Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Síða 37
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
45
Fréttir
Tillögur að aðalskipulagi í Mývatnssveit:
Ganga mislangt í verndun
- verður sennilega ágreiningur um skipuIagstHlöguna, segir sveitarstjórinn
Starfsmenn Skipulags ríkisins hafa
unniö umhverfismat fyrir Skútu-
staðahrepp en í matinu eru kynntar
flórar tillögur aö aðalskipulagi í
hreppnum næstu 20 árin. Búist er
við að sveitarstjómin í Skútustaða-
hreppi velji eina tillögu sem undir-
stöðu fyrir aðalskipulag hreppsins til
tuttugu ára en stefnt er að því að
vinnu við aðalskipulagið verði lokið
fyrir sveitarstjómarkosningamar á
næsta ári.
Tiilögumar ganga misjafniega
langt í friðunarátt í Mývatnssveit.
Sú Tyrsta gerir ráð fyrir að aðstæður
og landnotkun í Skútustaðahreppi
verði með svipuðum hætti og nú er.
Samkvæmt henni veröa litlar breyt-
ingar á fólksfjölda eða um 500 íbúar
eins og nú er. Þá veröa atvinnuhætt-
ir svipaðir með Kísiliöjunni, land-
búnaði og ferðaþjónustu.
Segja má að tillaga tvö leyfi meiri
framkvæmdir og breytingar á hög-
um íbúa sveitarinnar en sú fyrsta.
Samkvæmt tillögu tvö er gert ráð
fyrir að íbúum fjölgi um helming og
að atvinnustefna verði íjölbreytt með
nýtingu náttúruauðlinda, fram-
kvæmdum af ýmsum tagi, fleiri iðn-
aöarsvæðum og auknum samgöng-
irni. Samkvæmt þessari tillögu verða
leyfðar framkvæmdir sem geta haft
skaðleg áhrif á náttúru sveitarinnar.
Þriðja tillagan gerir ráð fyrir 700
íbúum í hreppnum og að Kísiliðjan
hætti rekstri í áfongmn og verði að
fuliu hætt í lok skipulagstímabiisins.
Áhersla er lögð á smáiðnað, verslun
og þjónustu af ýmsu tagi og yrði
Reykjahlíð eina þéttbýh sveitarfé-
lagsins. Gert er ráð fyrir að ákveðin
svæði verði vernduð og að aðkomu-
leiðir að ferðamannastöðum verði
bættar.
Síðasta tillagan gengur lengst þess-
ara tillagna í friðunarátt. Hún gerir
ráö fyrir að íbúum hreppsins fækki
í 400 og aö rekstri Kísiliðjunnar verði
hætt. Reiknað er með að ferðamönn-
um fækki og þjónusta verði aðeins á
fáum stöðum. Stór samfelld svæði
verði vemduð og ýmsum aðgerðum
beitt til að draga úr fjölda ferða-
manna.
Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveit-
arstjóri í Skútustaöahreppi, segir aö
skipulagsvinnan hefiist fljótlega en
ekki sé vist að takist að afgreiða aðal-
skipulagið fyrir kosningar á næsta
ári. Hann segist vera nokkuð viss um
að ekki sé hægt að leggja fram skipu-
lagstillögu sem allir séu ánægðir með
og gæti orðið ágreiningur um al-
menna landnotkun, staðsetningu
byggingaogbeitamot. -GHS
Brian Thomas, framkvæmdastjóri Isex hf. á Sauðárkróki.
DV-mynd gk
ígulkeravinnsla á Sauöárkróki:
Þurfum að læra af
mistökum annarra
- segir Brian Thomas, framkvæmdastjóri ísex hf.
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Auðvitað er þetta ævintýri að vera
að fara út í þessa nýju atvinnugrein
hér á landi en við höfum það þó með
okkur að geta lært af þeim mistökum
sem aðrir hafa gert í vinnslu á ígul-
kerum,'” segir Brian Thomas, fram-
kvæmdastjóri ísex hf. á Sauðár-
króki, en þaö fyrirtæki sérhæfir sig
í fullvinnslu afurða úr ígulkerum.
Thomas segir að tilraunavinnsla
hafi farið fram og gengið ágætlega.
Að vísu þurfi að prófa sig áfram,
ekki síst við ígulkeratökuna því að á
sumum stöðum séu ígulkerin tóm að
Friðunartillögur
við Mývatn
Sandvatn
Hofsstaöa-
hefði
Eiggl
Tillögurnar fjórar ganga mislangt í verndunarskyni. Tillaga A gerir ráð fyrir svipuðum aðstæðum og landnotkun
í Skútustaðahreppi en tillaga B leyfir framkvæmdir sem hafa skaðleg áhrif á náttúru sveitarinnar. Tfllaga C gerir
ráð fyrir meiri verndun á náttúru Mývatnssveitar en nú er en tillaga D gengur lengst í friðunarátt. Samkvæmt
henni verða stór og samfelld svæöi vernduð og dregið úr aösókn ferðamanna. Myndín sýnir tillögur A og D.
innan, á öðnun ekki með réttum lit
o.s.frv. „ígulkeramiðin eru hér við
landsteinana úti fyrir öllu Norður-
landi, að tahð er, en því miður hafa
ekki farið fram nægjanlegar rann-
sóknir á þessu. Þær eru þó að fara í
gang og þá skýrast mál væntanlega.“
Thomas segir að þegar vinnsla
hefst hjá ísex í næsta mánuði muni
24 menn vinna við fyrirtækið og
stefnt sé að því að afköstin verði um
200 kg af hrognum á dag. Þau eru
fullunnin í neytendapakkningar og
flutt til Japans þar sem fyrirtækið
hefur haslaö sér vöh á markaðnum
og fær gott verð.
T?§r (W) JT
M Samkort
KORTHAFAR
$$ ' a -' -' ^ /
fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingaríit í hönd
með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er
að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er
gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur!
Smáauglýsingadeild OV er opin:
Virka daga ki. 9.00-22.00
Laugardaga kl. 9.00-16.00
Sunnudaga kl. 18.00-22.00
Athugiö:
Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast
fyrir kl. 17.00 á föstudag.
SMÁAUGLÝSINGAR
SIMI 63 27 00