Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 13 DV kannar matvöruverð á Akureyri: Heildarpakkinn reyndist vera ódýrastur í Bónusi - sáralítill verðmunur á 11 tegundum af 14 en Bónus var með lægra verð á kjötvörum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Samkvæmt verökönnun sem DV gerði í fjórum stærstu matvöruversl- unum á Akureyri sl. þriöjudag reyndist heildarverð á 14 vöruflokk- um vera lægst í Bónusi. Af þessum 14 vöruflokkum reyndust 6 vera ódýrastir í KEA-Nettó, 3 í Bónusi, 3 í Hagkaupi en enginn í KEA Hrísa- lundi. Bónus og KEA-Nettó eru stórmark- aðir bæjarins og því eðlilegt að horfa á þær tvær verslanir sér en Hagkaup og KEA Hrísalundi eru samhærileg- ar verslanir. Heildarverð á 14 vöruflokkum var 3.247 kr. í Bónusi en 3.536 kr. í KEA- Nettó. Ef vöruverð þessara 14 vöru- flokka er borið saman í þessum tveimur verslunum voru 6 ódýrastir í Bónusi, 6 í KEA-Nettó en verðið var í tveimur tilfellum jafnt. Það vekur athygli að af þessum 14 vöruflokkum var verðið jafnt eða 1-2 kr. munur á alls 11 tegundum. Nær allur verð- munurinn, sem er Bónusi í vil, liggur því í þremur vöruflokkum, svína- kótilettum þar sem munurinn var umtalsverður eða tæplega 25% og einnig í kjötfarsi og skólaosti þar sem munurinn var 8% og rúm 5%. Ef htið er á einstakar vörutegundir í Hagkaupi og KEA Hrísalundi var mestur verðmunur á rauðum eplum. Þar var hann rúmlega þrefaldur, eða 245%. SárahtiU munur var á hehdar- verði verslananna eða rúmlega 0,2%. Það var 3.873 kr. í Hagkaupi en 3.882 kr. í Hrísalundi. Þetta kemur mjög á óvart því lengstum í slíkum könnun- um á Akureyri hefur Hagkaup verið með svipað eða aðeins lægra verð en KEA-Nettó en mun lægra verð en KEA Hrisalundi. Af 14 vöruflokkum voru 5 ódýrari í Hrísalundi, 4 voru á sama verði og 5 ódýrari í Hagkaupi. Akureyringar horfa nú upp á verð- stríð á matvörumarkaði sem þeir hafa ekki orðið vitni að áður og það er tilkoma Bónuss í bæinn sem þvi veldur. Það virðist ljóst að Hagkaup ætlar ekki að blanda sér í þennan slag en forsvarsmenn Bónuss og KEA-Nettó eru með stórar yfirlýs- ingar um að þeir æth að verða lægst- ir hvað sem hver segir. Gylfi/ingo Mikið verðstríð ríkir nú á Akureyri svo Akureyringar muna varla annað eins. Ástæðan er tilkoma Bónusverslunarinnar í bæinn. Neytendur sparnaöarráð og heilræði sem Okkur bárust f Sparileik Skoda; og DV. Verið er að vinna úr úr- lausnum en vinningshafinn hlýt- ur nýjan Skoda í verðlaun. Gjafakort Ein þeirra sem sendi inn ráð sagðist alltaf taka umsiagið utan af afmæliskortura sem hún kaup- ir og skrifa nafnið í þess stað inn- an i kortið. Þá geti hún sparað sér að kaupa umslög þegar hún skrifar bréf. Eimúg sagöist hún alltaf taka pappír varlega utan af gjöfum sem hún fær og nota hann aftur. Annar sendi okkur eftirfaranch heilræði: 1. Minnumst þess að margt smátt gerir eitt stórt þegar tínt er í innkaupakörfuna. Nauð- synjar ganga fy rir en annaö bíður þar til fjárráð leyfa. 2. Látum fiárráð og skynsemi ráða við allar stærri fiárhagsleg- ar ákvaröanir og þegar við mörk- um okkur lifsstíl. Sá samí ráölagði fólki að hafa í huga: að heimilið er samastaður Qölskyldunnar en ekki sýningar- salur; að bhl er nauðsynlegur en ekki sá dýrasti; aö frhnu má eyða hér heima; að lífið er ekki tisku- sýning; að við veröum að lifa eft- ir okkar efhum en ekki nágrann- ans. Ráð frá karlmanni: Ef fólk læt- ur skuldfæra afborganir og vexti af bankalánum og greiðslukorta- skuldum sparar þaö t.d. 185 kr. á hvert bankalán í Ixindsbankan- um og 75 kr. á Visa-skuldina. Safnast þegar sáman kemur. Agi Sami karlmaður sagði að spara mætti fjármagnskostnað með þvi að spara alltaf fyrir hlutunum og staðgreiöa en th þess þyrfti aga. Einnig væri sniðugt þegar lán greiðast upp að halda áfram að greiða sjálfum sér svipaða upp- hæð inn á reikning og spara þannig, annars væri hætta á að eyðslan myndi aukast. -ingo kaupauki -sparaðu með kjaraseðlum Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar og veitir rúmlega 30% afslátt. Gildir til: 20. nóvember 1993 eða meðan birgðir endast. I Rúmlega 30% afsláttur Rexy ökklaskúr | Úr leðri teg. 5647 Verð án kjaraseðils kr. 5.890,- Verð með kjaraseðli ■ kr. 3.990,- Rexy leðurskór teg. 6699 Verð án kjaraseðils kr. 4.990,- Verð með kjaraseðli kr. 3.490,- Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. skórinn - Glæsibæ • Sími 812966 / i_ i Gildirtil: r 1! 15. desember 1993 eða meðan birgðir endast. útiljós með vakandi auga. Verð frá 5.200 kr. 10% afsláttur af öðrum vörum. f ° 0 barna-, dömu- og herra- stígvél. Verð frá kr. 840 - Skeifunni 11d, sími 686466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.