Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. JANOAR 1994 Skák Anand og Adams efstir á úrtökumóti PCA í Groningen: Kasparov leitar að verðugum áskoranda Garrí Kasparov og Nigel Short leggja nú ofurkapp á að sýna skák- heiminum fram á það að nýstofnuð atvinnumannasamtök þeirra - Pro- fessional Chess Association - séu al- vörusamtök. Kasparov, sem sjálfur hefur lýst sig heimsmeistara eftir sigurinn í einvíginu við Short, leitar nú logandi ljósi að verðugum áskor- anda. í því skyni stóð PCA fyrir „millisvæðamóti" í hollenska bæn- um Groningen, þar sem boðið var til leiks snjöllustu skákmönnum heims. Alls tefldu 54 skákmenn í Groning- en og svo vel var mótið skipað, að Umsjón Jón L. Árnason Jóhann Hjartarson, með sín 2605 stig, var í hópi stigalægstu keppenda. Mótiö var því í raun og veru mun sterkara en millisvæðamót FIDE í Biel sl. sumar. Teflt var um sjö sæti í áskorenda- keppni PCA, sem fyrirhuguð er í vor en hvar hún verður eða hvemig fyr- irkomulag hennar verður er enn óljóst - þó hefur borgin Barcelona verið nefnd sem hugsanlegur keppn- isstaöur. Þeir sjö sem komust áfram eru Englendingurinn Michael Adams og Indverjinn Viswanathan Anand, sem sigruðu með 7,5 v.; Bandaríkjamenn- irnir Gata Kamsky og Boris Gulko, Rússamir Vladimir Kramnik og Sergej Tivjakov og Oleg Romanishin, Úkraínu, sem allir fengu 7 v. Nokkuð kom á óvart að „gömlu mönnunum" Gulko og Romanishin skyldi takast svona vel upp meðal ungliðanna en Romanishin svindlaði sér raunar inn á síðustu stundu, með því að vinna Benjamin í lokaumferð- inni. Þá er Rússinn Tivjakov, sem er ungur að ámm, nýstirni á skákhimn- inum. Anand, Adams, Kamsky og Kramnik komust einnig áfram á millisvæðamótinu í Biel og treysta sig því enn í sessi sem bestu skák- menn heims. Lettinn Sírov og Rúss- inn Bareev féllu úr í annað skiptið en margir hefðu viljaö sjá þá í hópi áskorenda. Jóhann Hjartarson átti erfitt upp- dráttar, hlaut 4 v. í 11 umferðum og Garrí Kasparov, sem lýsti sig heimsmeistara eftir að hann sigraði Nigel Short í einvigi, leitar nú logandi Ijósi að verðugum áskoranda. DV-mynd JLÁ tókst ekki að vinna skák, þótt oft hefði hann verið afar nærri því. Helsta von Hollendinga, van Wely, og Bandaríkjameistarinn Wolff vom jafnir honum að vinningum, sem sýnir hversu vel mótið var skipað. Lítum á snaggaralegan sigur Ad- ams, sem virðist ekki síður en Short eiga tilkall til nafnbótarinnar snjall- asti skákmaður Englendinga, ef tekið er mið af árangri hans undanfarið ár. Hvítt: Kiril Georgiev Svart: Michael Adams Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 Vörnin, sem kennd er við kappana Karo og Cann, á nú miklum vinsæld- um að fagna - ekki síst fyrir tilstuðl- an Karpovs sem beitir henni viö hvert tækifæri. 3. Rc3 dxc4 4. Rxe4 Rd7 5. Bc4 Rgf6 6. Rg5 e6 7. De2 Rb6 8. Bd3 h6 9. R5f3 c5 10. dxc5 Bxc5 11. Bd2 Tilraun til þess að sneiða hjá al- gengasta leikmátanum, sem er 11. Re5 Rbd7 12. Rgfö Dc7 en þá er ekki lengur hollt að reyna langa hrókun: 12. Bd2? Rxe5 13. Rxe5 Bxf2 + ! 14. Kxf2 Dxe5 15. Dxe5 Rg4+ er þekkt gildra. 11. - 0-0 12. O-tUO Ra4!? Beinskeyttur leikur. Svartur blæs strax til sóknar þótt drottningin standi í skotlínu hróksins. 13. Bb5 Bd7 14. Bxd7 Dxd7 15. Rh3 Ef 15. Bxh6? gæti teflst: 15. - Rc3! 16. bxc3 Ba3+ 17. Kal Dc6 18. Be3 Re4 19. Bd4 Hfd8 og hótunin 20. - Hxd4! er óviðráðanleg. 15. - Hac8 16. Kbl Dc6 17. Bcl Rd5 18. Dc4 Hfd8 19. Kal b5 20. De4 Be7! Góður varnar- og sóknarleikur í senn. Hindrar riddarafóm á g5 og undirbýr um leið aö koma biskupn- um á hornalínuna. 21. c3 Da6 22. Re5 Bf6 23. Rg4? Alvarleg mistök. Nú rifnar kóngs- staðan í tæflur: 8 7 6 5 4 3 2 1 23. - Raxc3! 24. bxc3 Ekki gengur 24. Rxf6 + RxfB - báðir riddararnir ógna drottningunni og mát blasir við á a2. 24. - Bxc3+ 25. Bb2 Eða 25. Kbl Hc4 og næst 26. - Hb4 + og vinnur. 25. - Hc4 26. Df3 Bxb2 27. Kxb2 Hc2+! II # I i á Wf ii i á ft m m & ABCDEFGH 28. Kxc2 Dxa2+ 29. Kd3 Dc4+ - Og hvítur gafst upp því að eftir 30. Kd2 Rb4+ fær hann ekki afstýrt riddaramáti á c2. Skákþing Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur 1994 hefst á morgun, sunnudag, í Faxafeni 12. Teflt verður í einum flokki, ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi og er öllum heimil þátttaka. Umhugsunar- tími er 90 mínútur á 30 leiki og síðan 45 mínútur til þess aö Ijúka skákinni - engar biðskákir. Að jafnaði verður teflt þrisvar í viku, sunnudaga kl. 14 og á miðviku- dögum og föstudögum kl. 19.30. Verð- laun fyrir þrjú efstu sætin eru 1. 60 þús., 2. 35. þús. og 3. verölaun 20 þús. kr. Auk þess verða veitt sérstök verðlaun fyrir bestan árangur skák- manna með 2000 Elo-stig eða minna og 1700 stig eða minna. Keppni í kvennaflokki hefst 16. jan- úar og verða tefldar sex umferðir. Keppni í unglingaflokki 14 ára og yngri verður laugardagana 15. og 22. janúar og verða tefldar sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, 30 mín. umhugs- unartími á mann. Bókaverðlaun verða veitt fyrir a.m.k. fimm efstu sætin auk verðlaunagripa. Önnur mót á vegum Taflfélags Reykjavíkur: Janúarhraðskákmótið, sunnudaginn 23. jan. kl. 20. Hrað- skákmót Reykjavíkur, sunnudaginn 20. febrúar kl. 14. Skákkeppni stofn- ana og fyrirtækja 1994 hefst í A-riðli 21. febrúar en í B-riðli 23. febrúar. Helgi og Margeir í Linares í gær hófst alþjóðlegt opið mót í skákbænum Linares á Spáni, þar sem Helgi Ólafsson og Margeir Pét- ursson eru í hópi fjölmargra stór- meistara. Tefldar verða níu umferðir á mótinu sem lýkur 15. janúar. Þá sitja þrír íslendingar að tafli í Gausdal í Noregi: Þröstur Þórhalls- son, alþjóðlegur meistari, Kristján Eðvarðsson og Ólafur B. Þórsson. Mótið þar hófst á fimmtudag og verða tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfl. JLÁ Bridge__________________________________ PHIIIP MORRIS Evrópu-parakeppnin: Amór og Karl bestir á Islandi Philip Morris Evrópu-parakeppn- in, sem spiluð er á sama tíma alls staðar í Evrópu og á sömu spil, var spiluð föstudaginn 19. nóvember. Yf- ir 20.000 bridgespilarar í 600 félögum tóku þátt og Amór Ragnarsson og Karl Hermannsson af Suðurnesjum náðu þeim frábæra árangri í a-v að hreppa 6. sætið með 69,14% skor. Umsjón Við skulum líta á tvö spil þeirra félaga frá mótinu. S/A-V * K543 V G 10 9 ♦ K92 •». Á 9 7 ¥ K D 7 5 3 2 ♦ G 10 7 + KG * ÁDG109 ¥ Á 8 ♦ 85 + D 8 3 2 Stefán Guðjohnsen Danimir J. Thomsen og S. Novrap sigraðu með 77,44% skor en franska parið Betti og Molinier í n-s varð í öðra sæti með 74,92% skor. ♦ 86 ¥64 ♦ Á D 6 4 3 + 10 6 5 4 Með Karl og Amór í a-v gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Noröur Austur pass 2tíglar* pass 2grönd pass 3þjörtu pass 4hjörtu pass pass pass * A) Annar háliturinn, vmdir opnun B) Þriggja lita sterk hönd C) Sterk jafnskipt 22-23 hp Norður reyndi htið lauf og Arnór átti slaginn á kóng. Hann spilaði strax laufagosa sem norður drap og spilaði litlum tígli. Nú kom þrisvar tígull, trompaður í blindum, hjartaás tekinn, síðan laufadrottning, spaða kastað, þá spaðaás og spaði trompað- ur. Unnið spil og 79 stig af 100 mögu- legum. Eins og áður skrifaði Omar Sharif athugasemdir um spilin og um þetta taldi hann að vestur myndi opna á tveimur hjörtum veikum og spila það. Hann fengi síðan tíu slagi og 170. Gæfudísin var hins vegar með Karli, þegar hann hækkaði í fjögur hjörtu, því geimið er óneitanlega í harðari kantinum. N/N-S ♦ Á D 8 5 3 ¥ 9 ♦ G2 + G 10 7 5 3 ♦ G 10 9 62 ¥ D 6 3 ♦ 8 7 6 5 4 + - ♦ 7 4 ¥ ÁK754 ♦ 10 + ÁK962 Að sögn Arnórs hefir það tíðkast meðal taugasterkra spilara á Suður- nesjum að opna á tveimur spöðum með tvo fimmhti og (fár)veik spil. Norður passaði og Karl opnaði á tveimur spöðum. Suður sagði þrjú hjörtu sem vora pössuð út. Suður var tvo niður og a-v fengu 200 og 88 stig. Fimm lauf eru hins vegar upplögð. Sharif telur eðlilegan lokasamning vera tvo spaða í norður eftir að suður hefur opnað á hjarta og vestur sagt grand. Þar með kemur hann í veg fyrir að n-s finni laufsamleguna. En kjósi vestur að segja tvo tígla þá á norður að dobla neikvætt og austur að hækka í fjóra eða fimm tígla. Það er líklegt að suður taki hina öraggu ákvörðun og dobh, en taki hann áhættuna og segi sex lauf mun hon- um htast vel á blindan. Ánægján verður hins vegar skammvinn! * w ¥ G 10 8 2 ♦ÁKD93 J. n o /i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.