Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Qupperneq 5
5
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
dv Fréttir
Fækkun ferða Flugleiða til Húsavíkur
Hrein niðurrifsstarf semi
á ferðaþjónustu okkar
- segir Bjöm Sigurðsson, sérleyfishafi á Húsavík
Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyrú
„Viö erum búnir aö vera aö keyra
mörg hundruð km í tíma og ótíma í
hverri viku í sumar bara til aö reyna
að standa við okkar hluta. Fólkið er
meö í höndunum áætlanir sem við
gáfum út í vor og svo þegar það er
komið hingað er allt orðið breytt í
flugáætluninni og fólkið nánast
strandaglópar. Þessi fækkun Flug-
leiða á ferðum hingað er hrein niður-
rifsstarfsemi á ferðaþjónustu okk-
ar,“ segir Björn Sigurösson, sérleyf-
ishafi á Húsavík, vegna fækkunar
ferða Flugleiða til Húskvíkur í sumar
í 4 ferðir á viku úr 6.
Björn segir aö í hverri einustu viku
í sumar hafi verið sífelld vandræði
vegna þessa máls. Hann segist vera
með ferðir inn í Kverkfjöll, að Vatna-
jökli og dagsferð í Ásbyrgi, að Detti-
fossi og um Vesturdal og allar þessar
ferðir hafi verið tengdar við flugáætl-
un Flugleiða. „Þetta fór allt í hnút
enda breyttu Flugleiðir sumaráætl-
uninni fjórum sinnum eftir að farið
var aö fljúga eftir henni. Það er því
óhætt að segja að þetta hafi komið
mjög illa við okkur,“ sagði Björn.
„Við erum mjög óánægðir með
þessa stefnu Flugleiða. Þetta hefur
m.a. haft þau áhrif að við höfum
þurft að sækja okkar föstu viðskipta-
vini inn á Akureyri með tilheyrandi
kostnaði. Þá fáum við færra fólk og
þetta eru endalausar tilfæringar,"
segir Þorvaldur Þór Árnason hjá
Bílaleigu Húsavíkur.
Þorvaldur segir að staðfestar pant-
anir hafi ekki gengiö eftir vegna
breytinga á áætlun Flugleiða. Þá gefi
Flugleiðir ekki upp áætlun Flugfé-
lags Norðurlands nema eftir því sé
gengið. „Það er því staðreynd að við
höfum tapað miklum viöskiptum
vegna þessa og það virðist vera
stefna hjá Flugleiðum að sinna bara
flugi til allra stærstu staðanna eins
og þeir eiga að gera. Svo tala þeir um
að farþegafjöldi t.d. til Húsavíkur
standi í stað, en staðreyndin er að
fjöldi farþega hingað fer um Akur-
eyri vegna þess hversu fáar ferðir
eru hingað," sagði Þorvaldur.
Hamborgari
og franskar t*—**-^^
kr. 250.-
:víM:Titvíi3í«;í'íJ
Opid frá
kl. 11-22 alki diiga
Hamraborg 14 — simi 40344 ■
Loðnuveiðin:
Hólmaborgin
aflahæst
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Hólmaborg frá Eskifirði er afla-
hæsti báturinn á loðnuvertíðinni,
hefur fengið um 15.500 tonn og á ekki
eftir nema um 4 þúsund tonn af kvóta
sínum samkvæmt fyrstu úthlutun
loðnukvótans.
Næstu bátar eru Víkingur með
14.500 tonn, Börkur og Sigurður með
rúmlega 13 þúsund tonn og Hilmir,
Júpíter og Bjarni Ólafsson með um
11 þúsund tonn.
Heildarafli á vertíðinni er nú um
206 þúsund tonn og hefur mestu ver-
ið landað á Siglufirði eða um 46 þús-
und tonnum, tæplega 33 tonnum á
Raufarhöfn og tæplega 30 þúsund
tonnum á Seyðisfirði. Loðnukvótinn,
sem gefinn var út í upphafi vertíðar
og kemur í hlut íslendinga, var 702
þúsund tonn.
Leikfélag Akureyrar:
Ferðin til Pan-
amafyrsta
verkefnið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Fyrsta verkefni Leikfélags Akur-
eyrar á komandi leikári er „Ferðin
til Panama“ eftir Martin Truthmann
sem hann hefur samið upp úr sam-
nefndri sögu eftir Janosch. Janosch
hefur öðlast heimsfrægð fyrir sögur
sínar um vinina tvo, tígrisdýrið og
björninn.
Með helstu hlutverk í sýningu LA
fara Aðalsteinn Bergdal, Sigurþór
Albert Heimisson, Dofri Hermanns-
son og Anna María Gunnarsdóttir,
en Dofri og Anna María leika nú í
fyrsta skipti með Leikfélagi Akur-
eyrar.
Ingunn Jensdóttir leikstýrir og er
það fyrsta leikstjórnarverkefni
hennar hjá LA. Leikritið verður sýnt
á Akureyri og einnig farið með það
í leikferð um allt Norðurland.
ElduríKringlunni
Eldur kom upp í versluninni Brýnt
og bætt í Kringlunni um miðjan dag
í gær. Skósmiður er þar til húsa og
kom eldurinn upp í vél sem notuð
er til skóviðgerða.
Starfsménn höfðu að mestu slökkt
eldinn þegar slökkviliðið bar að og
tjónvarðlítiö. -ból
UIM HELGINA FRÁ KL. 14-17
Á NÝRRI OG GJÖRBREYTTRI
LÍNU FRÁ IVIF TRAKTORSGRÖFUM
Heil grind
Meðal nýjunga:
Rafmagns Servo
Krabba stýring
Fjórhjólastýring
Tveggja hjóla stýring
Tvöföld vökvadæla
Sjálfvirkur útsláttur
á bómu og skóflu
,-=••= , Ingvar
= = i = Helgason hf.
^^ Sævarhöföi 2, 112 Reykjavik
Sími 674000
FRUMSÝNING