Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 27 aö ég hafi fengið einhvers konar sýk- ingu, en þaö er ekkert öruggt í þessu og verður kannski aldrei". Líkaminn hafnaði líffæri móðurinnar Við eftirgrennslan innan íjöl- skyldunnar kom í ljós að allar systur Signýjar komu til greina sem nýma- gjafar, en einnig móðir hennar, Svanfríður Ingvarsdóttir. „Það varð úr að mamma-var valin sem líffæra- gjafi. Bæði er að hún er mjög hraust, en hún var lika mjög tilbúin að gera þetta. í nóvemberbyrjun 1991 héldum við svo utan og aðgeröin var gerð 7. nóvember. Ég er mömmu óendanlega þakklát og geri mér vel grein fyrir hvað ég var að leggja á hana - þetta er stór og mikill holskuröur þar sem farið er inn fyrir lífhimnuna og til að kom- ast að nýrunum þarf mikið að skera. Nýmagjafinn verður mjög veikur en aðgerðin sjálf er mun minni fyrir nýrnaþegann því að nýrað er látið utan við kviðarholið neðarlega en ekki farið inn fyrir lífhimnuna. Gömlu nýrun eru látin vinna með því nýja það litla sem þau geta og eru ekki fjarlægð, það er svo stór aðgerð. Mjaðmagrindin er góður staður fyrir nýja líffærið, hún skorðar það af og ver fyrir hnjaski. Aðgerðin tókst mjög vel - þegar hún var gerð var ég tiltölulega vel á mig komin líkamlega, miðað við allt, og fór í hana úr mikilli vinnu. Eftir gjöfina tekur við mikil lyfjagjöf, bæði til að koma í veg fyrir höfnun á líf- færinu og eins til að koma í veg fyrir að utanaðkomandi bakteríur geti tekið sér bólfestu í líkamanum. Mér leið strax vel með nýja nýrað og það virkaði mjög vel. Því varð það mikið áfall að 10 dögum eftir gjöfina kemur aUt í einu mikil hækkun á kreatíni í blóðinu. Við rannsóknir kom í ljós aö upp hafði komið höfnun í formi blóötappa í aðrennslisæðum nýrans. Því varð að fjarlægja það og var það gert strax.“ Fékklíffæri ókunnrar manneskju „Þama var ég komin í sömu spor og fyrir ígræðsluna nema það að ég var orðið mjög slöpp eftir lyfin og skurðaðgerðirnar. Læknamir þorðu ekki að sleppa mér heim og þar sem ekki var vitað hvort ég myndi þola að fara í blóöskilunarvél, því hana þola ekki allir, þá var ég sett á for- gangslista og fékk fyrsta liffærið sem hentaði mínum líkama. Ég bjó í íbúð úti í bæ og var með píptæki sem átti að hringja þegar hentugt líffæri kæmi inn. Þetta vai- mikill spennutími. Ég vissi í fyrsta lagi ekkert hvað biðin yrði löng og svo var ég sífellt hrædd um að boðtækið myndi bila. Þess vegna reyndi ég að dreifa huganum með því að fara í bæinn, en fjölskyldan var hjá mér til skiptis, en auk þess á ég vini þama úti. Ég var svo heppin að þurfa ekki að bíða nema í 2 vikur eftir réttu líf- færi þvi sumir þurfa að bíða í mörg ár.“ Signý kveðst hafa verið að koma inn úr dyrunum þegar tækið pípti og nokkrum tímum síðar var hún komin á skurðarborðið þar sem grætt var í hana líffæri úr ókunnri manneskju. Við líffæraflutninga vakna ótal- margar siðferðfiegar spumingar og margs konar lög og reglur em um slíka flutninga þegar líffæri látinnar manneskju era gefin og bjarga þann- ig mannslífum. Þannig fær þiggjandi líffæris ekkert að vita um gefandann, hvorki hvað hann var gamaU, af hvaða kyni né heldur hvemig eða jafnvel hvort hann lést: „Maður á auðvitað ekkert að vera að velta sér upp úr slíku og ég geri það ekki. Ég finn þó að manneskjan hefur verið hraust og heUbrigð því að nýrað er stórt og kraftmikið. Ég er mjög já- kvæð gagnvart þessari blessuðu manneskju, hver sem hún er og hef sent henni mjög jákvæöa og hlýja strauma. Ég finn að hún hefur verið rpjög sterk," segir Signý. Skiptir öllu aðverajákvæð Eftir seinni ígræðsluna hefur aUt gengið upp á við hjá Signýju. Á dög- llilss Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona er komin á sviö á nýjan leik eftir mikil veikindi. DV-mynd Brynjar Gauti ferðina og allt í kring um aðgerðina frá hjúkrunarfólki og læknum. Það er slæmt að við þurfum að finna okkur húsnæði sjálf úti. Því fylgir mikU óvissa en það stendur vonandi tíl bóta, fæstir hafa efni á að búa á hóteli," segir Signý, en eftir aðgerð þurfa sjúklingamir að koma nær daglega tU eftirhts í nokkrar vikur. Með fimmtíu börn í kórskóla Signý starfar af krafti sem söng- kona og hún kvartar síst undan verk- efnaskorti. „Þó er það svo að við þurfum flest ef ekki öll, söngvarar, að kenna til að hafa eitthvað fast. Þess vegna er ég í hálfu starfi við Nýja tónlistarskólann og finnst það mjög skemmtilegt. Svo er ég Uka ásamt Jóni Stefánssyni meö Kór- skóla Langholtskirkju en við Jón stofnuðum hann fyrir nokkrum áram. í skólanum era svona 50 böm að meðaltali, á aldrinum 8-16 ára. Þau læra raddbeitingu, tónheyrn, nótnalestur og þar fram eftir götun- um og eru alveg hreint yndisleg. Þau era svo dugleg og áhugasöm að það er stórskemmtilegt að vinna með þeim, það er mjög svo gefandi. Röddin í hættu yrði að fjarlægja kalkkirtla Þegar ígræðslan var gerð var vissulega vafamál hvort ég gæti framar sungið af þeim krafti sem til þarf, með ígrætt líffæri. Þær svart- sýnisspár gengu sem betur fer ekki eftir. Nýja nýrað virkar mjög vel og eina vandamálið hefur verið offram- leiðsla líkamans á kalki, en það er algengur fylgifiskur nýrnasjúkdóma. Það standa þó vonir tíl að það lagist af sjálfu sér en hjá „vepj ulegri mann- eskju“ væri löngu búið að fjarlægja kalkkirtlana í slíku tilviki. Vanda- málið er hins vegar það að þeir hggja á bak við barkann og við slíka aðgerð er hætta á að raddböndin gætu skaddast, sem yrði auðvitað hræði- legt áfah fyrir söngvara. Þess vegna á að bíða og sjá hvort þetta lagist ekki hjá mér - það er allavega á réttri leið.“ Það er því vonandi að ekki þurfi að koma th þess að farið veröi að krakka í hálsinn á Signýju svo að viö hin getum um áfram fengið að njóta söngs þessarar kraftmiklu söngkonu sem hreint út sagt geislar af fjöri og innri gleði. Viðtal: Jón Þórðarson unum kom fjölskyldan saman og hélt upp á tveggja ára afmæh nýja nýr- ans. „Við áttum saman góða stund og hlógum að því sem var skemmti- legt við þetta. Ég settí mér þaö strax í upphafi aö vera jákvæö gagnvart sjúkdómnum og hef aldrei leyft mér að detta niður í þunga þanka. Ég ht ekki á mig og hef aldrei htið á mig sem sjúkling þó maður hafi auðvitað orðið hundveikur. Ef maður htur á jákvæðu þættina þá er þetta'búið að þroska mig alveg óskaplega mikið á stuttum tíma. Það er líka stórkostlegt að finna, það sem maður auðvitað vissi fyrir, hvað maður á mikið af góðu fólki í kringum sig. Ég hef öðl- ast einhverja sérstaka dýpt á lífið og aht það sem tengist þessu mannlega. Þótt það hljómi fáránlega þá er ég á vissan hátt þakklát fyrir að hafa geng- ið í gegnum þessa reynslu þó svo hún hafi verið hörð. Félag nýrna- sjúkra mikilvægt Signý hefur verið virk í félagi nýmasjúkra en félagið, sem í eru 200 manns, bæöi nýrnasjúkir og að- standendur þeirra, styður við bakið á þeim sem eru að bíða eftir að fá gefið líffæri og þurfa að ganga í blóð- skilunarvélar á Landspítalanum aht aö þrisvar sinnum í viku til að halda sér á lífi. „Félagið hefur gefið blóðskilunar- vélar en þær era stanslaust í gangi ahan daginn alla daga. Við eram þessa dagana með svonefnda bækl- inganefnd í gangi innan félagsins, en hún er að vinna að því að gefa út ir aðgerð og aðstandendur þeirra. í bækling fyrir þá sem era að bíða eft- honum verða ahar upplýsingar um V Júdó Jiu-jitsu Sjálfsvöm Ukamsrækt Afgreiðslutími mánud.-föstud. kl. 08-22 laugardaga 11-16 sunnudaga kl. 12-15 Aldursflokkaskipting: 6-9 ára, 14-16 ára, 16 ára og eldri. JJ JJJJ JJJJJ J Einholti 125 Reykjavik Sími 627295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.