Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 52
FRÉTTASKOTI «^25r* Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjom - Auglýsingar - Áskrift - Preifing: Sími 032700 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993. Ekkert samið í Washington Viðræöur fulltrúa íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varn- —*^sxliðsins á Keflavíkurflugvelli báru ekki árangur í gær. Samkvæmt frétt- um Ríkisútvarpsins í gærkvöld lauk þeim í bili án samkomulags. Ágreiningur er uppi milli viðræðu- aðila um hvernig haga skuli niður- skurðinum, sem örugglega verður einhver, og mun sendinefnd íslands koma heim til að greina stjómvöld- um frá gangi viðræðnanna í Wash- ington síðustu daga. Nýjar viðræður hafaekkiveriðákveðnar. -bjb Síbrotamaður _ í gæslu- varðhaldi 42 ára karlmaður var í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald í 14 daga vegna innbrota og tékkafals. Maður- inn var fyrr í haust í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fjölda innbrofa í bíla og viðurkenndi hann að hafa staðið að þeim. í október var umræddur maðpr dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna svipaðra mála sem framin voru enn ---í'yrr en hann áfrýjaði þeirri dóms- niðurstöðu til hæstaréttar. Vegna þessa fór RLR fram á gæslu- varðhald í 45 daga yfir manninum en einungis var fallist á 14 daga gæsluvarðhaldeinsogfyrrsagði. -pp Fjórir bilar í árekstri Harður árekstur fjögurra bíla varð á mótum Holtavegar og Sæbrautar síðdegis í gær. Umferðarljós era á gatnamótunum þar sem áreksturinn varð og var einn maður fluttur á , ^_§lysadeild. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg í gærkvöld. Að sögn lögreglu urðu miklar skemmdirábílunum. -pp Bflvelta á brú Bílvelta varð í Kópavogi á Hamra- borgarbrú, sem liggur yfir Hafnar- fjarðarveg, síðdegis í gær. Bíllinn valt á handrið á brúnni og losnuðu rimlar úr handriðinu við höggið. Einn rimillinn féll á rúðu bíls sem ók undir brúna og fékk ökumaður hennar glerflís í augað og var fluttur með neyðarbíl á Landakot. Bíllinn sem valt er töluvert ..-íSkemmdur en önnur slys urðu ekki áfólki. -pp LOKI Það hefur væntanlega verið mikið „geim" á Snæfellsnesi í nótt! Heilsukort og trygginga- gjald verði ekki sett á „Eg get auövitað ekkert sagt um ekki upplýsa fyrir fundinn i gær eða sjúkratryggingagjald. Hætt Með þessu má segja að ríkis- hvernig fundurinn afgreiðir þetta hvað þeir væru með í pokahorninu. verði við að setja á 0,50 prósenta stjórnin sé búin að koma í veg fyr- mál. Mér sýnist þó að þaö sem rík- En samkvæmt heimildum DV var tryggingagjald, eins og gert er ráð ir aö kjarasamningum veröi sagt issijórnin leggur fram verði til þess það eftirfarandi sem launanefndin fyrir í flárlagafrumvarpinu. upp þar sem hún býðst til aö standa að kjarasamningar haldi," sagði kom með frá ríkisstjórnimii á fund Um áramót á að fella niður öku- við loforðin frá gerð kjarasamning- Ingibjörg Guömundsdóttir, vara- samninganefndarinnar. mannstryggingu í bifreiðagjaldinu, anna í vor. forseti ASI, í samtali við DV í gær. Varðandi lækkun matarskattsins enda er þar um tvísköttun að ræða. Fundur stóru samninganefndar Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, um 14 prósent um áramót eru Ríkísstjóminhækkibifreiðagjaldiö ASÍhófstekkifyrrenklukkan 18.00 sagðist jákvæður eftir að fundinum verkalýðshreyfmgunni boðnir sem þvi nemur, jafnvel aðeins í gær. Benedikt Davíðsson sagði í lauk um kvöldmatarleyti í gær. tveir kostir. Annar er sá að matar- meira. gær aö fundurinn myndi ekki taka Benedikt sagði umræðurnar á skatturlækkieinsogumvarsamið Þá ætlar rikisstjórnin að veita fé formlega ákvörðun um uppsögn fundinum hafa verið leiðbeinandi í kjarasanmingunum í vor en þá til verklegra framkvæmda til að samninga ef menn vildu ekki sara- fyrir launanefndina. Skýrð hefðu hækki tekjuskattsprósentan um auka atvinnu eins og um var sam- þykkja það sem i boði væri. Það verið atriði í bréfi forsætisráð- 0,50 prósent Hinn er sá að matar- ið. Þó mun upphæðin verða lægri væri launanethdin sem það myndi herra. Fundur launanefhdar verð- skattur lækkí ekki og tekjuskattur þar sem hjól atvinnulífsins muni gera ef til þess kemur en þó ekki ur klukkan 10 í dag, laugardag. þá ekki heldur. fara að snúast á næstunni vegna fyrr en 10. nóvember. Launanefndarmemi ASÍ vildu Heilsukortin verði ekki tekin upp vaxtalækkana. -S.dór Stekkjastaur vildi ekki missa af komu geimvera að Snæfellsjökli í gær- kvöldi, hljóp frá jóiaundirbúningi, dreif sig af fjalli og að Hellnum. Hafði hann fullan poka af eplum meðferðis og hafði í hyggju að gefa geimverun- um, skyldu þær birtast. - Sjá nánar á bls. 2. DV-símamynd Brynjar Gauti Fuglasmyglarinn játaði á Akureyri - skipverjinn á Stakfellinu saklaus Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tuttugu og sjö ára gamall Akur- eyringur játaði við yfirheyrslur á Akureyri í gær að hafa sent út fugl- ana 47 sem yfirvöld í Kristiansand í Norégi gerðu upptæka en þau settu einn skipverja af togaranum Stak- felli í varðhald vegna fuglanna. Sá var látinn laus í gær. Akureyringurinn hafði ymist skot- ið fuglana eða komist yfir þá með öðrum hætti og hugðist koma þeim til Englands til fuglasafnara og fá í staðinn aðrar fuglategundir til upp- stoppunar. Hann hafði beðið skip- verjann á Stakfellinu að taka fuglana með sér út en sá neitaði. Þegar Akur- eyringurinn frétti af „frakt“, sem fara átti til Noregs með mönnum úr áhöfn Stakfellsins, kom hann fuglun- um með án þess að Stakfellsmenn- irnir vissu. Þegar fuglarnir fundust síðan á flugvelli í Noregi kannaðist umræddur skipverji við málið og var þess vegna grunaður. Um var að ræða 3 fálka og aðrar sjaldgæfar fuglategundir, s.s. skeið- önd, straumönd, húsönd, lóm og himbrima. Við húsleit heima hjá manninum á Akureyri í gær fundust svo 10 fuglar til viðbótar, ýmist frosn- ir eða uppstoppaðir. Hjúpur hf. á Flúöum: Farið fram á gjaldþrotaskipti Plastefnafyrirtækið Hjúpur hf. á Flúðum í Hrunamannahreppi var innsiglað sl. fimmtudag o'g forráða- menn Hjúps fóru um leið fram á gjaldþrotaskipti. Hjúpur hefur verið eitt af stærstu atvinnufyrirtækjun- um á Flúðum en þar hefur verið að myndast blómlegt atvinnusvæði. Sjö manns hafa verið í vinnu hjá Hjúpi að undanfórnu en þegar mest lét störfuðu þar 12 manns. Fyrirtæk- ið hefur aðallega staðið í framleiöslu á einangrun utan um hitaveiturör og stálrör og hefur verið starfandi síðan 1980. -bjb Veðrið á sunnudag ogmánudag: Fremur svalt Á sunnudag og mánudag verð- ur sunnan- og suðvestankaldi eða stinningskaldi. Skúrir eða él verða sunnanlands og vestan en annars þurrt að mestu. Fremur svalt verður í veðri. Veðrið í dag er á bls. 61. NSK kúlulegur Vouisen SuAurlandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.