Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Menning : Þótt mán- uðirséuliðnir frá því að sólóplata Bjarkar Guð- mundsdótíur, Debut.komút er Björk enn í miklu uppáhaldi hiá tima- ritum og í desemberblaði VOX, sem er eitt stærsta timariöð sem rjallar um töntist í Bretlandi, er hún í löngu og ítarlegu forsíðu-; viötali þar sem hún lýsir ófeimin semfyrráliösínuátbnlisthútim- ans, samferðamönnum og ekki sist sjálfri sér. i viðtahnu kemur fram að útgefandi henhar, Derek Birkett, telur að Debut muni ná að seljast í einni mUhón eintaka sem er sama upplag og fyrsia plata Sugarcubes seidist t Hann segir einnig að það sé taia sem hanh hafi alls ekM gert sér vonir um í upphafi. Sjörítstýra itiargbrotnuheftí Úterkomiðnýtthefti af Bjartur og fru EmiMa, I þessu hefti er ekki eíns og áður eitthvert visst þema heldur hafa sjö listamenn fengið það verkefni að ritstýra rimaritinu og fengiö frjálsar hendur og kallast afurðin Marg- brotið hefti, Sumir ritstjóranna ákváðu að verja ritstjórnarhluta sinum undir eigið efni en aðrír fengu utanaðkomandi hiálp. Rit- :srjórarnlr sjö eruÁsta Oiafsdott- ir, Bragi Ólafsson, Gretar Reynis- spn, Guðbergur Bergsson, Kristín Ömarsdóttir, Magnús Þór Þor- bergsson og Þórunh Valdimars- dóttir. Alþíngískantatan fluttífjórðasinn > í tílefni ala^irmhuiihgar Páls ísólfssonar verða haldnirtórtleik- ar í Langhoitskirkju í kvöld. Á tónleikunum koma fram Sinfon- íuhljómsveit íslands ásamt Karlakórnum Fóstbræður og Kór islensku óperunnar. Aðeins tvö verk verða fiutr, Hátíðarforleikur sem saminn var i tilefni opnunar Þjóðleikhússins og AJþingiskant- atan sem er eitt mesta stórvirki í islenskri tónlistarsðgu. Alþing- iskantatan hefur aðeins verið flutt þrisvar áður í heild sinni Fyrst áÞingvöBum 17. juni 1930, þá á fimmtugsafmæli Páls 1943 og síðast yar hún flutt 1968 á sjö: tíu og Smm ára afrnæli hans. Stjórnandi á tónleikunumí kvöld verður Garðar Cortes. Nonniog Nonnahús GylfiKristjáiBson.DV.AkureyrL- Jón Sveinsson er einhver dáð- ásti barhabókahöfundur sem ís- lendingar hafa eignast og nær frægð hans langt út fyrir land- steinana. í bókum sinum skrifaði hann um barnæsku sina. Hafa allir krakkar einhvern túna iesið sögur um Nonna og: Manna. í nýútkominni bók, sem ber heitið Nonni og Nonnahús, er meðai annars velt upp spurningum eins og: Hver var Nonni, hvar bjó hann og hvert fórhann sem fuil- orðinn maður? í bókinni er þess- um spurningum svarað og iífs- hlaupi Nonna er fylgt frá vöggu ttl grafar. Fjölmargar ljósroyndir eru í bóMnni sem sýna Nonna í leik og starfi, fyrst sem 13 ára ungMng en síöast sem runum rist- an öldung að búa sig undir flótia undan ofurvaldi Hítiers og nas- Ismans. í bókinni eru fjölmargar myndir sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Það er bókaútgáfan Hiidur sem gefur bókina út. Tuttugu þúsund hafa séð Rodin-sýninguna á Kjarvalsstöðum: Biðröð út úr dyrum á annarri sýningarhelgi Leikhópurinn í Skilaboðaskjóðunni ásamt tónskáldinu og hljómsveitar- stjóranum Jóhanni G. Jóhannssyni. Skila boða> „Þetta er búið að vera alveg frá- bært," sagði Gunnar Kvaran, for- stöðumaður Kjarvalsstaða, þegar hann var inntur eftir hvaða. viðtökur sýningin á verkum Rodins, sem nú prýðir staðinn, hefði fengið: „Með skólanemum, sem hafa komið í hóp- um, hafa um það bil tuttugu þúsund manns séð sýninguna. Og það er í fyrsta skipti í sögu Kjarvalsstaða að á sunnudegi, rúmri viku eftir að sýn- ing er opnuð, skuh vera biöröð út úr dyrum. Þetta hefur gerst einstaka opnunardag en aldrei áðirr þegar hð- ið er á sýningartímann." Það er greinilegt af framangreindu að íslendingar kunna vel að meta franska myndhöggvarann Auguste Rodin sem verður að teljast meðal fremstu myndhöggvara sem uppi hafa verið en á sýningunni eru sextíu og tvær höggmyndir og tuttugu og skjóðan á svið Næsta verkefni Þjóðleikhússins, sem fer á svið, er barnaleikritið Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þor- steinsson sem gert er eftir sam- nefndri sögu höfundar sem kom út fyrir nokkrum árum og fékk Þor- valdur viðurkenningu Alþjóða barnabókaráðsins, IBBY-samtak- anna á íslandi, fyrir. Nú standa yfir æhngar á verkinu og hefur Jóhann G. Jóhannsson samið tónlist og lög við leikritið. Skilaboðaskjóðan er leikrit fyrir alla fjölskylduna. Gerist það í ævin- týraskóginum þar sem Maddam- amma saumakona býr með Putta syni sínum. Dreitill skógardvergur, Snigill njósnadvergur, Skemill upp- finningadvergur, Láthdvergur og Stóridvergur safna hði þegar Putta litla er rænt af NátttröUinu. Rauð- hetta, Mjallhvít, Hans og Gréta og ýmsar fleiri þekktar ævintýraper- sónur koma við sögu þegar farið er að reyna að bjarga Putta úr prísund- unni. Milh fimmtán og tuttugu leikarar og hljóðfæraleikarar taka þátt í sýn- ingunni og auk þess nokkrir nem- endur úr Listdansskóla íslands. Af leiicurum í sýningunni má nefna Margréti K. Pétursdóttur, Hörpu Árnardóttur, Margréti Guðmunds-. dóttur, Stefán Jónsson, Randver Þor- láksson og Felix Bergsson. Leiksrjóri j er Kolbrún Halldórsdóttir. Frumsýn- ing á leikritinu verður í lok mánað- arins. Listaverkin á Rodin-sýningunni eru geysiverðmæt og er ströng gæsla um þau allan sólarhringinn. DV-mynd BG þrjár ljósmyndir. Er þetta í fyrsta skipti á Norðurlöndum sem verk úr Rodinsafninu eru sýnd. Á meðal verkanna eru mörg heimsþekkt verk. Má þar nefna HUðið að viti, Hugsuðinn, Kossinn, Borgararana frá Calais og Balzac. „Skólarnir hafa sýnt sýningunni mikinn áhuga og virka daga má segja að meðaltal nemenda á sýningunni sé tvö hundr- uð og eru skólarnir stanslaust að bóka hjá okkur sýningartíma." Gunnar Kvaran sagði þegar hann var inntur eftir hvort um metaðsókn væri að ræða að það stefhdi í það. „Metið hjá okkur á eina sýningu er þrjátíu og tvö þúsund manns og var það á síðustu Erró-sýningunni." Mikil öryggisvarsla .Eins og gefur að skilja eru á Rodin- sýningunni geysileg verðmæti sem varla verða metin í krónum. Þegar Gunnar var spurður um gæslu á slík- um hstaverkum sagði hann að gæsla væri aukin til muna: „Alveg frá því sýningin fór frá Frakklandi hefur verið hámarksgæsla í gangi. Yfir- maður öryggismála hjá Rodin-safn- inu í París fylgdi sýningunni, tók sér far með skipinu sem fiutti listaverkin og skilaði verkunum til okkar. Hann lagði okkur hnurnar um það hvernig væri best aö haga gæslunni. Við feng- um síðan Vara til að hafa umsjón með gæslu hstaverkanna en þess má geta að minnstu myndirnar eru í kúplum en þær stærri boltaðar nið- ur. Gunnar sagði að sú mikla aðsókn sem verið^hefði að sýningunni væri mjög ánægjuleg og hefði vakið mikla athygh hjá aðstandendum Rodin- safnsins í París sem eru hissa og ánægðir. Um hvað tæki við á Kjarvalsstöð- um, þegar Rodin-sýningunni lýkur 5. desember, sagði Gunnar að þar yrði ekki opnuð önnur sýning fyrr en í janúar. Þá verður opnuð sýning á verkum eftir bandaríska Usta- manninn Jeffrey Hendricks en hann tengist fluxushreyfingunni. Um sama leyti verður opnuð sýning á hljóðskúlptúrum eftir Finnboga Ket- Usson. -HK Islensk Mjóðsetning í fyrsta skipti við kvikmynd frá Disney: Samþykkja þurfti raddir íslensku leikaranna í Bandaríkjunum KvUonyndin Aladdin þykir með eindæmum vel heppnuð teUmi- mynd. Hún fékk tvenn óskarsverð- laun í fyrra og hefur aðsókn í Bandaríkjunum verið svo mikU að hún er meðal vinsælustu kvhk- mynda á þessu ári. Fylgir hún í kjöharið á myndunum Litla haf- meyjan og Fríða og dýrið hvað varðar gæöi og vinsældir en þær voru sýndar hér á landi á frummál- inu. Hefur Disney-fyrirtækið verið nuög hart í afstóðu sinni gegn tal- setningu mynda þeirra. En breyting hefur orðið á og und- anfarið hefur verið unnið að þvi að talsetja Aladdin sem verður frumsýnd á jólunum í Sam-bíóun- um. Ifljóðsetning af þessari stærð- argráðu er mUtið verk, enda gera framleiðendurnir vestan hafs mikl- ar kröfur. Hér á landi voru teknar raddprufur og þær sendar til Bandaríkjanna til samþykktar og á endanum voru leikararnir Felix Bergsson, Edda Heiðrún Backman, Laddi, Arnar Jónsson, Rúrik Har- aldsson, Örn Arnason, Ólafia Hrönn Jónsdóttir og Magnús Ólafs- son valdir tíl að túUía persónurnar á íslensku. LeUístjórn er í höndum Randvers Þorlákssonar og um upp- töku og eftirvinnsluna, sem fram fór í Danmörku, sá JúUus Agnars- son. Það þurfti ekki aðeins leUíara heldm- þurfti að búa til kór sem stæðist kröfur um gæði og sá kór er skipaður Bergþóri Pálssyni, Guðlaugi VUítorssyni, Sigurði Steingrimssyni, Elsu Waage, Ingu Backman og Jóhönnu Linnet, aUt reyndir og þekktir einsöngvarar. Þýðingu á texta sá Magnea Matthí- asdóttir um en Þorsteinn Eggerts- son sá um söngtextana. Þar sem tahð er að einhverjir vUji sjá Aladdin á frummáUnu verða einnig sýningar á myndinni með ensku tali. Þess má geta að Robin WUUams talar fyrir andann í lamp- anum og þykir fara á kostum. Sá sem fær það erfiða hlutverk að feta í fótspor Robins WUUams er Laddi, í ensku útgáfunni er það Robin Williams sem talar fyrir andann í lampan- um og hefur fengið mikiö hrós fyrir. Það verður Laddi sem fær það erfiða verk að feta í fótspor Williams og túlka andann á íslensku. en eins og kunnugt er hefur hann yfir að ráða mörgum röddum sem hann getur beitt að vUd og er ekki að efa að hann bætir enn einni skemmtilegriröddviö. -HK Björkenní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.