Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 47 Umdeildar tilraunir skoskra vísindamanna við að frjóvga egg úr eyddum fóstrum: Bömin eiga mæður sem aldrei fæddust - lög víða um lönd banna slíkar tilraunir en samt verður tæknin trúlega notuð Fyrir ári sagöi skoski læknirinn Roger Gosden aö rétt væri aö nýta „vefi úr eyddum fóstrum til lækn- inga“. Orð hans vöktu nokkra at- hygli en ekki hneykslun því fáum var ljóst hvað hann átti við. Nú í upphafi árs hefur læknirinn loks greint frá hugmyndum sínum í smáatriðum. Hann hefur undanfarið gert tilraunir með frjóvgun eggja úr eyddum kvenfóstrum og boðar nýja möguleika fyrir óbyijur til að eignast böm. Frankenstein kominn á stjá Fyrir vikið hefur Gosden verið líkt við Frankenstein, mglaða, vísinda- manninn sem langaði að vekja dauða menn til lífsins á rannsóknarstofu sinni. Frankenstein er þó aðeins til í bókum og kvikmyndum en Gosden er virtur vísindamaður í sinni grein og margir hafa orðið til að taka svari hans. Verjendur tilraunanna segja að ekkert sé athugavert við að nota þessa tækni fremur en aðra við að hjálpa óbyrjum að eignast böm. Þeir em þó fleiri sem segja að ein- hvers staðar verði aö setja mörk þeg- ar gerðar em tilraunir með líf manna. Gagnrýnendumir segja að það stríði sannarlega gegn siðgæðis- vitund almennings ef vekja á til lífs- ins böm mæðra sem aldrei vora til. Gosden og samstarfsmenn hans segja að tæknin sem þeir boða verði fullþróuð eftir þrjú ár. Upp frá því verði ekkert því til fyrirstöðu að kon- ur, sem ekki mynda egg sjáfar, geti eignast böm án þess að fá egg að gjöf frá öðram konum. Það sem menn hryllir við er að Óþroskuð egg eru tekin úr fóstri sem eytt var seint á meðgöngu. Eggin eru alin þar til þau ná þroska. Þá eru þau frjóvguð og höfð í tilraunaglasi í tvo sólarhringa til að sanrireyna að frjóvg- un hafi heppnast. Tveimur eða þremur eggjum er komið fyrir í legi væntanlegrar„móð- ur". _____ „Móðirin" fær hormónalyf til að und irbúa leg hennar fyrir þungun. Roger Gosden, læknir í Edinborg, boðar frjóvgun eggja úr eyddum kvenfóstrum eftir þrjú ár. Stuart Horner, formaður siðanefnd- ar breskra lækna, sér ekkert athuga- vert við tilraunir Gosdens. barn sem getið er við ftjóvgun á eggi úr fóstri á í raun enga móður. Þessi börn geti aldrei fengið svar við því hver var hin rétta móðir því hún fæddist aldrei. Henni var eytt úr kviði ömmunnar. Gosden segir að þetta skipti engu máh því fyrst fólk geti sætt sig við aö fóstrum sé eytt þá hljóti menn einnig að sætta sig við að fóstrin séu notuð til að hjálpa ófijóum konum, sem ekki geti eignast börn með öðr- um hætti. Stuðningur siðanefndar I Bretlandi er tahð líklegt að frjóvg- un eggja úr fóstrum hjóti náð fyrir augum manna í siðanefnd lækna. Formaðurinn, Stuart Horner, hefur þegar lýst því yfir að hann sjái ekk- ert athugavert við að nota aðferð Gosdens reynist hún nothæf. Víða um lönd era þó lög og siða- reglur sem banna tilraunir af þessu tagi. í Bretlandi eru engin shk lög og því má búast við að fyrstu bömin, sem eiga sér fóstur fyrir mæður,__ fæðist áður en öldin er úti. Þegar hafa nokkrar breskar konur lýst áhuga sínum á að eignast böm með þessum hætti og segjast bíða eftir „töfraegginu". Kirkjunnar menn í Bretlandi eru ekki eins ákafir og segja að maðurinn seihst með hveiju árinu lengra inn á svið þar sem guð einn á að ráða. Kaþólskir læknar hafa einnig lýst yfir andstöðu sinni við tílraunir Gosdens og segja að verið sér að van- virða líf sem hafi verið slökkt í móð- urkviði. -GK Enn eitt deilumálið varðandi tilraunir til að fjölga mannkyninu eftir nýjum leiðum: Vilja verða mæður á sextugsaldri I Sarajevo i Bosníu líður ekki svo dagur aö börn láti ekki lífið vegna styrjaldarinnar i landinu og öllum virð- ist standa á sama. Á sama tima eru færustu læknar á Vesturlöndum að gera tilraunir með fjölgun mann- kyns þvert gegn lögmálum náttúrunnar. símamynd Reuter Það er ekki aðeins að ófædd fóst- ur eigi að geta af sér börn heldur færist nú stööugt í vöxt að konur komnar yfir bameignaraldur nýti sér nýjustu tækni við gervifijóvg- anir th að eignast börn. Síðustu vikur hafa borist fréttir af fjölda kvenna á sextugsaldri sem ýmist hafa eignast böm eða era þungaðar. í Bretlandi er þess að skammt að bíða að 13 konur á sex- tugsaldri verði léttari. Þegar hefur ein 58 ára gömul bresk kona fætt bam eftir að hafa leitað aðstoðar á ítahu. Mál hennar hefur hleypt af stað allri umræð- unni um bameignir kvenna eftir tíðahvörf. Þessi árátta er ekki síður umdeild en frjóvganir á eggjum eyddra fóstra. Þessi möguleiki er þó gam- ah og hefur verið notaður alloft á síðustu árum. Þannig hafa ömmur gengið með börn dætra sinna og lánast vel. Ásókn fullorðinna kvenna í að eignast eigin böm fer þó stöðugt vaxandi og t.d. á ítahu hafa læknar góðar tekjur af að hjálpa þessum konum. Aldraðar mæð- ur unglinga Flestir hafa áhyggjur af uppeldi bama fuhorðinna kvenna því þær verða ef til vih að ala upp unglinga þegar þær era sjálfar komnar á áttræðisaldur. Þetta þykir mönn- um óeðlhegt og hafa velferð bam- anna í huga. Á ítalíu hefur Severino Antinori læknir getíð sér frægðarorð fyrir aö aðstoöa konur við aö verða þungaðar á efri áram. Um er að ræða hefðbundna glasafrjóvgun eftir að konan hefur fengið egg að gjöf frá konu á bameignaraldri. Með fylgir hormónameðferð sem þó er ekki talin hættuleg hehsu kvennanna. Enn sem fyrr hafa menn áhyggj- ur af því að veriö sé að leika á nátt- úrana. Engin sextug kona getur átt bam við eðhlegar aðstæður. Menn efast því um siðfræðina sem að baki býr þótt enginn treysti sér til aö segja að fullorðnar konur eigi ekki að eignast börn. Enginn skortur á bömum Mörgum þykir hka undarlegt að miklum fjármunum skuh eytt í aö hjálpa konum á Vesturlþndum við að eignast böm á sama tíma og þúsundir bama látist á degi hveij- um í öðrum heimshlutum vegna vannæringar og sjúkdóma. Þessi grein læknavísindanna fá- ist því einkum við að sinna þarf- lausum óskum kvenna i ríkum löndum við að eignast börn á sama tíma og ótölulegur fjöldi bama fæð- ist í öðrum heimshlutum án þess að eiga sér nokkra lífsvon. Jafnvel í Evrópu séu böm dag- lega fórnarlönb stríðsátaka í Bosn- íu. Enginn hugsi um þessi böm meðan færustu vísindamenn eru að búa til böm þvert gegn lögmál- um náttúrannar. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.