Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Robert James Waller: The Bridges of Madison County. 2. Douglas Adams: Mostly Harmless. 3. Ben Elton: This Other Eden. 4. Catherine Cookson: The Maltese Angel. 5. Sue Townsend: The Queen and l. 6. John Grísham: The Firm. 7. Joanna Trollope: The Men and the Girls. 8. Terry Pratchett: Only You Can Save the World. 9. Armistead Maupin: Tales of the City. 10, John Grisham: The Pelican Brief. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Stephen Fry: Paperweight. 3. James Herriot: Every Living Thíng. 4. Nick Hornby: Fever Pitch. 5. Dirk Bogarde: Great Meadow. 6. Maureen Lipman: When's It Coming Out? 7. Peter de la Billíére: Storm Command. 8. Antonia Fraser: The Six Wives of Henry VIII. 9. Brian Keenan: An Evil Cradling. 10- Spítting Image: Thatcha! The Real Maggíe Memoirs. (Bvggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Beatrice Saubin: Provelsen - dodsdomt i Malaysia. 2. Jan Guillou: Den agtværdíge morder. 3. Peter Hoeg: Fortællinger om natten. 4. Per Hoeg: Forestillínger om det 20. árhundrede. 5. Isabel Allende: Andernes hus. 6. Helle Stangerup: Sankt Markus Nat. 7. Toni Morrison: Elskede. (Byggt á Politiken Sondag) lOObestubækumar? í tilefni eitt hundrað ára afmælis frægustu bókaverslunar Finnlands var sett á laggirnar nefnd þar í landi til að búa til lista yfir 100 bestu bæk- ur veraldarinnar fyrr og síðar. Nið- urstaðan birtist í nýjasta tölublaöi ritsins Books from Finland. Auðvitað er vonlaust að velja 100 bestu bækur allra tíma þannig að allir séu sáttir. Enda er margt um- deilanlegt við finnska listann. Sumar bókanna yrðu þó væntan- lega á öllum hstum af þessi tagi. Þar má nefna Biblíuna, Odysseifskviðu Hómers og Guðdómlega gleðileikinn eftir Dante. Af öðrum ritum fyrri alda eru hér m.a. Játningar Ágústínusar, Pride and Prejudice (Jane Austen), Cesar Birotteau (Balzac), Fredmans epistl- ar (Bellman), Tídægra Boccaccios, Lísa í Undralandi (Carroll), ljóð Cat- uUusar, Don Kíkóti (Cervantes), Great Expectations (Dickens), Kara- manzov-bræðurnir (Dostojevski), Madame Bovary (Flaubert), Dauðar sálir Gogols, Oblomov (Gonsjarov), Moby Dick (Melville), Essais Mon- taignes, Die fröhliche Wissenschaft (Nietzsche), Rubaijat Omar Khaj- ams, Satyricon (Petronius), Pantagruel (Rabelais), Ferðir Gulh- vers (Swift), Walden (Thoreau), Stríð og friöur Tolstoys, Ævintýri Stikfls- berja-Finns (Mark Twain) og Birting- ur Voltaires. Verk tuttugustu aldar Ýmis frægustu skáld aldarinnar eiga verk á fmnska hstanum. Dæmi um ljóðskáld: Anna Akhmatova (úrval), Baude- laire (Les Fleurs du mal), T.S. Ehot (The Waste Land) og Rilke (Duineser Elegien). Helstu dæmi um prósahöfunda: Umsjón: Elías Snæland Jónsson Blixen (Seven Gothic Tales), Borges (Labyrinths), Brodsky (Less than One), Bulgakov (Meistarinn og Margaríta), Calvino (Baron in the Trees), Camus (Útlendingurinn), Celine (Voyage au Bout de la Nuit), Chekhov (sagnaúrval), J.M. Coetzee (Life and Times of Michael K), Conrad (Nostromo), Döbhn (Berhn Alexanderplatz), Faulkner (Light in August), Marquez (Hundrað ára ein- semd), Gorky (Barnæska mín), Grass (The Tin Drum), Greene (The Power and the Glory), Hasek (Góði dátinn Sveik), Hemingway (The First Forty-Nine Stories), Joyce (Odysseif- ur), Kafka (Réttarhöldin), Lagerlöf (Nils Holgersson underbara resa), Thomas Mann (Buddenbrooks), Mhne (Bangsimon), Nabokov (Lo- lita), Orwell (Animal Farm), Proust (A la Recherche du temps perdu), Singer (Shosha), Solzhenitsyn (Fyrsti hringurinn), Stendhal (Le rouge et le noir), Virginia Woolf (The Waves). Shakespeare og le Carré Nokkur leikrit telja Finnar meðal 100 bestu bóka sögunnar: Hamlet (Shakespeare), Fröken Júl- ía (Strindberg), Waiting for Godot (Samuel Beckett), Pétur Gautur (Ib- sen), Fást (Goethe), Gahleo (Brecht), Ödipus konungur (Sófókles). Athygh vekur að á listanum eru tvær spennusögur: The Man Who Came in from the Cold efhr le Carré og The Big Sleep (Chandler). Finnar hafa sett allmörg eigin skáldverka á hstann. Þar kannast flestir við Kalevala, Óþekkta her- manninn (Linna) og Múmínáhana (Jánsson). Aðrar finnskar bækur á listanum eru hins vegar lítt þekktar utan Finnlands. William Shakespeare John le Carré - verk þeirra teljast til 100 bestu bóka sögunnar, aö mati finnskrar nefndar. Metsölukiljur Bandartkin Skáldsögur: 1. Amy Tan: The Joy Luck Club. 2. Edith Wharton: The Age of Innocence. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. Michael Shaara: The Killer Angels. 5. Chatherine Coulter: Lord of Hawkfell Island. 6. Anne Rice: TheTaleof the BodyThief. 7. Nancy T. Rosenberg: Mitigating Circumstances. 8. Philip Friedman: Inadmissible Evidence. 9. Nelson DeMille: The General's Daughter. 10. Jackie Collins: American Star. 11. John Grisham: A Time to Kiil. 12. Jonathan Kellerman: Devil's Waltz. 13. Dean Koontz: Dragon Tears. 14. Donna Tartt: The Secret History. 15. Anne Rice: Interview with the Vampire. Rit almenns eðlis: 1. Rush Límbaugh: The Way Things Ought to Be. 2. The President's Health Security Plan. 3. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 4. Schwarzkopf & Petre: It Doesn't Take a Hero. 5. Maya Angelou: I Know whythe Caged Bird Sings. 6. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Robert Fufghum: Uh-oh. 8. Tom Clancy: Submarine. 9. Gail Sheehy: The Silent Passage. 10. Norman Maclean: Young men 8t Fire. 11. Ross Perot & Pat Choate: Save Your Job, Save Our 12. Michael Arkush; Rush! 13. James Herriot; Every Living Thing. 14. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 15. Ðavid McCullough: Truman. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Hringar Satúmusar hverfa Áríð 1995 hverfa hringar Sat- úrnusar sjónum manna og reiki- stjarnan verður um nokkurra mánaöa skeið eins og hvert annað himmtungl. Ástæöan fyrir þessu er þó ekki rakin til breytinga á umhverfi stjörnunnar heldur vita hring- amir með vissu millibili þannig við jörðu að viö sjáum á rönd þeirra og þá er ekki annað að sjá en að þeir séu horfnir. Lif íjorðu Komíö hefur í Ijós að lífverur þrífast í olíulindum, allt að þrem- ur kflómetrum undir yfirborði jarðar. Þetta eru sýklar sem þola bæði mikinn þrýstíng og hita. Þjóðverjar hafa leitað þessara lífvera og fundið þær bæði í ol- íunni úr Noröursjónum og frá heimskautasvæðum Alaska. Enn er ekki vitað hvort þetta líf hefur borist niður í olíulindirnar eftir aö íáríð var aö dæla úr þeim eða þetta eru forsögulegar lífverur. Latínubolti Handbolti var fundinn upp í lat- ínuskólanum í Ordrup í Dan- mörku árið 1898. Holger Níelsen hoyrari samdi reglurnar. mttf * jr Umsjon Gísli Krístjánsson Fjöldaframleidd böm í Bandaríkjunum hafa komið fram háværar kröfur meðal lækna um að bann verði sett við svokallaðri ein- ræktun á fóstrum manna. Krafan kemur í kjölfar tilraunar sem gerð var við George Washington-háskóla- sjúkrahúsið í Washington þar sem vísindamönnurh tókst í fyrsta sinn aö búa til tvo eins fósturvísa og opna þannig möguleikann á að fjöldafram- leiða böm sem öll væru eins. Ekki er þó verið að krefiast endan- legt banns við tiiraunum af þessu tagi heldur vilja bandarísku lækn- arnir að framhald málsins verði rætt og almenningi gerð grein fyrir hvað felst í tilraunum af þessu tagi. Þeir sem telja einræktun á mönn- um ósiðlega segja að læknamir vilji drepa málinu á dreif. Hugmyndin sé að bíða þar til menn hafi sætt sig við hugmyndina um fiöldaframleitt fólk. Gamall möguleiki Nokkur síðustu ár hefur verið mögulegt að einrækta æðri lífverur með sama hætti og gert var á sjúkra- húsinu í Washington. Til þessa hafa allar tilraunir á þessu sviði þó ein- skoröast við húsdýr. Það kemur þó ekki á óvart aö læknar skuli hafa gengið skrefmu lengra og hafið til- raunir á fóstrum úr mönnum. Þeir sem hafa áhyggjur af þessari þróun óttast að sfiórnvöld í ríkjum, þar sem mannréttindi eru lítilsvirt, muni láta vísindamenn sína leika þessar tilraunir eftir. Veröur mönn- um hugsað með hryllingi tíl þess hvað Adolf Hitler hefði gert hefði hann vitað af möguleikanum á að fiölfaida ofurmenni. Erfingi til vara Margar aöferðir eru notaðar viö einræktun. Þetta er sú sem notuð var á héskólasjúkrahúsinu í Washington. Kjarnasýra: Þarna er erföaefniö geymt. Næring fyrir frjóvgaða fósturfrumu. Eggjahvítulag: Myndar hlíföarkápu um fósturfrumuna. Frjóvguö fósturfruma byrjar að / / skipta sér: Þá er best aö skipta i /' / \; □ □ fóstrinu í tvo einstaklinga. Ensím rýfur hliföarkápuna. Tvöföld fósturfruma tilbúin til skiptingar. Frumurnar eru los- aöar í sundur í efnablöndu. •X ’ í X Bað f efnablöndu leiðir til þess að frumurnar losna í sundur. E Fósturfrumurnar eru setta í nýja efnablöndu meö algenötum unnum úr þara. Ný hlíföarkápa myndast þegar algenöt og kalsíum koma saman. Fruma án hlíföarkápu. □ Fósturfrumurnar eru settar í næringarvökva. Þar halda þær áfram aö skipta sér eins og eölilegar fósturfrumur og eru tilbúnar til flutnings yfir í leg konu. Eftir eölilega meögöngu fæöast tveir eins einstaklingar. Heimild: USA TODAY DV Endur að deyja út Evrópska hvlthöíðaöndín er að deyja út vegna þess að frænka hennar frá Ameríkn er að leggja stofninn undir sig. Aðeins voru eftir 22 hvíthöfðaendur í Evrópu þegar ákveðið var bjarga þeim. Nú er vitað um 800 endur af þessu afhrigði en þeim fækkar á ný vegna þess að amerískar skarfaendur eru óðum að bland- ast stofninum og hann hverfur smátt og smátt. Þrjár skarfaendur voni fluttar til Englands áriö 1950 en þeim hefur fiölgað gifurlega og eru nú komnar út um alla álfuna. Sojasósa dugar gegn krabba Krabbameinsfræðingur við há- skólann í Wisconsin segir að við neyslu á sojasósu minnki líkur á að fólk fái magakrabba. Til þessa hafa tilraunir með áhrif sojasósunnar aðeins verið gerðar á músum en niðurstöð- urnar gefa tilefni tfl að ætla að hún sé einnig holl mönnum. Þjófavarnar- verðmerki í Bandaríkjunum er verið aö reyna að sameina strikamerki og þjófavöm fyrir verslanir. Strika- merkin gefa þá frá sér merki sern kveikja á þjófavörninni ef farið er raeð vöruna úr búðinni nema merkið hafi veriö afmáð um leið og varan var afgreidd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.