kvæmt alþjóðlegum staðli og eiga að undirstrika ákveðinn klassa og stíl- fágim. Skylmingar samspil margra þátta Skylmingar æfa úthald og snerpu. Fyrir tuttugu árum var mesta áhersl- an lögð á tæknina. Þjóðveijar, sem em fremstir í skylmingum í dag, hafa lagt mikla áherslu á styrk og hraða og láta skylmingamenn hlaupa og lyfta lóðum. Skylmingar hafa oft verið nefndar líkamleg skák því menn eru stöðugt að reyna að leggja gfidrur fyrir andstæðinginn. Skylm- ingar reyna þannig mikið á útsjónar- semi. Skylmingar era samspil af ansi mörgum þáttum, bæði andlegum og líkamlegum. Allir geta verið með Allir geta stundað þessa íþrótt enda er hægt að stunda hana á svo mörg- um stigum. Fyrir byijendur kostar mánuðurinn 3000 kr. Skylmingafé- lagið á fullt af húnaði sem þaö Jánar út og þurfa byijendur því eldd að leggja út fyrir neinum búnaði. Topp- búnaður kostar hins vegar 30-50 þús. Þrírmis- munandi leikir Um er að ræða þrjár tegundir af sverðum, höggsverð, stungusverð og lagsverð, og mismunandi reglur gilda með hverju sverði. Með högg- sverði er skorað bæði með því að höggva og stinga en með lagsverði og stungusverði er skorað bara með því að stinga. í lagsverði er allur lík- aminn skotmark en í stungusverði er það bara búkurinn og þá klæðum viö okkur í rafmagnsvesti sem mæla þá hvar við ýtum á. Þegar höggsverð- ið er notað er bara skor ef menn hitta fyrir ofan mitti og þar eru búning- amir líka með rafmagnsvesti sem tengt er í ljósaborð sem sýnir hver fær stigið. Leikimir ganga þannig fyrir sig að það em þrjár lotur og hver lota varir í þrjár mínútur. Sá vinnur sem fyrst nær 15 stigum. Reykjavíkur-Maraþon 22. ágúst: Gottað hlaupa í hóp - reynið að fínna hóp sem hleypur á sama hraða Það er mjög gott að halda sig í hóp ;m hleypur á sama liraða og hentar kkur. Stundum er viðkomandi hóp- r örlítið á undan en þá skuluð þið ndilega reyna að auka hraðann til ð ná hópnum ef þið sjáið að hann eldur óbreyttum hraða. Þið fáið styrk frá hópnum og hann drífur ykkur áfram, hugsanlega yfir erfiðan hjalla. Þá er einnig möguleilú að hóp- urinn veiti ykkur skjól fyrir vindi. Að sjálfsögðu verður svo að meta það hvort hópurinn hleypur of hægt fyrir ykkur. Þá verður að rífa sig lausan frá hópnum og skima eftir þeim næsta. Reykjavíkur-Mara- þon eftir tvær vikur Þá em tvær vikur til stefnu og við fækkum kílómetranum talsvert. Við tökum okkur tvo hvíldardaga í þess- ari viku, á þriöjudaginn og fóstudag- inn. J.B.H. Einhverra hluta vegna virðast skylmingar henta akademísku fólki betur og gildir það jafnt hér á landi sem og annars staöar. Hér á landi eru fiestir sem stunda skylmingar á lokaárum í mennta- skóla eða á fystu ámm í háskóla. Síðan virðast þetta aðallega vera tveir hópar. Annar hópurinn er að læra eðlisfræði, stærðfræði eða verkfræði en hinn hópurinn er í einhvers konar listnámi, að spila á hljóöfæri eða semja skáld- sögur. í skylmingum mætast raunhyggjumenn og róraantíker- ar. Einhverra hluta vegna virðast þeir sem koma úr öðrum stéttum hætta fljótlega og gildir þetta jafnt hér á landi sem og í Evrópu. Við kunnum engar skýringar á þessu en viljum gjarnanaðreglan verði afsönnuð 13. vika 8/8-14/8 Lengd Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvd. Fimmtud. Föstud. Laugard. Samt. km 10km 21 km 8 km ról. 15kmról. 6 km jafnt 6kmjafnt Hvíld Hvíld 8km ról. 12 km ról. 4 km frísklega 6 km frísklega Hvíld Hvíld 6 km hraðal. 8 km hraðal. 32 km 47 km 850 HAGARl TILSTEFNU - stattu þig! Styrktaraðili Reykjavfkurmaraþons

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.