Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Page 9
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 9 Stuttarfréttir Þijú böm létu Ufið í árás Serba á Sarajevo í gær. Fjögur féllu daginn áður. Hvatttilfriðar Hart er nú lagt að deiluaðilum í fyrrum Júgóslavíu að semja um friö eftir síðustu ódæði. prenanrioRKar Þrettán flokkar fá að bjóða fram til þings í Rúss- landi í desemb- cr. Átta flokkar töldust ekki uppfylla seit skilyrði. Borís Jeltsín forseti er nu ráðinn í að sitja út kjörtímabil sitt eða til 1996. Til skotbardaga kom á landa- mærum íraks og Kúveits í gær. OlíusalaáHaití Herdómstóll á Haítí hefur fyrir- skipað olíufélögum á eyjunni aö selja olíubirgðir sínar. Hæstiréttur í Nígeríu hefur úr- skurðaö aö ríkisstjórn herfor- ingja i landinu sé ólögleg. NAFTAíkiemmu Verkalýðsfélög í Bandarikjun- um hvetja þingmenn til að hafna friverslun innan NAFTA. Herinn heim fráSómaltu Bandaríkja- þing hefur fall- ist á ákvörðum Clintons for- seta um að kaila herinn heim frá Só- malíu fyrir lok mars á næsta ári. Herförin þangað er mjög umdeild vestra. Verksmiðjurseldar Ríkisstjórn Eistlands hefur selt þijár versksmiöjur í samræmi við áform um einkavæðingu. 3000reknirfráSAS Líkur eru á að allt að 3000 starfsmönnum SAS á Norður- löndum verði sagt upp; störfum innan tíðar. Myrtiskólafélaga Sextán ára norskur unglingur hefur verið dæmdui’ í 6 ára fang- elsi fyrir aö myrða skólafélaga. Sjómenn í iand sextugír Samtök sjómanna og útgerðar- rnanna í Noregi hafa náö sam- komulagi um eftirlaun sjómanna yfir sextugsaldri. Kviðdómuriieyni Kviðdómendur í Bjugn-nauög- unarmálinu í Noregi munu njóta nafnleyndar. Aftw að samningaborði Rabin, for- sætisráöherra ísraels, ætiar að velja dag til að halda áfram friöarviðræð- um viö Araba þegar hann kemur i heim- _ sókn til Washington á morguri. Viðræðurnar munu fara fram þar. Itmar Franco Brasiliuforseti segist ætla að grípa til harðra aðgerða til að lina kreppuna í efhahags- og stjómmálum. d Keuter, ETA og NTB Útlönd John Wayne Bobbitt er sýkn saka í nauðgunarmálinu. Hann ætlar að flytja frá heimabæ sínum við fyrsta tækifæri. Símamynd Reuter Limskurðarmálið í Bandaríkjimum: Sár mín eru enn ógróin - sagði maðurinn frír af nauðgunarkæru „Nú vil ég bara fá að lifa mínu lífi í friði. Sár mín eru enn ógróin,“ sagði John Wayne Bobbitt, Virginíumað- urinn sem missti typpið í viðskiptum við eiginkonu sína. Kviðdómur í Manassas í Virginíu hefur sýknað hann af ákæru um nauðgun. Eiginkonan, Lorena Bobbitt, sagði að hún hefði skorið undan manni sínum eftir að hann nauögaði henni. Nú hefur dómur faflið henni í óhag. Mun þá reynast erfiðara fyrir hana að fá sýknu í máli eiginmannsins vegna limsins. John Wayne, sem er fyrrum land- gönguflði í bandaríska hernum, ætl- ar að flylja frá Manassas við fyrsta tækifæri. Hann mun þó væntanlega bíða niðurstöðu í málinu gegn eigin- kommni. Hún getur átt yfir höfði sér þunga refsingu fyrir að hafa valdið manni sínum alvarlegu flkamstjóni þótt úr rættist fyrir hjálp lækna. Sækjandi í málinu sagði að John Wayne hefði hlotið þau örlög sem hann átti skilin. Verjandi Johns sagði Manassas á móti að saga Lorenu um nauðgun væri uppspuni og lygi frá rótum. Hún hefði óttast að maður hennar færi frá henni vegna erfiðleika í sambúðinni. Hún hefði ætlað sér að koma í veg fyrir að hann leitaði til annarra kvenna og því skorið typpið af. Þessu trúðu kviðdómendur. Reuter Lorena Bobbitt fær tilboð frá Hollywood: Kynlíf, lygar og átta tomma eldhúshníf ur Kvikmyndajöfrar í Hollywood hafa sýnt sögu Lorenu Bobbitt áhuga. Hún hefur farið á fund þeirra að ræða tflboð um kvik- myndarétt en á Sagan af eigin- konunni hrjáðu og manninum meö afskoma typpið þykir spennandi enda er vart um ann- að meira talað í Bandaríkjun- um eftir að Lorena Bobbitt. réttarhöld hófust í skurðarmálinu nú í vikimni. Gárungarnir eru þegar búnir að gefa væntanlegri mynd nafn. Það er stælt eftir frægri mynd sem heit- ir Sex, lies and videotapes. Saga Lorenu á eftir því að heita Kynlíf, lygar og 8 tomma búrhnífur - enda notaði hún slíkan hníf við að skera undan manni sínum eftir að hann nauðgaði henni, að hennar sögn. Þótt málið sé í raun háalvarlegt geta menn ekki annað en haft það í flimtingum. Lorena er eftirsótt í viðtöí og er sagá hennar t.d. rakin ítarlega í nýjasta hefti Vanity Fair. Eiginmaðurinn, John Wayne, neitar hins vegar öllum viðtölum enda var hann rúinn stolti sínu þótt úr rættist síðar þegar læknar náðu að sauma liminn á hann aftur eftir nokkra hrakninga. John Wayne hefur kært konu sína fyrir líkamsmeiðingar en Lor- ena kærði mann sinn fyrir nauðg- un. Sanngjarnir menn hafa hallast því að best sé að hlífa báðum við refsingum enda séu þau búin að líða nóg fyrir ósamlyndið í hjóna- bandinu. Því beri að leggja brotin að jöfnu og ljúka þessu grátbros- lega máli við svo búið. Fjölbreytt úrval af hinum heimsþekktu sígildu leikföngum. Barbie bestu vinir barnanna! Fást i naestiT" i^ikfangaverslun. GUÐMUNCjSSON S Co. I)L: f)S OG HEjlpygftSUlN SIMI 91-24020 FAX 91-623145 10 ara afmælistilboð 1.. Nú gefsl tækifæri til að slappa af í rólegu umhverfi og rækta líkamann. Við bjóðum uppá vel úlbúin, vistleg herbergi, morgunmat, vatnsgufubað og vatnspott með nuddi. Ólöt Einarsdóttir nuddfræðingur mun veita alhliða nudd um helgar. SÉRKJÖR Á HELGÁRPAKKA: 1 nótt 2.500 kr. pr. mann 2 nætur 3.500 kr.pr.mann Verð miðast við tvo í herbergi Góð tilbreyting, líkamsrækt og afslöppun HÓTBL BLÁA LÓNIÐ SÍMI 92-68650, FAX 92-68651

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.