Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 6. NÖVEMBER 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Meðvitundarleysi
Skiljanlegt er, aö stórskuldugt fólk og forráðamenn
stórskuldugra fyrirtækja hafi ánægju af vaxtalækkun-
inni, sem ríkisstjómin bjó til meö handafli einu saman.
Skiljanlegt er, aö eina spuming þeirra sé, hvers vegna
ríkisstjómin hafi ekki fyrr beitt þessu handafli sínu.
Enn frekar er skiljanlegt, aö stjórnarandstaðan og
aðilar vinnumarkaöarins lofi vaxtalækkunina. Hún er í
stíl viö stjómarathafnir fyrri ríkisstjóma og þær sjón-
hverfingar, sem áratugum saman hafa einkennt kjara-
samninga og aðrar gerðir póhtísku aflanna í landinu.
Athyghsveröara er, aö sérfræðingar í efnahagsmálum
og skyldum greinum hafa undantekningarlítið hrósaö
handafhnu, ef þeir hafa á annaö borö lýst skoðun sinni.
Þeir em teljandi á fingrum annarrar handar, sem hafa
bent á augljósa sjónhverfingu málsins og hættur þess.
Handaflið gæti fylgt markaöslögmálunum, ef ríkis-
stjómin treysti sér til aö sæta því fjármagni, sem hún
nær aö útvega ríkissjóði á nýjum og lægri vöxtum. Ef
hún gæti þaö, væri eingöngu um aö ræöa flutning á fjár-
magni frá eigendum þess yfir til skuldunauta þeirra.
Það er hins vegar fyrirfram vitað, að hún getur þaö
ekki. Enda kemur fram í yfirlýsingu hennar, að hún
hyggst bæta sér upp minnkaö peningaframboð á innlend-
um markaði meö því aö taka aukin lán í útlöndum. Hún
telur, aö markaðslögmálin láti ekki aö sér hæða.
Það gerist á þann hátt, aö margir innlendir fjármagns-
eigendur reyna aö verja fjármagnstekjur sínar meö því
að færa sig til á lánamarkaði og leita uppi peningahungr-
aöa aöila, sem fylgja ríkisstjóminni ekki alla leið í vaxta-
lækkun eða sætta sig jafnvel viö fyrra vaxtastig.
Smám saman veröur tilfærsla á peningamarkaðnum.
Peningar renna í auknum mæh til þeirra sem minnst
eöa ekki lækka vexti, en þurrö kemur fram í fjárstreymi
til ríkisins og annarra aðila, sem bjóða tveimur prósentu-
stigum lægri vexti en vom fyrir tíö handaflsins.
Ríkisstjómin veit, aö þetta muni gerast og þess vegna
er hún þegar farin aö undirbúa auknar lántökur í útlönd-
um. Afleiðingin mun koma fram í auknum skuldum þjóö-
arinnar. Greiöslubyröi erlendra lána, sem var 20% af
útflutningsframleiðslu áriö 1990, fer í 40% áriö 1995.
Til skamms tíma fóm tveir af hverjum tíu þorskum í
aö standa undir skuldum þjóöarinnar viö útlönd. Eftir
rúmt ár munu fjórir af hverjum tíu þorskum fara í aö
reka þessar skuldir. Þetta er sú leið í efnahagsmálum,
sem leitt hefur Færeyinga fram af hengifluginu.
í sumum tilvikum er í lagi aö auka skuldir sínar. En
aöstæöur em þær hér á landi, aö skuldasöfnun gagnvart
útlöndum var komin upp fyrir hættumörk, áöur en ríkis-
stjómin greip til hins vinsæla handafls. Einmitt þess
vegna er handaflið hættulegt við núverandi aðstæður.
Ríkisstjómin gæti foröast þessar skuggahhöar meö því
aö neita sér um aukin lán í útlöndum og lækka í staöinn
fjárhagsáætlanir sínar um nokkra mihjaröa meö því að
draga úr einokun landbúnaöarins, sem kostar þjóðfélag-
iö frá 15 og upp í 20 milljarða króna á hverju ári.
Merkilegast er, aö þeir, sem eiga aö vita betur vegna
menntunar sinnar eöa reynslu, láta eins og ekkert sé.
Þeir tala bhðum rómi um skammtímaáhrif á vexti og
atvinnuástand, en forðast eins og heitan eldinn aö minn-
ast á langtímaáhrifin, færeysku leiðina í efnahagsmálum.
Þögnin um afleiðingar aðgeröa ríkisstj ómarinnar sýn-
ir, að hagfræðileg meövitund er skammt á veg komin
hér á landi og að þaö gildir jafnt um lærða sem leika.
Jónas Kristjánsson
írlandsstjóm tekur
frumkvæði að friða
Norður-írland
Enn ein cilda hryðjuverka hefur
riðið yfir Norður-írland. Á einni
viku fyrir mánaðamótin létu 24,
nær allt óbreyttir borgarar, lífið í
sprengingum og skothríð. Níu veg-
farendur og sprengjumaðurinn fór-
ust af völdum sprengju í hverfi
mótmælenda í Belfast. í hefndar-
morðum skutu byssumenn mót-
mælenda tvo unga bræður á heim-
ih þeirra og sjö kráargesti í bænum
Greysteel.
Vígaferh írska lýðveldishersins
IRA og vígamanna mótmælenda,
sem kenna sig við Ulster, hafa á
aldarfjórðungi orðið 3.095 manns
að bana.
Hálfur flórði tugur þúsunda hef-
ur særst. Framan af var IRA stór-
virkara í manndrápum, sem beind-
ust einkum að löggæslumönnum
og síðar breska hemum, sem send-
ur var á vettvang. Upp á síðkastið
er tala fórnarlamba svipuð á báða
bóga og flest eru óbreyttir borgar-
ar.
Manndrápin blossa nú upp sam-
tímis því að vart verður aukins
vilja af hálfu stjórnvalda Bretlands
og írlands að finna póhtíska út-
gönguleið úr óöldinni á Norður-
Irlandi. Ofstækismönnunum sem
fyrir blóðsúthelUngunum standa
er auðvitað mikiö í mun að spiUa
með verkum sínum fyrir sUkri við-
leitni.
Yfirlýst markmið IRA hefur frá
öndverðu verið aö þvinga Bret-
landsstjóm með hryðjuverkum til
aö sleppa hendinni af Norður-
írlandi, að minnsta kosti kaUa
breska herinn í brott þaðan. Því
hafa hryðjuverkaflokkar verið
gerðir út tíl Englands tíl að valda
þar usla með moröum á áberandi
einstakUngum og sprengingum á
almannafæri.
Norður-írland byggja 950.000
mótmælendur og 650.000 kaþólskir.
Meirihluti mótmælenda hefur ráð-
ið héraðinu frá skiptingu írlands
árið 1922. Drægju bresk yfirvöld sig
í hlé svo yfirvöld á vegum Ulster-
manna fengju frjálsar hendur era
mestar líkur á borgarastyrjöld og
gæti írska lýðveldið hæglega dreg-
ist inn í hana.
í annarri og þriðju grein stjórnar-
skrár þess lýðveldis er sett fram
lagakrafa tU yfirráða yfir írlandi
öUu. IRA reynir að réttlæta athæfi
sitt með skírskotun til sameiningar
landsins. Á hinn bóginn er tilkall
lýðveldisins til yfirráða yfir Ulster
þess valdandi að mótmælendur þar
taka öUu sem frá Dublin kemur af
rótgróinni tortryggni.
Aðfarir IRA síðasta aldarfjórð-
ung, átakanlegar fregnir af mann-
drápum af handahófi, hafa orðið til
þess að samúð með málstað Lýð-
veldishersins hefur þorrið stórlega
í írska lýðveldinu. Því er svo kom-
ið að skapast hafa póUtísk skUyrði
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
þar tíl að ræða breytingar á ann-
arri og þriðju grein stjórnarskrár-
innar og koma þar með viðhorfi og
samskiptum milU lýðveldisins og
meirihluta mótmælenda á Norö-
ur-írlandi á nýjan grundvöll.
Á fundi leiðtoga Evrópubanda-
lagsins í Brussel um síðustu helgi
gerði Albert Reynolds, forsætisráð-
herra írska lýðveldisins, breska
starfsbróður sínum John Major
grein fyrir hugmyndum í þessa átt.
Sagt er að hann hafi bæði skýrt frá
vUja stjórnarinnar í DubUn að beita
sér fyrir breytingu á stjórnar-
skrárákvæðum og að virða vUja
meirihlutans á Norður-írlandi í
öUu sem varðar ákvarðanir um
stjómskipunarlega stöðu lands-
hlutans.
Major tók tíllögu Reynolds vel,
pg síðan hafa utanríkisráðherra
írlands og ráðherra málefna Norð-
ur-írlands í bresku stjóminni fund-
aö í Belfast. Markmið þeirra var
að leggja gmndvöU að viðræðum
stjómmálaflokka mótmælenda og
kaþólskra í landshlutanum inn-
byrðis um sameiginlega stjóm þarj
en nú er honum stjómað beint frá
London.
Bresk-írska samkomulagið frá
1985 felur í sér viðurkenningu
bresku stjómarinnar á rétti stjórn-
ar írska lýðveldisins til þátttöku í
samráði um málefni Norður-
írlands. Flokkar mótmælenda mót-
mæltu því samkomulagi á sínum
tíma, en fengust þó síðar tíl við-
ræðna við aðalflokk kaþólskra.
Þær hafa nú legið niðri í ár. Fyrsta
markmið stjómanna í London og
Dublin er að fá þessa aðUa aö samn-
ingaborði á ný.
Breytt afstaða stjómar írska lýð-
veldisins er ekki það eina sem
freista ætti hinna hófsamari meðal
mótmælenda til að setjast nú niður
til samninga. Aðstaða þeirra gagn-
vart bresku stjórninni er afar
sterk, því þingmenn þeirra í Lon-
don björguðu stjóm Majors í at-
kvæðagreiðslu um Maastricht-
samninginn í júlí og geta hvenær
sem er tvöfaldað meirihlutann sem
hann hefur upp á að hlaupa.
Þúsundir manna kröfðust friðar þegar útför fórnarlamba tilræðisins á
kránni í Greysteel var gerð fyrr i vikunni. Simamynd Reuter
Skoðanir aimarra
Biðlistar sjúkrahúsanna
„Einkasjúkrahús em komin til að vera og upp-
haflegur markhópur þeirra voru vel stæðir borgarar
sem gátu borgað fyrir sérstakar aðgerðir og losnað
við biðlista. En biðhstamir hafa gefið einkasjúkra-
húsunum nýtt hlutverk. Þau hafa aðstöðu til að létta
á biðhstunum. Það er ósanngjamt ef þessi aðstaða
er ekki notuð og sanngimismál að hið opinbera borgi
þegar það getur sjálft ekki staðið við sitt. Annars fer
eins og fyrir hreingerningakonunni sem hafði borgað
skatta sína aUa ævi en þurfti sjálf að greiða fyrir
mjaömaaðgerð á einkasjúkrahúsi."
Úr forystugrein BT 2. nóvember.
EB tekið á orðinu
„Það virðist ljóst að löndin fjögur sem æskja inn-
göngu í Evrópubandalagið, Noregur, Svíþjóð, Finn-
land og Austurríki, verða að taka leiðtoga EB á orð-
inu. Á leiötogafundinum í Brassel í síðustu viku
samþykktu þeir að löndin fengju aðild 1. janúar 1995.
Það þýðir að samningum verður að ljúka í tíma svo
þing EB geti fjallað um þá fyrir'kosningarnar til þess
í júní á næsta ári. Þá verður hægt að hafa þjóðarat-
kvæðagreiðslu í umsóknarlöndunum næsta haust.“
Úr forystugrein Dagbladet 2. nóvember.
Um vopnasölu
„Ákvarðanir um vopnasölu verða að stjómast
um fram allt af öryggishagsmunum Bandaríkjanna.
Með því að niðurgreiða slíka sölu til þess eins aö
viðhalda atvinnu er verið að koma í veg fyrir að
vopnaframleiðendur snúi við blaðinu og hefji fram-
leiöslu á gagnlegri varningi. Það gæti líka reynst
banvænt með þvi að þá yrði alþjóðlegt vopnasmygl
örvað.“
Úr forystugrein New York Times 4. nóvember.