Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
17
x>v
Grænmetisverð í lágmarki:
Uppskriftir
með
spergilkáli
Nú þegar verðið á spergilkáli
(broccoli) er með lægsta móti fengum
við tvo sætkera til að láta af hendi
gómsætar uppskriftir þar sem sperg-
ilkál er notað. Margit Elva Einars-
dóttir kom með ljúffenga uppskrift
að fiskrétti með spergilkáli og Eva
Magnúsdóttir átti til uppskrift að
Tortellini með spergilkáli. Þið megið
til með aö prófa þær báðar.
Girnilegur fiskréttur
2 b. hrísgijón
1 stórt ýsuflak (2 lítil)
250 g ferskir sveppir
Vi dós ananasbitar
gott búnt af spergilkáli
Gauda-ostur (24% feitur)
1 peli ijómi Œ
4-5 msk. majónes
ca 1 tsk. austurlenskt karrí
provencale-krydd eftir smekk
Aðferð:
Hrísgrjónin eru soðin og látin í smurt
eldfast mót. Ýsan er roðflett, bein-
hreinsuð og skorin í bita. Bitunum
er velt upp úr hveiti, þeir kryddaðir
með provencale, léttsteikir á pönnu
og lagðir ofan á hrísgijónin. Svepp-
irnir eru smjörsteiktir og helmingur
þeirra settur yfir fiskinn í mótinu.
Majónesið er hrært saman við an-
anassafann og rúmlega helminginn
af ijómanum og þannig búin til sósa.
Hún er krydduð með karríi og helm-
ingnum síðan hellt yfir fiskinn og
sveppina í mótinu. Mótið er síðan
þakið með osti og bakað í u.þ.b. 20
mínútur við 170 gráða hita, eða þar
til osturinn er orðinn brúnn.
Hinum helmingnum af sveppunum
er hellt út í afganginn af sósunni
(ásamt smjörinu á pönnunni) og an-
anasbitunum bætt út í ásamt af-
gangnum af ijómanum. Sósan er síð-
an hituð í potti, hún gerð hæfilega
þykk og sett á borðið.
Margit sagði að með þessum rétti
væri gott að bera fram ferskt salat
og frönsk smábrauð.
Tortellini með spergilkáli
1 poki Tortelhni með kjöti
1 gott búnt spergilkál
250 g ferskir sveppir
/i græn paprika
1 laukur
5 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1 piparostur
rifmn ostur
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Tortellini er sett í pott og soðið.
Broccoli skorið smátt og sveppirnir
léttsteiktir í olífuolíu ásamt laukn-
um. Paprikan er skorin smátt ásamt
hvítlauknum og þessu öllu blandað
saman í stóra skál.
Piparosturinn er bræddur í potti
og rjómanum blandað út í. Kryddað
með salti og pipar eftir smekk og
heUt út á skálina. Ostur settur yfir
og hitað í ofni þar til osturinn er orð-
inn brúnn.
Gott er að bera þetta fram með
hvítlauksbrauði, fersku salati og
hvítvíni. -ingo
Það var Ijót aðkoman að gámastöð Sorpu í Garðabænum fyrr í vikunni og
með ólíkindum hvað fólk getur verið sóðalegt. DV-mynd JAK
Virðulegar húsfrúr
verða arfavitlausar
„Við erum orðnir langþreyttir á
þessum vanda. Ég hef verið að velta
þvi fyrir mér hvort þetta séu foreldr-
ar ungUnganna á útihátíðunum sem
svona ganga um því svo læra börnin
sem fyrir þeim er haft,“ sagði Halldór
Sigurðsson sem sér um rekstur
gámastöðva Sorpu á höfuðborgar-
svæðinu.
Þrátt fyrir mikla umijöUun og
kvartanir starfsmanna Sorpu heldur
fólk áfram að fleygia sorpi fyrir fram-
an hUð stöðvanna á þeim dögum sem
þær eru lokaðar í spamaðarskyni.
„Það voru 8-10 rúmmetrar af sorpi
fyrir utan gámastöðina í Garðabæn-
um þegar við mættum á þriðjudags-
morguninn og sýnist mér þetta bæði
vera úrgangur frá heimUum og fyrir-
tækjum. Það er mannskemmandi að
vinna héma því þó við séum á staðn-
um og biðjum fólk að fleygja ekki
rushnu hérna fer það bara að munn-
höggvast við okkur eins og það séum
við sem setjum reglumar. Virðuleg-
ustu húsfrúr verða arfavitlausar."
-ingo
Neytendur
Sólveig Sigfúsdóttir og Reynir Jónsson, garðyrkjubændur á Reykjabakka á
Flúðum, með girnilegt spergilkál. Grænmetið er hollt og ekki spillir verðið
sem er lágt vegna mikils framboðs um þessar mundir.
DV-mynd Brynjar Gauti
RAYIMOn
VERKSMIÐJU-
HURÐIR
76 mm þykkar
Innbakað
lakk
Handfang
og þrep
Vinyl þéttilisli í
aluminium festingu
VERKVER
Síðumúla 27, 108 Reykjavík
“S 811544 • Fax 811545
Söluaðili ó Akureyri:
ORKIN HANS NÓA
Glerórgötu 32 • S. 23509
TBYGGÐU
ÞÉR
EINTAK
, STRAX! ,
HÆTTULEGIR KYNTOFRAR MADONNU
í BODY OF EVIDENCE
ERU KOMNIR Á ALLAR BETRI MYNDBANÖALEIGUR
Of EVIDENCE
HADONNA WILLEH DAFOE
30E MANTEGNA ANNE ARCHER