Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland árið 1993 Skáldsögur: 1. Michael Crichton; Jurassic Park. 2. Robert James Waller: The Brídges of Madison County. 3. John Grisham: The Fírm. 4. Joanna Trollope: The Men and the Girls. 5. Sue Townsend: The Queen and I. 6. Robert Harris: Fatherland. 7. Donna Tatt: The Secret History. 8. Maeve Binchy: The Copper Beech. 9. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 10. John Grísham: The Pelican Brief. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Brian Keenan: An Evil Cradling. 3. Andrew Morton: Diana: HerTrue Story. 4. IMick Hornby: Fever Pitch. 5. James Herriot: Every Livíng Thing. 6. Stephen Fry: Paperweight. 7. Bíll Bryson: The lost Continent. 8. J. Peters & J. Níchol: Tornado Down. 9. Cari Giles: Giles Annual. 10. Michael Caine: What's It All About? (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáidsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Isabet Allende: Ándernes hus. 3. Jette Kjserboe: Albertines fortællinger. 4. Niels Vinding: Hog over hog. 5. Edith Wharton: Uskyldens ár. 6. John Grísham: Fírmaets mand. 7. Míchael Crichton: Jurassic Park. (Byggt á Politiken Sendag) Ensk-amerísk alþýðutónlist í þessu nýja uppsláttariti frá há- skólaútgáfunni í Oxford er fjallaö um vítt svið alþýðutónlistar, sem svo er nefnd, síðustu eina og hálfa öldina eða svo. Sagt er á um 740 blaðsíðum, með smáu letri, frá afmörkuðum tónlist- argreinum, helstu hljóöfærum, höf- undum, flytjendum, einstökum verk- um og mörgum einstaklingum, stofn- unum og fyrirbærum sem tengst hafa alþýðutónlist á einn eöa annan hátt gegnum tíðina. Þetta er ótrúlega margbreytilegt viðfangsefni, ekki síst vegna þess gíf- urlega flóös alþýðutónlistar sem ein- kennt hefur síðustu áratugina. Ensk-amerísk áhrif Hér er lögð megináhersla á tónlist- arframlag enskumælandi þjóða, ekki síst Bandaríkjamanna. Bretar fá vissulega sinn skerf, en tónhst ann- arra Evrópuþjóða kemst því aðeins á blað að hún hafi náð almennum vinsældum utan heimalandsins eða haft umtalsverð áhrif í tónhstarsög- unni (Strauss-ættin fær t.d. ágæta umfjöllun). Fjarlægari heimshlut- um, svo sem Afríku og Austurlönd- um, er einfaldlega sleppt. Lesa má 1 þessu riti ágætis yfirlit um einstakar greinar alþýðutónlist- ar, svo um óperettur, kvikmynda- tónlist, rokk, blús, jass (nærri fimm blaðsíður), kántrí og söngleiki svo nokkur dæmi séu tekin. Gerð er grein fyrir uppruna, eftir því sem hægt er, einkennum og helstu tíma- mótum. Sérstaklega er rakin þróun Umsjón Elías Snæland Jónsson dægurtónlistarinnar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Dansinn er auðvitað nátengdur al- þýöutónlist. Því er hér fjailað sér- staklega um uppruna og sögu algeng- ustu dansa - frá vals, tangó, rúmbu og fleiri slíkra til rappsins. Einstaklingar og verk þeirra Rakin er saga einstakra tónverka sem náð hafa miklum og langvarandi vinsældum. Þar fer höfundurinn vítt yfir - allt frá einfóldum lögum svo sem Happy birthday to you (sem virðist einnar aldar gamalt um þess- ar mundir) og Rule, Britannia! til merkra verka á borð við Rhapshody in blue. Meginefni bókarinnar eru hins vegar ævisögm' og afrekaskrár ein- stakra höfunda og flytjenda alþýðu- tónlistar. Þar eru poppstjörnur síð- ustu áratuga að sjálfsögðu fyrirferð- armiklar. Bókin ber það vissulega með sér að höfundurinn er sérfróður í þess- um efnum. Hins vegar má auðvitaö endalaust deila um hvað er tekið með í bók af þessu tagi og hvað ekki. Eitt lítið dæmi: það virðist sérkennilegt að sjá hér umfjöllun um ýmsar kvik- myndir sem vart teljast merkilegar en hvergi minnst á gimstein Disneys, Fantasia. Aftast í bókinni eru gagnlegar skrár með nöfnum allra einstakl- inga, hljómsveita, söngleikja, kvik- mynda, laga og platna sem minnst er á í textanum en hafa ekki upp- flettikafla undir eigin nafni. Þetta er til mikils hagræðis t.d. við leit að til- teknu lagi eða kvikmynd. THE OXFORD COMPANION TO POPULAR MUSIC. Höfundur: Peter Gammond. Oxford University Press, 1993. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen King: Dolores Claiborne. 2. Danielle Steel: Mixed Blessíngs. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. Michael Shaara: The Killer Angels. 5. James Patterson: Along Came a Spider. 6. Amy Tan: The Joy Luck Club. 7. Kazuo Ishiguro: The Remaíns of the Day. 8. Martin Cruz Smith: Red Square. 9. John Grisham: A Time to Kill. 10. Philip Friedman: Inadmissibie Evidence. 11. W.E.B. Griffin: Close Combat. 12. Nelson DeMílle: The General's Daughter. 13. Anne Ríce: Interview with the Vampire. 14. Lawrence Sanders: Prívate Pleasures. 15. Edith Wharton: The Age of Innocence. Rit almenns eðlis: 1. Michael Jordan: Rare Air. 2. Rush Limbaugh: The Way Thíngs Ought to Be. 3. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 4. Ann Rule: Everything She ever Wanted. 5. Tom Clancy: Submarine 6. Maya Angelou: I Knowwhy the Caged Bird Sings. 7. Peter Mayle: A Year in Provence. 8. Martin L. Gross: A Call for Revolution. 9. Norman Maclean: Young Men & Fire. 10. Benjamin Hoff: The Te of Piglet. 11. Robert Fulghum: Uh-oh. 12. James Gleick: Genius. 13. The President's Health Security Plan. 14. Gail Sheehy: The Silent Passage. 15. Peter Mayle: Toujours Provence. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Leðurblökur borða ekki hvaða svarmfiðrildi sem er: Formóðir Umsjón Guðlaugur Bergmundsson við hala- stjömur Álíka miklar h'kur eru taldar á því að raenn láti lífxð í árekstri halastjömu og jarðarinnar og í flugslysi og ílóði, segir í grein i nýjasta hefti tímaritsins Nature. HÓfundar greinarinnar, tveir bandarískir vísindamenn, segja aö samfélagið verði að gera upp við sig hvort það vill bera kostn- aðinn af sérstöku eftirliti með halastjömura í himingeimnum, sem gætu rekist á jöröina með skelfilegum afleiðingum, svo rík- isstjórnir geti beitt kjarnavopn- um til að sprengja þær í loft upp eða beina af leið. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látist af völdum loftsteina en fyrir venjulegan Bandaríkja- mann reiknast líkurnar vera einn á móti tuttugu þúsund. Kókaín gert óskaðlegt Bandariskir vísindamenn hafa búið til nýtt mótefni sem getur brotið kókaínmólekúl niður og gert úr þeim efni sem eru óskað- leg heilanum. Mótefni þetta kem- ur til meö aö gera fíkniefnaneyt- endum kleift að vera án efnisíns í sex til tólf mánuði á meðan þeir fá sálfreeðilega og félagslega að- stoð. Hljóðmerkin koma upp um vont bragð Vísindamenn hafa nú fundið skýr- ingar á því hvers vegna nokkrar teg- undir svarmfiðrilda, sem eru á ferli á nóttunni, komast hjá því að vera etnar af leðurblökum. Fiðrildi þessi bragðast illa og það veit leðurblakan af hljóðunum sem þau gefa frá sér. Merkjasendingarnar virka á sama hátt og þegar eitruð eða bragðvond skordýr gefa rándýrum það til kynna um hábjartan daginn með sterkum viðvörunarhtum. Nokkrar tegundir svarmfiðrilda senda frá sér hátíðnihljóð þegar þau heyra skrækina sem leðurblökurnar nota um nætur til að staðsetja skor- dýr sér til matar. Til þessa hafa menn ekki verið vissir um tilgang hljóð- anna í fiörildunum. Meðal annars hefur verið rætt um að khkkhljóð fiðrildanna kynnu að trufla berg- málsstaðsetningaraðferðir leður- blakanna. En vísindamenn við York háskólann í Ontario í Kanada hafa nú komist að hinu sanna um tilgang hljóða þessara eftir umfangsmiklar rannsóknir. Vísindamennimir höfðu leður- blökur í prísund og gáfu þeim tvær tegundir af svarmfiörildum. Níutíu og þrjú prósent fiðrildanna í saman- burðarhópnum sem ekki gaf frá sér nein hljóð lentu í kjaftinum á leður- blökunum. Aftur á móti veiddu leð- urblökumar ekki nema 53 prósent fiðrildanna af tegundinni Arctiidae en þau gefa frá sér hljóðmerki. Leðurblökurnar átu nær öll fiðrild- Leðurblökur staðsetja bráð sína með aðstoð hátiðnihljóða sem virka nokk- urn veginn eins og ratsjá. Nokkrar tegundir svarmfiðrilda nota sams konar hljóð til að láta leðurblökuna vita af því að þau eru vond á bragðið. in úr samanburðarhópnum sem þær veiddu með bestu lyst en spýttu um helmingi hinna út úr sér aftur. Þar með þótti ljóst að leðurblökumar vora lítt hrifnar af bragðinu af nátt- fiðrildunum hljóðgefandi. Og til að sanna að það vora ein- mitt hljóðin sem fældu leðurblök- uraar frá slepptu vísindamenn nokkrum Arctiidae-fiðrildum laus- um eftir að búið var að gera þau „mállaus". Nú bar svo við að leður- blökumar veiddu 80 prósent hinna mállausu en aðeins níu prósent þeirra sem gáfu frá sér viðvörunar- hljóðið. mannsins aldurs- greind Vísindamönnum hefur tekist að aldursgreina eina af elstu for- mæðrum mannkynsins með nýrri aöferð sem byggir á leysi- geislasamruna. Formóðirin er kölluð Lucy og reyndist hún vera milli 3,18 og 3,20 miUjóna ára gömui. Áður hafði aldur hennar verið áætlaður frá þremur miUj- ónum ára til 3,4 milljóna ára. Hluti steingervinga beinagrind- ar Lucyar fannst í Eþíópíu á átt- unda áratugnum. Hún tiUieyröi tegundinni Australopithecus af- arensis og að sögn vísindamanna var sú tegund tU í 700 þúsund ár. Tinnáma frá bronsöld í Tyrklandi Fornleifafræöingar hafa upp- götvað tinnámu frá bronsöld í Tyrkiandi, svo og beinagrindur af börnum sem virðast hafa unn- iö í þröngum námugöngunum. Fundur þessi þykir mikilvægur þar sem hann er fyrsta sönnun þess að tinnámur hafi veriö í Miðausturlöndum en tin er mik- Uvægt í bronsframleiðslu. Áður var taUð að aUt tin hefði veriö flutt inn tíl Miðausturlanda frá fjarlægum löndum. Bronsöld- ín var frá árinu 3000 f. Kr. til lioo f. Kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.