Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Side 35
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 43 Sorg er ekki sjúkdómur Dauðinn er óaðskiljanlegur hluti mannlegrar tilveru. Þegar einhver kveður þennan heim stendur syrgj- andinn eftir og finnur fyrir sökn- uði, dapurleika og eftirsjá. Hann fylhst angist og kvíða vegna þess missis sem hann hefur orðið fyrir. Þetta eru tUfinningar sem verður að lifa með og vinna úr en ekki bæla niður með handafli og hörku. Margrétekkja Margrét, fimmtugur kennari, leitaði til heilsugæslulæknis fyrir nokkru vegna svefntruflana. Mað- urinn hennar lést mjög skyndilega af völdum kransæðastíflu þremur mánuöum áður. Fyrst eftir andlát- ið stóð Margrét sig ákaflega vel og sá um jarðarfor og erfi af miklum skörungsskap. En þegar frá leið fór hún að sofa mjög illa. Hún lá vak- andi á nóttum og hugsaði um lífið sem framundan var. Oft fann hún til mikiliar sektarkenndar vegna þess að hún hafði rifist við mann sinn morguninn sem hann hélt til vinnu sinnar í síðasta sinn. Hann hafði ekki lagfært þvottavélina eins og hann hafði lofað heldur setið og horft á þátt í sjónvarpinu. Samband þeirra hjóna hafði þó yfirleitt verið gott. Þau áttu þrjú böm á tánings- aldri sem áttu mjög erfitt eftir frá- fall fóður síns. Drengurinn talaði lítið en lokaöi sig inni og hlustaði á gaddavírsrokk en stúlkumar voru úti ÖU kvöld og komu seint heim. Enginn talaði um foðurinn heima og ástandið var mjög þving- að og spennt. Ættingjar og vinir hringdu ekki eins oft og áður enda vildi Margrét ekki tala við neinn. „ Allt lagast, bara ef ég get sofið,“ sagði hún við lækninn sinn. Hún lagði ofurkapp á að standa sig vel, fór strax að vinna og lét ekki bera á vanlíðan eða sorg. Sektin Sektarkennd er algeng hjá syrgj- endum. Lífið hampar sífeUt áverk- um og árekstrum sem valda ómældum þjáningum þegar ekki er lengur hægt að beiðast fyrirgefn- ingar eða byija á nýjan leik. Sumir heilagir menn segja að aliir skyldu lifa eins og hvert andartak gæti verið hið síðasta, skipta aldrei skapi eða hnýta hnjóðsyrðum í neinn. En venjulegu dauðlegu fólki gengur illa að lifa samkvæmt slík- um kenningum. Þegar um skyndi- leg dauðsföll er að ræða sjá margir efiir síðustu orðræðunum og sakna alls þess sem ekki var sagt. En hafi samskiptin verið góð hverfur sektarkennd og bjartar minningar sitja í fyrirrúmi. Margir fyllast beiskju, einangra sig og svara vin- um og vandamönnum með afgæö- ingi. Sumir öfunda þá sem engan hafa misst og svara kuldalega þeg- ar reynt er aö sýna samúð. Vinim- ir hrökkva þá inn í sjálfa sig og gefast upp við að hafa samband. Það eykur enn einangrun syrgj- andans. Öðrum finnst eins og ást- vinurinn hafi ekki dáið. Þeir heyra til hans í stiganum, sjá hann sitja við matborðið. Smám saman blasir þó miskunnarlaus veruleikinn við sem gerir sársaukann enn meiri. Sorgarvinna Syrgjandinn verður að vinna með sorgina. Hann á að segja frá því sem gerðist og sleppa taki á þeim tilfmningum sem krauma í brjósti hans, sorg, reiði, angist, sektar- kennd, öfundsýki og beiskju. Gott „Þeir sem fara lyfjaðir í jarðarför ástvinar síns geta ekki nýtt sér athöfn- ina til að komast af stað með eigin sorgarvinnu. Sorg er ekki sjúkdóm- ur sem lækna á með lyfjum." Á læknavaktiiuii Óttar Guðmundsson læknir er að skilgreina þessar tilíinningar og átta sig á því hvað þær heita. Sumir fyllast mikilli reiði út í lækna eða hjúkrunarlið. Vinir og ættingjar styðja syrgjandann best með því að hlusta af skilningi og þolinmæði en reyna ekki að leysa málin með einfoldum ráðlegging- um. Fæstir syrgjendur sjá eitthvert vit í því að reyna að sjá það bjarta í tilverunni, fara í bíó, fara að njóta lífsins, gifta sig á nýjan leik eða fara á ball. Samkvæmt flestum rannsóknum tekur tilfinninga- vinna með sorg að minnsta kosti eitt ár. Best er að styðja syrgjand- ann með nálægð sinni, athygh og hiuttekningu. „Meira máh skiptir aö vera en gera,“ eins og hagmælt- ur prestin- sagði eitt sinn. Það skiptir miklu að loka ekki sorgina inni í hringabrynju áfengis eða lyfja. Sumir læknar grípa fimlega til lyfseðils við flest dauðsfóh og skrifa upp á róandi fyrir alla fjöl- skylduna. Það er engin lausn á vandanum en deyfir syrgjandann og gerir honum erfiðara fyrir þegar th lengri tíma er htið. Þeir sem fara lyfjaðir í jarðarfor ástvinar síns geta ekki nýtt sér athöfnina th að komast af stað með eigin sorgar- vinnu. Sorg er ekki sjúkdómur sem lækna á með lyfjum. Syrgjanda gengur best þegar umhverfið lætur hann ekki í friði þó að hann segist vhja vera einn með sjálfum sér. Einmanaleikí er eins og eldsneyti á sorgina, viðheldur henni og eyk- ur oft allar þær neikvæðu thfinn- ingar sem syrgjandinn burðast með. Hvað varð um Margréti? Læknirinn ákvað að gefa Margréti svefntöflur í takmarkaðan tíma th að tryggja sæmhegan svefn. Hann bauð upp á viðtöl við hana og böm- in og vísaði þeim auk þess á samtök um sorg og sorgarviðbrögö. Smám saman virtist flölskyldan jafna sig. Þau fóru að tala saman á nýjan leik og skhdu að eina leiðin út úr myr- krinu var fram á við. Sérhvert áfah er endastöð ákveðinnar þróunar. Þaðan hggja ótal leiðir inn í fram- tíðina. Best er því að flnna fyrir sorginni, vinna sig í gegnum hana og reyna þannig að eygja nýja stigu þegar myrkrinu léttir. Útboð Flugvallarvegur á Egilsstöðum Vegagerð ríkisins óskareftir tilboðum í lagningu 0,4 km kafla á Flugvallarvegi á Egilsstöðum. Helstu magntölur: Fylling og burðarlög 6.000 m3 og klæðing 3.000 m2. Verki skal að fullu lokið 15. júní 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 16. ágúst 1993. Vegamálastjóri Þjóöarbókhlaóa - rafdreifitöflur Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins fyrir hönd mennta- málaráðuneytisins óskar eftir tilboðum í rafdreifitöflur fyrir Þjóðar- bókhlöðu. Um er að ræða 1600A aðaltöflu, 15 greinitöflur og tvo Ijósdeyfi- skápa. Töfluskápar og skinnur skulu vera tegundaprófuð fram- leiðsla (type tested). Töflur sem heild skulu hlutaprófaðar (par- tially type tested). Til að tilboð teljist fullgilt skal bjóðandi framvísa vottorði frá fram- leiðanda þeirra taflna sem hann hyggst bjóða (ekki umboðsað- ila), sem staðfestir að framleiðandi viðurkenni bjóðanda sem full- gildan samsetningaraðila. Útboðsgögn verða seld á kr. 12.450 m/vsk. hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 10. ágúst 1993. Tilþoðum skal skilað til Innkaupastofnunar ríkisins eigi síðar en þriðjudaginn 31. ágúst 1993 kl. 11.00 en þá verða tilþoð opnuð að viðstöddum þjóðendum. INIMKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK_ Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í lagningu aðalæðar VR II, 5. áfanga. Grafar- holt-Laxalón. Helstu magntölur eru: Þvermál pípna: 800 mm. Lengd: 833 m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. ágúst 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 HÓTEL SÆLUDAGAR Gisting í treggja manna herbergi með sturtu í trær nætur. Kröldrerðurogmorgunrerðurbáða dagana. Verð kr. 8.800 pr. mann. Aukagjald fyrir eins manns herbergi kr. 1.400. Hægt er að bæta við einni nótt og þá bætast við kr. 4.500. • ÞAÐ SEM í BOÐIER: 0 Hjólaleiga á hótelinu. 0 Bókasafn á hótelinu. 0 Koníaksstofa með arineldi. 0 Nudd, líkamsrækt og solarium. 0 Hestaleiga, farið frá hótelinu. 0 Ferðir í Drangey og Málmey. 0 Bílaleigubílar. 0 Hægt er að fá gistingu í svítu. 0 Dansleikir og sveitaböll í næsta nágrenni. 0 Gönguferðir (styttri og lengri ferðir). 0 Veiði í fjörunni, vötnum og ám. 0 Sjónvarpsaðstaða með gervihnattamóttakara. 0 9 hola golfvöUur (hægt að leigja golfsett). 0 Leikherbergi fyrir börn og barnagæsla sé þess óskað. Sauðárkróki - sími 95-36717

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.