Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 50
58
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
Afmæli
Birgir Guðmundsson
Birgir Guðmundsson leigubifreið-
arstjóri, Hjaltabakka 8, Reykjavik,
er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Birgir er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann gekk í ísaks-
skóla, Austurbæjarskóla, Lang-
holtsskóla, Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar og Hérðasskólann á Núpi í
Dýrafirði en þar tók Birgir lands-
próf. Hann lauk námi í bifvélavirkj-
un frá Iðnskólanum í Reykjavík árið
1964 en samhliða var Birgir á samn-
ingi hjá SVR.
Birgir starfaði hjá Bjarma sf.
1964-68, var verkstjóri hjá Dráttar-
brautinni í Neskaupstað 1968-70,
verkstjóri hjá Bjarma sf. 1970-76,
verkstjóri hjá Sveini Egilssyni
1976-81, rak eigið bifreiðaverkstæði
(Bílastilling Birgis) 1981-88, verk-
stjóri hjá Glerborg 1989-92 og hefur
síðan verið bifreiðarstjóri hjá BSR.
Birgir er einn af stofnendum Bif-
reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur
(BÍKR) og á árunum 1977-80 keppti
hannírallakstri.
Fjölskylda
Birgir er kvæntur Helenu Svav-
arsdóttur, f. 15.12.1947, skrifstofu-
manni. Foreldrar hennar voru
Svavar Sigurðsson verkamaður og
Sólveig Guðmundsdóttir húsmóðir,
en þau eru bæði látin. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Börn Birgis og Helenu: Iinda Sól-
veig, f. 11.2.1965, bankastarfsmaður,
maki Svan Hector Trampe, starfs-
maður í stimplagerð, þau eiga einn
son, Steinar Hrafn Trampe; Brynja
Björk, f. 17.5.1968, húsmóðir, nemi
í HÍ og starfsmaður Árbæjarsafns,
maki Hermann Haukur Jónsson
Aspar markaðsstjóri, þau eiga tvær
dætur, Ágústu Hlín og Þórdís Björk;
Birgir Fannar, f. 24.4.1970, lager-
stjóri hjá Nýherja, maki Dagmar
Kristinsdóttir. Fósturdóttir Birgis
og Helenu er Rósa Guðbjörg Svav-
arsdóttir, f. 28.9.1961, hárgreiöslu-
meistari, hún á eina dóttur, Hörpu
Ingimundardóttur. Rósa Guðbjörg
er yngsta systir Helenu.
Bróðir Birgis er Guðmundur Ingv-
ar Guðmundsson, f. 30.1.1945,
verkamaður, maki Guðríður Pálma-
dóttir, þau eiga tvö böm. Hálfbræð-
ur Birgis, sammæðra: Arnar Sigur-
björnsson, f. 16.1.1949, forstjóri,
maki Sigrún Sverrisdóttir, Arnar á
flmm börn en Sigrún á þrjú börn;
Rafn Sigurbjömsson, f. 31.1.1955,
skrifstofustjóri, maki Guðrún Vií-
hjálmsdóttir, þau eiga þrjú börn.
Foreldrar Birgis voru Hrefna
Ingvarsdóttir, f. 6.10.1921, d. 7. ágúst
1978, húsmóðir, og Guðmundur Eyj-
ólfsson, háseti á gamla Dettifossi.
Guðmundur, sem var lærður bak-
ari, fórst með Dettifossi árið 1945.
Birgir Guðmundsson.
Stjúpfaðir Birgis er Sigurbjörn Ól-
afsson, f. 25.7.1919, útvarpsvirki, en
hann var með cigin rekstur og stofn-
aði m.a. Skiparadíó ásamt öðrum.
Birgir og Helena taka á móti gest-
um í dag í safnaðarheimili Breið-
holtskirkju í Mjódd frá kl. 15-18.
Guðbjörg Halla Bjömsdóttir
Guðbjörg Halla Bjömsdóttir, starfs-
maður hjá Gliti, Hlíðarhjalla 71,
Kópavogi, verður fertug á morgun,
sunnudaginn 8.8.
Fjölskylda
Guðbjörg er fædd í Reykjavík en
hefur alla tíð búið í Kópavogi. Hún
gekk í bamaskóla Kópavogs en lauk
prófi frá gagnfræðaskóla Mosfells-
bæjar 1975. Var í starfsþjálfun fatl-
aðra 1989-1991 og unnið hjá Ghti
síðastliðið ár. Einnig hjá Nóa-Síríusi
í eitt ár og Öryrkjabandalagi íslands
í tvö og hálft ár. Guðbjörg hefur tek-
ið þátt í störfum íþróttafélags fatl-
aðra.
Fjölskylda
Maður Guðbjargar er Marteinn
Jónsson ræstitæknir, f. 27.6.1952.
Foreldrar hans vom Jón Benedikts-
son, sjómaður í Keflavík, og Marta
Hólmkels.
Synir Guðbjargar eru Hilmar Þór
Reynisson, f. 13.5.1978, nemi í Digra-
nesskóla, og Jón Björn Marteinsson,
f. 6.7.1984, nemi í Digranesskóla.
Systkini Guðbjargar: Hildur, gift
Þórarni Tyrfmgssyni og eiga þau
fimm böm; Arndís og á hún fjögur
börn; Bima og á hún tvö böm;
Gunnvörg Braga, gift Gesti Þor-
steinssyni og eiga þau þrjú börn;
Einar Valgarð, kvæntur Hafdísi
Þóröardóttur, og eiga þau sex böm;
Kolbrún Þóra, gift Jóni Þ. Olivers-
syni og eiga þau fjögur börn; Hah-
dóra Kristín, sem nú er látin; Hjalti
Þór, kvæntur Maríu Einarsdóttur
og eiga þau fjögur böm; og Sigurður
Benedikt.
Foreldrar Guðbjargar voru Björn
Óskar Einarsson tæknifræðingur
og Gunnvör Braga Sigurðardóttir,
starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu.
Bjöm var sonur Einars Benedikts-
sonar, útvegsbónda í Stöðvarfirði,
Guðbjörg Halla Björnsdóttir.
og Guðbjargar Erlendsdóttur. For-
eldrar Gunnvarar voru Sigurður
Einarsson, prestur í Holti, og Guðný
Jónsdóttir hjúkrunarkona.
Guðbjörg tekur á móti gestum á
heimili sínu í dag, laugardag, frá kl.
15.
Haraldur Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson, Eyjabakka 6,
Reykjavik, verður áttatíu ára á
morgun, sunnudaginn 8.8.
Starfsferill
Haraldur er fæddur að Hörgsholti
í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi.
Hann ólst upp við almenn sveita-
störf til tvítugs en fór þá til Akra-
ness og hóf nám í vélvirkjun hjá
Þorgeiri og Ehert hf. Sveinsprófi í
vélvirkjun lauk hann 16.10.1938.
Einnig lauk hann sveinsprófi í pípu-
lögnum8.3.1951.
Haraldur byrjaði sjálfstæðan
rekstur áriö 1940 er hann stofnaði
vélaverkstæðið Heklu á Akranesi
með Sveinbirni Davíðssyni renni-
smið frá Hnausum á Akranesi.
Þeirra samstarfi lauk eftir nokkur
ár er Sveinbjörn flutti til Reykjavík-
ur. Haraldur rak vélaverkstæðið á
Akranesi einn th ársins 1946 er hann
gerðist meðeigandi í vélsmiðju Óla
Ólsen í Njarðvík. Þar var hann rúmt
ár og fluttist þá til Reykjavíkur þar
sem hann hefur búið síðan og starf-
að jöfnum höndum að vélvirkjun og
pípulögnum. Hann tók við rekstri
vélsmiðjunnar Tækni hf. árið 1951
með Páh Guðmundssyni og fleiri.
Þar hefur hann starfað síðan.
Fjölskylda
Haraldur kvæntist 10.12.1940
Ragnheiði Arnfríði Ingólfsdóttur frá
Akranesi, f. 15.7.1920, d. 1.2.1973.
Haraldur og Ragnheiður eignuð-
ust fjögur börn. Börn þeirra: Kristín
Ingunn, f. 16.10.1941, d. 17.4.1989,
ekkih hennar er Björn Einarsson
og eignuðust þau íjórar dætur og sex
bamabörn; Jón Ingi, f. 29.7.1946,
kvæntur Önnu Skúladóttur og eiga
þau fiögur böm og eitt barnabarn;
Sigþór, f. 12.11.1951, kvæntur
Oddnýju Magneu Einarsdóttur og
eiga þau þrjú börn og eitt barna-
barn; og Stefán, f. 24.4.1955, d. 26.12.
1986, ekkja hans er Guðrún Sigurð-
ardóttir og eignuðust þau tvö börn.
Hálfsystkin Haralds, samfeðra,
voru Kristín, Þorleifur Sigurður og
Þóranna Sigríður.
Haraldur Sigurðsson.
Foreldrar Haralds vora Sigurður
Þórarinsson, b. frá Hörgsholti, f.
22.11.1859, og Jónína Jónsdóttirfrá
Elliða, f. 24.6.1875.
Haraldur verður að heiman á af-
mæhsdaginn.
ærar þakkir til ykkar sem biðjið um
að andvirði afmælisgjafa renni til krabba-
meinssjúkra barna.
Tækifæriskort SKB fást á skrifstofu félagsins,
Hafnarstræti 20 (3. hæð), Reykjavík, S. 91-
676020. Opið mánudaga 13.00-15.00 og mið-
vikudaga 15.00-17.00. Reikningur nr. 545 í
Búnaðarbanka íslands, Austurstræti. STYRKTARFÉLAG
KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA
n
85 ára 50 ára
Ragnar Sveinsson, Hoföstöðum, Reykliólahreppi. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Eikjuvogi 8,Reykjavík.
Hreiðar V. Guðmundsson,
80ára María Sigurðardóttir, Vesturgotu 1 Ólafsfirði Þuriður Gunnarsdóttir. Miðvangi 105, Hafnarfirði. Hafsteinn B. Sigurðsson, Eikjuvogi 9, Reykjavík.
75ára Anna Gústafsdóttir, Álfatröð tia. Egilsstöðum.:::
Sigríðtir Þ. Jónsdóttir, Hrmgbraut 50, Reykjavik. 40 ára
Olafur Þorkelsson, Efstasundi 28, Reykjavík. Bry njólfur Ársælsson, Bústaöavegi 57, Reykjavik. Kristrún Anna Finnsdóttir, Viðhundi 24, Akureyri. Torfufehi 44, Reykjavík. Gréta Ólafsdóttir kennari, Ægisgötu 21, Akureyri. Maður hennar er Sigurður Vagns- sontrésmiður.
Sigurður Sigfússon, Safamýri 50, Reykjavík. 70 ára Álfhildur Friðriksdóttir, Túngötu 23, Bessastaðahreppi. sínu á afmæhsdaginn íf á kl. 15-18. Kristín H, Rristmundsdóttir, Hraunbæ 128, Reykjavík. Agnar Georg Guðj ónsson, Byggðarholti3b, Mosfehsbæ. Martin Götuskeggi, :i Njálsgötu 12a, Reykjavík. :
Ingólfur Gissurarson, Kleppsvegi 34, Reykjavík. Þrúðvangi 29, Hellu. Haraldur Elías Waage, Sólheimum 3, Reykjavík. :v1:íI||!í Jóhann Ólafur Þorvaldsson,
60ára Bólstaðarhhð 32, Reykjavík. Guðrún Árnadóttir,
Rögnvaldur Guðbrandsson, Fannafold 2, Reykjavík.
Hrauntúni, Kolbeinsstaðahreppi. Hólakoti, Eyjafiarðarsveit.
Ingvar Guðfinnur
Samúelsson
Ingvar Guðfinnur Samúelsson bif-
reiðasfióri, Helhsbraut 36, Reykhól-
um, verður fertugur á morgun,
sunnudaginn 8.8.
Starfsferill
Ingvar er fæddur á Höllustöðum
og alinn upp í Reykhólasveitinni.
Hann starfar nú sem bifreiðastjóri
í ferðum mhli Reykjavíkur og Reyk-
hóla hjá Koh hf. Vann áður í mörg
ár hjá Þörungaverksmiðjunni bæði
sem matsveinn á Karlsey og bif-
reiðasfióri. Árið 1991 setti hann á
stofn ásamt konu sinni verslunina
Arnhól.
Ingvar var um árabU gjaldkeri hjá
UMF Aftureldingu og gjaldkeri hjá
ungmennasambandinu UDN. Hann
er nú gjaldkeri hjá Verkalýðsfélag-
inu Gretti.
Fjölskylda
Ingvar hóf sambúð í ágúst 1986
með Sólrúnu Ósk Gestsdóttur versl-
unareiganda, f. 19.4.1957. Þau gift-
ust 16.11.1991. Sólrún er dóttir Gests
Jónssonar og Guðrúnar HaUdórs-
Ingvar Guðfinnur Samúelsson.
dótturíGrindavík.
Ingvar og Sólrún eiga einn son
saman sem fæddur er 8.6.1993 en
fyrir átti Sólrún Jennýju, f. 1975,
Hafstein Má, f. 1978, Óla Maríus, f.
1980 og Adolf Þorberg, f. 1982. Ingvar
gekk þeim í fóðurstað.
Ingvar verður á ferðalagi á afmæl-
isdaginn.