Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari: Afhendi launin sjálf Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari. DV-mynd þök „Þriðjudagamir eru einu dagamir í vikunni sem ég vinn ekki á hár- greiðslustofunum, sem em þijár talsins. Þeim dögum eyði ég að stærstum hluta á skrifstofunni á 13. hæð í Húsi verslunarinnar, þar sem ég er með heildsölu og rekstur stof- anna. Síðasthðinn þriðjudagur var þar engin undantekning. Hann var raun- ar launadagur og hafði ég áætlað að koma á skrifstofuna kiukkan 9.30 um morguninn. Af því varð þó ekki í þetta skiptið. Nú er þess að geta að ég er með tvö gæludýr, kisu og hund. Þaö er stór- kostlegt að sjá dýrin vakna á morgn- ana. Þau vakna mjög rólega og gefa sér góðan tíma í teygjur og annan undirbúning fyrir komandi dag, sem við önnum kafnar konur teljum okk- ur ekki hafa tíma til. Þau þurfa bæði sína umönnun og nú er orðið svo að tíminn, sem ég hafði aflögu á morgn- ana til að undirbúa sjálfa mig fyrir daginn, hefur færst yfir á kvöldin, þar sem morgnarnir fara að mestu í að sinna dýmnum mínum. En þennan morguninn ákvað ég að venda minu kvæöi í kross og dembdi mér í klippingu. Hér áður fyrr lét ég stundum klippa mig erlendis en í dag fer ég bara til minna starfsmanna. Launin afhent Ég hef það alltaf fyrir reglu að fara á allar stofumar og afhenda launin sjálf. Slíkt fyrirkomulag er miklu persónulegra og skapar mikilvæg tengsl milii mín og starfsfólksins. Skrifstofustörfin mín felast í því að hafa heildaryfirlit yfir allt sem við- kemur rekstrinum en þó ekki í smá- atriðum. Aðra daga vikunnar vinn ég á stofunum. Þegar launauppgjöri við starfsfólk- ið var lokið fór ég aftur upp á skrif- stofu og var þar til klukkan fimm. Að því búnu fór ég í mitt vikulega nudd. í sannleika sagt er þetta þriðju- dagsnudd eini munaðurinn sem ég veiti mér. Þar var ég búin klukkan hálfsjö. Vikulega hef ég æfmgu fyrir starfs- fólkið og em þá afmörkuð viðfangs- efni tekin fyrir. Starfsfólkið mætir þá með módel, sem það hefur vahð sjálft, og svo er farið í vinnuna frá grunni, ráðgjöf, khppingu og blástur. Þetta tiltekna kvöld vorum við að vinna með sítt hár. Venjulega er þessi æfing á mánudagskvöldum en þessa vikuna þurfti að flytja hana yfir á þriðjudagskvöld. Sá sem vinnur við hárgreiðslu hannar í rauninni hnu á hvern ein- stakling sem hann hefur í höndun- um. Þetta hstafag, hárgreiðslan, er svo einstaklega persónuleg þjónusta. Maður þarf að skynja manneskjuna, perónuieikann og þá ímynd sem hún vih vera út á við. Þetta þarf svo að flétta saman við þá strauma og hnur sem eru uppi hverju sinni. Gertupp Þegar æfingin var búin, um tíuleyt- ið, þá átti ég eftir að fara á stofumar og gera upp. Ég hafði ekkert borðað allan daginn, nema morgunmat, og svengdin var farin að segja alvarlega til sín. Ég fór því inn á veitingastað- inn Shanghai, tók með mér heim rétt dagsins og snæddi hann með syni mínum. Ég náði ehefu-fréttunum í sjónvarpinu og var komin í rúmið klukkan hálfeitt. Finnur þú fmun breytingai? 230 Við verðum að hætta að hittast svona, Jónatan! QflSé. szzo SllO Nafn: COMNMSIN Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Audio Sonic ferðaútvarpstæki frá verslun- inni Hljómbæ, Hverfisgötu 105. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þmmu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækurnar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 230 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð tuttugustu og áttundu get- raun reyndust vera: 1. Birta Ósk Svansdóttir, Kambaseh 22,109 Reykjavík. 2. Indíana Wendel, Vestursíöu 28, 603 Akureyri. Vinningamir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.