Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 19 SSgSMjgglI ■ 28" ÍKJftR Aðeinfkr. Aíkvrtðkr. 1 103.900.- 25" SkiflR flðeintkr. 89.900.* Afkvrtð kr. ‘í “ 94.600.- d) munXlán Greiöslukjör sem allir ráöa viö: Vlsa-rabgreiöslur: Engín útborgun, sklpt I allt aö 18 mánu&l. Euro- raögrelöslur: Engin útborgun, skipt I allt a& 11 mánu&i. Munalán: 25% útborgun, rest allt a& 30 mánu&lr. PHILIPS er einn stærsti framleiðandi myndlampa í heiminum í dag og brautryðjandi tæknilegra framfara á sviði rafeindatækninnar. Myndgæði PHILIPS sjónvarpa eru óumdeild. Góðar myndir verða betri með PHILIPS. Þú nýtur þess betur að horfa. Stór skjár og skörp mynd. Black Matrix FSQ flatur skjár, skapar bestu skerpu sem hægt er að fá. Fullkomið og sérstaklega hraðvirkt íslenskt textavarp. Með skarttengi getur þú tengt videóvélina eða myndbandið beint við tækið og útkoman er 100%mynd og hljóð. Sjónvarpstækið er með sérstökum útgangi fyrir Surround magnara. „Spatial sound“ hljóðgjafi, barnalæsing ofl. 60 stöðvar í minni og sjálfvirkur stöðvaleitari sem skannar inn bestu skilyrði. Þægileg fjarstýring sem stýrir öllum aðgerðum. Kauptu ekki köttinn í sekknum - þú getur treyst PHILIPS. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 . FAX 69 15 55 Komdu við hjá okkur í Sætúni 8, sjón er sögu ríkari. James Olsen Færeyingur syngur á íslensku: Lærði málið af bamatímanum „Ég er búinn að vera hér á landi í rúm þrjú ár. Byrjaði í tóniistarnámi hjá FÍH og hef verið þar meira og minna en það er enginn slíkur skóli í Færeyjum," segir James Olsen tón- listarmaður sem hefur vakið athygh fyrir að syngja á íslensku að undan- fornu, m.a. lagið Vér göngum svo léttir í lundu. James er frá Færeyjum og segist vera ánægður með að vera fluttur til íslands. Hann er 23ja ára gamah og hefur hug á að setjast hér að. Margir hafa velt fyrir sér hvemig standi á því að þeldökkur maður, hingað sé kominn frá Færeyjum, syngi lög á íslensku. James hefur skýringu á því. Hann spilaði á trommur með færeysku hljómsveit- inni Viking band sem hefur haft mik- il tengsl við ísland. Viking band hef- ur sungið mörg íslensk lög á fær- eysku og lög þeirra hafa verið feiki- vinsæl jafnt hér á landi sem í Færeyj- um. James er ættleiddur frá Stuttgart í Þýskalandi og var aðeins tveggja vikna er hann fluttist með fósturfor- eldrum sínum til Færeyja. Hann á tvö systkin sem einnig voru ættleidd frá Þýskalandi þótt ekkert þeirra eigi sömu foreldrana. James kláraöi gagnfræðaskólann en fór síðan út á vinnumarkaðinn. „Ég er búinn að prófa ýmislegt t.d. að vinna í fiski. Ætli ég sé ekki óákveðin persóna. Ég veit aldrei hvað mig langar að gera. Hins vegar hef ég alla tíð haft áhuga á tónlist." Þegar James er spurður hvort ekki séu fáir þeldökkir menn í Færeyjum svarar hann því neitandi. „Að þessu hafa margir spurt mig,“ svarar hann. „í Þórshöfn búa fimmtán þúsund manns og þar af eru um tuttugu dökkir. Hins vegar er ég sá eini þeirra sem er í tónlist." * Mezzoforte-menn hvöttu hann James segist hafa farið á námskeið hjá hljómsveitinni Mezzoforte í Fær- eyjum árið 1989. Ég hafði hugsað mér að fara til Danmerkur í tónlistarnám en þeir hvöttu mig til að koma frekar til Islands. Ég skildi ekki orð í máhnu þegar ég kom hingað. Færeyska og íslenska eru mjög ólík mál þótt sum- ir vilji halda annað," segir James og nefnir nokkur dæmi því til sönnun- ar. „Ég horfði á barnatímann á hverj- um degi og lærði málið ágætlega á þremur mánuðum. Maður verður bara að byija eins og barn,“ segir söngvarinn og bætir við að nú séu fimm þúsund Færeyingar á íslandi og aUtaf fjölgi þeim. Hann segist ekki sakna Færeyja. „Ástandið er líka hræðilegt þar.“ James söng þrjú lög á plötu Björns Thoroddsens og hafa þau lög heyrst nokkuð á öldum ljósvakans. Svo er hann að gefa út plötu ásamt Rut Reg- inalds sem kemur út síðar í þessum mánuði. „Það er eiginlega gospel- tónlist. Skálholt gefur plötuna út en Magnús Kjartansson vann hana með okkur." Ætla að syngja í kirkjunum James er trommuieikari og hefur komið fram með Bimi á Kringlu- kránni undanfarið. Síðan ætla þau Rut að gera víðreist um kirkjur landsins og syngja lög af plötu sinni. „Við ætlum að sýna að maður þarf ekki að vera í sértrúarhópi til að syngja skemmtilega tónlist." Hann segir að sig langi til að verða tónlistarkennari í framtíöinni. „Ég er mjög hrifinn af bömum,“ segir hann. Hárgreiðsla James vekur nokkra athygli og hann upplýsir að þetta sé verk Torfa Geimundssonar hár- greiðslumeistara. „Ég var með mjög stutt hár og var orðinn leiður á því. Torfi fléttaði mitt hár saman við ann- að sem er ekta. Mig langaði í nýtt útlit og er mjög ánægður með þetta. Það tók Torfa fimm klukkutíma að flétta þetta saman,“ segir James Ols- en. -ELA James Olsen söngvari er frá Færeyjum en syngur á íslensku enda búsett- urhérálandi. DV-mynd ÞÖK PHILIPS Hágæða ejónvarp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.