Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 29
28
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
37
Benedikt Sveinsson, með valdamestu mönnum í íslensku viðskiptalífi, í nærmynd:
Mjög klóknr
peningamaður
þykir þægilegur og traustur 1 samskiptum en mjög fastur fyrir
Benedikt Sveinsson, stundum kall-
aður oddviti Engeyjarættarinnar í
viðskiptalífinu, er orðinn með valda-
meiri mönnum í íslensku viöskipta-
lífi. Nafnbótin stjórnarformaður ís-
lands fer að láta á sér kræla þegar
staða Benedikts í viðskiptalífinu er
sett undir kastljósið og verður vænt-
anlega viðeigandi ef fram heldur sem
horfir. Vegur Benedikts hefur farið
mjög vaxandi í viðskiptalífinu, sér-
staklega undanfarin ár, en hann á
sæti í stjórnum fjölmargra fyrir-
tækja, þar á meðal í einhvetjum
öflugustu fyrirtækjum landsins.
Benedikt er stjómarformaður
tryggingafélagsins Sjóvár-
Almennra. Hann hefur átt sæti í
stjórn óskabarns þjóðarinnar, Eim-
skips, síðan 1987. Sjóvá-Almennar
em stærsti hluthafmn í Eimskip,
eiga 11 prósent hlutafjár (eftir kaup
á hlutabréfum ríkisins).
Þá er jafnvel talið að formannssæt-
ið í SR-mjöh bíöi Benedikts og hann
feti þar í fótspor föður síns, Sveins
Benediktssonar, sem var stjórnar-
formaður Síldarverksmiðjanna í
marga áratugi. Þá er Benedikt stjórn-
arformaður Festingar, eignarhalds-
félags Sjóvár-Almennra, sem annast
fjárfestingar í öðrum fyrirtækjum.
Benedikt situr í stjórn Flugleiða,
þar sem Sjóvá-Almennar em þriðji
stærsti hluthafinn, Granda, þar sem
fyrirtæki hans á um 8 prósent hluta-
íjár, Arteks, sem stofnað var um
hugbúnaðarframleiðslu, og Fmm-
kvæðis sem er fjárfestingarfélag. Þá
hefur hann verið félagskjörinn end-
urskoðandi Hvals hf. Þá er hann
stjórnarmaður í Hafnarbakka, dótt-
urfyrirtæki Eimskips.
Þá er Benedikt stjómarformaður
Marels sem er fyrirtæki á hraðri
uppleið. Situr hann þar í stjórn sem
fulltrúi Eimskips.
Benedikt var stjórnarformaður
Nesskipa frá stofnun 1974 til 1987 en
hann vék þegar hann varð stjómar-
formaður hjá Eimskip og eftirlét Ein-
ari bróður sínum formannssaetið. Þá
var hann stjómarformaður ísskipa
frá stofnun 1977 til 1987.
Eiga stóran
hluthvertíöðru
Stóru hlutafélögin, þar sem Bene-
dikt er lykilpersóna, era afar ná-
tengd sem sést einna best á því aö
fyrirtækin eiga afar stóran hlut hvert
í öðru.
Sjóvá-Almennar eru langstærsti
hluthafinn í Eimskip (11%) meðan
Eimskip er þriðji stærsti hluthafinn
í Sjóvá-Almennum (9,5%). Þá er Eim-
skip (eða eignarhaldsfélagið Burðar-
ás) stærsti hluthafmn í Flugleiðum
(34%) og Sjóvá-Almennar þar þriðji
stærsti hluthafmn (6%).
Helga, móöir Benedikts, er stærsti
hluthafinn í Sjóvá-Almennum, með
tæplega 11 prósenta hlut. Þar á eftir
kemur eignarhaldsfélagið Festing,
þar sem Benedikt er formaður, með
tæp 10 prósent. Benedikt er 7. stærsti
hluthafinn og Einar bróðir hans, for-
stjóri fyrirtækisins, 9. stærsti. Saman
eiga þeir bræður og móðir þeirra um
17 prósent hlutafjár í Sjóvá-Almenn-
um.
„Hann berst ekki mikið á í einkalífinu. Hann býr ekki í neinni glæsihöll og það er ekkert sukklíferni í kringum
hann heldur allt á venjulegum nótum,“ segir einn samstarfsmanna Benedikts Sveinssonar. Myndin er af húsi
hans við Lindarfiöt í Garðabæ.
„Hann er mjög klókur peninga-
maður og hefur gott nef fyrir við-
skiptum. Hann skoðar hluti mjög
vandlega og flanar ekki að neinu en
þegar hann er kominn með þær upp-
lýsingar sem hann telur nægar þá
er hann fljótur að segja af eða á,“
segir Benedikt Jóhannesson í Talna-
könnun, samstarfsmaður hans hjá
Sjóvá-Almennum.
AfEngeyjarætt
Benedikt er fæddur í Reykjavík 31.
júlí 1938, sonur hjónánna Sveins
Benediktssonar og Helgu Ingimund-
ardóttur. Faðir Benedikts var bróðir
Bjarna forsætisráðherra, föður
Björns alþingismanns, og Péturs
bankastjóra, föður Ólafar, dómstjóra
í Héraðsdómi Reykjaness, og Guð-
rúnar lektors. Föðursystir Bene-
dikts, Kristjana, er móðir Halldórs
Blöndals landbúnaðarráðherra (sem
er góður vinur Benedikts) og Harald-
ar Blöndals hæstaréttarlögmanns.
Aðrar fööursystur Benedikts eru
Guðrún, móðir Guðrúnar Zoega
borgarfulltrúa, og Ólöf.
Sveinn Benediktsson var umsvifa-
mikill útgerðarmaður og síldarsalt-
andi og var formaður Síldarverk-
smiðja ríkisins í marga áratugi.
Hann var einn af stofnendum Sjóvá-
tryggingafélagsins sem síðar varð
Sjóvá-Almennar. Sveinn og Helga
bjuggu um hríð á Laugavegi 18 en
fluttust síðan á Miklubrautina þar
sem Benedikt ólst upp.
Systkini Benedikts eru: Ingimund-
ur arkitekt, sem teiknaði meðal ann-
ars hús Sjóvár-Almennra í Kringl-
unni (sem hann fékk menningar-
verðlaun DV fyrir) og Perluna, Guð-
rún háskólanemi og Einar, forstjóri
Sj óvár-AImennra.
Allar stelpurnar
skotnar í honum
Benedikt gekk sem barn og ungl-
ingur í Austurbæjarskólann og út-
skrifaðist síðar frá máladeild
Menntaskólans í Reykjavík 1958,
með einkunnina 7,54.
„Við Benedikt vorum saman í
barnaskóla í Austurbæjarskólan-
um,“ segir Kolbrún Valdimarsdóttir
kennari sem einnig var með honum
í C-bekknum í MR.
„Ég man að það vom allar stelp-
urnar skotnar í honum þegar hann
kom í bekkinn. Hann var ekki feim-
inn en tranaði sér aldrei fram. Hann
var stilltur og prúður en hafði samt
sínar skoðanir og var alltaf með í
leikjum og öðru sem við tókum okk-
ur fyrir hendur. Hann var vinsæll
meðal krakkanna. Hvað námið varð-
aði þá var hann enginn dúx en alltaf
í góðu meðallagi.
Á menntaskólaáram Benedikts
voru þrír bekkir í máladeild MR en
í hinum bekkjunum mátti meðal
annarra finna Jón Baldvin Hanni-
balsson ráðherra og Bryndísi
Schram, framkvæmdastjóra Kvik-
myndasjóðs íslands.
„Benedikt var einn af þessum
hæglátu mönnum sem héldu sig inn-
an síns hóps. Hann var hávaxinn og
vörpulegur á velli strax í mennta-
skóla. Ég man ekki til þess að hann
hafi sagt neitt við mig en ég man að
hann haföi fallegt bros,“ segir Bryn-
dís Schram.
„Þegar kom upp í menntaskóla
hélt hann sig með þröngum hópi.
Hann trúlofaðist ungur, auk þess
sem bekkurinn hélt mikiö saman og
hleypti öðrum ekkert greiðlega að,“
segir Kolbrún. í hópnum voru m.a.,
auk ofannefndra, læknarnir Bjarni
Hannesson og Birgir Guðjónsson,
svo einhverjir séu neíndir.
Trygglyndur
og þægilegur
„Benedikt er ákaflega trygglynd-
ur maður sem heldur fast í sína
vini,“ segir Kolbrún. „Þeir hafa spil-
að saman, bekkjarbræðurnir, eins
og þeir gerðu í menntaskóla, Bene-
dikt, Skúli Pálmason hæstaréttarlög-
maður og Stefán Már Stefánsson
lagaprófessor. Einn úr hópnum,
Kristinn R. Einarsson hrl., er nú lát-
inn.“
Benedikt lauk lagaprófi 1964 með
fyrstu einkunn. Sama ár útskrifuð-
ust, auk spilafélaganna, þeir Jónatan
Þórmundsson prófessor og Haraldur
Henrysson hæstaréttardómari.
Benedikt nam viðskiptafræði við
University of Minnesota í Minnea-
polis 1964-1965 en hefur verið sjálf-
stætt starfandi lögfræðingur frá 1965
og annast auk þess skipasölu og verð-
bréfamiðlun.
„Það er gott að starfa með Benedikt
og hann hikar ekkert við að taka
ákvarðanir þótt þær geti verið'
óþægilegar," segir Benedikt Jóhann-
esson í Talnakönnun. „Hann getur
verið fastur fyrir en tekur vel rökum.
Ég hef stundum leitað til hans um
ráð og yfirleitt komið fróðari til baka.
Hann er þægilegur, hlýr og traustur
maður."
Berst ekki á og
lítið fyrir umtal
Benedikt Sveinsson kvæntist 17.
desember 1960 Guðríði Jónsdóttur
cand. phil., dóttur Jóns Gunnarsson-
ar verkfræðings og framkvæmda-
stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna. Þau eiga þrjá syni: Svein
sem er tölvunarfræðingur, Jón raf-
magnsverkfræðing og Bjarna laga-
nema.
„Hann berst ekki mikið á í einkalíf-
inu. Hann býr ekki í neinni glæsi-
höll og það er ekkert sukk-lífemi í
kringum hann heldur allt á venjuleg-
um nótum,“ segir nafni hans Jó-
hannsson og heldur áfram:
„Benedikt getur verið manna
skemmtilegastur í boðum og heldur
oft uppi húmornum. Hann kann sög-
| ur af öllum fjáranum og þekkir
* óhemju af fólki og til þess.“
Skapmikill húmoristi
„Þegar hann varð fimmtugur
fékk hann margar klukkur í afmæl-
isgjöf með orðum gefenda um að það
kæmi sér vel fyrir hann því helsti
Ijóður á ráði hans væri að hann væri
afskaplega óstundvís. Mér kemur
þetta ekki á óvart þvi hann er afskap-
lega afslappaður. Hann rýkur ekki
burt úr miðju samtali og segist þurfa
að fara á fund.
Það er margt sagt um Benedikt,
bæði satt og logið. Ég held að hann
sé nú ekkert hrifinn af umtali, að
minnsta kosti ekki því logna. En ég
hef sjaldnast séð honum sárna beint
en það getur svo sem fokið í hann.
Hann er skapmikill en fer ákaflega
vel með það.“
„Benedikt er mjög raungóður og
hefur reynst mörgum vel. Hann hef-
ur alla tíð verið mikill húmoristi og
launkíminn. Hann segir mjög
skemmtilega frá og það er oft unun
að hlusta á hann. Hann hefur einnig
mjög gaman af að hlusta á skemmti-
legar frásagnir," segir Kolbrún.
Oddviti í Garðabæ
Benedikt hefur lengi verið ötull í
starfi Sjálfstæðisflokksins í
Garðabæ. Hann var formaöur Sjálf-
„Benedikt er mikill mannkostamaður, hlýr og mikill vinur vina sinna. Hann er mjög traustur og heiðarlegur i viðskiptum, er mjög annt um heiðarlegt
viðskiptalíf og að menn fari þar að settum reglum. Hann er fastur fyrir eins og allir mikilhæfir menn, rökfastur en ofstopi er ekki til i fari hans,“ segir
Haraldur Blöndal, frændi Benedikts Sveinssonar. DV-myndir GVA
stæðisfélags Garðabæjar 1971-1974,
varabæjarfulltrúi 1982-1986 og bæj-
arfulltrúi frá 1986. Benedikt er odd-
viti flokksins í Garðabæ, leiddi D-
listann í síðustu kosningum og hefur
verið formaður bæjarráðs frá 1987.
„Það er afar gott að vinna með
Benedikt, hann er afar ljúfur í um-
gengni og gott að leita til hans. Hann
flanar ekki að neinu, er varkár í
ákvörðunum en fastur fyrir. Hann
hefur verið mjög farsæll í starfi sínu
fyrir bæjarfélagið og samstarf okkar
verið með miklum ágætum," segir
Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjar-
stjómar Garðabæjar og flokkssystir
Benedikts.
Yngri sjálfstæðismenn eru kannski
ekki eins ánægðir með Benedikt.
Snemma í haust lýstu þeir því yfir í
DV að þeir vildu hafa opið prófkjör
fyrir kosningarnar í vor - nauðsyn-
legt væri að hrista upp í því hvernig
stillt væri á lista flokksins í kosning-
um. Ekki hefur verið prófkjör hjá
sjálfstæðismönnum í Garðabæ frá
því fyrir kosningamar 1978. Finnst
sumum hinna yngri sjálfstæðis-
manna sem Benedikt sé of einráður
og hlutimir séu skipulagðir nánast
eftir hans höfði.
Ákafur Stjömumaður
íþróttir eru fyrirferðarmiklar
þegar áhugamál Benedikts eru ann-
ars vegar og hafa alla tíð veriö eins
og Kolbrún, fyrrum skólasystir, get-
ur vitnað um:
„Benedikt var áhugasamur um
ýmsa hluti. Hann var ekki af þeirri
gerðinni sem var alltaf liggjandi yfir
bókum en hafði alltaf mikinn áhuga
á íþróttum. Hann var alltaf úti með
strákunum í fótbolta," segir hún.
Harðari stuðningsmann Stjörn-
unnar í Garðabæ en Benedikt er
varla að finna. Hann sat áður í stjórn
félagsins og lét mikið að sér kveða.
Heimildir segja að hann hafi verið
þar allt í öllu og gert félagið að því
sem það er í dag.
Hann ekki eins atkvæðamikill í
formlegu íþróttastarfi í dag en fylgist
vel með. Bjarni, yngsti sonur Bene-
dikts, hefur leikið með meistara-
flokki Stjörnunnar í knattspyrnu
undanfarin misseri.
Til vegs vegna
eiginverðleika
Haraldur Blöndal, frændi Bene-
dikts, leggur áherslu á að Benedikt
hafi komist til vegs vegna eigin
mannkosta. Menn sækist eftir ráð-
gjöf hans og telji að þannig sé ráðum
betur ráðið.
„Hann er mikill mannkostamaður,
hlýr og mikill vinur vina sinna. Hann
er mjög traustur og heiðarlegur í við-
skiptum og er mjög annt um heiðar-
legt viðskiptalíf og að menn fari þar
að settum reglum. Hann er fastur
fyrir eins og allir mikilhæfir menn,
rökfastur en ofstopi er ekki til í fari
Benedikts,“ segir Haraldur.
-hlh/jss