Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Fréttir_________________________________dv Farið að sjá fyrir endann á umfangsmestu rannsókn fíkniefhalögreglunnar: 293 gæsluvarðhaldsdag- ar í stóra f íknief namálinu - plássleysi í Síðumúlafangelsinu hefur tafið rannsókn málsins Rannsókn stóra fíkniefnamálsins er vel á veg komin. Þessa dagana er verið að safna þráðum, sem spunnist hafa við rannsóknina, í eina hönd, eins og einn lögreglumaður orðaði það við DV. Samtals hefur héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað 11 menn í gæsluvarðhald að kröfu fíkniefna- deildar lögreglu. Setnir gæsluvarð- haldsdagar þessara 11 manna verða því orðnir, þegar síðasti gæsluvarð- haldsúrskurðurinn rennur út, 293 dagar. Hins vegar hafa fyrrnefndir 11 menn nú setið samtals 268 daga í gæsluvarðhaldi og eru 5 þeirra enn í vörslu lögreglu. Samkvæmt heimildum DV innan lögreglunnar hefur plássleysi í gæsluvarðhaldsfangelsi landsins, Síðumúlafangelsinu, tafið rannsókn málsins því ekki hefur verið hægt að hafa fleiri en fimm menn í haldi í einu. Erlendur Baldursson, hjá fangelsismálastofnun, sagði aö þetta væri ekkert nýtt. Þeir menn sem hægt væri að hafa í haldi gætu jafn- vel rætt saman á milli klefa. Hann sagði jaframt að ekki væri hægt að búast við úrbótum í þessu máli fyrr en nýtt fangelsi risi. Rannsókn málsins hófst þegar þrjú kíló af hassi og 900 grömm af amfeta- míni fundust á Jóhanni Jónmunds- syni við leit á honum á Keflavíkur- flugvelh 25. júlí síðastliðinn þegar hann kom til landsins frá Amster- dam. Við sama tækifæri var Vil- hjálmur Svan Jóhannsson handtek- inn á Keflavíkurflugvelli grunaður um samsekt. Báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. ágúst. Sam- kvæmt heimildum DV viðurkenndi Vilhjálmur Svan við yfirheyrslur að hafa átt efnið eftir að búið var að framlengja gæsluvarðhald hans. Vitneskja um aðild fleiri manna að málinu fengust svo með hlerunum af samtölum sem málsaðiiar hafa átt sín í milli í síma á síðustu mánuðum. Skömmu eftir að Vilhjálmi Svan var sleppt úr haldi var svo Ólafur Gunnarsson, meintur höfuðpaur og fjármögnunaraðili í fíkniefnainn- flutningnum, handtekinn og annar maður, 38 ára. Þá var orðið ljóst að málið væri umfangsmeira en haldið var í fyrstu. Sturla Böðvarsson um stjóm fiskveiða: Endurskoða þarf lögin í heild „Eg tel að það gangi ekki að hætta við að. leggja frumvörpin um króka- báta og þróunarsjóðinn fram og láta lögin gilda áfram óbreytt. Ég tel það útilokað. Ég tel að menn geri alltof mikið úr frumvarpsdrögunum um krókabátana einum og sér. Það er alveg ljóst að við verðum að taka lögin um stjóm fiskveiða í heild sinni til endurskoðunar og þá ekki síst það sem snýr að stóru bátunum. Það er einnig ýmislegt sem hefur verið að koma upp allra síðustu daga, svo sem veiðamar tonn á móti tonni, auk minnkandi afla. Ég tel einnig aö Sig- hvatur Bjamason úr Vestmannaeyj- um hafi algerlega brotið upp alla kvótaumræðuna meö því aö leggja til að tekið verði upp veiðileyfagjald. Þaö þarf að taka fyrir líka,“ sagði Sturla Böðvarsson, 1. þingmaður Vesturlandskjördæmis. í því kjör- dæmi er einhver mesta krókaútgerð á landinu. Sturla segir að það sé ekki bara það sem snýr að krókabátunum sem þurfi að lagfæra. Það þurfi líka aö lagfæra það sem snýr aö bátum und- ir 6 tonnum sem völdu aflamarkið. „Ef tillagan um að krókabátarnir fái að veiða 12.500 tonn, eins og kem- ur fram í frumvarpsdrögunum nær fram, þá er ljóst að bátamir 6 tonn og þar undir, þeir sem völdu afla- markið, fara mjög illa út úr því,“ sagði Sturla. Hann sagðist meta það svo á þess- ari stundu að meiri líkur en minni séu á að samkomulag náist innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um fnunvarpsdrögin tvö. - Svo em menn að setja ráðherra- stóla að veði fyrir hagsmuni króka- bátanna, heldur þú að það leysist? „Já, ég held að það leysist nú af sjálfu sér. Ég lít svo á að það sé eng- in hætta á ferðum með Össur Skarp- héðinsson. Ég held að hann muni ekki fórna stólnum heldur leita leiða til samkomulags eins og viö hinir og komast að niöurstööu í þessu máh. Ég trúi því að það takist," sagði Sturla Böðvarsson. -S.dór 0 A bak við Ólafur Gunnarsson 38 ára Gæsiuvaröh. samt.: 92 dagar Umdæmisverkfræömgur um sandtöku viö Óseyrarbrú: Þetta er þeirra land „Okkur hefur alltaf verið illa við þessa sandtöku. Áhyggjur okkar em það miklar að við sjáum ástæðu til að fylgjast með þessu. Hins veg- ar eigum við erfitt með að banna sandtökuna þarna enda er þetta þeirra land,“ segir Steingrímur Ingvarsson, umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar á Selfossi. Eins og DV greindi frá í síðustu viku er talin hætta á að vegurinn vestan við Óseyrarbrú kunni að verða ágangi sjávar að bráð vegna sandtöku rétt vestan brúarinnar. Árlega era teknar þúsundir tunna úr fjörunni. -kaa Logi Þormóösson, fiskverkandi í Sandgerði: Allur f iskur f ari á f iskmarkað „Það sem Fiskmarkaöur Suöur- nesja hefur verið að gera er að taka þátt í því kvótabraski sem viðgengst hér og fá kvótalitla báta til að veiða fyrir sig. Þetta er auðvitað gert til að fá fisk á markaðinn. En þar með hefur sjómönnum þessara báta líka verið sköpuð atvinna. Þess vegna skil ég ekki að sjómannasamtökin skuli styðja það ákvæði í frumvarps- drögum að stjóm fiskveiða að koma í veg fyrir að fiskmarkaðir geti keypt kvóta,“ segir Logi Þormóðsson, stjórnarformaður Fiskmarkaðs Suö- urnesja og fiskverkandi í Sandgerði, aðspurður um þrengingar fiskmark- aðanna um þessar mundir. „En það sem á aö gera að minu mati og myndi leysa aragrúa deilu- mála, sem uppi em vegna kvótakerf- isins, er að ailur fiskur sem landað er hér á landi fari á fiskmarkað," segir Logi. Hann segir að kvótaverð- ið, 40 krónur fyrir þorskkílóið, sé ekki svona hátt vegna þess aö útgerð- in geti greitt þetta. Það er vegna þess að fiskvinnslan er aðili að þessu. „Fiskvinnslan getur keypt þorsk- kvóta fyrir 40 krónur og beðið ein- hvem bát að veiða fyrir sig fyrir 40 til 50 krónur á kílóiö. Þaö er fullt af smábátum sem em tilbúnir til þessa vegna þess hve lítinn kvóta þeir eiga sjálfir og hafa ekki efni á því aö kaupa sér kvóta. Ef allur fiskur færi á fiskmarkað yrði komið í veg fyrir þessar deilur milli útgerðarmanna og sjómanna um þátttöku þeirra síö- amefndu í kvótakaupunum. Ástæð- an er sú aö ef allur fiskur fer á fisk- markað myndi kvótinn hríðlækka í verði. Sjáðu verðiö á ýsukvótanum. Það er ekki nema 7 til 8 krónur fyrir kílóið af því að engum hefur tekist að veiða hann allan,“ sagði Logi. Hann sagöi að auðvitað myndu fiskmarkaðimir beita kjafti og klóm í baráttunni fyrir tilveru sinni. Hann sagðist bara ekki skilja hvers vegna ráðamenn vildu þrengja svo að þeim sem raun ber vitni. -S.dór Samkvæmt heimildum DV er um að ræða um tíu ferðir á þessu og sein- asta ári og magn fíkniefna sem flutt hefur verið inn nemur á annan tug kílóa. Söluverðmæti þess magns nemur um 20 milljónum króna. Þriðji maðurinn var svo úrskurð- aður í gæsluvarðhald í september og svo fylgdu þrír aðrir í kjölfarið í okt- óber. í nóvember var svo gæsluvarð- hald framlengt á einn þeirra aðila sem hafði verið hnepptur í gæslu- varðhald í september og þrír aðrir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var náð í einn þeirra til Svíþjóðar. Fimm sinnum er búið að framlengja gæslu- varðhald yfir meintum höfuðpaur, Ólafi Gunnarssyni, seinast til 29. nóvember, og tvívegis yfir fjórum öðrum mönnum. Eins og fyrr segir er rannsókn þessa máls hklega á lokastigi, máls sem sennilega er eitt hið umfangs- mesta sem fikniefnadeild lögregl- unnar hefur rannsakað. Þess má geta að undanfarið hafa starfskraftar deildarinnar nær eingöngu verið nýttir við rannsókn þessa máls en breytingerorðináþvíídag. -pp Stuttar fréttir Málshöfðwi áLandakoti Átta starfskonur á Landa- kotsspítala hafa höfðað mál gegn sjúkrahúsinu þar sem þær krefj- ast biðlauna eftir að hafa verið sagt upp störfum. RÖV greindi frá þessu. Skaðabótamál Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar hefúr krafið Kirkju- garða Reykjavíkur um 60 milljón- ir króna í skaðabætur. Þetta kom fram á Ríkissjónvarpinu. Ótryggðar vínnuvélar Hundruö vinnuvéla eru í um- ferð og notkun hérlendis án ábyrgðartryggingar. Samkvæmt Morgunblaðinu eru eigendur vinnuvéla ekki skyldugir að ábyrgðartryggja þær. Björkselurvel Sólóplata Bjarkar Guömunds- dóttur, Debut, hefur selst í nær milljón eintökum og nálgast sölu- met Sykurmolanna sem voru fyrstir íslenskra hijómsveita að selja plötu í rúmlega milijón ein- tökum. Morgunblaöiö greinir frá þessu. Hannes Hlífar Stefánsson vann yfirburðasigur á 42, helgarskák- mótinu sem fram fór á Egilsstöð- um um síðustu helgi. Hannes hiaut 10 vinninga af 11 möguleg- um. fæðingaroriofs Þingmenn hafa verið án rétt- inda til fæðingarorlofs sam- kvæmt lögum um þingfararkaup en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hjá Kvennalista hefur lagt til breytingar á þessum lögum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.