Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Utlönd Norðmenn ætla Mikið manntjón þegar eldur kviknaði í gasbíl 1 Suðvestur-Frakklandi: aðsýnakröfu- hörkuíBrussel Norsk stjórnvöld ætla að leggja fram harðar kröfur þegar viö- ræður rnn fiskveiöimál vlð Evr- ópubandalagið hefjast í Brussel á morgun. Norðmenn kreíjast þess m.a, að fiskveiðistjórnin verði í þeirra eigin höndum en ekki hjá EB í Brussel, þar á meðal samn- ingar um þorskkvóta Rússa í Bar- entshafi. Lönd Evrópubandalagsins eru mikilvægustu markaöir fyrir norskan fisk en sjómenn er jafh- framt hörðustu andstæðingar bandalagsaöildar. Úrslit fisk- veiðisamninganna munu því hafa mikla þýðingu fyrir afstöðu margra til aðildar. Trudeau ræðst á Thatcheríend- urminningunum Pien-c Trude- au, fyrrum for- sætisráSherra Kanada, segir í endurminning- um sínum sem komu út í vik- unni að Ronaid Reagan og Margaret Thatcher hafi gert kalda stríðið verra með íhalds- skoðunum sínum. Trudeau segir að hann hafi oft átt í hörðum orðaskiptum við Thatcher á alþjóðlegum leiðtoga- fundum þar sera hún hafi oft komið fram sera máipípa Réag- ans og haldið á lofti mjög svo íhaldssömum skoðunum. Þjóðverjarvilja faraíeyðnipróf Eyðnihneykslið í Þýskalandi hefur valdiö því að fimmtán pró- sent landsmanna vilja nú fara i eyðnipróf. Þetta kemur ífam í skoðanakönnun sem gerð var meðal Þjóðverja sem eru eldri en átján ára. Hneykslið vatt ennþá upp á síg í gær þegar því var haldið fram að nýjasta fyrirtækið sem tengist þvi hefði látiö eyðnismitaða vöru frá sér fara. Margir sjúklingar hafa smítast af sjúkdómnum og einn er þegar iátinn. NTB, R«uter, Ritzau Fólkið fuðraði upp í bílunum á veginum - íþaðminnsi „Ég sá bara röð af logandi bílum,“ sagði slökkvihðsmaður sem kom fyrstur á vettvang eftir að eldur kviknaði í gasflutningabíl frá Bret- landi á þjóðveginum við Mirambeau í Suðvestur-Frakklandi í gærkvöldi. Nú er vitað að þrettán menn létu lífið í eldinum eftir slysið. Fólkið gat sér enga björg veitt, að sögn slökkvi- liðsmanna, og fuðraði upp méð bílum sínum. Þrír eru alvarlega sárir og þrjátíu aðrir hafa verið íluttir á sjúkrahús. Slysið varð þegar kviknaði í hjól- börðum gasbílsins. Eldurinn breidd- ist ört út og sprakk bíllinn. Þétt umferð var á veginum, sem liggur milli Parísar og Bordeaux. Slökkvi- liðsmenn á staðnum sögðu í nótt að allt eins mætti búast við að fleiri lík fyndust. Slökkviliðsmenn sögðu að í fyrstu hefði engin leið verið að komast að aðalbálinu vegna hita og urðu þeir því að einbeita sér að björgun fólks sem var í bílum fjærst eldinum. í gær fórúst eimiig ellefu menn á Bretlandi þegar rúta með ferða- mönnum fór út af vegi sunnan Lund- úna. Þar slösuðut að auki um þrír tugir manna. Alls létu því 23 menn lífið í þessum tveimur slysum og yfir 60 menn slösuðust. Þetta eru einhver alvarlegustu bfislys í Evrópu um langtárabil. Reuter Slökkviliðsmenn fengu lítið að gert þegar eldur kviknaði í gasbíl á þjóðveginum norður af Bordeaux i Frakklandi í gær. Þétt umferð var á veginum og barst eldurinn á ógnarhraða um nærstadda bíla og iétu i það minnsta þrett- án menn lifið þegar i stað. Þá eru 33 slasaðir, þar af þrír alvarlega. Slökkviliðsmenn útiloka ekki að fleiri lík finnist í brunarústunum. Þetta var annað alvarlega umferðarslysið í Evrópu í gær þvi suður af Lundúnum fór rúta út af vegi. Fórust þar ellefu menn og þrír tugir slösuðust. Símamynd Reuter i*— NYJASTA URVALSBOKIN jífióm... m/7/sMfm Flótta- MAÐURINN Kostar kr. 895,- .Á næsta sölustað Og ennþá ódýrari i áskrift. Sími (91) 632700 sacaíftwj.M. Diuaro l BrcGT4«™*<mmnm-rn_______________________ %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.