Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
23
Hrönn og Jóhann með litla soninn, Pétur Örn, sem þau ættleiddu frá Rússlandi.
Ættleiddu bam frá Rússlandi:
Mikill gleðidag-
ur þegar við feng-
nm tíðindin
- segja hjónin Hrönn Pétursdóttir og Jóhann Ingólfsson
ÞórhaDur Asnumdsson, DV, Sauðárkróki:
„Ferðalagiö og dvölin í Moskvu var
heilt ævintýri frá upphaíi til enda.
Þetta var á við tíu Spánarferðir.
Fólkiö þama var svo almennilegt og
vildi aÚt fyrir okkur gera, sérstak-
lega starfsfólk íslenska sendiráðsins
sem snerist bókstaflega í kringum
okkur. Það virtist ekki skipta neinu
máli á hvaða tíma sólarhringsins við
hringdum, alit var svo sjálfsagt," seg-
ir Jóhann Ingólfsson á Sauðárkróki.
Hann og kona hans, Hrönn Péturs-
dóttir, fóru til Moskvu í síðasta mán-
uði til að ættleiða barn. Kjörsonur
þeirra, sem hefur hlotið nafnið Pétur
Órn, er fyrsd Rússinn ættíeiddur er
hingað tií lands.
Hrönn og Jóhann höfðu búið sam-
an í barnleysi í átta ár þegar þau í
byrjun síðasta árs ákváðu að leita
eftir því að fá bam ættleitt. Strax
kom í ljós að vonlaust var að fá ís-
lenskt barn, aðeins kom til greina að
taka barn í fóstur og það vildu þau
síður. Það var því ekki um annað að
ræða fyrir þau en að leita út fyrir
landsteinana. Þau hötðu samband
viö íslenska sendiráðið í Rússlandi
um páskaleytið fyrir einu og hálfu
ári. Sendiráðsfólkið tók erindi þeirra
strax vel og byrjaði að afla nauðsyn-
legra pappíra. Þetta reyndist torfær
leið enda farin í íyrsta sinn og það
tók langan tíma að afla réttra papp-
íra.
„Það vom alltaf einhveijir nýir og
nýir pappírar sem þurfti að fá og
þetta var heilmikil vinna. En nú
þekkjum við þesa leið og viljum
gjama verða fólki að liði ef það hygg-
ur á að ættleiða barn. Það er meiri
háttar mál að fá böm ættleidd en
Rússland virðist vera að opnast fyrir
þessu,“ sagði Jóhann.
„Það var í júní í sumar sem skeyti
kom síðan frá íslenska sendiráðinu
í Moskvu um að bamið væri fundið
og nú þyrfti bara að ganga í að gera
pappírana klára.
„Þetta var mikill gleðidagur fyrir
okkur. Maður var eiginlega alveg
doflnn yfir tíðindunum. En það tók
lengri tíma en við héldum að ganga
frá pappírunum og tíminn var alveg
hræðilega lengi að líðaénda hugsuð-
um við varla um annað. Svo loksins
í lok ágúst var málið komið á það
stig að okkur var sagt að panta flug-
far til Moskvu. Við flugum út 1. sept-
ember með millilendingu í Stokk-
hólmi. Síðan tók tvo til þijá daga að
ganga endanlega frá pappírunum og
þá máttum við hitta þann litla í fyrsta
skipti. Við höfðum fram að því aöeins
séð strákinn á myndum sem við feng-
um sendar. Við fengum síðan að
heimsækja Pétur litia tvisvar sinn-
um á dag í tvo klukkutíma í senn í
nokkra daga. Það var síðan 8. sept-
ember sem við máttum fara með
hann af barnaheimilinu sem hann
var á,“ sagði Hrönn. Hún sagði að
barnaheimilið væri geysistór u-laga
bygging, fremur óhrörleg en vel hirt
og greinilegt að vel væri hugsað um
börnin, heilbrigði og öðru eftirliti vel
sinnt.
Skoðuðu
Rauða torgið
„Það var komið fram undir helgi
þegar við fengum Pétur htla. Vega-
bréfin og farseðlamir til heimferðar-
innar voru ekki tilbúin þannig að við
dvöldum í Moskvu í nokkra daga í
viðbót áður en við flugum heim
þann. 14. september. Við höfðum það
ákaflega gott þarna. Vinur starfs-
stúlku í sendiráðinu ók með okkur
um allt og sýndi okkur Rauða torgið,
Kreml og allar þessar helstu bygg-
ingar,“ sagði Hrönn ennfremur.
„Já, maöur trúði því varla að svona
glæsibyggingar væru til nema þá í
smækkaöri mynd í Legolandi," sagði
Jóhaim. Þau sögðust ekki hafa orðið
vör við mikla fátækt í Moskvuborg.
Þvert á móti hefði klæðnaður fólks
gefið til kynna aö það hefði það
þokkalegt. „Jú, auðvitað sá maður
fátækt þama en það var ekki eins
áberandi og maður hélt.“
Hrönn er nú heimavinnandi og
hugsar um Pétur htia. Það segir hún
að sé mjög skemmtilegt starf. For-
eldrar Péturs, sem er þrettán mán-
aða, búa í litlum bæ við Don.
Flóamarkaður
Lionsklúbburinn Engey heldur árlegan flóamarkað sinn
laugardaginn 6. nóvember og sunnudaginn 7. nóvemb-
er kl. 14.00 í Lionsheimilinu að Sigtúni 9.
• Fullt hús af góðum fatnaði og munum.
• Gerðu góð kaup og líttu inn í Lionsheimilið.
• Við tökum vel á móti þér.
Allur ágóði rennur til líknarmála.
Lionsklúbburinn Engey J
RÝMINGAR-
Bleiki fíllinn rýmirfyrir nýjum vörum.
Auk þess keypti Bleiki fíllinn lager„Útskála"
semáallurað„seljast",
m. a. Balmoral hillusamstæður, sófasett, borð o. fl. o. fl.
Dæmi: Balmoral borð og 6 stólar; áður 163.050,
nú 105.304 stgr.
Sófasettfrá kr. 59.900 stgr.
Barnahúsgögn (Barbie), 60% afsláttur.
Mitab glerskápar, 60% afsláttur.
Búsáhöld, 30% afsláttur.
Og margtfleira á rosaiegum afslætti.
ÚTSALA
með allt að 60% afslætti!
Opið 10-18 Opið 12-18
á laugardögum. á sunnudögum.
HUSGÖGN
SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI S 91-44544
í dag er langur tilboös-laugardagur
á Laugavegi og í Bankastræti
Opið til kl. 17
í flestum verslunum