Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Afmæli Lúðvík Júlíus Jónsson Lúðvík Júlíus Jónsson, eigandi Höfðaleigunnar, til heimilis að Hraunbraut 37, Kópavogi, er fertug- urídag. Starfsferill Lúðvík fæddist í Reykjavik en ólst upp í Kópavogi. Að loknu gagn- fræðaprófi stundaði hann hafnar- verkavinnu, var til sjós um skeið og starfaði síðan við ýmis verktaka- fyrirtæki. Lúðvík festi kaup á sendi- ferðabíl 1980 og stundaði akstur næstu tíu árin. Þá keypti hann áhaldaleiguna Höfðaleiguna sem hann hefur starfrækt síðan. Lúðvík hefur verið liðstjóri 6. og 7. flokks knattspymudeildar KR frá 1991 og er jafnframt umsjónarmað- ur flokkanna. Þá situr hann í ungl- ingaráði KR. Fjölskylda Eiginkona Lúðvíks var Sigrún Kristín Guðmundsdóttir, f. 21.7. 1957, fóstra, en þau slitum samvist- um. Hún er dóttir Guðmundar Kristinssonar skipstjóra og Ingu Sigurjónsdóttur húsmóður. Synir Lúðvíks og Sigrúnar eru Guðmundur Brynjar, f. 22.12.1974, verslunarmaður í Reykjavík, og Magnús Már, f. 30.5.1981. Systkini Lúðvíks: Erla Lóa, f. 29.6. 1952, sjúkrahði í Reykjavík, ekkja eftir Magnús Indriðason kaupmann og eru börn hennar þrjú; Finnborg Laufey, f. 25.12.1954, snyrtitæknir í Garðabæ, gift Eysteini Haraldssyni verkfræðingi og eru böm þeirra íjögur; Jónlngi, f. 22.8.1961, mat- reiðslumaður og sölustjóri Kjörís í Hveragerði, kvæntur Astbjörgu Þ. Erlendsdóttur húsmóöur og em synir þeirra þrír; Halldór Pálmar, f. 19.1.1968, kjötiðnaðarmaður í Kópavogi, í sambúð með Þóra Möll- er fóstra og á hann eina dóttur; Sig- rún Stefanía, f. 22.7.1969, hár- greiðslukona og tækniteiknari í Kópavogi, gift Oddgeiri Sveinssyni, rafvirkja og slökkviliðsmanni, og eigaþaueinnson. Foreldrar Lúðvíks era Jón Ingi Júlíusson, f. 24.12.1932, kjötiðnaðar- maður í Kópavogi, og kona hans, Pálhildur S. Guðmundsdóttir, f. 30.5. 1935, húsmóðir. Ætt Jón Ingi er sonur Júlíusar Ágústs, verslunarmanns í Elhngsen, Helga- sonar, katlahreinsara í Reykjavík, Guðmundssonar, útvegsb. á Brekku á Vatnsleysuströnd, Jónssonar, á Brekku, bróður Magnúsar Waage, ættföður Waage-ættarinnar. Móðir Júhusar var Kristín Guðmunds- dóttir, b. í Skeljabrekku, bróður - Kristínar, ömmu Ara Gíslasonar ættfræðings. Guðmundur var sonur Runólfs, hreppsfjóra í Skelja- brekku, Jónssonar. Móðir Jóns Inga var Laufey Jóns- dóttir, b. í Vöðlakoti í Gaulverjabæj- arhreppi, bróður Þórunnar, móður Stefáns, fyrrv. framkvæmdastjóra Hreyfils, foður Ásmundar, fram- kvæmdastjóra Islandsbanka. Jón var sonur Einars, b. í Óskoti í Mos- fehssveit, Einarssonar, og Þóru Pálsdóttur. Móðir Laufeyjar var Ingibjörg Árnadóttir, b. í Vöðlakoti, bróður Símonar í Götu, afa Hahdórs ríkisendurskoðanda og Jakobs, fyrrv. forstöðumanns tölvudeildar Flugleiða, Sigurðssona. Þá var Sím- on langafi Sigurðar Símonarsonar, sveitarstjóra á Eghsstöðum, og Brodda og Kristínar Berglindar Kristjánsbarna, sem bæði era marg- faldir íslandsmeistarar í badmin- ton. Systir Árna var Ragnheiður, amma ívars Jónssonar, skrifstofu- stjóra Þjóðleikhússins. Árni var sonur Símonar, b. í Hallstúni, Eyj- ólfssonar. Móðir Símonar var Þor- gerður Símonardóttir, systir Magn- úsar, langafa Einars Bjarnasonar, prófessors og ríkisendurskoðanda. Pálhildur er dóttir Guðmundar, verslunarmanns í Reykjavík, Páls- sonar, tómthúsmanns í Halakoti á Álftanesi, Stefánssonar, frá Króki, Lúðvik Júlíus Jónsson Ásgrímssortar, b. í Króki, Stefáns- sonar. Móðir Stefáns var Sigríður Hansdóttir frá Oddgeirshólum. Móðir Páls var Þjóðbjörg Pálsdóttir. Móðir Guðmundar var Olöf Jóns- dóttir Eiríkssonar og Ragnhildar Jónsdóttur. Móðir Pálhildar var Finnborg Finnbogadóttir, b. í Leyningi í Siglu- firði, Hafhðasonar Fljótaskálds Finnbogasonar. Móðir Finnborgar var Jóhanna Magnúsdóttir. Lúðvík tekur á móti gestum að Hraunbraut 37 Iaugardaginn 13.11. frákl. 17.00-19.00. Þórarinn E. Sveinsson Þórarinn E. Sveinsson, yfirlæknir á krabbameinslækningadehd Land- spítalans, Hvassaleiti 38, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þórarinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MR1963, lauk kandídatsprófi frá læknadehd HÍ í ársbyrjun 1970 og stundaði framhaldsnám í krabba- meinslækningum við Finsenstofn- un í Kaupmannahöfn. Þórarinn var aðstoðaryfirlæknir við krabbameinslækningadeild sjúkrahússins í Herlev 1971-77, hóf þá störf sem sérfræðingur í krabba- meinslækningum við Landspítal- ann og er yfirlæknir við krabba- meinslækningadehd Landspítalans frá stofnun deildarinnar 1984. Þórarinn sat í stjóm stúdentaráðs og í stjóm Stúdentafélagsins á veg- um Vöku, er varaformaður Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og á sæti í fræðslunefnd félagsins, situr í stjóm læknaráðs Landspítalans, í launanefnd sjúkrahússlækna og var áður formaður nefndarinnar, í sóknarnefnd Grensássóknar, for- maður félags sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi og sat í stjórn hand- knattleiksdehdar Fram. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 26.9.1963 Hhdi Bernhöft, f. 15.7.1944, fulltrúa við Danska sendiráðið. Hún er dóttir Sverris Bernhöft stórkaupmanns, og Geirþrúðar Hhdar Bemhöft elh- málafulltrúa. Böm Þórarins og Hhdar eru Hild- ur Edda Þórarinsdóttir, f. 18.1-2.1963, dýralæknir á Blönduósi, gift Guð- mundi S. Péturssyni véltæknifræð- ingi og eiga þau tvö börn; Ragnheið- ur Inga Þórarinsdóttir, f. 17.10.1968, efnaverkfræðingur, gift Ólafi Pétri Pálssyni vélaverkfræðingi og eiga þau eitt barn; Brynja Kristín Þórar- insdóttir, f. 10.11.1973, læknanemi viðHÍ. Bróðir Þórarins er Svanlaugur H. Sveinsson, f. 25.1.1947, bygginga- tæknifræðingur, kvæntur Freyju Guðlaugsdóttur og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Þórarins: Sveinn Hall- grímsson, f. 24.9.1897, d. 16.11.1982, verkstjóri í Kassagerð Reykjavíkur, og Ragnheiður Svanlaugsdóttir, f. 15.5.1907, hjúkranarfræðingur. Ætt Sveinn var sonur Hallgríms, b. á Felli í Mýrdal, bróður Jóns, smiðs í Höfðabrekku, afa Erlends Einars- sonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Hah- grímur var sonur Brynjólfs, b. á Litlu-Heiði í Mýrdal, Guðmunds- sonar, b. í Neðri-Götum, Guðmunds- sonar. Móðir Brynjólfs var Guðrún, systir Helgu, ömmu Þorsteins Erl- ingssonar skálds. Guðrún var dóttir Hallgríms, b. á Neðri-Völlum í Gaul- verjabæ, Brynjólfssonar, Hah- grímssonar. Móðir Guðrúnar var Guðríður, systir Sæmundar, fóður Tómasar Fjölnismanns, afa Jóns Helgasonar biskups og Tómasar héraðslæknis, foður Helga yfir- læknis, fóður Tómasar yfirlæknis. Guðríður var dóttir Ögmundar, prests á Krossi í Landeyjum, Högna- sonar, prestafóður á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Þórarinn E. Sveinsson. Móðir Sveins var Sigurveig Sveinsdóttir, b. á Miðeyjarhólma í Landeyjum, Jónssonar, og Guðleif- arErlendsdóttur. Ragnheiður er dóttir Svanlaugs, b. á Bægisá og Varmavatnshólum í Öxnadal og verkstjóra á Akureyri, Jónassonar, b. á Varmavatnshólum, Jónssonar. Móðir Svanlaugs var Sigurlaug Svanlaugsdóttir af Hólmavaðsætt. Móðir Ragnheiðar var Rósa, systir ^ Kristjönu, langömmu Lindu Péturs- dóttur alheimsfegurðardrottingar. Rósa var dóttir Þorsteins, b. í Engi- mýri í Öxnadal, Jónassonar, b. í Engimýri, Magnússonar, bróður Kristjáns, föður Magnúsar fjár- málaráðherra. Móðir Rósu var Ragnheiður Friðrika Jónsdóttir. Þórarinn tekur á móti gestum í Akogessalnum, Sigtúni 3, á afmælis- daginn milh kl. 17.00 og 19.00. Mangor Harry Mikkelsen, Smáratúni 10, Selfossi. Jon Ofeigsson, Hafiiarnesi 1, Höfn í Hornafu-ði. SkipholtiSOafrákl. 19-22. Ásgeir Sigurðsson, Engjavegi 30, Selfossi. Hann er aö heiman. Hanna Ingvarsdóttir, Mávahlíð 28, Reykjavík. Margrét J. Þorsteinsdóttir, Brekkutanga 22, Mosfellsbæ. Þórarinn Ingimundarson, Hverafold 124, Reykjavík. Jóhanna Lárusdóttir, ara Hlíðarenda, Akureyri. Haukar Bl. Gislason, Víðivangi 5, IMnarfirði. Jóhanna Þorkelsdóttir, Skarðshhð38c, Akureyri. Þorkell Elías Kristinsson, Jörfabakka 6, Reykjavík. Eiginkona hanserSvava Ólafsdóttir. Þautakaámóti gestumáaf- mælisdaginn í Sóknarsalnum 1 KristinnG. Guðmunds- sori, Hátúni 12, Reykjavík. Hanntekurá mótigestumá afmæhsdaginn í stórasalnum (yfir Hjálpartækjabankanum) í Hátúni 12. Þorsteinn Barðason, Blönduhh'ð 17, Reykjavlk. Þorbjörn Stefánsson, Goðatúni 17, Garöabæ. Bjarni Ómar Guðmundsson, Æsufelh 4, Reykjavík. Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Bræðratungu 6, Kópavogi. Aðalgeir M. Jónasson, Stóru-Laugum, Reykdælahreppi. Þuríður Jónsdóttir Gertrud Einarsson Þuríöur Jónsdóttir húsmóðir, Tunguhaga, Vallahreppi í Suður- Múlasýslu, er áttræð í dag. Fjölskylda Þuríður er fædd að Sauðhaga í Vahahreppi. Hún hefur verið búsett að Tunguhaga frá 1922. Þuríður giftist 16.8.1936 Sigþóri Bjamasyni, f. 16.12.1911, vörabif- reiðarstjóra, vélaverkstæðismanni og bónda í Tunguhaga. Foreldrar hans: Bjami Eiríksson, f. 29.10.1877, d. 29.4.1956, bóndi í Gíslastaðagerði í Vahahreppi, og kona hans, Jónína Sigurbjömsdóttir, f. 19.10.1881, d, 19.7.1960. Böm Þuríðar og Sigþórs: Sigríöur Jóna (Nanna), f. 6.10.1936, d. 7.6. 1991, húsmóðir á Egilsstöðum, síðar sjúkrahði á Landakotsspítalanum í Reykjavík, hennar maður var Hah- dór Ármannsson frá Akranesi, þau skildu, þau eignuðust sjö börn; Sig- urður Amar, f. 24.10.1939, hann er með vélaverkstæði í Tunguhaga. Systkini Þuríðar: Magnús, f. 27.11. 1908, fyrrv. bóndi á Jaðri í Valla- hreppi en nú búsettur á Egilsstöð- um, hans kona var Björg Jónsdóttir, látin, þau eignuðust tvo syni, Björg átti tvær dætur í fyrra hjónabandi; Guðrún Katrín, f. 21.11.1910, d. 6.1. 1956, húsmóðir á Seyðisfirði, hennar maður var Gunnþór Bjömsson, þau eignuðust þrjú böm; Benedikt Sig- urjón, f. 14.4.1921, hann var lengi starfsmaður í Kolaportinu í Reykja- vík, hans kona er Bergþóra Stefáns- dóttir, þau eiga tvö böm, Bergþóra á einn son; Sigríður Herborg, látin, húsmóðir á Seyðisfirði, hennar maður var Sigmundur Guðnason, látinn, þau eignuðust fimm böm. Þuríður Jónsdóttir. Foreldrar Þuríðar voru Jón Sig- valdason, f. 1.10.1875, d. 5.7.1937, bóndi og trésmiður að Tunguhaga, og Jónbjörg Jónsdóttir, f. 26.10.1883, d. 4.8.1958, húsfreyja. Gertrud Einarsson húsmóðir, Kleppsvegi 120, Reykjavík, er sjötug ídag. Fjölskylda Gertrud er fædd í Þýskalandi þar sem hún gekk í barna- og unghnga- skóla. Hún hefur verið búsett hér- lendis síðan 1949. Fyrsta árið var Gertrad við landbúnaðarstörf á Silf- rastöðum í Skagafirði en 1950 flutt- ist hún til Reykjavíkur þar sem hún vann lengst af í fiskvinnsluhúsinu áKirkjusandi. Gertrud giftist 22.1.1950 Bimi Ein- arssyni, f. 28.12.1928, vélamanni hjá Vegagerðríkisins. Bróðir Gertrad er Georg Franson, garðyrkjumaður að Laugarási, en þau systkinin komu samtímis til ís- Gertrud Einarsson lands. Gertrad tekur á móti gestum á heimili sínu fóstudagskvöldið 12. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.