Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Vísnaþáttur Heldurðu ég geti gleymt Dr. Sveinn E. Björnsson læknir (f. 13. okt. 1885 - d. 3. apríl 1970) í Winnipeg og síðast í White Rock á Kyrrahafsströnd (1960-70) lýsir til- finningum sínum í einkar látlausri vísu sem hann orkti eitt sinn til konu sinnar. Hann taldi það sína mestu gæfu og gleði í lífinu að vaka yfir henni og vera henni nálægur. í síðustu bréfum sínum heim bar hann enga áhyggju út af dauðanum, sem hann vissi að var á næsta leiti, heldur því einu ef hann yrði að fara á undan henni yfir í ókunna landið: Þó umhverfið sé orðið breytt eg mun bráðum ná mér, og mig bugar aldrei neitt ef að þú ert hjá mér. Sú var tíðin að eiginkonum fannst mikið til þess koma að fá svofelldan vitnisburð: Ýms þó meinin merki kinn, meðan treinist lífið, átt þú hreinan huga minn, hjartans eina vífið. Siggeir Pálsson, prestur á Skeggjastöðum í Bakkafirði, kvað svo til konu sinnar: Með þér þreyjan fór mér frá, finn ég eigi gengur, að ég megi af þér sjá einum degi lengur. Benedikt Valdemarsson frá Þröm í Eyjafirði orkti, og giska ég á að kona hans hafl fengið þessa kveðju: Tímans breyting tíðum skín og tildurs skreytir fjöðrum. Ávallt heita höndin þín hjálp mun veita öðrum. Kolbeinn Högnason í Kollafirði kvað svo til konu sinnar er hún varð fimmtug: HÖá þér, með þér hlýju, styrk hlaut ég aílar stundir. Þú hefir sveipað sundin myrk sól, er gekk ei undir. Og öðru sinni: Mér er blessað bros þitt kært, birtir ást og tryggðir. Af þér geta allar lært eiginkonu dyggðir. Séra Einar Friðgeirsson á Borg á Mýrum: Stundum finnst mér ekkert að og unað lífið bjóða, hallist þú að hjartastað, heilladisin góða. Vart hefur nokkur maður kveðið eiginkonu sinni ámóta lof og Páll Ólafsson skáld og fer hér á eftir lítið sýnishom af þeim kveðskap: Eins og gull af eiri ber eða sumar vetri, öllum konum ertu hér yndislegri og betri. Heldurðu ég geti gleymt gjörðum bæði og orðum eða mig um annað dreymt en ástúð þína forðum. Hvitum, mjúkum, heitum fögrum handleggjonum vil ég heldur vafinn þínum vera en hjá guði mínum. Eða eiginkona manni sínum: Ingi- björg Benediktsdóttir: Alltaf veit ég eitt um þig, aldrei fymst það getur: Það hefur enginn elskað mig eða þekkt mig betur. Sveinbjöm Beinteinsson: Kveðjur Óljóst man ég okkar skraf, engri minning háður, það er fljótt að fenna í kaf flest sem spratt hér áður. Sortnar flest því sigin er sól að vesturfjöllum. Ég á mest að þakka þér, þú varst best af öllum. Gísli Ólafsson á Eiríksstöðum: Minning Kaldur síðast kvaddi eg þig og kannaði reynsluganginn, en alltaf finnst mér elta mig armurinn þinn og vanginn. Vísnaþáttur """".wvi'""""".-1 ... Torfi Jónsson Há og grönn og hýr á brá, horskum mönnum vekur þrá. Bein sem hvönn af hvirfli á tá, hrein sem fónn af nýjum spjá. Þótt ei lengur þekkir mig - það má telja aö vonum - sé ég aðeins eina þig af öllum landsins konum. Leitin að hamingju í ástum getur oft og tiðum bmgðist, eins og meðal annars má sjá af vísu Jóns M. Pét- urssonar frá Eiríksstöðum í Ögur- hreppi sem hann nefnir - Dýrkeypt ást: Man ég okkar ástafund, - alla kossa þína. - Fyrir leik um litla stund lét ég sálu mína. Og þá er víst verr farið en heima setið-eðahvað? TorfiJónsson SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 rn-rrm QRÆNI ■ .-a ESa SlMINN Ea -talandi dæmi um þjónustu! Matgæðingur vikurmar ítölsk krækl- mgasupa „Ég fékk þessa uppskrift hjá sænskum fornleifafræð- ingi sem var við fornleifauppgröft á Ítalíu. Þetta var á námsárum mínum í Svíþjóð, í kringum 1970, þannig að ég er búin að elda þessa súpu í 20 ár með hléum,“ sagði Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskóla ís- lands og matgæðingur DV þessa helgina. Uppskriftin, sem Gyða gefur, er eftirfarandi: 1 dl grænmetisolía 3-4 hvítlauksrif 1 'A dl saxaður laukur 1 'A dl saxaður blaðlaukur 4 matsk. basilikum 'A tsk. hvítur pipar 1 Vi- 2 tsk. salt (eftir smekk) 3 hálfdósir niðursoðnir tómatar 2 litlar dósir niðursoðinn kræklingur „Limfjords Musslor naturelT (ath., notið ekki safann) 5 dl þurrt hvítvín rifinn börkur af 2-3 sítrónum Það skal tekið fram að auövitað má breyta út af uppskriftinni, setja meira af einu og minna af öðru eftir smekk hvers og eins. Aðferðin Mýkið laukinn í olíunni með kryddinu. Maukið tóm- atana meö gaffli og bætið út í - sjóðiö í 5-10 mínútur. Bætið kræklingunum út í, sjóðið í 2 mínútur. Þetta má gera daginn áöur og þaö er ekki verra. Rétt áöur en súpan er borin fram er hvítvíninu bætt við og hún hituð að suðu. Með súpunni er borinn fram rifmn sítr- ónubörkur í skál og hvítlauksbrauð. „Þessi súpa er tilvalin sem léttur réttur, t.d. fyrir eða eftir leikhús," sagði Gyða. „Ég og maðurinn minn, Haukur Viktorsson arkitekt, höfum afskaplega gaman af því að vinna við góðan mat í eldhúsinu. Hann er duglegur að sjá út spennandi uppskriftir sem síðan eru prófaðar. Við höfum mjög gaman af að safna sam- an fólki og búa til eitthvað létt og skemmtilegt. Það þarf að kitla bragðlaukana og svo er ágætt að það sé ekki alltof mikið vesen í kringum það. Þannig er mín Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskóla ísiands. matreiðsla. Við hjónin njótum þess að borða góðan mat með kunningjum okkar en við njótum ekki síður samverunnar við þá.“ Gyða skorar á Viktoríu Bryndísi Viktorsdóttur fóta- fræðing. Gyða segir að hún sé meistarakokkur og eigi margar góðar uppskriftir. -JSS Hinhliðin________________________________________________________________________ Hef mest fengið þrjár réttar - segir Guðný Danivalsdóttir, aðstoðarkona Hemma Gunn Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Goðsögnina Elvis Presley. Uppáhaldsleikari: John Malcovich. Uppáhaldsleikkona: Glenn Close. Uppáhaldssöngvari: Enya. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson kemur skemmtilegast fyrir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Skemmti- þættir, fréttaskýringaþættir og bíó- myndir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna frnnst þér best? Rás 2/Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hall- grímur Thorsteinsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Að sjálfsögðu Hemmi Gunn! Uppáhaldsskemmtistaður: Café Romance og Ingólfscafé. Uppáhaldsfélag í íþróttum: FH. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Að leggja metnað og alúð í þau störf sem ég tek að mér hverju sinni. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til vina og ættingja í Danmörku og Þýskalandi og endaði ferðina með tveggja vikna afslöppun í Al- anya í Tyrklandi. „Aödragandinn að því að ég byij- aði í þáttunum hjá Hemma Gunn var sá að ég hafði kynnst honum í gegnum Sigtrygg Baldursson, öðru nafni Bogomil Font. Hemmi og Egill Eðvarðsson höfðu líka séð mig í pruffuupptökum í sjónvarp- inu. Svo þróaðist þessi hugmynd og ég fór í þetta.“ Þetta segir Guðný Danivalsdóttir sem sér um „peningasöfnunina" í þáttunum hans Hemma Gunn í Sjónvarpinu á miðvikudögum. Guðný er fjölmiðlafræðingur að mennt. Hún sýnir nú á sér hina hliðina. Fullt nafn: Guðný Hildur Dani- valsdóttir. Fæðingardagur og ár: 20. nóvember 1969. Maki: Egill Helgi Lárusson. Börn Engin. Bifreið: Daihatsu Charade 1992. Starf: Deildarstjóri hjá Japis hf. og aðstoðarkona Hemma Gunn. Laun: Mismunandi. Áhugamál: Lestur, silkimálun og íþróttir. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Koma mér þægilega fyrir, hlusta á góða tónlist og lesa bók. Vera í góðra vina hópi. Hvað finnst þér leiðinlegast að Guðný Hildur Danivalsdóttir. gera? Vakna snemma á morgnana.. Uppáhaldsmatur: ítalskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Tab. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Júlíus Jón- asson. Uppáhaldstimarit: Nýtt líf. Hver er fallegasti maður sem þú hefúr séð fyrir utan maka? Daniel Day-Lewis. Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn- inni? Þetta er allt sama tóbakið, það er alveg sama hveijir stjóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.