Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 íþróttir____________________ Dýrmætfæri fórti forgörðum hjá Portúgal Portúgalir fóru illa aö ráöi sinu í gaerkvöldi þegar þeir sigruöu Eistlendinga aðeins 3-0 frammi fyrir 110 þúsund óhorfendum í Lissabon í gærkvöldi. Eitt mark i viðbót hefði þýtt aö þeim dygöi jafntefli í lokaleiknum á Ítalíu en nú verða þeir að vinna ítalina á þeirra eigin heimavelli til að komast í lokakeppni HM i knatt- spyrnu í Bandaríkjunum. Paulo Futre, Oceano Cruz og Rui Aguas skoruðu mörkin. Staðan í riölinum: Ítalía......9 6 2 1 21-7 14 Portúgal....9 6 2 1 18-4 14 Sviss.......9 5 3 1 19-6 13 Skotland....9 3 3 3 12-13 9 Malta.......9 1 1 7 3-21 3 Eistland....9 0 1 8 1-23 1 Sviss á eftir heimaleik viö Eist- land og dugir að vinna til að fá annað HM-sætanna. Fyrsta tap Noregs Norðmenn töpuðu sínum fyrsta og eina leik í HM þegar þeir sóttu Tyrki heím í gærkvöldi en þeir voru þegar búnir aö tryggja sér HM-sætið. Ertugrul Saglam skor- aði tvívegis fyrir Tyrki en Lars Bohinen minnkaöi muninn, 2-1. Holland og England berjast um annað sætið í riðlinum en keppn- inni lýkur næsta miðvikudag. Góður sigur Finna Finnar unnu góðan sigur á ísrael I Tel Aviv, 1-3, og Austurríki og Sviþjóö skildu jöfn í Vin, 1-1. Þessir leikir skiptu ekki máli, Svíar eru komnir í úrslit og Frakkar og Búlgarir beijast um annað sætið. -VS Ármann vann Ármann vann Keflavík, 31-26, í 2. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Þar með lauk sjöundu umferð og staðan er þannig: HK........7 6 1 0 182-140 13 Grótta....7 5* 1 1 185-147 11 ÍH........7 5 1 1 162-134 11 UBK.......7 4 1 2 167-160 9 Pjölnir...7 4 0 3 168-169 8 Armann....7 3 0 4 153-160 6 Fylkir....7 3 0 4 157-183 6 Fram......7 2 0 5 150-173 4 Völsungur.. 7 1 0 6 166-177 2 Keflavík..7 0 0 7 158-205 0 -VS Rangersnálgast Rangers komst í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi með 3-1 sigri á Dundee. Aberdeen og Mot- herwell eru meö 20 stig en Ran- gers og Hibemian 19. Tvö frá Wright lan Wright skoraði tvö mörk fyrir Arsenal sem vann Norwich, 0-3, í ensku deildabikarkeppn- inni í knattspyrnu í gærkvöldi. Everton vann öruggan útisigur á Crystal Palace, 1-4, og Sheffield Wednesday vann Middlesbrough í framlengdum leik, 2-1. Wolves og Nottinghara Forest skildu jöfn I L deild, 1-1. Interslapp Inter Milano tapaði í gær- kvöldi, 2-1, fyrir 2. deildar liöinu Lucchese í 2. umferð ítölsku bik- arkeppninnar í knattspymu. Int- er kemst þó áfram eftir 2-0 útísig- ur í fyrri leiknum. AC Milan og Piacenza skildu jöfn, 1-1, í 3. umferð. AC Milan lék meö hálfgert varalið og Gianluigi Lentíni lék sínar fyrstu þijár mínútur eftir bflslysiö slæma sem hann lenti í um mitt sumar, -VS Inga Lára Þórisdóttir, fyrirliði Víkings, reynir að brjótast fram hjá Krassimiru hinni búlgörsku í liði Gróttunnar í Víkinni í gærkvöldi. Svava Ýr Baldvinsdóttir, sem var sterk í vörn Vikings, er á milli þeirra. DV-mynd GS NBAínótt: Kukocferyggði Chicagosigur Króatinn Toni Kukoc tryggði Chicago sigur gegn Milwaukee i nótt með þriggja stiga körfu 1,9 sekúndum fyrir leikslok. Kukoc átti góöan leik og skoraði 18 stig en hjá Mílwaukee skoraði Blue Edwards 21 stig. New York Knieks heldur áfram að vinna og núna varð Washing- ton íyrir barðinu á liðinu, Patrick Ewing skoraði 28 stig í nótt og tók 14 fráköst. Hjá Wasbington var Kenny Walker atkvæðamestur með 18 stig. Phoenix sigraði San Antonio í jöfnum leik og skoraði Charles Barkley 35 stig fyrir Phoenix og hirti aiik þess 20 fráköst. Þetta var þriðji sigur Phœnix í röð en liðið beið ósigur fyrir Lakers í fyrsta leiknum. David Robinson leiddi hjá San Antonio með 24 stig. Sherman Douglas skoraði úr tveimur vitaskotum í lokin og tryggði Boston sigur í Philadelp- hia. Kevib Gamble og Xavier McDaniel gerðu 17 stig hvor fyrir Boston. Jeff Hornacek skoraði 26 stig fyrir 76’ers. Urslit leíkja í nótt urðu þessi: 76’ers - Baston...........89 -91 Wasbington-NewYork ...84 -92 Milwaukee - Chicago...90 -91 Utah Jazz-Atlanta ..91 -88 Phoenix - San Antonio 101-93 Sacramento - LA Lakers ..112-101 -JKS Stjarnan og Víkingur unnu toppleikina létt - Stjömustúlkur lögðu Fram og Víkingur malaði Gróttu Stjaman og Víkingur höfðu betur í toppleikjum 1. defldar kvenna í handknattleik gegn Fram og Gróttu í gærkvöldi. Liðin eru nú jöfn og efst á toppi deildarinnar en markatala Stjömunnar er aðeins betri. „Þessi leikur vannst fyrst og fremst á hraðaupphlaupum. Ég var ekki nógu ánægður meö sóknarleikinn hjá okkur þegar spilað var fimm á móti flmm en leikurinn er gott vega- nesti fyrir Stjömuleikinn," sagði Theodór Guðflnnsson eftir stórsigur á Gróttu í Víkinni, 24-15. Víkingur byrjaði vel og komst í 8-2 en Grótta minnkaði muninn í 9-7 fyrir hálfleik. Grótta lagaði stöðuna í 10-9 en síðan ekki söguna meir. Sóknarleikur Gróttu var oft á tiðum mjög ráðleysislegur, enda er þeirra helsta skytta, Laufey Sigvaldadóttir, enn frá vegna veikinda. Halla Maria Helgadóttir átti góðan leik, Gróttustúlkur tóku hana úr umferð allan tímann en samt gerði hún 10 mörk. í liði Gróttu var Þórdís Ævarsdóttir best. Mörk Víkings: Halla María 10, Heiða 4, Inga Lára 4, Svava S. 2, Heiðrún 2, Matthildur 1, Elísabet 1. Mörk Gróttu: Þórdís 6, Vala 2, Brynhildur 2, Krassimíra 2, Björk 1, Elísabet 1, Sigríður 1. Stjarnan vann Fram Stjaman byrjaði vel gegn Fram í Laugardalshöllinni, komst í 1-5 eftir 18 mínútna leik og var yfir allan tím- ann. Staðan í leikhléi var 7-10. Vörn Stjömunnar og markvarsla var góö, Fram átti aldrei möguleika og loka- tölur urðu 15-20. Bestar í liði Fram vom Guðríður Guðjónsdóttir og Ósk Víðisdóttir en hjá Stjömunni áttu Ragnheiður Stephensen og Guðný Gunnsteins- dóttir bestan leik. Mörk Fram: Guðríður 4, Ósk 4, Selka 3, Kristín 2, Díana 2. Mörk Stjömunnar: Ragnheiður 7, Guðný 4, Una 4, Herdís 2, Nína 1, Inga Fríða 1, Hrund 1. Jón Pétur sá rautt Haukar unnu Val í Strandgötu, 25-22, en Valur hafði forystu í leikhléi, 11-14. Allt gekk á afturfótunum hjá Val í síðari hálfleik en Haukar sóttu í sig veðrið. Jón Pétur Jónsson, þjálfari Vals, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir kröftug mótmæh. Mörk Hauka: Harpa 9, Rúna 4, Heiörún 3, Kristín 3, Hjördís 3, Berg- lind 2, Ragnheiður 1. Mörk Vals: Berglind 6, Irina 5, Sig- urbjörg4, Gerður 4, Katrín2, Sonja 1. Áttundi ósigur Fylkis Fylkir tapaði í áttunda sinn í jafn- mörgum leikjum, 23-20, fyrir FH í Kaplakrika. í leikhléi var staðan 10-7. Björk Ægisdóttir var best hjá FH og Rut Baldursdóttir hjá Fylki. Mörk FH: Björk 6, Hildur H. 6, Thelma 4, Björg 3, Hildur L. 2, Lára 1, Berglind 1. Mörk Fylkis: Rut 4, Fríða 4, Anna E. 3, Anna H. 3, Ágústa 2, Katarína 1. Anna með 9 gegn Ármanni Anna Steinsen fór á kostum með KR gegn Ármanni í Laugardalshöll í gærkvöldi og skoraði 9 mörk í 20-15 sigri Vesturbæjarliðsins sem var 8-5 yfir í hálfleik. Hjá Ármanni var Vesna Tomajek atkvæðamest. Mörk KR: Anna S. 9, Laufey 4, Brynja 3, Nellý 2, Selma 1, Helga 1. Mörk Ármanns: Vesna 8, Ásta 4, Svanhildur 3, Margrét 1, Kristín 1. -HS Snæfell (28) 69 76 82 Grindav. (36) 69 76 84 8-12, 23-19, 24-26, (28-36), 54-54, 66-64, 69-67, (69-69), 74-76 (76-76), 80-80, 82-84. Stig Snæfells: Bárður 26, Ent- wistle 18, Kristinn 13, Sverrir 9, Hreiöar 6, Þorkell 6, Hjörleifur 4. Stig Grindavíkur: Guðmundur 26, Casey 17, Hjörtur 12, Marel 12, Nökkvi Már 8, Bergur 5, Pétur 4. 3ja stiga skot: Snæfell 11/3, Grindavlk 18/4. Vítanýting: Snæfell 31/17, Grindavík 27/17. Dómarar: Héöinn. Gunnarsson og Kristján Möller. Áttu ekki sinn besta dag frekar en leikmenn. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Guðmundur Bragason, Grindavík. Tvíframlengt í Hólminum -þegar Grindavík náöi aö sigra Snæfell, 82-84 Kristján Sigurðsson, DV, Stykkishólinr „Við áttum ekki okkar besta dag en það dugði þó til sigurs að þessu sinni,“ sagði Nökkvi Már Jónsson, fyrirliöi Grindavíkur, eftir sigin- liðs- ins gegn Snæfelli í Stykkishólmi eftir tvíframlengdan leik, 82-84. „Við gerðum alls ekki það sem fyr- ir okkur var lagt í sóknarleiknum og einstaklingsframtakið var of mik- ið,“ sagði Nökkvi Már ennfremur og gat ekki annað en gagnrýnt þátt dóm- ara leiksins. Hann sagði þá hafa ver- ið slaka qg misnotaö tæknivítin. i^gi Leikurinn var allan tímann jafn en Grindvíkingar þó oftar með foryst- una. Sóknarleikur liðanna var allan tímann slakur og hending að sjá leik- kerfi renna alla leið í gegn. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjuleg- um leiktíma náði Snæfell að jafna. Snæfell var tveimur stigum yfir und- ir lokin en Grindvíkingar náðu að tryggja sér framlengingu. í fyrri framlengingunni var allt í jámum en í þeirri síðari reyndust Grindvík- ingar sterkari og sigruöu 82-84 í leik sem hefði getað farið á hvom veginn sem var. í blálokin var leikurinn æsispennandi. Þegar 3 sekúndur vom eftir fékk Hjörtur Harðarson vítaköst, það fyrra rataði rétta leið en síðan hirtu heimamenn frákastið, reyndu örvæntingarfullt skot og gestimir fógnuöu sigri. Guðmundur Bragason var lang- bestur Grindvíkinga en þeir Hjörtur og Nökkvi Már léku vel í vörninni. Hjá Snæfelli vom þeir Entwistle, Þorkell og Sverrir góðir í vörninni og sérstaklega Entwistle sem tók 17 fráköst í leiknum. íþróttafréttir eru einnig á bls. 32 og 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.