Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 32
17 OO 44 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Birgir Hermannsson. Hrokafull viðhorf „Vér einir vitum! er hiö hroka- fulla viöhorf talsmanna landbún- aöarkerfisins. Slíkt viðhorfhæföi einvaldskonungum en ekki upp- lýstu nútímafólki. Segir þaö ekki sína sögu að nær enginn hag- fræðingur - svo framarlega sem hann er ekki á spena hjá land- búnaðarkerfinu - fæst til aö verja þá stefnu sem rekin hefur veriö í landbúnaðarmálum síðustu Ummæli dagsins áratugi?“ segir Birgir Hermanns- son, aöstoöamaður umhverfis- ráöherra, í kjallara í DV í gær. Gekk fótbrotinn „Það var svo sem lítiö hægt aö gera við þessar aöstæður annaö en aö bjarga sér og koma fætinum í réttar skorður. Koma beinunum í þokkalega réttar stellingar og svo var bara lagt af staö í bílinn en þetta var sárt,“ segir Þorsteinn Scheving Thorsteinsson sem gekk í fimm tíma með slitnar sin- ar og fótbrotinn. Þess utan bætti hann við fimm tíma akstri til Reykjavíkur. Sagt var frá þessu í DV í gær og fylgdi með aö Þor- steinn er nú við góöa heilsu. Starfsmannafé- lag Hafnarfjarðar Fundur verður haldinn í Starfs- mannafélagi Hafnartjarðar í dag kl. 12.15. Farið veröur yfir stöð- una í samningamálum. Kvenféiagið Freyja Kvenfélagið Freyja verður með almennan fund að Digranesvegi 12 í kvöld ki. 20.30. Fundurinn ber yfirskriftina Konur og stjómmál. Fundir Fyrirlesari er Siv Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari. Fundurinn er öli- um opinn. JC-Reykjavík heldur félagsfund á Hótel ís- landi, Ráðstefnusal, 2. hæö, í kvöld kl. 20.00. Allir eru velkomn- ir. Sveinn Andri Sveinsson og Júlíus Sólnes munu ræða sam- einingu sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Borgarafundur i Garðabæ Bæjarstjóm Garðabæjar boðar til almenns borgarafundar um tillögu umdæmisnefndar um sameiningu Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Fundurinn verður í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 20.30. Framsögu hafa Bragi Guðbrands- son, Benedikt Sveinsson og Val- gerður Jónsdóttir. Gæðastjórnun í heif- brigöiskerfinu Læknafélag Reykjavíkur ásamt Læknafélagi íslands gengst fyrir almennum fundi um gæðastjóm- un í heilbrigðiskerfinu. Fundur- inn er að Hótel Loftleiðum og hefst kL 20.30. Snjókoma Búist er við stormi á suðvesturmið- um, Faxaflóamiðum, Breiðaíjarð- armiðum, suðausturmiðum, vestur- djúpi, suðausturdjúpi og suðvestur- djúpi. Sunnan og suðvestan 6 til 8 vind- stig og snjókoma eða él verða um sunnan- og vestanvert landið en heldur hægari norðaustan- og aust- anlands og sums staðar verður litils háttar snjókoma um tima í dag en annars léttskýjað. Hiti nálægt frost- marki. Á höfuðborgarsvæðinu veröa suð- vestan 6 til 8 vindstig, éljagangur og Veðrið í dag hiti við frostmark. Sólarlag í Reykjavík: 16.40 Sólarupprás á morgun: 9.46 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.11 Árdegisflóð á morgun: 4.41 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí skýjað 1 Egilsstaðir léttskýjað 2 Galtarviti snjóél -1 Keíla víkurflugvöllur skafrenn- . ingur 0 Kirkjubæjarklaustur skúr 2 Raufarhöfn léttskýjað 1 Reykjavík úrkoma -1 Vestmarmaeyjar úrkoma 2 Bergen rigning 8 Helsinki skýjað' -A Ósló súld 6 Stokkhólmur þokumóða 3 Þórshöfn heiðsklrt 4 Amsterdam skýjað 9 Barcelona léttskýjað 9 Berlín alskýjað 4 Chicago skýjað 2 Feneyjar þokumóða 8 Frankfurt súld 7 Glasgow þoka 1 Hamborg rigning 6 London léttskýjað 3 Madrid skýjað 9 Malaga hálfskýjað 12 Mallorca þoka 9 Montreal skýjað 3 New York heiðskírt 8 Nuuk snjókoma -8 Oríando skýjaö 13 París hálfskýjað 4 Valencia þokumóða 8 Vín skýjað 6 Winnipeg alskýjað -1 Bjöm Bjömsson: „Það var búið að gera slagorð sem mikil óánægja var með og enginn mundi. Ég sendi inn tillögu í sam- keppni og fékk að vita í beinni út- sendingu að ég heföi unnið," segir Bjöm Björnsson en slagorö hans Maður dagsins „Lekar for livet“ verður slagorð vetrarólympíuleikanna í Lille- hammer. Bjöm er búsettur í Noregi og hef- ur unniö þar viö húsamálun, verið blaðamaöur í lausamennsku, átt íþróttavöruverslanir og bygginga- fyrirtæki. Fyrst flutti hann til Nor- egs árið 1977 og vann þá á olíubor- pöllum í Norðursjó. Þá fór hann í nám í fyrirtækiastjómun í skóla í Lillehammer. Eftir það vann hann xun tíma sem smiöur í New York. Hann fluttist aftur til Noregs í febrúar á þessu ári og vinnur að markaðsmálum og er meðal annars að koma norskum hljómsveitum, sem hann er umboðsmaður fyrir, á framfæri í Englandi. Hann segist vera með annan fótinn i London og kemur til með að vera þar oftar og lengur því þar býr kærasta hans en hún er frá Hong Kong. Björn hefur gert nokkur lög þó hann sé ekki tónlistarmenntaður og kunni aðeins vinnukonugripin. Má þar nefna lagið Karen, Karen sem hann samdi við texta Jóhanns Helgasonar en þeír hafa unnið tölu- vert saman. „Við Jóhann sendum inn lag í samkeppni um ólyraplusönginn og ég frétti síðar að við hefðum verið mjög nálægt því að sigra. Mér finnst nú svolítið skemmtilegt að við íslendingár faum ritverðlaun þessara leika því viö erum jú þekktastir á þeim vettvangi.“ Björn segir að slagorðið „Lekar for livet“ gefi mikla möguleika þó það sé í sjálfu sér einfalt. Nú er farið að nota þaö í áróðri til fólks um aö hætta að reykja um leið og ólympíuleikarnir fara fram. „Slagorðið markaðssetur sig sjálft vegna þess að það hefur margvíslega túlkunarmöguleika. Norðmenn leggja til dæmis mikla áherslu á að ná til bama og þau ná þessari hugsun vel.“ Björn á tvo syni með fyrrum eig- inkonu, Andreu Gísladóttur, Björa Birnd, 10 ára, og Þorgrím, 6 ára. í Færeyjum á hann 17 ára gamla dóttur sem heiti Liv Thorgarð en nafn hennar er að hluta til í nýja slagorðinu. Auk þess telur hann tvíburadætur Andreu, Súsönnu og Jenny Ámadætur, 17 ára, með sín- um börnum. -JJ Landsleikur í handbolta milli íslands og Búlgaríu veröur í Höll- inni kl. 20.30 í kvöld. Leikurinn er hður í Evrópukeppni lands- Iþróttir liða. Þrír leikir verða i Visa-deiidinni í körfubolta og hefjast þeir allir kl. 20.00. í Borgaraesi keppa Skailagrimur og Njarðvík, í Keflavík keppa heimamenn við Tindastól og í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi verður leikur KR og Ákraness. Skák Þessi staöa kom upp á alþjóðamóti Hellis á dögunum í skák Guðmundur Gíslason- ar, sem hafði svart og átti leik, og Þrastar Þórhallssonar. Guðmundur var ekki lengi að sjá vinningsleikinn sem byggist á gamalkunnu stefi: 1 £ w i i í m á w £ AA £ ■ S á & A B C D E F & G H 36. - Dxg2 + ! og Þröstur gaf. Ef 37. Hxd2 Hdl + 38. Rfl Hxfl og mát, þvi að hrókur- inn á g2 er leppur. Jón L. Arnason Bridge Danmörk spilaði gegn Bandaríkjunum í 8 hða úrshtum á HM í bridge í sumar í 64 spila útsláttarleik. Sveit Bandaríkj- anna var feikisterk en spilandi fyrirhði sveitarinnar var vellríkur Bandaríkja- maður, Clifford Russel sem var reyndar ekki jafn fUnkur að meðhöndla spilin og peningana. Aðrir spUarar í sveitinni voru Larry Cohen, David Berkowitz, Schmuel Lev, Marty Bergen og Eric RodweU. Bandaríkjamenn eru nokkuð gjamir á að leyfa ríkisbubbum að vera með í sterk- ustu sveitunum vegna þess að þeim eru boðnar stórar fúlgur fyrir greiðann. RusseU bauö Uðsmönnum sínum í sveit- inni 10 þúsimd daU hverjum og einum fyrir sipxr í leiknum gegn Dönum. Russ- eU þótti veikja mjög sveitina, en hann var inn á í fyrstu tveimur hálfleikjunum. í þessu spili í hálfleiknum græddu Danim- ir 12 impa á því að fara í laufslemmu sem RusseU og Lev slepptu á hinu borðinu, mest vegna skorts á góðri sagntækni þjá Russel. Sagnir gengu þannig hjá Dönun- um, vestur gjafari og allir á hættu: * K74 V 964 ♦ K10 + ÁK1095 ♦ D10832 V Á52 ♦ G762 + 8 N V A S ♦ G965 V G1083 ♦ 854 + D7 ♦ Á • KD7 ♦ ÁD93 * G6432 Vestur Norður Austur Suður Pass 1+ Pass 2+ Pass 2 G Pass 3+ Pass 3* Pass 3* Pass p/h 3 G Pass 6+ Danir sögðu sig á auðveldan máta upp í Greiðslumark Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. slemmuna en samningurinn var 3 grönd á hinu borðinu. RusseU var einnig inn á í næsta hálfleik og þá höfðu Danir 76-33 forystu. En þá fór RusseU út af og Danim- ir töpuðu smám saman niður forystunni og naumlega leiknum í lokin. ísak Örn Sigurósson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.