Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993
Fréttir
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra, um kvótafrumvarpiö:
Sjáum hvað gerist
í þingf lokkunum
„Þaö verður bara að koma í ljós.
Niðurstaða Tvíhöfðanefndarinnar
var í öllum aðalatriðum sú að núver-
andi lög um stjómun fiskveiða ættu
að gilda áfram. Þó voru lagðar fram
hugmyndir lun lagfæringar í nokkr-
um atriðum. Frumvörpin eru byggð
á því. Það hefur hins vegar ekki stað-
ið til að falla frá lögunum að öðru
leyti eða breyta þeim í grundvallar-
atriöum," sagði Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra er hann var
inntur eftir því hvort hann teldi ein-
hverja von til að koma frumvörpun-
um um krókabátana og þróunarsjóð-
inn í gegnum þingflokka stjómar-
flokkanna án stórfelldra breytinga.
Hann var þá spurður hvort hugs-
anlega yrði hætt við að leggja breyt-
ingarfrumvörpin fram ef ekki næðist
samkomulag í þingflokkunum:
„Það er of snemmt að segja til um
það. Við erum enn að ræða málið í
þingflokkum stjórnarflokkanna og
við verðum bara að bíða og sjá hvað
gerist þar. Það verða auðvitað engar
breytingar gerðar nema að vilji sé til
þess,“ sagði Þorsteinn.
Hann benti á að núgildandi lög um
stjórnun fiskveiða giltu áfram því
þau heföu ekki neitt sólarlagsá-
kvæði. „Þau frumvörp sem ég hef
lagt fram, um krókabátana og þróun-
arsjóðinn, em aðeins smábreytingar
á örfáum þáttum laganna," sagði
sjávarútvegsráðherra. -S.dór
Miklar skemmdir
unnar á varnarliðsbfl
Skorið var á öll dekk á bíl I eigu
varnarliðsmanns á bílastæðinu á
milli Fishersunds og Vesturgötu um
helgina. Þá var útvarpi einnig stolið
úr bílnum. DV-mynd Sveinn
Skemmdir vom unnar á bfi í eigu
vamarliðsmanns þar sem hann stóð
á gamla Edinborgarplaninu milli
Fishersunds og Vesturgötu um helg-
ina. Skoriö var á öll dekk á bílnum
og brotist inn í hann og útvarpinu
stolið. Sparkað var í bíl í eigu annars
vamarliðsmanns um helgina í Kefla-
vík en litiar skemmdir hlutust af.
Að sögn Johns Hill, rannsóknar-
lögreglumanns í Keflavík, var tals-
vert um það áður fyrr að skemmdir
væru unnar á bílum vamarhðs-
manna en stórlega hefði dregið úr
því á seinni árum þannig að í dag
væri það ekki algengara en þegar
skemmdir væm unnar á bílum í eigu
íslendinga. -pp
KOPAVOGSBUAR
ArtwrL. Paímn
í ANNAÐ SÆTIÐ í prófkjöri sjálfstæðismanna
í Kópavogi laugardaginn 13. nóv. frá kl 10-22
STUÐNINGSMENN
Suzuki Vitara
Góður kostur fyrir veturinn
Suzuki Vitara er einstaklega lipur og spameytinn jeppi, byggður á grind og búinn
frábærri fjöðrun
Vitara er með vandaðri innréttingu, vökvastýri, rafdrifnum rúðuvindum og samlæs-
ingum auk fjölda annarra kosta. Hann fæst 5 gíra, beinskiptur eða með
sjálfskiptingu
$ SUZUKI Verð, 3 dyra, kr. 1.785.000.
Verð, 5 dyra, kr. 2.180.000.
SUZUKIBÍLAR HF. Komið og reynsluakið
SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100 * Bíllinn á myndinni er með aukabúnaði sem ekki er inni-
falinn í verði.
NordFrost
Besla *
vetrardekkið!
* Niðurstaða úr yfirgripsmestu prófun á vetrardekkjum
sem gerö hefur verið (NIVIS WINTERTEST 92, Finnland).
STÆRÐIR: VERÐ m/vsk 185/70 R14 6.265,- 195/70 R14 6.855,- 175/65 R14 5.800,- 185/65 R14 6.295,-
145 R12 3.965,- 155 R12 4.305,- 155 R13 4.595,- 165 R13 4.980,- 155/70 R13 4.275,- 165/70 R13 4.850,- 175/70 R13 5.170,-
195/70 R15 8.180,- 185/65 R15 6.735,- 195/65 R15 7.475,-
185 R14 6.920,- 175/70 R14 5.390,- 185 R14/8pr 8.705,- 195 R14/8pr 9.095,-
DEKKJAHUSIÐ
Skeifunni 11, símar 688033 og 687330
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT!