Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUÐAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Fréttir Lækkun virðisaukaskatts á matvörur: Aukast skatt- svik um 600 milljónir? „Með tveimur þrepum í virðis- aukaskattskerfinu aukast þær freist- ingar sem menn eygja til undan- skots. Þaö liggur í hlutarins eðli að freistingunum fjölgar með flóknara kerfi,“ segir Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu. Að margra mati mun lækkun virð- isaukaskatts á matvörur um áramót- in skila sér illa til til neytenda. Bent er á aö með lækkandi verði aukist eftirspumin og þar með hækki verð- ið. Umfang skattsvika og slæleg inn- heimta á virðisaukaskatti dragi enn- fremur úr líkunum á að lækkunin skih sér. Samkvæmt heimildum DV gætu skattsvikin aukist um allt að 600 mflljónir samfara lækkun viröis- aukaskatts á matvörur. Þröstur Ólafsson, aðstoöarmaður utanrikisráðherra, hefur leitt líkur að því einungis um 60 prósent lækk- unarinnar, eða um 1,6 mflljarðar, skili sér tfl neytenda. Afgangurinn, eða ríflega mflljarður króna, muni verða eftir hjá framleiðendum, miflfliðum og skattsvikurum eða týnast með öðrum hætti á leið tfl neytenda. Nýverið komst skattsvikanefnd að þeirri niöurstöðu að skattsvik næmu um 11 mflljörðum króna á ári. Auk skattsvika verður ríkið af gríðarleg- um fjármunum vegna lélegrar inn- heimtu og tíöra gjaldþrota. Á árun- um 1989 tfl 1991 námu tfl dæmis af- skriftír skattkrafna ríkissjóös 9,4 mflljörðum. Og á síðasta ári varð rík- iö að færa skattkröfur sínar niður um 5,6 milljarða. í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoö- unar kemur fram það álit aö ýmis- legt megi betur fara við innheimtu opinberra gjalda, einkum í virðis- aukaskatti og staðgreiðslu. Magnús Pétursson segir að tíl að auka skil- virknina í innheimtu sé í undirbún- ingi að íjölga mannskap í skatteftír- htinu. -kaa Hafnarfjörður veitir stórfé í verslunarmiðstöð: 120 milljóna ábyrgð Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa veitt fyrirtækinu Miöbæ Hafnar- fjarðar hf., sem stendur að byggingu verslunarmiöstöðvarinnar við Fjarðargötu, ábyrgðir upp á 120 mihjónir króna með bakábyrgðum miðað við ákveðin byggingarstíg og hafa verktakamir þegar nýtt sér ábyrgðir fyrir um 100 mflljónir. Þá hafa bæjaryfirvöld samþykkt viljayfirlýsingu um að bærinn kaupi hlut í verslunarmiðstöðinni fyrir 50 mflljónir króna og legði tíu milljónir í hótelbygginguna. Auk þessa fær Miðbær Hafnar- fjarðar hf. að öllum líkindum endur- greidd lóöagjöld fyrir um 50 mihjónir króna næstu 15 árin þar sem fyrir- tækið gerði ráð fyrir 100 bflageymsl- um í kjahara. Búið er að steypa upp kjaUara og fyrstu hæð verslunarmiðstöðvarinn- ar og er byrjað að steypa upp aðra hæð. Stefnt er að því að ljúka upp- steypu í vor. Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri Miðbæjar Hafn- arfjarðar hf., segir að 80 prósentum af uppsteypunni sé nú lokið þar sem hinar hæðimar séu það litlar. Hann segir að fyrirtækið eigi í viðræðum viö um 25 aðfla um sölu á verslunar- rými í miðstöðinni. Þegar er búið að selja pláss fyrir tvær verslanir í verslunarmiðstöðinni. -GHS Samkeppnishæfi landa: ísland í 17. sæti af 19 ísland fær slaka einkunn í könnun, sem tímaritið Euromoney hefur gert, þar sem reynt er að draga upp samkeppnishæfi einstakra landa. Könnunin á að gefa almennar vís- bendingar um, hvaða lönd hafi mest aðdráttarafl fyrir erlenda fjárfesta. Löndin í Efnahags- og framfarastofnuninni OECD í Evr- ópu em flokkuð saman. Þar lendir ísland í 17. sæti af 19 mögulegum. Tímaritíð flokkar löndin í fimm flokka og gefur stig. Flokkamir em efnahagslegur styrkleiki, markað- ir, auöUndir, áhætta og stjóm og stjómskipulag. Mælikvarðarnir em vegnir saman eftir ákveðinni aðferðafræði og hefldarstig gefin. ísland fær í hefldina aðeins 39,78 stíg. Frakkland er efst með 73,18 stíg (af 100 mögulegum). Þýskaland kemur síðan með 71,45 og Bretland 70,97 stig. Danmörk lendir í 7. sætí með 61,85 stig, Finnland er í 9. sæti með 58,85 stig. Noregur fær 57,72 stig og Svíþjóð 57,37. Næst fyrir ofan okkur em Spánn með 54,69 og Portúgal með 49,96 stig, og fyrir neðan okkur em aðeins Grikkland með 21,4 stig og Tyrkland með 19,85 stíg. Mat af þessu tagi skiptír mjög miklu í heimi, þar sem samkeppni milU landanna fer vaxandi. í frétta- bréfl Landsbréfa, sem greinir frá meðal OECD-landa í Evrópu Sjónarhom Haukur Helgason þessu, segir aö staða íslands innan hvers flokks, sem lagður er til grundvaUar, sé svipuð og hefldar- niðurstaðan gefur til kynna. Sam- keppnishæfi landsins er þannig frekar slök á öUum sviðum miðað viðönnurlönd. ísland fær lága einkunn fyrir „stjóm og stjórnskipulag" eins og Euromoney kaUar þann flokk. Hér haldast í hendur, að hvatar til er- lendrar íjárfestingar, tfl dæmis í formi skattfríðinda, þykja fáir hér á landi miðað við önnur lönd, og lög og reglur em ekki taldar hag- stæðar erlendum fjárfestum. Stjómvöld og einkaaðflar hér á landi þykja heldur ekki standa sig vel í markaðssetningu og kynningu landsins gagnvart erlendum fjár- festum. Stendur til bóta Yngvi Harðarson hagfræðingur taldi í viðtaU við DV, að við mund- um á næstunni laga þessa stöðu. ísland yrði fýsilegri kostur með að- fld aö Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur EES styrktu réttarfarið í við- skiptum. Samkeppnisregluryrðu þær sömu í löndunum. Við gengj- umst undir alþjóðlegar skuldbind- ingar, sem veittu stjómvöldum auk- iðaðhald. íslendingar hafa að undanfórnu verið að auka frjálsræðið í viðskipt- um mifli ríkja. Erlendir tjárfestar, sem hingað kynnu að leita, vflja tryggja, að þeir komist burt með fé sitt, telji þeir þörf á, ef þeir fjárfesta á íslandi. Með öðrum orðum, „þeir vilja ekki láta loka á eftir sér dyrun- um“. Þess vegna þarf flutningur fjármagns að vera frjáls. Skattfríðindi hafa héryfirleitt ver- ið í boði í praxís, tfl dæmis varðandi álverið. Nú hafa íslensk stjómvöld verið að laga skattahhðina, til dæm- is meö afnámi aðstöðugjalds og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja. Svona þættir gera fjárfestingu á ís- landi fýsilegri kost en áður. Við ættum að færa okkur upp á svona Usta. Allt þetta gæti þó gengið tfl baka, tfl dæmis með nýrri ríkisstjóm. Treyst á Rússana Dagfara brá heldur betur í brún þegar hann sá það í fyrirsögn í Mogga í gær haft eftír Davíð Odds- syni forsætisráðherra að „nýta beri styrkleika Rússa til að tryggja ör- yggi Evrópu allrar". Nú var Bleik bragðið. Þetta hlaut að vera ein- hver misskilningur eða prentvilla. En svo fór Dagfari að rýna betur í textann og sá að hér var rétt eftir haft. Davíð hefur áhyggjur af þeirri ískyggilegu þróun sem orðið hefur eftir lok kalda stríðsins vegna óvissunnar sem gætti um þróun öryggismála í álfunni. Og svo segir hann orðrétt: „Öryggi Mið- og Austur Evrópu eða ríkja Vestur-Evrópu verður þó ekki tryggt á kostnað rússneskra hagsmuna, heldur ber að nýta styrkleika Rússa 1 Evrópu miðri og austanverðri í þágu Evrópu allrar með því að styrkja gagnkvæm og marghliða samskipti mifli austurs og vesturhluta Evrópu." Þessi ummæli em viöhöfð á þingi Norðurlandaráðs, svo ekki hefur forsætisráðherra verið að tala af sér í hita leiksins á Alþingi eða flokksfundi. Þetta er ígrunduð stefna hins vitra og víðsýna stjóm- málamanns og má segja að Davíð hafi með þessum merku ummæl- um skipað sér sess meðal fremstu hugsuða Vesturlanda í alþjóðamál- vun. Það er rétt hjá Davíð að lok kalda stríðsins hafa skapað mikfl vanda- mál. Þetta eru óþolandi óvissu- tímar og mikfl eftirsjá í kalda stríð- inu sem myndaöi skörp og skýr skil á milli austurs og vesturs. Menn vissu upp á hár hver var hver og menn gengu að Rússunum vísum sem vondu körlunum sem Vesturlönd þurftu að varast. Rúss- arnir höfðu ennfremur læst önnur Austur-Evrópuríki á bak við jám- tjaldið og Vesturlandabúar þurftu ekki að hafa áhyggjur af þeim hluta álfunnar. Rússamir pössuðu upp á sitt. Þetta vora góðir tímar og öryggi Evrópu niðumjörvað. Eins og Dav- íð bendir á, em þessir góðu tímar Uðnir og óöryggið af því að hafa engan óvin á vísum stað og algjöra óvissu um hvað skuli varast hefur krafist algjörrar endurskoðunar á öryggismálum Evrópu. Nú hefur Daviö okkar Oddsson sett fram þá kenningu að öryggið verði best tryggt með því að nýta reynslu Rússa við að gæta áfram öryggis Austur-Evrópu. Sem felst þá í því að Rússar verði beðnir um að senda rússneska herinn aftur inn í austantjaldslöndin. Þeir hafa tfl þess styrkleika, reynslu og kunnáttu. Þetta er í rauninni Yalta sam- komulagið upp á nýtt. Churchill, Stalín og Roosevelt sömdu einmitt um sams konar skiptingu á Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldarinnar með þeim góða árangri aö kalda stríðið skapaði öryggi og festu í Evrópu. Losið sem fylgt hefur í kjölfar friðarins í Evrópu ógnar örygginu og þess vegna var kominn tími til að einn af leiðtogum Vestur- landa gerði tillögu um að koma Yalta samkomulaginu aftur á. Það er ekki dónalegt hlutskipti Davíðs okkar Oddssonar að feta í fótspor Roosevelts og Stahns, og við getum verið hreykin af forsætis- ráðherranum okkar, sem hefur fyrstur manna þoraö að benda á þá miklu reynslu sem Rússamir hafa í því að gæta öryggis austan- tjaldslandanna og hversu mikfl mistök það era að stofna til friðar í Evrópu með allri þeirri óvissu sem honum fylgir. Með þessum hætti er unnt að hafa náið samstarf viö Rússana, hvenær líkur em á því að ófriður bijótist út og raunar girða fyrir þaö að ófriður brjótist út. Tfl þess þarf að sjálfsögðu að efla herstöðvar bæði austan og vestan jámtjalds og þar með verður tryggt að Kan- inn verður hér áfram í landinu til að gæta {riðarins. Að öðrum kostí er aldrei að vita nema herskáar þjóðir á borö við Pólverja eða Belga eða Norðmenn eða Moldava efni tfl ófriðar og upp- lausnar án þess að nokkur fylgist með því. Þetta er óþolandi óvissa og þá er betra að fela Rússunum að fylgjast með sínu svæöi meðan Nató fylgist með sínu og alhr hlutir era á sínum stað og óvissan er úr sögunni. Þessari hugmynd Davíðs verður að fylgja vel eftir. Hún er bæði spjöll og framleg. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.