Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 15 Plastiðja bankanna Bankar og afkvæmi þeirra hafa í áratug rekiö umfangsmikla starf- semi í þá veru að forða fólki frá þeirri ógæfu að staðgreiða keypta vöru og þjónustu. í stað þess að borga með peningum eða ávísun er nóg að framvísa plastkorti og kvitta fyrir úttekt sem skuldfærist til greiöslu síðar. Eins og öllum er kunnugt hefur þjóðin verið fljót að plastvæðast og notar kortin meira til ■ greiðslu daglegra útgjalda en þekkist í öðrum löndum. Þrátt fyrir þetta er enn mikið um að almenningur noti peninga og ávísanir sem greiðslumáta. Þetta hefur verið þyrnir í augum plast- iðjustjóra bankanna. Því skal brugðið á það ráð að hefja fram- leiðslu nýrra plastkorta, svokall- aðra debetkorta. KjaUaiinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður „Það bregst ekki að í kjölfar ummæla forsætisráðherra og bankastjóra um að skilyrði séu til lækkunar vaxta fylgir vaxtahækkun innan fárra daga.“ Vöruverð hækkar um milljarð Ekki er um það deilt að þægilegt er að nota kreditkortin og hag- kvæmt í mörgum tilvikum. Sama gildir um fyrirhuguð debetkort. Hins vegar fer því fjarri að plastiðj- an skili eintómum ávinningi fyrir almenning og fyrirtæki. Kaup- mannasamtökin telja að kredit- kortin hafi hækkað vöruverð hér um allt að 800 milljónir á ári þar sem þjónustugjöld plastfyrirtækj- anna fari út í vöruverð. Sömu sam- tök segja að debetkortin geti hækk- að kostnaö verslana um allt að 600 milljónir. Þessi kostnaður muni leggjast á vöruverð. Framleiðendur plastkorta mót- mæla þessu og telja allan kostnað eyðast út með þeirri hagræðingu sem fylgi notkun kortanna. Það verður hins vegar að álíta að kaup- menn viti best hvað að þeim snýr. Ég spurði kunnan höndlara álits á þessu atriði sem óneitanlega skipt- ir miklu máli. Hann áleit þjónustu- gjöld kortanna tveggja hækka vöruverð um milljarð á ári. Hver á að borga? Bæði kaupmenn og Neytenda- samtökin telja óeðlilegt að kostnað- urinn lendi á neytendum almennt með hærra vöruverði. Þetta er skiljanlegt sjónarmið. Versluninni hefur tekist að halda vöruverði niðri á mörgum sviðum, ekki síst í matvöru, og á heiður skilinn fyrir það. Auðvitað væri eðlilegast að bank- ar og korthafar skiptu með sér kostnaðinum en sú hagræðing sem verslanir heíðu af þessu skilaði sér í frekari lækkun vöruverðs. Þetta mega plastiðjustjórar ekki heyra nefnt og kemur sú afstaða ekki á óvart. í tíð Jóns Sigurðssonar sem viö- skiptaráðherra var í tví- eöa þrí- gang lagt fram á Aiþingi frumvarp til laga um greiðslukortaviðskipti. þægilegt er að nota kreditkortin og hagkvæmt i mörgum tilvik- segir m.a. í greininni. Þar var m.a. gert ráð fyrir að plast- fyrirtæki bankanna hættu að krefj- ast þess að korthafar settu ættingja sína í pant fyrir úttektum og að kortleysingjar þyrftu ekki að greiða kostnað af kortanotkun ann- arra. Frumvarpið var að miklu leyti samið eftir dönskum lögum um þessi efni sem hafa reynst vel þar í landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Marklausar yfirlýsingar Háir vextir halda almenningi og fyrirtækjum í helgreipum á sama tima og gróði kortafyrirtækjanna nam á þriðja hundrað milljónum króna í fyrra. Bankar hafa gefið í skyn að með tilkomu debetkorta mætti lækka vexti. í ljósi reynsl- urínar verður að álíta þetta mark- lausar yfirlýsingar. Það bregst ekki að í kjölfar um- mæla forsætisráðherra og banka- stjóra um að skilyrði séu til lækk- unar vaxta fylgir vaxtahækkun innan fárra daga. Það er því ástæða fyrir neytendur jafnt sem kaup- menn að trúa mátulega yfirlýsing- um plastiðjunnar um að þeir hagn- ist á notkun debetkorta. Sæmundur Guðvinsson Ámælisverðar aðdróttanir Þar sem ég var í sumarfríi úti á landi og ætlaði að njóta þess að vera úti í náttúrunni og láta allt amstur og fjölmiðla lönd og leið varð mér litiö af tilviljun í DV frá 24. júlí sl. í laugardagspistli Elíasar Snælands Jónssonar aðstoðarrit- stjóra blasti við mér nærri hálfsíðu mynd af Rannveigu Guðmunds- dóttur, varaformanni Alþýðu- flokksins, og Jóhönnu Sigurðar- dóttur, fyrrverandi varaformanni, þar sem þær virtust snúa baki hvor í aðra. Þessi pistfil var svo rætinn og ill- kvittnislegur í garð Rannveigar að ég minnist ekki annarrar slíkrar samanþjappaðrar ósvífni á einni og sömu blaðsíðu. Afsögn Jóhönnu Alþýðuflokksfólki var brugðið þegar Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér varaformannsembætt- inu. En við virðum hennar afstöðu og treystum því að hún muni vinna áfram að framgangi jafnaðarstefn- unnar í ríkisstjórninni. Við samstarfskonur Rannveigar og Jóhönnu veltum því fyrir okkur hvað konur ættu að gera í þessari stöðu. Ein hugmyndin var að sitja hjá við kosningu varaformanns að sinni og bíða átekta. Ljóst var að hjáseta myndi ekki verða flokkn- um til framdráttar. Því taldi ég óverjandi að sitja hjá í þessari KjaUaiinn Sigríður Einarsd. bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Kópavogi drættir og sundrung eru einungis af hinu illa og spilla fyrir því að góður árangur náist. Fjöldi áskorana Eins og alþjóð veit var mjög erfið staða komin upp í Alþýðuflokkn- um. Það er skiljanlegt að það hafi verið erfitt fyrir Jóhönnu að skora á aðra konu í það embætti sem hún gat ekki gegnt lengur. Það var einn- ig erfitt fyrir Rannveigu að taka við þessu embætti af Jóhönnu. Ég get vitnað um að það var lagt mjög hart að Rannveigu að taka kjöri varaformanns en hún neitaði alveg fram að síðustu stundu. Viö vissum að það var ekkert sem fengi Rannveigu til að gefa kost á sér í varaformannsembættiö nema fjöldi áskorana flokksmanna. Við runnum blint í sjóinn með undir- uninni. Það var okkur mikið gleði- efni hvað fólk var fljótt að bregðast við. Flokksfólk, sem þekkir verk Rannveigar, ber mikið traust til hennar sem kom fram í 200 áskor- unum til varaformanns. Þetta var fólk sem treystir Jó- hönnu alveg eins og Rannveigu. Rannveig var ekki að taka neitt frá Jóhönnu, þess vegna eru orð að- stoðarritstjórans mjög ódrengileg. Það var hvorki auðvelt fyrir Rannveigu að hafna þessum áskor- unum né taka þeim. Þetta var erfið ákvörðun og ég er viss um að hún gerði rétt. Verk Rannveigar Ég þarf ekki að kynna verk Rann- veigar og allt sem hún hefur gert og öll þau embætti sem hún hefur gegnt fyrir Alþýðuflokkinn. Það hefur svo oft verið tíundað en tek undir orð Guðmundar Oddssonar að samviskusamari og duglegri samstarfsmaður er vandfundinn. Að kenna Rannveigu Guðmunds- dóttur um svik og undirferli er með ólíkindum. Ég treysti Rannveigu vel fyrir þessu hlutverki. Hún hef- ur langa reynslu að baki í félags- störfum og hefur næma tilfinningu fyrir samvinnu og samstarfi. Að slá á rétta strengi á réttu augnabliki og í takt er vel á hennar færi. Sigríður Einarsdóttir „Það er skiljanlegt að það hafi verið erfitt fyrir Jóhönnu að skora á aðra konu 1 það embætti sem hún gat ekki gegntlengur.“ stöðu. Það er afar mikilvægt að innan flokksins ríki friður. Flokka- skriftasöfnunina burtséð frá því hvort Rannveig mundi taka áskor- Boðsferðir umbjóðenda „Afstíiöa okkar gagn- vart því að umbjóðendur bjóði starfs- fólki ÁTVR í : móttökur er sú að okkur finnst ekki óeðlilegt að bjóða þeim sem fjalla um vörur okkar til kynningar á þeim. Kynning á nýjum vörum finnst okkur ekki óeölileg innan skyn- samlegra marka. Þetta gengur í gegnum allan verslunargeirann. Það er alltaf veriðað kynnanýja vöruog þjón- ustu. Enginn mundi telja það óeðlilegt þótt við byðum öllu starfsfólki hjá Hagkaupi í ein- hveija móttöku ef við værum að kynna einhverja ákveðna nýja vörulinu þar. Astæðan fyrir því að þcssi mál oru orðin ijölmiðla- matur er sú aö um er að ræða opinbera stofnun, ríkisstofnun. Mér finnst það hins vegar í eðli sínu ekki skipta öllu máli hvort það er alinennur verslunaraðili eða ÁTVR sera á i hlut. Þarna er aðeins verið að kynna vöru. Ég mundi telja það óeðlilegt ef ein- hver samkeppnisaðili okkar byði hmidrað manns til Parísar í eina viku til að kynna einhverja vöru. Það er hlutur sem við mundum ekki gera, hvort sem um væri að ræða ÁTVR eða einhvern annan. Hvort það er París eða Viðey er svo kannski stigs- en ekki eðlís- munur sem hver og cinn verður að dæma um sjálfur. Það þarf bara að draga einhverja línu í þessu.“ Ekki eðlilegt „Ég skal nú ekkert full- yrða utn, i hvort svona boðsferðir varöa við lög um ólögmæta viöskipta- hætti eða hvað dóm- stólar myndu segja um þetta En það er ekki höfuðatriði málsins. Forstjóri Áfengisversl- unarinnar virðist hins vegar telja að þetta komi fyrirtækinu í sjálfu sér ekki við enda fari veislurnar ekki fram i vinnutímanura. Vissulega er algengt að starfs sins vegna gangist ákveðnir starfs- hópar undir vissar reglur, skráð- ar og óskráðar, umfram það sem lög kveða á um og varða fram- ferði þeirra utan vinnutima. Þótt deila megi um eðlileg mörk sýnist mér það hljóta; að vera handan . þeirra að umboðsfyrirtæki standi fyrir veglegum veislum af þessu tagi. Slikt hlýtur að kalla á aö aðrir sem keppa við þessa sömu : aðila fari aö spyrja sig: Hvemig get ég boðið betur? Það er Ijóst að þetta hlýtur að bjóða ótal hættum heim. Ég er ekki að fullyrða neitt um hvað á sér stað. Augfjóst er þó að ef menn fá grun um að svona lagað kunni að hafa einhver áhrif, þá er suufsmaður ÁTVTt eða annars sambærilegs fyrirtækis að óþörfu settur í þá freistingu að hafa sam- band við svona umboðsaöila og spyrja: Hvað býðurðu raér fyrir að hygla þinni vöru? Ég held að eðlilegar starfsregl- ur ættu að miða að því að láta slíka aðstöðu ekki koma upp eða draga sem allra mest úr hættunni áþví.“ -DBE Friðrik Theodórs- son, tramkvstj. Rolf Johansen & Co.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.