Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
CJtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr.
Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr.
Stríðsglæpamaður kemur
Einn af kunnari stríðsglæpamönnum heims kemur í
opinbera heimsókn til íslands síðar í ])essum mánuði.
Það er Símon Peres, utanríkisráðherra Israels, áður her-
mála- og forsætisráðherra. Hann á langan afbrotaferil
að baki og hefur heldur færzt í aukana á síðustu vikum.
Afbrot Peresar stríða gegn alþjóðlegum sáttmálum um
meðferð stríðsfanga og um meðferð fólks á hernumdum
svæðum, þar á meðal gegn Genfarsáttmálanum. Þau
stríða gegn grundvallarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og
gegn langri lagahefð Vesturlanda í þjóðarétti.
Mesta athygli hafa vakið bamamorðin, sem Peres og
félagar stjórna í Palestínu. Böm, sem kasta grjóti, hafa
verið drepin í tugatali á hveiju ári. Þetta þekkist hvergi
annars staðar í heiminum. Blóð allra þessara bama er á
höndum Peresar, þegar hann heilsar forseta íslands.
Bamamorð og önnur morð, sem Peres og félagar
stunda á hemumdum svæðum, flokkast í alþjóðarétti
undir manndráp af ásettu ráði. Einnig em til nákvæmar
skráningar um pyntingar, sem þeir standa fyrir og eru
bannaðar með alþjóðlegum sáttmálum og lagahefðum.
Ýmsar refsiaðgerðir Peresar em líka brot á þessum
sáttmálum og hefðum. Þar á meðal em hefndaraðgerðir
á borð við að jafna hús fólks við jörð og að koma í veg
fyrir, að það geti unnið fyrir sér. Slíka glæpi stundaði
Peres í hundraða- og þúsundatali sem hermálaráðherra.
Upp á síðkastið hafa Peres og félagar lært þjóðahreins-
un af Milosevic Serbíuforseta og Karadzic, Bosníustjóra
hans. Peres og félagar þjóðahreinsuðu með þvi að látá
gera umfangsmiklar loftárásir á bæi og þorp í Suður-
Líbanon og hrekja íbúana á þann hátt norður í land.
Yfirlýstur tilgangur loftárása Peresar og félaga var að
hreinsa belti í Suður-Líbanon, svo að meintir óvinir ísra-
els, sem þar kynnu að vera, hefðu minna skjól af óbreytt-
um borgurum. Síðar var raunar neitað, að þetta væri
tilgangurinn, þegar heimsbyggðin mótmælti honum.
Á þennan hátt létu Peres og félagar eyða heimilum
tugþúsunda óbreyttra borgara í öðm ríki og hrekja þá
burt af föðurleifð sinni. Hann hefur langa reynslu á þessu
sviði, því að fyrir átta árum lét hann gera loftárás á íbúða-
hverfi í Túnis, sem er um 2500 kílómetra frá ísrael.
Glæpasaga Peresar nær yfir fleiri svið en hér er rúm
til að rekja. Fyrir sjö árum lét hann menn sína óvirða
fullveldi Italíu með því að ræna þar ísraelskum kjam-
orkufræðingi, sem haföi veitt Sunday Times í London
upplýsingar um framleiðslu kjamavopna í ísrael.
Símon Peres er ekki skárri en aðrir, sem hafa gegnt
störfum hermálaráðherra, utanríkisráðherra og forsæt-
isráðherra ísraels á síðasta áratug. Hans afbrot spanna
alla bókina frá þjóðahreinsun og skipulegum manndráp-
um yfir í löglausan brottrekstur, varðhald og mannrán.
Þótt borgarar ísraels berí sem heild ábyrgð á hryðju-
verka- og stríðsglæpastefnu ríkisins vegna stuðnings við
hana, svo sem fram kemur 1 skoðanakönnunum, hafa
helztu valdamenn þjóðfélagsins þó skorið sig úr í við-
leitni við að auka grimmd þessa krumpaða þjóðfélags.
Hryðjuverka- og stríðsglæpamaður af stærðargráðu
Peresar á ekkert erindi til íslands, þótt sérkennilega gam-
ansamur utanríkisráðherra okkar hafi gaman að prófa,
hvað hann geti komizt langt í að ögra fólki. Vonandi láta
kjósendur hann gjalda þess í næstu kosningum.
Þeir, sem heilsa Símoni Peres í opinberri heimsókn
hans til íslands, fá blóð saklausra á hendur sínar. í sögu-
legum skilningi geta menn aldrei þvegið blóðið af sér.
Jónas Kristjánsson
„Gera þarf því sem fyrst itarlegar rannsóknir og kanna veröur ástand búfjárins... “ segir Sigurður m.a. í
greininni.
Bændurog
umhverfismál
í umræðunni um landbúnaðar-
mál að undanfömu finnst mér að
umhverfismálin hafi gleymst. Við-
urkennt er um heim allan að þjóð-
félag án landbúnaðar á sér enga
von eða framtíð. í alþjóðaviðskipt-
um er gert ráð fyrir rétti sérhverr-
ar þjóðar að viðhalda frumland-
búnaði því að á þann hátt er hægt
aö varðveita best frjósamt land og
náttúruauðlindir. Forðast ber að
umræðan um landbúnað hér á
landi einkennist af lágkúru, þar
sem aliö er á ófriði milli stétta, t.d.
að bóndinn sé talinn aðalóvinur
neytandans svo að nokkuð né
nefnt. Brýn nauðsyn er þess í stað
að koma á fót öflugra samráði milli
aðila, hætta langvarandi miðstýr-
ingu en virkja þess í stað einstakl-
ingsframtak bænda til nýrra átaka.
Rannsóknir þarf að stórefla og
menntun, þjálfun og fræðslu innan
greinarinnar og sérstaklega þarf
að bæta reksturinn í heild og gæði
framleiðslunnar. Fyrir röskum 20
árum var rætt um að Sovétríkin
gætu náö Bandaríkjamönnum í
iðnaði, hátækni og á flestum öðrum
sviðum atvinnulífsins. Aftur á móti
væri þróunin allt önnur í landbún-
aðinum.
Kjallariiui
Sigurður Helgason
viðskipta- og lögfræðingur
frá Kattegat í öllum fjölmiðlum, en
dauði hans var rakinn til landbún-
aöarins, var allt önnur stefna tekin
bæði í Danmörku og hjá EB-lönd-
um.
Verulegir umhverfisstyrkir eru
veittir, svo og lönd hvOd eða hafin
ný ræktun með minni áburðargjöf,
sem allt hefur orðið til úrbóta, en
kostar óhemju fjárútlát. EB-löndin
ráku þá stefnu að halda uppi háu
verði innanlands og veita í staðinn
verulega útflutningsstyrki. Ný
landbúnaðarstefna miðast við að
lækka verðið á afurðunum en þess
í stað veita styrki út á ræktaðan
hektar lands og beina styrki ef búfé
er fækkað. Þá er stefnt að fækkun
bænda og veittir ýmsir félagslegir
styrkir í staðinn og að 15% lands
verði ekki nýtt og að samdrætti í
„Forðast ber að umræðan um landbún-
að hér á landi einkennist af lágkúru,
þar sem. alið er á ófriði milli stétta, t.d.
að bóndinn sé talinn aðalóvinur neyt-
andans svo að nokkuð sé nefnt.“
GATT-viðræður á lokastigi
Við megum ekki draga okkur úr
viðræðunum um Gatt-samkomu-
lagið. Helstu átökin eru á milli
EB-landa og Bandaríkjanna um
landbúnaðarmál en bæði vilja í
raun viðhalda sínum stuðningi við
greinina. Norðurlöndin hafa mikla
sérstöðu og þá ekki síst íslendingar
og Norðmenn en þau verða að
skoða málið í ljósi byggðastefnu.
Vænlegast tíl árangurs er að
reyna að hafa áhrif á endanlega
gerð samningsins með fyrirvörum
um sérstöðu landbúnaðarins. í
samningsdrögum er notkun heil-
brigðisákvæða mjög skert og skal
sönnunarbyrðin nú hvíla hjá inn-
flutningslandinu. Gera þarf því
sem fyrst ítarlegar rannsóknir og
kanna verður ástand búfjárins, svo
og hollustu einstakra matvæla og
magn aukefna.
Við erum laus við marga hættu-
lega sjúkdóma og á það ber að
leggja mikla áherslu en þar kunna
að leynast mestu vaxtarmöguleik-
ar í framtíðinni. Við höfum hætt
útflutningsbótum en aðrar þjóðir
viðhalda áfram allt að 64% þeirra.
Öryggisákvæði verða því að vera
traust svo að íslenskur landbúnað-
ur fái staðist óeðiilega samkeppni.
Forsendur eðlilegra viðskiptahátta
eru að öll lönd afnemi útflutnings-
bætur.
EB-löndin í vanda
í öðru hefti danska fræðiritsins
Ökonomi & Politik 1993 var gerð
úttekt á landbúnaðarstefnu EB og
Danmerkur. Komið hefur m.a. í ljós
að meiri köfnunar- og eiturefni
koma frá landbúnaði en frá stór-
borgum eða nokkrum iðnaði. Fyrst
í stað voru bændur tregir til að við-
urkenna aðsteðjandi hættur en
þegar sýndur var dauður humar
framleiðslunni. Öll miöstýring
mun því stóraukast og reglur um
frjálsan markaðsbúskap heyra sög-
unni til og allt eftirlit með styrkjum
til landbúnaðar verður nær útilok-
að í framkvæmd.
í allri svartnættisumræðunni að
undanförnu er það mikiö gleðiefni
að nokkrar fréttir berast um nýja
útflutningsmöguleika. Flutt hafa
verið út til Japans um 100 tonn
árlega af hrossakjöti, unnið kjöt og
„pistólukjöt". Hafa ber í huga, aö
gert er ráð fyrir hækkuöu verði á
Japansmarkaði en enginn opinber
stuðningur var við útflutninginn.
Fréttir hafa verið aö berast um
aukinn útflutning á fersku vatni,
bæði til Evrópu og Ameríku, sem
lofar góðu og svona mætti lengi
telja. Sigurður Helgason
Skoðanir annarra
Fjáraustur til landbúnaðar
„Núverandi landbúnaðarkerfi er engum til góðs.
Neytendur eru að vakna til vitundar um rétt sinn í
þessu efni. Það ættu þingmenn að hafa í huga, hvar
í flokki sem þeir standa. Hér verður ekki heldur
spurt um orðin ein, heldur verkin... Skýrslu Hag-
fræðistofunar geta menn ekki leitt hjá sér án um-
ræðu, þótt að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið eigi sér væntanlega enga ósk heitari. Við
sem teljum okkur andstæðinga framsóknarmennsk-
unnar ber skylda til að sjá til þess að sú umræða
fan fram.“ Úr forystugr. Alþbl. 10. ágúst.
Stjórnarstefna
í landbúnaðarmálum?
„Nú hlýtur almenningur að spyrja hver sé stefna
þeirrar ríkisstjómar í landbúnaðarmálum sem hefur
tvo ráðherra innanborðs sem tala svo í austur og
vestur. Fylgir ríkisstjómin landbúnaðarstefnu Hall-
dórs Blöndal eða Sighvats Björgvinssonar? Hér er
allt of mikið í húfi til að hægt sé aö hlusta bara á
hnútukast ráðherranna og láta svo kyrrt liggja. Ef
taka á þessa menn alvarlega, hlýtur að stefna í
hörkuátök milli stjórnarflokkanna þegar farið verð-
ur að takast á um fjárveitingar til landbúnaðarmála
á næsta ári.“ Úr forystugrein Tímans 10. ágúst.
Skattheimtan er f ullkomnuð
„Nú kreppir mjög að og hagur fólks hefur versn-
að mjög. Á sama tíma er Ijóst, að skuldir heimila
hafa vaxið og vextir af þeim skuldum eru mjög háir.
Viöleitni stjómvalda til þess að tryggja vaxtalækkun
hefur ekki boriö árangur enn sem komið er. Við
þessar aðstæður og í ljósi þess, hve skattheimtan er
orðin mikil, verður ekki lengra gengið í þeim efn-
0®.“ Úr forystugr. Mbl. 8. ágúst.