Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 6. NÖVEMBER 1993
Fréttir
Áfengisdauðir unglingar
í undralandi mótsagna
- unglingur kvaðst vilja lifa hratt og stutt en skilja eftir sig fallegt lík
Þó svo að Þingvellir, Gullfoss, Bláa
lónið og fleiri perlur íslands hafi
komiö við sögu í fréttaþættinum
„Inside Edition“ á sjónvarpsstöðinni
ABC síöastliðið fimmtudagskvöld,
var það ekki fegurð landsins sem
fréttamenn beindu augum sínum að.
Myndavélunum var einkum beint að
drykkj uvandamálum unglinga og
meðal annars fengu bandarískir
sjónvarpsáhorfendur nasasjón af
ástandinu í miöbænum um dæmi-
geröa helgi.
Að sögn Skúla Valbergs Ólafssonar
og Aðalbjargar Haildórsdóttur, sem
fylgdust með þættinum í Flórída, var
niðurstaða fréttarinnar sú að það
væri afar erfitt fyrir íslenska ungl-
inga að segja nei við áfengi í þjóðfé-
lagi þar sem mikil drykkja væri við-
tekin venja. í raun tíðkist enn vafa-
samar drykkjuvenjur víkinganna í
þessu undralandi mótsagna.
í þættinum sagði fréttamaður þátt-
arins að drykkjuvandamál íslend-
inga væri svo alvarlegt að þeir leit-
uðu á náðir Bandaríkjamanna um
lausn. Rætt var við Harvey Milk-
mann sem unnið hefur við uppsetn-
ingu meðferöarheimihs fyrir ungl-
inga á íslandi. Sagði Harvey íslenska
unglinga horfast í augu við marga
álíka áhættuþætti og bandarískir
unghngar; þunglyndi væri algengt
og sjálfsmorðstilraunir tíðar.
Raett var við unglinga á ferð um
miðbæ Reykjavíkur og fullyrt að
áfengisvandamálið næði niður til 12
ára bama. Birt voru myndskeið af
ryskingum, áfengisdauðum ungling-
um, handtökum, gleði og söng þar
sem flaskan var sjaldan langt undan.
Bandarískir sjónvarpsáhorfendur
voru leiddir í gegnum miðbæinn þar
sem unglingar undir lögaldri drukku
vinsælasta drykkinn, landa í kók,
beint fyrir framan nefið á lögregl-
unni.
Einn unglingurinn sem rætt var
við sagðist hafa drukkið frá ellefu ára
aldri og jafnvel tekið fram áfengi í
kennslustund og fengið litlar ákúrur
fyrir. Annar sagði foreldra sína báða
alkóhólista og að hann ætlaði sér að
„lifa-hratt og stutt en skilja eför sig
fallegt lík“. í þessu samhengi benti
fréttamaöurinn á að 28 prósent karla
og 11 prósent kvenna á íslandi hefðu
farið í áfengismeðferð.
Fram kom í þessari 10 mínútna
frett að lögreglan lokar mánaðarlega
30 ólöglegum brugghúsum. Bent var
á að bruggaramir hefðu mestan
hagnað af því að selja landann
krökkum, jafnvel inni á skólalóðúm.
í einu bmgghúsanna var haft eftir
Gesti Guðmundssyni rannsóknar-
lögreglumanni að landinn væri
óþverri og að neysla hans væri
hættuleg.
í samtali við fréttamann „Inside
Edition" sagði Ásta Ólafsdóttiy
áfengismeðferðarfulltrúi að hugtak-
ið misnotkun væri ekki til í hugum
ísiendinga þegar kæmi að áfengi. Þá
sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir á Vogi, að mikið atvinnuleysi
ylh því að margir bmgguðu. Hann
tjáði fréttamanninum að 1 prósent
stúlkna og 2 prósent drengja á ís-
landi kæmu til áfengismeðferöar áð-
ur en tuttugu ára aldri væri náð.
-kaa
í Kringlunni stendur nú yfir sýning á öllum bestu fréttaljósmyndunum í World Press Photo-keppninni. Þarna eru
sýndar 200 myndir fró öllum heimshornum og af öllum helstu fréttaviðburðum á liðnu ári. Sýningin hófst í gær og
hér má sjá þá Ben ten Berge, sýningarstjóra fró Hollandi, og Ólaf Jónsson, frá Listasafni ASI, skoða nokkrar
úrvalsmyndir við opnunina. Ókeypis aðgangur er öllum opinn á verslunartíma. DV-mynd GB
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra:
Misskilningur að
Fiskistofa
sé ettthvert bákn
- Fiskiþingsfulltrúar eru að skamma rangan aðila
Hörð gagnrýni hefur komið fram
á fiskiþingi á hina nýstofnuðu
Fiskistofu. Hún er köhuð skrímsli
eða bákn sem þanist hefur út langt
umfram það sem ætlað hafi verið
í upphafi. Tihaga kom fram á þing-
inu um að Fiskistofa yrði lögð nið-
ur. Og enda þótt hún hafi ekki ver-
ið samþykkt var stofnunin mjög
gagnrýnd.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráöherra stofnaði Fiskistofu. Hann
var spurður að því hvort hún væri
orðin að einhverju risabákni, langt
umfram það sem í upphafi var
stofnað til.
„Nei, þessi gagnrýni er mjög
röng. Fiskistofa er ekki útþanið
bákn nema síður sé. Með stofnun
Fiskistofu var færð saman starf-
semi sem í stærstum dráttum var
á þremur stöðum áður. Þaö er
starfsemi sem var hér í sjávarút-
vegsráðuneytinu, hjá Ríkismati
sjávarafurða, sem var lagt niður,
og tölvudeild Hafrannsóknastofn-
unar. Tilgangurinn með því að
færa tölvudeildina, veiðieftirhtið
og gæðaeftirhtsmálin undir einn
hatt var að ná fram hagræðingu í
rekstri. Það hefur tekist því nú er
10 mönnum færra við þessi störf
en áður var. Við kaupum síðan
þjónustu af Fiskifélagi íslands, sem
er skýrslugerö. Segja má að eini
kostnaðarhðurinn í rekstri Fiski-
stofu sem má gagnrýna sé samn-
ingurinn sem við höfum gert við
Fiskifélagið um kaup á þessari
þjónustu. Þar erum við að greiða
yfirverð," sagði Þorsteinn Pálsson.
Hann var þá spurður hvort sú
harða gagnrýni á Fiskistofu, sem
komið hefur fram á Fiskiþingi,
væri á misskilningi byggð.
„Ég held að þessi gagnrýni eigi
rætur að rekja til þess að Fiskifé-
lagið hefur verið að ganga í gegnum
erfiða tíma. Það hefur ekki sama
stuöning í sjávarútvegi og áður
var. Eftir að hagsmunafélög hinna
ýmsu greina sjávarútvegsins hafa
vaxið upp og orðið að sterkum fé-
lagsskap, hafa áhrif Fiskifélagsins
dvínað. Ég held að gagnrýnin end-
urspegh óánægju með þá þróun og
þá þykir rétt að skamma Albaníu
þegar spjótunum er beint að Kína,“
sagði Þorsteinn Pálsson.
-S.dór
Fyrrum forstöðumaður Bifreiðaprófa ríkisins steftiir ríkinu:
Krefst 20 milljóna
bóta vegna uppsagnar
- áskilur sér rétt til að kalla forseta íslands fyrir dóm sem vitni
Guðjón Andrésson, fyrrum for-
stöðumaður Bifreiðáprófa ríkisins,
hefur stefnt Þorsteini Pálssyni dóms-
málaráðherra og Friðriki Sophus-
syni fjármálaráðherra vegna brott-
vikningar hans úr starfi vorið 1991.
Hann krefst 20,6 mihjóna króna í
skaöabætur. Málið hefur verið tekið
tíl meðferðar 1 Héraðsdómi Reykja-
víkur. Lögmaður Guðjóns hefur
áskihð sér rétt til að kaha ráðherrana
báða sem vitni fyrir dóminn, svo og
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís-
lands, og Davíð Oddsson forsætisráð-
herra.
Það var Óh Þ. Guðbjartsson, þáver-
andi dómsmálaráöherra, sem skipaði
Guðjón í framangreinda stöðu.
Snemma árs 1991 kæröi Lögreglu-
stjóraembættið í Reykjavik Guðjón
til RLR vegna 6 ökuprófa sem farið
höfðu fram hjá Bifreiðaprófum ríkis-
ins. Við rannsókn RLR kom í ljós að
tvö prófanna voru Guðjóni óviðkom-
andi, við tvö þeirra voru ekki gerðar
athugasemdir en við síðustu tvö virt-
ust einhverjar „yfirsjónir" hafa átt
sér stað.
Óh thkynnti Guðjóni síðan að mál-
inu væri lokið. Nokkrum mánuðum
síðar, þegar Þorsteinn Pálsson varð
dómsmálaráðherra, vék hann Guð-
jóni úr starfi og var RLR beðið um
endurrannsókn á framangreindum
tveimur prófum sem eitthVað virtist
athugavert við.
Þegar ríkissaksóknari hafði fengið
rannsóknargögn RLR í hendur og
farið hafði verið yfir máhð var
ákveðið að aðhafast ekki frekar -
Guðjón var ekki ákærður. Hann hef-
ur ekki þegið laun frá ríkinu frá 1.
september 1991 og fer nú m.a. fram
á bætur vegna tekjumissis og miska.
Hann hefur m.a. haldið því fram að
ráðuneytið hafi tafið að thkynna
honum um niðurstöðu ákæruvalds-
ins um nokkurra mánaða skeið.
Ástæöan fyrir því að Vigdís Finn-
bogadóttir verður hugsanlega kölluð
fyrir sem vitni er sú að forsetinn
kahaði dómsmálaráðherra fyrir
stuttu eftir að Guðjóni var vikið frá
störfum. Davíð Oddsson kom hins
vegar að máhnu með þeim hætti að
hann ræddi viö Guðjón og fólk tengt
honum á vissum stigum málsins.
-Ótt
Tómas Ingi Olrich:
Orðrétt tilvitnun
í þingræðu
Tómas Ingi Olrich alþingismaður
sendi DV í gær eftirfarandi bréf:
„í DV í dag, 5. nóvember, er höfö
eftir mér thvitnun í þingræðu sem
ekki er orðrétt eins og ég las hana
fyrir blaðamann DV. Ég hef rætt
máhð við blaöamanninn og er ljóst
að hann hefur feht brott úr tilvitnun
minni atriði sem geta valdið því að
thvitnunin misskhjist. Vil ég hér með
fara þess á leit við blaðið að thvitnun
mín verði leiðrétt, en hún var svo
orðrétt (feitletrað er það sem niður
féh í DV):
„Ég held að það sé alveg ljóst að
þessi skýrsla hefur orðið þeim, sem
óskuðu eftir því að sérstök nefnd
yrði sett í það að rannsaka samskipti
Hrafns Gunnlaugssonar viö opin-
bera aðha, mikil vonbrigði og er það
að vonum vegna þess að meginniður-
staða skýrslunnar er að sjálfsögöu
sú að hvorki hafi þessi starfsmaður
brotið af sér í starfi né heldur hyglaö
sér.“
Eins og thvitnunin er ranglega eftir
höfð í DV getur hún skhist á þann
hátt að þar sé um fjárlaganefnd Al-
þingis að ræða, en í máli mínu kom
skýrt fram að þar var minnst á sér-
staka nefnd sem óskað var eftir, í
þingsályktunartillögu á 116. löggjáf-
arþingi, að annaðist rannsókn, m.a.
fjárhagslegra tengsla Hrafns Gunn-
laugssonar við Ríkisútvarpið og
menntamálaráðuneytð.
Þótt þessi mistök snerti ekki
grundvallarathugasemdir mínar við
fundarstjóm forseta Alþingis við ut-
andagskrárumræður um skýrslu
Ríkisendurskoðunar, er engu að síð-
ur mikhvægt að thvitnanir mínar
séu rétt eftir hafðar."