Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993
7
Fréttir
Vestfirðingar líta sameininguna óhýru auga:
A eyðiskeri staddir ef
við samþykkjum ekki
- segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur
Umdæmanefndin á Vestfjörðum
hefur haldið borgarafundi og fundi
með öllum sveitarstjómunum á
svæðinu að undanförnu. Gunnar
Jóhannsson, oddviti á Hólmavík,
segir að nefndin hafi reynt af fremsta
megni að útskýra tillögur sínar fyrir
íbúum á Vestfjörðum og nú sé verið
að undirbúa atkvæðagreiðsluna 20.
nóvember. Borgarafundimir hafa
verið misvel sóttir og segir Gunnar
Fréttaljós
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
að umræður um sameininguna hafi
verið frekar daufar. Svo virðist sem
sumir Vestfirðingar taki sameiningu
sveitarfélaga eins og hverju öðru
hundsbiti og eru tillögurnar sums
staðar litnar óhým auga.
Gunnar segir að íbúar á Vestfjörð-
um færi meðal annars þau rök gegn
sameiningu sveitarfélaga að verk-
efnaskipting milli ríkis og sveitarfé-
laga sé óljós, auk þess sem sam-
göngumáhn séu mjög brýn fyrir
Vestfirðinga og óvist hvenær þau
batni. Sama gildir um Vestflrðinga
og íbúa annars staðar á landsbyggð-
inni þar sem íbúar í litlum sveitarfé-
lögum em hræddir um að verða
gleyptir af stóru sveitarfélögunum.
„Kynningarstarf nefndarinnar er
búið en nefndarmenn sækja kynn-
ingarfundi ef þeir em beðnir um
það. Við erum búnir að fara á alla
staði á Vestfjörðum og mér sýnist
ísfirðingar almennt vera fylgjandi
sameiningunni en íbúar í hinum
sveitarfélögunum fremur hikandi.
Ég hef hvatt fólk til að taka afstöðu
til sameiningartillagnanna og greiða
atkvæði í kosningunum. Þannig geta
menn haft áhrif á úrslit atkvæða-
greiðslunnar 20. nóvember," segir
Stefán Magnússon, oddviti í Reyk-
hólahreppi.
Sérstaða Bolvíkinga
Þegar sameiningarmáhn ber á
góma hafa Bolvíkingar nokkra sér-
stöðu enda vakti það mikið fjaðrafok
í sumar þegar bæjarstjórn Bolungar-
víkur sendi frá sér ályktun þar sem
tiUögu um sameiningu aRra sveitar-
félaganna á norðanverðum Vest-
ijörðum í eitt var algjörlega hafnað.
Bæjarstjórnin benti á að ekkert lægi
fyrir um flutning ríkisstofnana út á
land, verkefnatilfærslu frá ríkinu
eða tekjustofna sveitarfélaga, auk
þess sem samgöngur á Vestfjörðum
kæmust ekki í viðunandi horf fyrr
en 1996. TiUagan var aldrei lögð
formlega fram. í stað hennar greiða
Vestfirðingar atkvæði um fækkun
sveitarfélaga úr 24 í fjögur í lok nóv-
ember.
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í
Bolungarvík, er einn þeirra sem
mælt hafa með sameiningu sveitarfé-
laga á Vestfjörðum. Ólafur segist
telja nauðsynlegt fyrir Vestfirðinga
að standa saman að uppbyggingu á
Vestfjörðum. Vestfirðingar hljóti að
þurfa að nýta jarðgöngin um Breiða-
dalsheiði og Botnsheiði og bættar
samgöngur um ÓshUð til aukins
samstarfs mUU sveitarfélaganna.
Hann segir að stjómvöld hafi
styrkt byggðakjama og aukið þjón-
ustu á ísafirði undanfarin ár án þess
að nágrannasveitarfélögin hafi feng-
ið að koma þar nálægt. Hann telur
að Bolvíkingar geti betur haft áhrif
á þróun mála með því að sameinast
öðrum sveitarfélögum og eiga þannig
fuUtrúa í bæjarstjóminni. Að öðram
kosti færist þjónustan í ríkari mæU
tíl Ísafjarðar og þannig verður bæjar-
sjóður ísafjarðar sterkari á kostnað
nágrannasveitarfélaganna.
„Mér finnst menn vera farnir að
átta sig á því að sameining er það sem
býr í framtíðinni. Vissulega eru
menn kannske ekki tilbúnir nú en
ég held að menn viðurkenni almennt
að óhjákvæmUegt er að sveitarfélög-
in sameinist. Til lengri tíma Utið tel
ég ógæfulegt fyrir Bolvíkinga að taka
Viðgerð Laugardalslaugar:
Aætlanir um
bráðabirgðalaug
Fyrirhugað er að byggja 50 metra
yfirbyggða bráðabirgðalaug við
Laugardalslaug þegar viðgerðir hefj-
ast á lauginni innan fárra ára. Þann-
ig verður hægt að nýta búningsað-
stöðu gömlu laugarinnar og halda
sundlauginni opinni, auk þess sem
lengi hefur verið í bígerð að byggja
innilaug í Laugardalnum.
Þegar viðgerðir á gamla laugarker-
inu hefjast verður kerið í lauginni
brotið upp og nýtt byggt.
Bráðabirgðalaug getur kostað allt
frá 10 milljónum en nýtt laugarker
kostar að minnsta kosti 100 miUjónir
króna. -GHS
ekki þátt í þessari þróun því að þá
verða þeir eins og á eyðiskeri stadd-
ir,“ segir Ólafur.
Lítið fylgi
I skoðariakönnun ÍM GaUup sem
fram fór í lok september skáru Vest-
firðingar sig talsvert úr öðrum lands-
hlutum fyrir mikla andstöðu við
sameiningu sveitarfélaga. í niður-
stöðum skoðanakönnunarinnar kom
fram að meirihluti Vestfirðinga var
mótfaUinn sameiningu sveitarfélaga
í sinni heimabyggð meðan rúm 48
prósent voru fylgjandi henni. Ekki
er víst að niðurstöður atkvæða-
greiðslunnar 20. nóvember verði á
þennan veg. Sumir sveitarstjórnar-
menn á Vestfjörðum segjast finna
mikla fylgisaukningu þessa dagana
enda aðeins rúm vika til atkvæða-
greiðslunnar.
Mikið vatn hefur rannið til sjávar
frá því bæjarstjórn Bolungarvíkur
hafnaði sameiningu allra sveitarfé-
laga á norðanverðum Vestfjörðum í
eitt. Þegar Vestfiröingar ganga að
kjörborðinu um aðra helgi greiða
þeir atkvæði um hvort fækka eigi
sveitarfélögum á Vestfjörðum úr 24
í flögur. Þá verður spennandi að sjá
hvort skoðanakönnun Gallups gaf
rétta mynd af afstöðu Vestfirðinga
eða hvort þeir styðja sameininguna
í meira mæli en tahð var. Ekki er
rétt að gefa sér úrsht atkvæða-
greiðslunnar fyrir fram.
Hreyfill allra landsmanna
Forysta í fimmtíu ár
Þökkum löng og góð viðskipti
Lyfseðlafals
Lögreglan í Reykjavík handtók tvo
menn sem reyndu að framvísa föls-
uðum lyfseðh í Árbæjarapóteki í
fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsing-
um frá RLR hafa samtals 11 mál, er
tengjast fölsuðum lyfseðlum, komið
til kasta þar á bæ en í fyrra voru
þeir 8 á öUu árinu.
Hvorki Hörður Jóhannesson, yfir-
lögregluþjónn hjá RLR, né Ólafur
Guðmundsson, lögreglufuUtrúi hjá
forvamardeUd lögreglunnar, kann-
ast við að lyf séu svikin út tíl sölu á
götunnitílfíkniefnaneytenda. -pp