Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Útboð Ásvegur um Háfshverfi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 2,6 km kafla á Ásvegi um Háfshverfi í Rangárvallasýslu. Helstu magntölur: fyllingar og neðra burðarlag 22.000 m3 og fláafleygar 3.000 m3. Verki skal lokið 17. maí 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. þ. m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 22. nóvember 1993. Vegamálastjóri TRYGGINGASTOFNUN tÍ7 RÍKISINS Foreldrar barna í tannréttingum, athugið Foreldrar barna í tannréttingum, athugið að Trygg- ingastofnun tekur ekki þátt í greiðslu tannréttinga- kostnaðar barna ykkar eftir 31. desember nk. nema meðferðin falli undir alvarleg tilvik (flokk I). Kostnað- ur sem til fellur eftir næstu áramót verður því aðeins greiddur að Tryggingastofnun hafi áður samþykkt 65%-100% endurgreiðslu. Aðrir þurfa að bera kostn- að af tannréttingum barna sinna sjálfir. Reikningar, sem heimilt verður að endurgreiða, verða áfram afgreiddir hjá sjúkratryggingadeild Trygginga- stofnunar að Tryggvagötu 28 í Reykjavík og hjá umboðum hennar utan Reykjavíkur. Tryggingastofnun ríkisins Styrkur til handritarann- sókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk stjórnvöld að veita íslenskum fræði- manni styrk til handritárannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaöa dvalar og nemur nú um 16.400 dönskum krónum á mánuði, auk ferða- kostnaóar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat) Með sameiningu eftirtalinna sjóða, Det Arna- magnæanske Legat (frá 1760), Konrad Gíslason Fond (frá 1891) og Bogi Th. Melsteds Historiker- fond (frá 1926) hefur verið stofnaður einn sjóð- ur, Det Arnamagnæanske Legat. Verkefni hins nýja sjóös er aö veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eða í öðrum söfn- um í Kaupmannahöfn. Styrkir veróa veittir námsmönnum og kandídötum sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviði norrænnar eða ís- lenskrar tungu, sögu eða bókmennta aö vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þessum greinum sem þættu skara fram úr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 25. nóvember nk. en umsóknir ber að stíla til Árnanefnd- ar (Den Arnamagnæanske Kommission) í Kaup- mannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og til- högun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á Islandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla Islands. Menntamálaráðuneytið, 5. nóvember 1993 Afmæli Einar Bollason Einar Gunnar Bollason fram- kvæmdastjóri, Bræöratungu 23, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Vesturgötuna. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1959, stúdentsprófifrá MR1963 og stundað nám við laga- deiIdHÍumskeið. Einar var kennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar í tvö ár en kenndi síðan við Flensborgarskólann og Víðstaðaskóla í Hafnarfirði til 1989. Þá sneri hann sér aifarið að rekstri íshesta hf. sem er fyriræki íjölskyld- unnar. Einar var körfuknattleiksþjálfari í fjölda ára eri hann þjálfaði meist- araflokk KR, Þórs, Hauka og ÍR. Þá var hann landsliðsþjálfari í átta ár og hefur samið kennslubækur í þjálfun. Einar var forstöðumaður Náms- flokka Hafnarfjarðar 1972-76, for- stöðumaður Vinnuskóla Hafnar- fjarðar 1971-75, forstöðumaður Vinnuskóla Kópavogs 1975 og 1977-85 og skólastjóri Þinghólsskóla íKópavogi 1977-78. Fjölskylda Einar kvæntist 29.7.1972 Sigrúnu Ingólfsdóttur, f. 22.7.1947, íþrótta- kennara. Hún er dóttir Ingólfs Finn- bjömssonar sendihílstjóra og Jó- hönnu Bjarnfreðsdóttur, fyrrv. bókasafnsvarðar. Börn Einars og Sigrúnar eru Hjör- dís, f. 8.1.1973, nemi við HÍ; Bryn- dís, f. 11.8.1974, nemi við VI; Svan- dís Dóra, f. 5.7.1984, nemi í Kópa- vogsskóla. Dóttir Einars frá fyrra hjónabandi og Helgu Stefánsdóttur kennara, er Sólveig Lilja, f. 31.5.1968, nemi við HÍ, gift Þórði Sveinssyni lögfræöingi og er sonur þeirra Sveinn Andri Brimar, f. 5.2.1989. Sonur Einars frá fyrrv. sambúð með Birnu Þórisdóttur er Sigurður Öm, f. 18.3.1965, skrifstofumaður, kvæntur Huldu Þórsdóttur gjald- kera og er sonur þeirra Amar Þór, f. 16.6.1993. Albróðir Einars er Bolli Þór Bolla- son, f. 24.2.1947, skrifstofustjóri. Hálfsystkini Einars, sammæðra, em Sigríður Sigurðardóttir, f. 19.5. 1952, kennari og myndhstarkona; Ágústa ísafold, f. 12.1.1954, félags- fræðingur í Kaupmannahöfn; Erla Sigurðardóttir, f. 24.11.1957, ritstjóri í Kaupmannahöfn. Systkini Einars, samfeðra, eru Arfiiur Björgvin, f. 16.9.1950, rithöf- undur og aðstoðarmaður útvarps- stjóra RUV; Linda Sigrún, f. 15.7. 1954, fóstra; Erla, f. 19.7.1955, skrif- stofumaður; Helga, f. 3.1.1957, hús- móðir; Lilja, f. 12.9.1959, húsmóðir. Foreldrar Einars: Bolli Vestarr Gunnarsson, f. 1.7.1918, loftskeyta- maður, og Hjördís Einarsdóttir, f. 8.4.1923, fulltrúi hjá Trygginga- stofnunríkisins. Ætt Bolh er sonur Gunnars Andrew, forstjóra í Reykjavík, Jóhannesson- ar, alþingismanns á Þingeyri, Ólafs- sonar, b. í Haukdal, Jónssonar. Móðir Gunnars var Helga Samson- Einar Gunnar Bollason. ardóttir, hreppstjóra á Brekku, Samsonarsonar. Móðir Bolla var Guðlaug Jósefsdóttir Kvaran, prests á Breiðabólstað, bróður Einars Kvarans skálds. Jósef var sonur Hjörleifs, prests á Undirfelli, Ein- arssonar, prests í Vahanesi, Hjör- leifssonar. Hjördís er dóttir Einars, hafnsögu- manns í Reykjavík, bróður Ólafar, móðurömmu Þórarins Eldjám rit- höfundar. Einar var sonur Jónasar, hreppstjóra á Fossá á Barðaströnd, Guömundssonar, í Bakkabúð í Flat- ey, Jónssonar. Móðir Einárs var Petrína Einarsdóttir. Móðir Hjördísar var Ágústa ísa- fold Einarsdóttir, útvegsb. í Háholti, bróður Sigurðar í Seli, afa Sigurðar Sigurðssonar íþróttafréttamanns og Guðna rektors. Einar var sonur Ein- ars í Bohagörðum, bróður Guð- mundaríNesi. Einar og Sigrún taka á móti gest- um í Lionsheimihnu, Auðbrekku 25, í kvöld milli kl. 21.00 og 24.00. Til hamingju með afmælið 6. nóvember Margrét HaUdórsdóttir, Haíhaiuötu 120, Bolungarvík. Kristin Björnsdóttlr, Norðurbrún 1, Reykjavík. Stcinunn .lónsdóttir, Hábæ 39, Reykjavík. Magnús Halldórsson, Hraunsnefi, Norðurárdalshreppi. Stekkjarhvammi 58, Haftiarfiröi. Una Indriftndóttir, Kleppsvegi 74, Reykjavík. Steindór Marteinsson, ; Dalatanga 25, Mosfellsbæ. Jóhannes Runólfsson. Reykjarhóli 1, Fljótahreppi. Guðrnunda Viktorsdóttir, Smyrlahrauni 12, Bafharörðt Húntekurámóti gestum á afmæl- isdaginn i húsi Björgunarsveit- arinnar að Hjaliahrauni 9 í Hafharfírði frá kl. 15-18, Valdís IngibjÖrg Jónsdóttir, Hraukbæjarkoti, Glæsíbæjarhreppi. Elin M, Sigurðardóttir, Ljósalandi 14, Reykjavik. ■: Gísli J. Júliusson, Hamarsstig 22, Akureyri. Ingibergur Elíasson, Akurgerði 33, Reykjavik. Sigrún Sigurgeirsdóttir, Dalhúsum 95, Reykjavik. Öláfur feórissön, Álfaheiöi 18, Kópavogi. Guðni Magnússon, Fiskakvisl 7, ReyWavik. Dagbjört L. Þorsteinsdóttir, Austurgötu 33, Hafnarfirði. Irnty Dómhildur Antonsdóttir, Baugbóii 46, Húsavík. Guðiaugur Einarsson, Miöleiti 3, Reykjavik. Sigurjón Rafn Öskarsson, Hlíðargötu 32, Fáskrúðsfiröi. Valdts María Friðgeirsdóttir, Vallargerði 2e, Akureyri. Sigurgeir Tómasson Sigurgeir Tómasson bóndi, Máva- vatni, Reykhólahreppi, er sextugur ídag. Fjölskylda Sigurgeir fæddist aö Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst upp að Reykhólum. Hann gekk í Bama- og unghngaskólann á Reykhólum. Sig- urgeir var bóndi á Mávavatni 1955-92. Hann hefur ennfremur fengist við véla- og bifreiðaviðgerð- ir. Sigurgeir kvæntist 4.8.1955 Dísu Ragnheiði Magnúsdóttur, f. 4.8.1932, d. 3.2.1974, ljósmóður. Foreldrar hennar vom Magnús Sigurðsson, f. 21.5.1907, d. 17.7.1940, oglngibjörg Pálsdóttir, f. 23.8.1907, d. 5.3.1973, þau bjuggu á Hólum í Reykhóla- hreppi. Synir Sigurgeirs og Dísu Ragn- heiðar: Tómas, f. 7.7.1956, maki Svanhildur Sigurðardóttir, f. 7.12. 1953, ábúendur á Reykhólum, þau eiga þijár dætur; Magnús, f. 6.10. 1957, vélstjóri í Kópavogi, maki Bryndís Héðinsdóttir, f. 6.6.1959, fóstra, þau eiga þijú börn; Valgeir, f. 23.3.1961, vélvirki í Reykjavík, maki Bára Héðinsdóttir, f. 24.4.1963, húsmóðir, þau eiga þijú börn; Egill, f. 20.5.1965, pípulagningamaður á Reykhólum, maki Áslaug Berta Guttormsdóttir, f. 24.1.1966, kenn- ari, þau eiga tvö börn. Systir Sigurgeirs: Kristín Ingi- björg, f. 4.5.1932, Ijósmóöir í Kópa- vogi, maki Máni Siguijónsson, f. 28.4.1932, starfsmaður RÚV og org- anisti. Hálfsystkin Sigurgeirs, sam- mæðra: Kristín LUja Þórarinsdóttir, f. 12.7.1922, húsmóðir á Grund á Reykhólum, maki Ólafur Sveinsson, f. 8.11.1915, bóndi, þau eiga tvo syni; Þorsteinn Þórarinsson, f. 28.7.1923, ketilsmiður í Reykjavík, maki Hall- fríður Guðmundsdóttir, f. 2.12.1922, þau eiga þijú böm; Sigurlaug Hrefna Þórarinsdóttir, f. 27.7.1924, ræstitæknir í Kópavogi, hennar maður var Hendrik Rasmus, f. 6.5. 1911, látinn, tónhstarmaður, þau eignuðust þij ú böm; Anna Þórar- Sigurgeir Tómasson. insdóttir, f. 23.8.1925, ræstitæknir í Kópavogi, maki Haukur Stein- grímsson, f. 30.8.1925, húsasmiður, þau eiga fimm syni; Hjörtur Þórar- insson, f. 10.2.1927, framkvæmda- stjóri á Selfossi, maki Ólöf Sigurðar- dóttir, f. 25.11.1927, kennari, þau eigaeinadóttur. Foreldrar Sigurgeirs voru Tómas Sigurgeirsson, f. 18.4.1902, d. 17.2. 1987, bóndi og póstafgreiðslumaður, og Steinunn Hjálmarsdóttir, f. 1.12. 1898, d. 28.7.1990, húsmóðir, þau vora ábúendur á Reykhólum frá 1939ogtilæviloka. Sigurgeir tekur á móti gestum á heimih sínu á afmæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.