Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 30
42
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
Iþróttir
Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari toppliðs Hauka í handboltanum, í viðtali við DV:
„Leikgleðin er stór þáttur
í velgengni Haukaliðsins"
Þegar sex umferðum er lokið í 1.
deildarkeppni karla í handknattleik
tróna Haukar úr Hafnarfirði á toppi
deildarinnar. Liðið hefur unnið 5
leiki og gert eitt jafntefli og þykir
hafa leikið fimagóðan handknatt-
leik. Margir hafa talað um að gengi
Haukanna hafi komið á óvart í vetur
en miöað við frammistöðu hðsins í
upphafi íslandsmóts hafa Haukamir
alla burði til að ná langt í vetur.
Haukar hafa lengið staðið í skugga
„stóra bróður", eins og FH-ingar hafa
oft verið nefndir, en fróðir menn telja
nú að Haukarnir hafi í dag ekki lak-
ara hði á að skipa, heldur þvert á
móti, betra. Ekki skal dæmt um það
hér en Haukar og FH hafa þegar
mæst í fyrri umferð íslandsmótsins
og þar fögnuðu Haukar 8 marka
sigri.
Jóhann Ingi Gunnarsson, einn
reyndasti og besti þjálfari landsins,
tók við Haukaliðinu í fyrra og hann
er greinilega að gera góða hluti með
hðið. En hefur gengi hðsins það sem
af er komið honum á óvart?
„Já, ég held að það væri hálfgert
mikilmennskubrjálæði að segja að
þaö hafi ekki komið mér á óvart. Við
höfum að vísu reynt að vinna mjög
markvisst og th að ná árangri þurfa
ákveðnar forsendur að vera fyrir
hendi. Að mínu mati er það öflug
’ umgjörð þar sem em menn í kring-
um þetta sem af einlægni em félags-
menn og skilja auk þess hvað hand-
bolti gengur út á. Þá er ég með mjög
góðan aðstoðarmann, Gauta Grét-
arsson, og það hefur alltaf verið
vinnuregla mín að hafa góðan mann
með mér. Liðið hefur verið að spila
þessa leiki sem ein hehd og ég hef
verið með þær áherslur að tefla fram
fleiri leikmönnum og nota aldrei
færri en 12 í leik og mörkin hafa
verið að dreifast á 8-10 menn.
Ég tók við hðinu í fyrra og það má
segja að ég hafi ætlað mér þijú ár til
að koma Haukum 1 fremstu röð. í
fyrra náðum við 4. sæti í deildar-
keppninni sem mér persónulega
'»finnst ennþá vera raunvemleg
keppni um hvaða lið er best á heilu
keppnistímabih. Ég líki þessu nú oft
við alvöruskák og atskák vegna þess
að úrslitakeppnin er oft mikið happ-
drætti.
Lið ekki til á
nokkrum mánuðum
Það má segja að þaö hafi verið tölu-
verð samfella í þjálfuninni í tvö ár
og það er kannski farið að skila sér
betur það sem maður lagði inn í
fyrra. Lið verður ekki th bara á
nokkrum mánuðum. Það er einhver
thviljun og maður er þá með feikhega
sterka einstakhnga sem strax ná ár-
angi. Maður er þá með landsliðs-
menn í hverri stöðu en því er nú
ekki fyrir að fara hjá okkur enda er
enginn núverandi landshðsmaður í
liðinu. Ég vona svo sannarlega að
einhver minna manna nái að banka
á dyr landshðsins á næstum misser-
um og ég held að það sé alveg kominn
tími fyrir landshðsþjálfararxn að
skoða það, nema menn telji þetta th-
vhjun.
- Finnur þú fyrir því að það sé komin
pressa á ykkur?
„Já við fundum það strax eftir
þriðju umferð. Það er bara nýtt verk-
efni til að takast á við og næsti hlut-
ur til að vinna á. Ég hef lagt ríka
áherslu á leikgleðina og ekki bara í
leikjum heldur líka á æfingum þar
sem ég vh að menn komi brosandi
og fari brosandi heim. Það er þó fuh
alvara á bak við hlutina.
- Var æft meira fyrir þetta tímabil
en áður?
„Nei, en með öðrum áherslum.
Þjálfunin er nú vísindalegri. Við tök-
um blóðsýni og fylgjumst vel með
líkamlegu ástandi manna. Leik-
mönnunum finnst sjálfum, eins og
th að mynda Páh Ólafssyni, að þeir
hafi aldrei farið í gegnum léttari und-
irbúning en samt sjaldan verið betur
á sig komnir.
Stjarnan með sterk-
asta mannskapinn
- Hvernig finnst þér handboltinn
hafa verið?
„Mér finnst hann hafa verið í lagi.
Þaö hafa farið fram margir góðir
leikir og baráttuleikir en inn á milli
lélegir leikir eins og gengur og ger-
ist. Þetta er ekkert lakara en hefur
verið. Það er mikið eftir af mótinu
og ég held að staða hðanna í dag eigi
eftir að breytast. FH-ingarnir eiga
eftir að eflast. Valsmenn eru með
gífurlega sterkt hð og eiga eftir að
verða betri og að mínu mati er
Stjaman með sterkasta mannskap-
inn á pappírnum. Þeir eru enn lang-
líklegastir th árangurs í vetur. Það
er spuming hvort Selfyssingar eiga
ekki eftir að koma upp, svona af
gömlum vana. Þeir hafa alltaf bætt
sig þegar hður á. Þá held ég að KA-
liðið eigi eftir að smella saman og
Afturelding verður án efa spútniklið
dehdarinnar eins og ÍR í fyrra. Það
sýnir sig að það er ekkert unnið í
þessu, th að mynda náði KR jafntefli
við Sfiömuna og ÍBV við okkur.
Um alþjóðlega handboltann er það
að segja að honum hefur fariö aftur
og þess vegna á landsliðið okkar
miklu hetri möguleika en áður. Ég
var th mynda að segja við þýska
blaðamenn að leikur Essen-liðsins
nú væri miklu lélegri nú handbolta-
lega séð en þegar ég var í Þýska-
landi. Með riðlun austurblokkarinn-
ar fór fullt af sterkum hðum út og
að vera bera saman árangur lands-
hðsins í dag og fyrir einhveijum
árum þegar A-Þjóðveijar, Júgóslavar
og Rússar voru öh með hörkulið er
óraunhæft.
Ekki óraunhæft að ná
verðlaunasæti á HM
- Hvað með landsliðið í Evrópu-
keppninni og sérðu fyrir þér að liðið
geti unnið til verðlauna HM ’95?
„Miðað við það aö leikurinn gegn
Króötum vannst og leikirnir gegn
Hvít-Rússum eru báðir hér heima
ættum við að geta klárað það dæmi
að komast í úrshtin í Evrópukeppn-
inni. Hvað varðar keppnina 1995 held
ég að markmið landshðsþjálfarans
hljóti að vera það að beijast um verð-
launasæti. Samanber árangur 21 árs
hðsins, sem ekki var langt frá því að
ná í guh, er þetta ekki óraunhæft þar
sem við verðum á heimavelh. Það
þarf hins vegar sterk bein th að
standa undir þeim væntingum og það
er spuming hvort menn þola þá
pressu og þær kröfur sem til manna
eru gerðar.
- Hverja telur þú möguleika íslensku
liðanna á Evrópumótunum um helg-
ina?
„Þeir virðast í fyrstu sýn ekki vera
miklir og það er dapurt th þess að
vita að Uð þurfi að selja leiki sína
vegna áhugaleysis almennings og
fjárhagsvandræða. Þetta dregur úr
kjarki manna th að standa sig vel í
þessu. Það þarf að breyta þessu og
hafa þetta eins og knattspymunni
þannig að lið fái peninga frá alþjóða-
sambandinu og hafi þá th einhvers
að vinna. Nú er bara spuming hvort
það borgar sig að vera í efstu sætum
þannig að maður lendi í Evrópu-
keppni eða bara hreinlega að taka
ekki þátt í henni. Ég ætla aö vona
að það verði ekki reyndin. Það er
hluti í reynslu og uppbyggingu
landshðs að menn leiki Evrópuleiki.
í versta falli faha öh hðin út en í
besta falli 1-2 áfram. Valsmenn eiga
að mínu mati besta möguleika en
auðvitað vona ég að þau fari öll
áfram,“ sagði Jóhann. -GH
Iþróttamaður vikunnar
Plús vikunnar fær Sigurður
Jónsson knattspyrnumaður.
Hann mun leika áfram hér á
landi en nokkur erlend félög
höfðu sýnt honum áhuga. Sig-
urður gerði þriggja ára samn-
ing við ÍA svo hann getur
haldið áfram aö ylja knatt-
spymuáhugamönnum hér
heima með snilli sinni.
Mínusinn fá stjómarmenn í
þeim knattspymudehdum
sem hafa verið í viðræðum við
leikmenn frá öðrum félögum
á samningstímanum. Hefja
má viðræður við leikmenn
mánuði áður en samningur
er úti en vitað er að þessar
reglur hafa verið brotnar.
Heðmn Gilsson
Héðinn Gilsson.
íþróttamaður vikunnar að þessu
sinni er Héðinn Ghsson, landsliðs-
maður í handknattleik og leikmaö-
ur meö þýska úrvalsdeildarliöinu
Turo Dösseldorf. Héðinn hefur átt
hvern stórleikinn á fetur öðrum í
þýsku deildinni sem er með þeim
allra bestu í heiminum í dag. Síð-
astliðinn sunnudag skoraði hann
10 mörk er hð hans lagði Schutt-
erwald að velh og var hann eftir
leikinn útnefndur besti leikmaöur
vallarins og var vahnn í hð vikunn-
ar. Á fimmtudagskvöld skoraði
Héöinn 7 mörk gegn Kiel í toppslag
deildarinnar sem dugðu þó
skammt en Héðinn var besti
Diisseldorfleikmaðurinn i leikn-
um. Hann hefur nú skoraö 53 mörk
í 8 lcikjum og er fiórði markahæsti
leikmaður dehdarinnar.
Héðinn er 25 ára gamah og hefur
átt fast sæti i íslenska landshðinu
undanfarin 7 ár. Hann hélt utan th
Þýskalands fyrir fjórum árum og
hefur síðan leikið með Diisseldorf
en fram að þvi lék hann með FH.
Fyrsta landsleik sinn lék Héðinn 13.
júni 1986 gegn Rússum á Friðarleik-
unum í Moskvu. íslendingar töpuðu
þar stórt, 30-17, og skoraði Héðinn
þrjú af mörkum íslands. í dag hefur
Héðinn leikið 132 landsleiki og skor-
að í þeim leikjum 287 mörk.
„Erimiklu
betra formi en áður“
„Þaö er er ekki vafi á þvi að ég er
að leika mitt besta tímabil frá því
ég kom hingað út til Þýskalands
fyrir fjórum árum. Þessu þakka ég
nýjum þjálfara sem tók við liðinu
fyrir þetta keppnistímabil, Ég er í
miklu betra formi en áður og nú
erum við famir að æfa eins og á
að gera. Dehdin er mjög sterk og
það sem gerir hana svona sterka
er hin mikla breidd hðsins. Ég er
með samning við DÚsseldorf út
þetta tímabil en framhaldið er síð-
an ófjóst," sagði Héðinn.