Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Síða 30
42 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 Afmæli Trausti B. Magnússon Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrv. vitavörður, Sauðanesvita við Siglufjörð, verður sjötíu og flmm áraámorgun. Starfsferill Trausti er fæddur í Kúvíkum í Reykjarfirði en ólst upp á Gjögri í Ámeshreppi. Hann bjó fyrstu 18 árin í foreldrahúsum en fluttist þá til Djúpavíkur í Reykjarfirði. Trausti bjó þar til 1959 en flutti þá ásamt fjölskyldu sinni í Sauðanes- vitaviðSiglufjörð. Hann hóf sjóróðra 8 ára gamall meö föður sínum en eftir flutning- inn til Djúpavíkur var Trausti á ýmsum skipum, lengst af sem skip- stjóri á flóabátnum Hörpunni sem sigldi um Húnaflóa. Trausti tók við vitavörslu í Sauðanesvita árið 1959 og þar er hann enn búsettur, nú hjá syni sínum. Fjölskylda Trausti kvæntist 11.1.1951 Huldu Jónsdóttur, f. 10.3.1921, húsmóður. Foreldrar hennar: Jón Guðmunds- son og Sólveig Benjamínsdóttir, bændur á Seljanesi við Ingólfsfjörð. Börn Trausta og Huldu: Sólveig, f. 16.6.1951, rithöfundur, maki An- tonio Fonsega. Þau eru búsett í Port- úgal og eiga eina dóttur, Lucindu Huldu. Sólveig á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Magnús, Örn og Drífu Þöll; Hulda Margrét, f. 24.6.1952, gjaldkeri, maki José Morreiro. Þau eru búsett í Portúgal. Hulda Mar- grét á tvær dætur frá fyrri sambúð, Huldu Valdísi og Stellu Margréti; Magnús Hannibal, f. 7.5.1954, vél- virki, maki Ingunn Jónsdóttir. Þau eru búsett á Siglufirði og eiga tvö börn, Þóru Huld og Jón Bjarka; Vil- borg, f. 11.1.1957, húsmóðir, maki Geir Zoega. Þau eru búsett í Reykja- vík og eiga tvo syni, Kristján Þór og Geir Fannar. Vilborg átti son frá fyrri sambúð, Trausta Veigar; Jón Trausti, f. 27.1.1965, vitavörður, maki Herdís Erlendsdóttir. Þau er búsett í Sauðanesvita. Sonur Huldu Jónsdóttur er Bragi Kristinsson, f. 5.10.1946, húsvörður, maki Eygló Guðmundsdóttir. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvo syni, Atla Má og Hall Örn. Trausti á eitt bama- barnabarn. Systkin Trausta: Ester Lára, f. 29.4.1917, húsmóðir, maki Guð- mundur Ágústsson. Þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga tvö börn; Emma, f. 5.8.1921, húsmóðir, maki Sveinn Guðmundsson. Þau eru bú- sett í Hafnarfirði og eiga þrjú börn; Vilborg, f. 1920, d. 1931. Hálfsystkin Trausta, samfeðra: Klara, látin, hún fluttist til Bandaríkjanna 1920. Hennar maður var Þórður Guð- mundsson og eignuðust þau fjögur börn; Guðrún, látin, húsmóðir í Hveragerði. Hennar maður var Ragnar Guðmundsson; Vilma, látin, húsmóðir í Hveragerði. Hennar maður var Haukur Baldvinsson og eignuðust þau fimm börn; Helga, látin, húsmóðir í Hveragerði. Henn- ar maður var Kristján Bjarnason og eignuðust þau þrjú börn; Lára, húsmóðir, maki Þorgils Árnason. Þau eru búsett á ísafirði og eiga tíu börn; Magnús Hannibal, sjómaður, búsettur í Blaine í Bandaríkjunum. Foreldrar Trausta vora Magnús Hannibalsson, f. 14.4.1874, d. 1.3. 1963, sjómaður, og Guðfinna Guð- Trausti Breiðfjörð Magnússon. mundsdóttir, f. 6.9.1895, d. 19.5.1973, húsmóðir. Trausti dvelst nú á Hótel Djúpa- vík. afmælið 12. ágúst 90 ára 50ára Aðalsteinn Jónsson, Mýrargötu 18a, Neskaupstað. Guðmundur Kristjánsson, Kotárgerði 5, Akureyri. Jakob Helgason, FellsmúJa6, Reykjavík. 85ára Kristín I. Jónsdóttir, Asparfelli 2, Reykjavík. Bjáraey Sigurgarðsdóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. Margrét Grímsdóttir, Laugavegi 70, Reykjavik. Melbraut 13, Garði. Freyr Baldvin Sigurðsson, Hverfisgötu 25, Siglufirði. Ólöf Kristmundsdóttir, Garðarsbraut 67, Húsavík. Elin Sigurbjörg Magnúsdóttir, 80 ára 13X LlUclUllKi 0, INLöKciUpbUlU. Halldór Kr. Jónsson, Sörlaskjóli 68, Reykjavik. 40ára Ásdís Benediktsdóttir, Pjarðarhakka2, Seyðisfirði. 75 ára Hólmfriður J.L. Runólfsdóttir, Víðigrund 22, Sauðárkróki. Guðrún Jónsdóttir, yiöilundi 13, Akureyri. Óskar Markússon, Aðalstræti 120, Patreksfirði. _ Sigriður H, Sigurðardottir, Hvítárholti, Hrunamannahreppi. Eiríkur S. Skjaldarson, Skjöldólfsstöðum II, Jökuldais- hreppi. Steinþór Guðmundsson, Oddgeirshólum 1, Hraungerðis- 70 ára ~ hreppi. Margrét Sigurðsson, Ásta Tryggvadóttir, Vanabyggð 11, Akureyri. Karl J óhann Halldórsson, Furubergi 11, Hafnarfirði. SOÐASKAPUR - ELDHÆTTA Sýnum alhliöa tillitssemi í umferöinni! yUMFERÐAR / RÁD / Jón Guðmundsson Jón Guðmundsson forstöðumað- ur, Kaldaseli 11, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Starfsferill Jón er fæddur og uppahnn í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MR1964 og cand. oecon frá HÍ1971. Var við nám í reikningshaldi við Verslunarháskólann í Kaupmanna- höfn 1976-1978. Fulltrúi skattstjór- ans í Reykjavík frá 1971, deildarvið- skiptafræðingur hjá embætti ríkis- skattstjóra frá 1978 og forstöðumað- ur Gjaldadeildar, síðar Virðisauka- skattsskrifstofu frá 1987. Settur skattstjóri í Norðurlandsumdæmi vestra um þriggja mánaða skeið 1980. í ýmsum nefndum á vegum fjármálaráðuneytisins. Hefur ávallt verið búsettur í Reykjavík. Jón er fyrrverandi forzeti Skarp- héðingafélagsins. í sóknamefnd Seljakirkjufrá 1989. Fjölskylda Jón kvæntist 26.8.1967 Guðrúnu Ólafsdóttur tannlækni, f. 21.7.1944. Hún er dóttir Ólafs Ólafssonar, verslunarmanns í Reykjavík, og Sigrúnar Eyþórsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Guðrúnar eru Sig- rún, f. 1.4.1969, tannlæknanemi; Solveig Hulda, f. 8.6.1971, tann- læknanemi, gift Pétri Snæland verkfræðinema; ogÁstríður, f. 14.2. 1979, nemi. Bræður Jóns era Hahdór Sigurð- ur, f. 6.5.1942, járnsmiður í Reykja- vík, kvæntur Bergljótu Harðardótt- ur og eiga þau Huldu, Guðmund og Þröst; og Helgi, f. 11.5.1945, tré- smíðameistari á Flúðum, kvæntur Önnu Magnúsdóttur og eiga þau Jón Guömundsson. Eydísi, Huldu og Helga. Foreldrar Jóns: Guðmundur Jóns- son, f. 9.1.1913, d. 14.6.1946, búfræð- ingur, og Hulda R. Einarsdóttir, f. 31.8.1920, skrifstofustúlka. Sverrir Sverrisson Sverrir Sverrisson, bréfberi á R- 12, Þórufelli 4, Reykjavík, er sextug- ur í dag. Starfsferili Sverrir er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann gekk í Austurbæj- arskóla og Landakotsskóla. Starfaði í Alþýðubrauðgerðinni 1951-1957 og vann síöan við ýmis störf, m.a. við Reykjavíkurhöfn og sem verkamað- ur hjá Húsasmiðjunni 1983-1987. Hefur starfað sem bréfberi frá 1988. Fjölskylda Sverrir kvæntist 1.8.1961 Arndísi Þórðardóttur, f. 24.12.1937 að Bæ í Súgandafirði, húsmóður. Foreldrar hennar voru Ágúst Þórður Ólafsson og Helga Guðmundsdóttir. Sonur Sverris og Arndísar er Guð- þór Sverrisson, f. 28.2.1961, starfs- maður Vegagerðar ríkisins, kvænt- ur Emu Guðmundsdóttur, búsett í Stykkishólmi, og eiga þau Guðmund Þór, f. 1981. Kjörsonur Sverris er Benedikt, f. 14.12.1959, í sambúð með Margréti Þórarinsdóttur og eiga þau Hrafn- hildi Ýr, f. 1986; Þórdísi Ösp, f. 1989, og Anítu O., f. 1992, en Margét átti fyrir Ernu Stefánsdóttur, f. 1976. Hálfsystir Sverris, sammæðra, er Svanhvít Skúladóttir, ekkja Andrés- ar Guðmundar Jónssonar. Hálfsystkini Sverris, samfeðra, eru Björg, gift Guðmundi Hervins- syni, og Björn, kvæntur Sólveigu Indriöadóttur. Faðir Sverris var Sverrir Ólafs- Sverrir Sverrisson. son, d. 16.3.1976, lengi starfsmaður hjá Agh Skallagrímssyni, og kvænt- ist hann Soffiu Kristjánsdóttur. Móöir Sverris var Jónína Ragnhild- ur Jónsdóttir, d. 7.2.1967, húsmóðir. Sverrir verður að heiman í dag. Svandís Bára Steingrímsdóttir Svandís Bára Steingrímsdóttir, sem vinnur við heimihshjálp, Kveldúlfsgötu 25, Borgarnesi, verð- urfimmtugá sunnudaginn, 15.8. Starfsferill Svandís er fædd á Sauðárkróki og ólst upp í Kvíslhöfða í Álftanes- hreppi frá tveggja ára aldri hjá Ág- ústu Júlíusdóttur og Guðjóni Jóns- syni. Hún átti heima í Kvíslhöfða til 1984 en flutti þá að Vogalæk og svo í Borgarnes 1992. Fjölskylda Börn Svandísar eru Hilmar Jóns- son, f. 8.5.1963, kvæntur Kristínu Viggósdóttur og eiga þau Bárð og Birnu Kristínu en fyrir átti Kristín Harald Kristin Leifsson; og Kristín Haha Haraldsdóttir, f. 27.6.1973, sem vinnur í fiski eins og er. Svandís eignaðist 12 hálfsystkini ogerulOálífi. Svandís er dóttir Steingríms B. Bjarnasonar, f. 8.4.1918, fisksala i Grímsbæ, sem kvæntur er Þóru Kristínu Kristjánsdóttur, og Jónínu Kristínar Siguriónsdóttur, f. 6.10. 1917, d. 1977, saumakonu í Reykja- vík. Steingrímur er sonur Bjarna Jóns Bárðasonar og Kristínar Ingimund- ardóttur á Hóli í Bolungarvík. For- eldrar Jónínu voru Sigurjón Mar- kússon frá Bessastöðum í Sæmund- arhlíð, b. Eyhildarholti í Hegranesi, og Ágústa Júhusdóttir frá Hahdórs- gerði í Svarfaðardal. Svandís verður í Lyngbrekku um Svandís Bára Steingrímsdóttir. næstu helgi, 14.-15.8., áættarmóti móðurættar sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.