Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Veiðigjaldið nálgast Stuðningur við veiðigjald í sjávarútvegi fer vaxandi. Alþýðuflokkurinn hefur tekið upp þá stefnu, þótt þess sjáist ekki merki í ríkisstjóminni. Öflugur mirmihluti á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var hlynnt- ur veiðigjaldi og er það snögg breyting til batnaðar. í sjávarútveginum sjálfum eru famar að heyrast radd- ir til stuðnings veiðigjaldi. Á nýloknu fiskiþingi heyrðust þær frá sjómönnum og útgerðarmönnum, sem vildu, að sjávarútvegurinn tæki þátt í að móta stefnu veiðigjalds í stað þess að láta aðra aðila troða því upp á sig. Trúskiptingar í sjávarútvegi vilja, að veiðigjaldið hald- ist innan sjávarútvegs og fari ekki í skattahít ríkisins og týnist þar. Þeir vilja, að gjaldið sé notað í þróunarsjóði sjávarútvegs og við aðra úreldingu fjárfestingar í grein- inni, svo að tekjur greinarinnar aukist að sama skapi. Þessa leið má fara að nokkra leyti, alveg eins og nota má spamað af minnkandi stuðningi hins opinbera við landbúnað til að borga mönnum fyrir að hætta hefð- bundnum búrekstri. Ekki má þó eymamerkja allan spamaðinn með þessum hætti, heldur aðeins hluta hans. Markmiðið með veiðigjaldi er skattlagning auðlindar í þágu eiganda hennar, svo að eigandinn hafi meira fé til að leggja í aðra starfsemi, sem ekki er háð takmörkun- um á borð við þær, sem stærð fiskistofna setur í sjávarút- vegi. Peningana þarf að leggja í iðnað og þjónustu. Sjávarútvegurinn er of stór fyrir fiskistofnana. Rýra þarf vægi hans til þess að þeir, sem eftir em, hafi betri afkomu; og til að útvega fjármagn til annarra athafna í landinu, sem ekki búa við aðrar takmarkanir en þær, sem em á hugviti í uppfinningum og sölu uppfinninga. Skynsamlegt er að líta svo á, að ríkið eigi fyrir hönd skattgreiðenda að teljast eigandi auðlindar fiskveiðilög- sögunnar, enda var það ríkið, sem aflaði þessarar auð- lindar með umfangsmikilli baráttu á alþjóðlegum vett- vangi. Sjávarútvegurinn á þó nokkum hefðarrétt á veiði. Ef ríkið er talið vera eigandi auðlindarinnar, er auð- veldara fyrir okkur að starfa í Qölþjóðlegum stofnunum á borð við Evrópska efhahagssvæðið og að ganga í stofn- un á borð við Evrópusamfélagið, sem við þær aðstæður á ekki auðvelt með að heimta spón úr lögsögunni. Bezt væri að fara hreina og tæra markaðsleið í veiði- gjaldi. Þegar ákveðinn hefur verið heildarafli og hlutfóll hans milh tegunda, er rétt að bjóða veiðina út á opinberu uppboði. Þá skiptir miklu, að svo fáir verði um veiðina, að þeir geti haft góða afkomu, þrátt fyrir gjaldið. A þennan hátt verður kostnaður í lágmarki, hvort sem um er að ræða skipakost, olíu eða mannskap. Þannig ná hæstbjóðendur viðbótartekjum til að standa undir tilboð- um sínum í kvóta. Þetta er leiðin til að ná í einu vet- fangi nauðsynlegri hagkvæmni í rekstri sjávarútvegs. Hluta ríkistekna af útboði veiðileyfa, en ekki allar tekj- ur af því, þarf svo að nota til að auðvelda hinum, sem ekki fá kvóta, að afskrifa fjárfestingu útgerðar og vinnslu; og einnig til að útvega sjómönnum og fiskvinnslufólki störf í greinum, sem ekki em háðar takmarkaðri auðlind. Einnig er mikilvægt, að hætt verði að núllkeyra sjávar- útveginn á grundvelli útreikninga í Þjóðhagsstofnun. Gengisskráningu má ekki miða við, að sjávarútvegurinn sé rekinn á núlli eða tæplega það. Gengi krónunnar þarf að vera markaðsgengi og helzt ætti það að vera fijálst. Með frjálsu gengi og stuðningi við úreldingu í sjávarút- vegi á að vera hægt að koma á markaðskerfi og hag- kvæmni í sjávarútvegi, frjálsu uppboði á veiðileyfum. Jónas Krisfjánsson Um 59 milljarða króna vantar á að þjóðarframleiðsla á íbúa hafi aukist um einn af hundraði á ári frá árinu 1980, segir m.a. í greininni. Dökk mynd í þjóðhagsáætlun Hinn 4. október sl. lagði forsætis- ráðherra fram þjóðhagsáætlun fyr- ir árið 1994. Áætlunin hefir fengið miklu minni umíjöllun en hún á skilda. í henni er dregin dökk mynd af horfum næsta árs ásamt því að hinn óglæsilegi ferill undanfarinna ára er rakinn. Fjórðung vantar Fyrir nokkrum árum var sú skoðun sett fram að þýðingarlaust væri að semja um meiri cdmennar launahækkanir en tvo til þrjá af hundraði þar eð sá væri vöxtur þjóðartekna á íbúa sem reikna mætti með. Þessu markmiði hefir því miður ekki verið náð frá byijun níunda áratugarins. Sé miðað við neðri mörkin kemur í ljós að hald- ið hefir verið í horfmu fram til árs- ins 1988 en efltir það hallar allsnar- lega undan fæti. Þegar htið er til næsta árs eru líkur á að tæpan fjórðung vanti upp á vergar þjóðartekjur miðað við fyrrgreint markmið eða um 115 milljarða króna, sem samsvarar á fimmta hundrað þúsund krónum á íbúa. Nú skyldi einhvar halda að óraunhæft sé að reikna með að þjóöartekjur geti vaxið um tvo af hundraði á íbúa, einn af hundraði væri nærri lagi. Samkvæmt því ætti þjóöarfram- leiðsla íslendinga að verða 427 milljarðar á næsta ári í stað 376 milljarða eins og reiknað er með í þjóðhagsspá næsta árs. Vantar því 59 milljarða króna á aö þjóðarfram- leiðsla á íbúa hafi náð að aukast um einn af hundraði á ári frá árinu 1980. Reyndin varð önnur Því miður eru allar líkur á að þjóðarframleiðsla næsta árs á íbúa verði hin sama og árið 1980 sem hlýtur að teljast algjörlega óviðun- andi. Að vissu leyti er staðan nú verri en þá vegna stóraukinna er- lendra skulda, vaxandi atvinnu- leysis, lélegs ástands þorskstofns- ins, lækkandi afurðaverðs erlendis og minnkandi hlutdeildar innlends KjaUarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur iönaðar á íslenskum markaði, svo nokkrar ástæöur séu nefndar. Full ástæða er til að staldra viö og leita skýringa. Miklar vonir voru bundnar við að vandamál sjávarútvegs og þjóðarinnar í heild yrðu leyst í eitt skipti fyrir öll með útfærslu fiskveiöilögsögunnar, fyrst í 50 sjómílur og síðar í 200 sjómílur. í hillingum sáu menn fyr- ir sér betri tíð með blóm í haga en reyndin hefir orðiö önnur. Staða sjávarútvegs er nú veru- lega miklu verri en fyrir 13 árum vegna stóraukinnar skuldabyrði sem ekki neinar forsendur voru fyrir. Auk þess sem ástand þorsk- stofnsins er nú eitt hið versta á sögulegum tíma og horfur á að þorskafli næsta árs verði sá minnsti á öldinni sem skrifast ekki á kostnað neins annars en rán- yrkju sem sést best á þvi að þorsk- urinn, sem í eðli sínu er langlífur, er horfinn úr veiöinni að mestu 10 ára gamall. Vart telst gáfulegt að nota erlend- an gjaldeyri og innlenda fjárfest- ingarlánasjóði til að flytja inn nið- urgreidd skip til aö eyðileggja fisk- stofna, samanber grein Einars Júl- íussonar í sjávarútvegskálfi Mbl. fyrir stuttu. Léttvæg gagnrök Æ fleiri gera sér grein fyrir að núverandi sjávarútvegsstefna er að leika þjóöina jafn grátt og tilskip- anahagkerfið lék ríki Samveldis sjálfstæðra ríkja og Austur-Evr- ópu. Tilskipanhagkerfið var komið að fótum fram en samt var reynt að halda í það fram í rauöan dauö- ann. Gerð var tilraun til að lappa upp á þaö en dagar þess voru tald- ir. Blandað hagkerfi að vestrænni fyrirmynd hlýtur að leysa það af hólmi. Meðan ekki tekst að aðlaga af- kastagetu flotans að afrakstursgetu fiskstofnanna og láta sjávarútveg- inn greiða fyrir að losna við krað- akskostnaöinn mun hann hanga á horriminni. Þessari skoðun hefir vaxið verulega fiskur um hrygg meðal alls almennings. Gagnrökin eru léttvæg og til vansæmda. í ætt við skæting og lýsa vankunnáttu. Gjörnýting vatnsorku hefur ekki í för með sér hættu á orkuskorti en ofveiði getur leitt til hruns afla samanber þorskstofninn í Eystra- salti þar sem afli hefur minnkað úr 500 þúsund tonnum í 60 þúsund tonn á einum áratug. Kristjón Kolbeins „Æ fleiri gera sér grein fyrir að núver- andi sjávarútvegsstefna er að leika þjóðina jafn grátt og tilskipanahagkerf- ið lék ríki Samveldis sjálfstæðra ríkja og Austur-Evrópu.“ Skoðanir armarra Ríkisstjórn á sterkum grunni „Ríkisstjómin hefur styrkt sig mikið í sessi eftir nýgerðar efnahagsaðgerðir sem einkum hafa falist í lækkun vaxta. Markaðurinn hefur þegar brugðist jákvætt við nýjum skilyrðum. ... Ríkisstjómin stendur því á sterkum grunni til að hefja nýja sókn í efnahagsbata þjóðarinnar. Það er þess vegna afar mikilvægt að stjómarflokkamir sýni hvor öðrum fyllsta traust og vinni saman að málum en láti ekki skyndiupphlaup og friðarspilli stjómarandstööunn- ar leiða sig í gönur." Úr forystugrein Alþbl. 10. nóv. Strangari dómar „Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sent skýr og ótvíræð skilaboð út í samfélagið með því að dæma 16 ára gamla stúlku í 5 ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Ofbeldinu verður að linna! Dómurinn er síst of þungur, því árásin var fádæma fólskuleg, gerð af engu tilefni og gat hæglega leitt til dauða.... Dómskerfið verður að bregðast við auknu ofbeldi með strangari dómum en tíðkast hefur um skeið.“ Úr forystugrein Tímans 10. nóv. Gjaldtaka í sjávarútvegi „Bersýnilegt er, aö hugmyndir um gjaldtöku í einhveiju formi vegna veiða úr takmarkaöri auölind landsmanna allra eiga vaxandi fylgi að fagna innan sjávarútvegsins sjálfs ... Áhrifamenn innan sjávar- útvegsins og innan Sjálfstæðisflokksins mæla nú með þessari leið í einhverri mynd.... Ýmislegt bend- ir til þess, að hér gæti verið að skapast ný breiðfylk- ing hluta sjávarútvegsins, sjómanna og iönaðarins um þetta efni. Er ekki tími til kominn fyrir forystu- menn LÍÚ að athuga sinn gang?“ Úr forystugrein Mbl. 7. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.