Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
Sérstæö sakamál
Sex
skot-
hvellir
Enginn gat gefiö á því neina skýr-
ingu hvers vegna John Taylor dró
sig í hlé í hvert sinn sem Barbara
Turner nefpdi hjónaband viö hann.
Og ef til vill var ekki miklu léttara
að skýra hvernig á því stóö aö Bar-
bara þoldi þessa afstöðu í átta ár.
Sé einhver haldbær skýring til
er hún ef til vill sú aö á þeim John
og Barb’öru var átta ára aldurs-
munur. Þegar þau kynntust var
hún tuttugu og fimm ára en hann
aðeins nítján. John var á þeim tíma
ein helsta skytta á Englandi og
Barbara þekkt ljósmyndafyrir-
sæta. Þau hrifust mjög hvort af
öðru strax þegar þau hittust og
tveimur árum síðar keypti hann
handa henni dýran trúlofunar-
hring. Þá fór Barbara í fyrsta sinn
að undirbúa brúðkaup, en í ljós
kom næstum strax að fátt gat John
frekar hugsað sér en að binda sig
í hjónabandi. Var helst að ætla að
trúlofunarhringnum hefði verið
ætlað að treysta samband þeirra á
þeim grundvelli sem það var.
Uppsögnin
Átta árum eftir að þau John og
Barbara hittust gafst hún upp á
honum og ákvaö að slíta samband-
inu. Á aðfangadag afhenti hún hon-
um trúlofunarhringinn með þeim
orðum að hún myndi ekki bíða
lengur eftir því að hann gerði upp
hug sinn um að kvænast henni.
Hún sagði að hún væri ekki lengur
ung stúlka og sig dreymdi um að
eignast heimili og böm. Þess vegna
vildi hún ekki eyða fleiri árum í
bið af því tagi sem hún hafði fengið
að kynnast.
Barbara var ekki með öðrum
manni þegar hún sleit samband-
inu. Hins vegar mátti vera ljóst að
hún yrði ekki í neinum vanda með
að eignast annan vin því hún hafði
útlitið með sér. Og tæpu ári eftir
að hún sneri baki við John kynnt-
ist hún Peter Davis, fjörutíu og
tveggja ára kaupsýslumanni.
Peter hafði komið vel undir sig
fótunum. Hann átti fyrirtæki sem
keypti og seldi gömul húsgögn. Sal-
an gekk vel, en stóran hluta þeirra
húsgagna, oft mjög gamalla, sem
hann keypti, lét hann bjóða upp á
eigin vegum, en hann átti uppboðs-
fyrirtæki í Newmarket, sem er í
rúmlega eitt hundrað og fimmtíu
kílómetra fjarlægð frá Lincoln, þar
sem Barbara og John bjuggu.
Framtíðaráætlanir
Það leið ekki á löngu þar til Peter
spurði Barböru hvort hún viidi
kvænast sér. Hún tók bónorðinu
og ákvað að flyljast frá Lincoln til
Newmarket, þar sem hún opnaði
snyrtistofu.
John Taylor átti sér áhugamál,
tengt skotæfingunum sem hann
stundaði jafnan vel. Það var vopna-
söfnun og átti hann allgott safn
Peter Davis.
byssna af ýmsu tagi. Ekki voru þær
þó allar ætlaðar til notkunar í
keppni.
Sumarið eftir að Barbara sneri
við honum bakinu tók hann nokkr-
um sinnum þátt í skotkeppni, en
hugaði jafnframt vel að vopnasafn-
inu. Er ljóst að þegar hér var kom-
ið sögu hélt hann að þaö yrði léttur
leikur að fá Barböru til aö taka aft-
ur upp fyrra samband. í raun þyrfti
ekki annað til þess en eitt símtal
þegar hún hefði jafnað sig dálítið
og fengið næði til að hugsa um
ákvörðun sína.
í október, um tíu mánuðum eftir
að Barbara skilaði honum hringn-
um, lét John verða af því að hringja
til hennar. Þá komst hann að því
að sími hennar hafði verið tekin
úr sambandi og hún var flutt frá
Lincoln.
Heimsókn
til Newmarket
Það tók John ekki langan tíma
að komast aö því hvert Barbara
hafði flutt. Um miðjan október
sendi hann henni bréf þar sem
hann bað hana um að kom aftur
til sín og hét því að kvænast henni
við fyrsta tækifæri.
Hann fékk flj ótlega s varbéf og þar
sagði meðal annars:
„Ég held að ég hafi fundið ham-
ingjuna með öðrum manni sem ég
ætla að giftast innan tíðar." Og aft-
ar í bréfinu sagði: „Þú fékkst þitt
tækifæri en notaðir það ekki. Við
erum skilin að skiptum og ég óska
ekki eftir að heyra frá þér framar.“
Bréfið hafði skelfiiegar afleiðing-
ar. Reiði og afbrýöisemi blossuðu
upp með John og nokkrum dögum
eftir að hann fékk það var sem,
hann þyldi ekki lengur við. Þar eð
honum þótti ljóst að Barbara yrði
ekki hans skyldi enginn annar fá
hana. Hann fór í vopnasafnið, tók
fram Smith & Wesson-skamm-
byssu og hélt af stað til Newmarket.
Með skammbyssuna í vasanum,
reiðubúinn til að ráða af dögum
stúlkuna sem hafði „svikið“ hann,
gekk hann inn á snyrtistofu Bar-
böru. En þegar hann stóð augliti til
auglitis við hana gat hann ekki
skotið hana. Þess í stað reyndi
John Taylor.
hann að fá hana til að taka upp
fyrra samband við sig.
Mennirnir
tveir hittast
Örlögin höguðu þvi þannig til að
meðan John var að tala við Bar-
böru kom Peter Davis inn á snyrti-
stofuna. Hann hafði boðið Barböru
til hádegisverðar og Barbara, sem
haföi ekki hugmynd um í hvaða
erindum John hafði komið, gerði
þau afdrifaríku mistök að kynna
Peter með orðunum: „Þetta er mað-
urinn sem ég ætla að giftast."
Það sem gerðist gerðist snöggt og
erfitt reyndist að fá áreiðanlegan
vitnisburð viðskiptavinanna á
snyrtistofunni. En fyrir rétti, átta
mánuöum síðar, sagði Barbara frá
á eftirfarandi hátt:
„John sneri sér við og hvæsti á
Peter: „Þú hefur stolið unnustunni
minni.“
„Það er ekki rétt,“ svaraði Peter
rólega. „Þú veist mætavel að hún
var búin að snúa við þér bakinu
mörgum mánuðum áður en ég
kynntist henni.“
„Hefndin"
Skyndilega dró John upp skamm-
byssuna sem hann var með innan
klæöa. Hann miðaði henni á Peter
Davis og hleypti af einu skoti. Bar-
bara segir þannig frá því sem nú
gerðist:
„Ég gat næstum ekki trúað því
að þetta hefði gerst. Peter stóð
þama með undrunarsvip, en þreif-
aði síðan á öxlinni og um leið sá
ég blóð vætla úr henni. Hann hljóp
svo út úr stofunni en þegar hann
kom út á gangstéttina gat hann
ekki staöið lengur og datt. Ég greip
fyrir augun af skelfingu. Þetta var
sem martröð. Peter var með öllu
vamarlaus. Hann gat ekkert gert.“
Peter Davis lá á gangstéttinni og
horfði skelfingu lostinn á árásar-
manninn sem stóð yfir honum.
John hafði greinilega enga samúð
með þessum særða manni sem
hann hafði hitt í fyrsta sinn fáein-
um mínútum áður. Hann lyfti
skammbyssunni á ný, miðaði og
skaut síðan fimm skotum. Þegar
Barbara Turner.
síðasti skothvellurinn hljóðnaði
var Peter allur.
Inn á stofuna
John reyndi ekki að flýja. Þess í
stað gekk hann inn til Barböra og
sagði: „Ég drap hann af þvi ég elska
þig“
Einhver hringdi á lögreglu en all-
ir biðu síðan í ofvæni þvi enginn
vissi í raun hvað byssumaðurinn
kynni næst að gera. En hann gerði
ekkert. Hann stóð bara aðgerða-
laus þar til lögreglan kom og þegar
lögregluþjónarnir afvopnuðu hann
og handtóku sagði hann: „Ég lauk
þessu af. Það var ekki hægt að
horfa á hann þjást svona.“ Var
hann þá aö skýra hvers vegna hann
skaut skotunum fimm á manninn
sem lá á gangstéttinni.
Þótti flestum sem til heyrðu lítið
koma til „mannkærleikans" sem
fólst í þessum orðum.
Þegar máliö kom fyrir rétt var
ekki að sjá að John hefði endurmet-
ið afstöðu sína. Hann neitaði að
vera sekur um morð, en sú yfirlýs-
ing hans fékk ekki miklar undir-
tektir.
Loks breytt afstaða
í ræðu sinni sagði saksóknari,
Francis Irwin, meðal annars eftir-
farandi: „Taylor hefur viðurkennt
að hafa skotið þeim skotum sem
urðu Peter Davis að bana. Hafi
nokkra sinni legið ljóst fyrir að
maður hafi framið morð að yfir-
lögðu ráði er það í þessu tilviki.
Að vísu var John Taylor afar af-
brýðisamur en afbrýðisemi er ekki
afsökun fyrir morði.“
Eftir ræðu Irwins var ljóst að
ákæruvaldið hygðist gera allt sem
í þéss valdi stæði til þess að fá John
dæmdan fyrir morð að yfirlögðu
ráði. Veijandi hans gaf honum því
það ráð að breyta afstöðu sinni.
John lýsti sig sekan um morð.
Það táknaði að nú gat Griffith dóm-
ari lokið réttarhöldunum án kvið-
dómenda. Þegar dómsuppkvaðn-
ingunni kom var hann ekki í nein-
um vafa um hvaða dóm hann ætti
að kveða upp. John Taylor fékk
lífstíðardóm.
Ummæli Barböru
Þegar dómurinn hafði verið
kveðinn upp yfirgaf Barbara rétt-
arsalinn um hliðardyr til þess að
þurfa ekki að svara spumingum
fréttamanna. En vinkona hennar,
sem fylgst hafði meö viðbrögðum
hennar frá upphafi réttarhaldanna,
gerðist talskona hennar við frétta-
mennina og sagði meðal annars:
„Barbara sér mikið eftir því að
hafa kynnt Peter fyrir John með
þeim orðum að hann væri maður-
inn sem hún ætlaði að giftast.
Henni finnst hún bera þunga byrði
og hún verði í mörg ár að jafna sig.“
Enginn getur hins vegar kennt
Barböra um hvemig fór því hún
vissi ekki einu sinni að John var
vopnaður. Henni gekk það eitt til
að sannfæra John um að hún hefði
tekið ákvörðun sem hún myndi
ekki endurskoða.
John verður síðar látinn laus
hegði hann sér vel í fangelsinu, því
lífstíðardómur táknar ekki endi-
lega innilokun til æviloka. Það er
hins vegar ljóst að Barbara mun
ekki bíða hans við fangelsishliöið
telji fullnustunefndin ástæöu til að
veita honum frelsi á ný.