Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Vina væðingin
Þótt mál blandist á ýmsa vegu, er stóra línan í verka-
skiptingu stjórnarflokkanna, aö Sjálfstæðisflokkurinn
sérhæfir sig í aö gefa vinum ráöherra sinna eignir skatt-
borgaranna og Alþýöuflokkurinn í aö gefa vinum ráð-
herra sinna stöður og stóla á vegum skattborgaranna.
Þetta byggist aö mestu leyti á, aö algengast er, að vin-
imir hægra megin telja sig þurfa á meiri eignum aö
halda, og aö vinimir vinstra megin telja sig þurfa á betri
launakjörum að halda. Þannig em þetta tvær hliðar á
sameiginlegu hugsjónamáli stjómarflokkanna tvegga.
Alþýöuflokkurinn endaði áriö meö því, aö hinn lands-
frægi biölaunamaður í embætti heilbrigðisráðherra skip-
aði mág sinn sem formann stjómamefndar Ríkisspítal-
anna, aöeins einum degi áður en viö tóku ný stjómskip-
unarlög, sem banna ráöherrum spillingu af slíku tagi.
Sjálfstæðisflokkurinn endaði áriö með því, aö sjávarút-
vegsráðherra gaf lykilmönnum úr flokkseigendafélaginu
marga tugi milljóna meö því aö neita aö láta reyna á,
hvort hæstbjóðandi í ríkisfyrirtækið SR-mjöl heföi burði
við að standa á tveim vikum við staögreiöslutilboö sitt.
Áriö 1993 var skrautlegt ár í sögu Alþýðuflokksins.
Efnilegum og atvinnulausum krötum var raöað í stööur,
sem íslandi var úthlutaö hjá Fríverzlunarsamtökunum
og Evrópská efnahagssvæðinu, hvort tveggja í skjóli ut-
anríkisráðherra, sem er nánast siðblindur meö öllu.
Alþýðuflokksmaður, sem hafði verið iöinn 1 flokknum,
var tekinn fram yfir marga reynda menn og skipaður
veöurstofustjóri. Mislukkaður iðnaðaráðherra flokksins
var gerður að Seðlabankastjóra, enda er sá banki aðal-
lega notaður til að skekkja og skæla gengi krónunnar.
Umhverflsráðherra Alþýðuflokksins fékk að verða
sendiherra í Noregi og gamall kratabæjarstjóri úr Kefla-
vík varð skrifstofustjóri Flugmálastjómar á Keflavíkur-
vefli. Aðstoðarmaður nýs iðnaðarráðherra var skyndi-
lega orðinn ráðuneytisstjóri yfir öllu ráðuneytinu.
Þekktur þingmaður og ráðherraefni Alþýðuflokksins
var gerður að forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins eftir
langan skrípaleik, þar sem allir málsaðilar þóttust koma
af fjöllum. I það starf var nóg framboð af hæfum mönn-
um, þar á meðal sérfræðingum í trygginga- og fjármálum.
A lokasprettinum skipaði utanríkisráðherra flokks-
bróður sinn sem yfirdeildarstjóra tollsins á Keflavikur-
velli. Það var síðasta afreksverk ráðherra Alþýðuflokks-
ins, unz nýskipaður heilbrigðisráðherra þurfti að útvega
mági sínum vel borgað verkefni í heilbrigðisgeiranum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið sína spillingu undir
hatti hugsjónar einkavæðingar. í rauninni er þar alls
ekki um neina markaðsvæðingu að ræða, heldur er
þreyttri ríkiseinokun breytt í einkavinaeinokun, án þess
að skattgreiðendur eða neytendur njóti þess í nokkru.
Einkafyririrtækið Bifreiðaskoðun íslands hefur verið
skólabókardæmi um þetta. Hún leiddi til meiri kostnaðar
fyrir almenning heldur en hafði áður verið hjá ríkinu.
Um áramótin var hnykkt á einokun hennar með reglum,
sem gera öðrum ókleift að keppa við einkavinina.
Útboð SR-mjöls undir árslok var dæmi um, hversu
langt er seilzt til að þjónusta hina þóknanlegu. Við fram-
kvæmd útboðs var ekki farið eftir hefðbundnum reglum,
sem eiga að tryggja jafna stöðu tilboðsaðila. Og á endan-
um var hæsta tilboði hafnað, þótt staðgreiðsla væri boðin.
Stj ómarflokkamir hafa hvor með sínum hætti sýnt
fram á, að markmið þeirra í pólitík er að afla herfangs,
sumpart með stólum og stöðum, sumpart með eignatöku.
Jónas Kristjánsson
NATÓ á kross-
götum gagn-
vart austrinu
Fundur æðstu manna ríkja Atl-
antshafsbandalagsins í Brussel á
mánudag og þriðjudag verður fyr-
irsjáanlega sá afdrifaríkasti sem
haldinn hefur verið á þeim vett-
vangi um langan aldur. Þar verður
mótuð í grundvallaratriðum af-
staða hemaðarbandalags vest-
rænna ríkja til stöðunnar sem er í
mótun í Mið- og Austur-Evrópu eft-
ir hrun sovétveldisins.
Fyrrum Varsjárbandalagsríki,
Pólland, Ungverjaland, Tékkland
og Slóvakía, knýja fast á að NATÓ
opni þeim dyr til fullrar aðildar að
bandalaginu. Til að fullnægja ósk-
um stjórna þessara ríkja þyrfti
fundurinn í Brussel að gefa til
kynna hverja skilmála þau þurfa
að uppfylla svo af aðild geti orðið
og hvenær hennar má vænta.
Nú hefur fyrsta fyrrum sovétlýð-
veldiö bæst í þennan hóp. Algirdas
Brasaukas, forseti Litháens, hefur
lýst yfir að stjóm þess sækist eftir
aðild að NATÓ.
í heimsókn til Varsjár í sumar
sagði Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti að það væri mál Pólverja hvort
þeir gengju í Atlantshafsbandalag-
iö. Nú kveður við annan tón í
Moskvu. Talsmaöur Jeltsíns hefur
látiö hafa eftir sér að útþensla
NATÓ í austur myndi mælast illa
fyrir í Rússlandi meðal almennings
og þó sér í lagi innan hersins.
Þegar Jeltsín var í Brussel rétt
fyrir þingkosningarnar í Rúss-
landi, tjáði Manfred Wörner, fram-
kvæmdastjóri NATÓ, honum að
bandalagið gæti ekki veitt Rúss-
landsstjóm neitunarvald um það
hvort bandalagið færði út kvíarn-
ar. En megintillagan sem Bill Clin-
ton Bandaríkjaforseti hefur ákveð-
ið að fylgja fram á fundinum í
Brussel er einmitt skilin á þann veg
í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu að
shkt neitunarvald sé viðurkennt.
Bandaríska tillagan hefur fengið
heitið Félagsskapur í þágu friðar.
Þar er gert ráð fyrir að fyrrum
Varsjárbandalagsríki og NATÓ
semji um sameiginlega herþjálfun,
æfingar og áætlanagerð, án þess
að um nokkrar gagnkvæmar ör-
yggisskuldbindingar sé að ræða.
Samstarfið á að standa opið fyirum
sovétlýðveldum, sér í lagi Rúss-
landi og Úkraínu.
Ekki er fariö dult með það í Was-
hington, aö þessi tillaga sé til þess
sniöin að auka í engu á erfiðleika
Jeltsíns í viðureign hans við þjóð-
ernissinnuð öfl heima fyrir. Tals-
menn þessarar stefnumótunar
halda því fram að alvarlegasta
skyssa sem stjórnir Vesturlanda
gætu gert eins og nú standa sakir
væri að ýta undir þann skilning
meðal Rússa að verið sé að ein-
angra þá og girða af.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
En það er einmitt uppgangur
Vladímírs Zhírínovskís og þjóð-
rembuflokks hans í nýafstöðnum
þingkosningum í Rússlandi, sem
veldur aukinni ásókn fyrrum Var-
sjárbandalagsríkja og einstakra
fyrrum sovétlýðvelda í að ná örygg-
istengslum vestur á bóginn. Zhír-
ínovskí hefur um árabil haft náiö
samband við þýska þjóöernis-
sinnann Gerhard Frey í Munchen,
sótt þing flokks hans og átt viðtöl
við málgagn hans, National-Zeit-
ung.
A ílokksþingi flokks Frey, Þýska
þjóðarsambandsins, fyrir tveim
mánuðum lagði Zhírínovskí til
myndun þýsk-rússnesks bandalags
í líkingu við griðasáttmála Hitlers
og Stalíns frá 1939. í viðtölum viö
þýsk blöð hefur rússneski út-
þenslusinninn stungið upp á því
að Þýskaland og Rússland skipti
enn einu sinni á milh sín löndum
sem á milh þeirra hggja, sér í lagi
Póllandi og Eystrasaltsríkjunum.
Svona bohaleggingar eru teknar
mun alvarlegar í Varsjá og Vilnius
en í Washington. Menn grunar að
óvissutímabil geti verið framundan
í þýskum stjórnmálum. Stjórn
Helmuts Kohls á undir högg að
sækja og þjóðernissinnuð öfl sækja
í sig veðrið í efnahagsþrengingum
sem fylgt hafa i kjölfar sameiningar
Þýskalands.
Þar að auki hefur reynslan í
Bosníu fært mönnum heim sann-
inn um aö í Bandaríkjasfjóm ríkir
rótgróin tregða að skipta sér af
átökum í Evrópu sem ekki eru talin
skipta máh fyrir beina bandaríska
hagsmuni. Ekkert nema afdráttar-
lausar öryggisskuldbindingar fuh-
nægja rikjum sem telja sig búa við
óvissu í skugga nágranna sem gætu
tekið upp á ýmsu.
Utanríkisráðherra Póllands,
Andrzej Olechowski, hefur látið
svo ummælt að stjórn sín hafni
bandarísku uppástungunni frá
Brussel „komumst við að þeirri
niðurstöðu að þarna sé á ferðinni
nýtt JaIta-samkomulag.“
Magnús Torfi Ólafsson
Vladimír Zhirinovskí veifar kjörbréfi til þings á þrettándanum og kveðst
næst verða kjörinn forseti Rússlands. Símamynd Reuter
Skoðanir annarra
Fleiri morð en umferðarslys
„Nú htur út fyrir að árið 1993 veröi það ár sem
morð urðu fleiri en dauðsfóh í umferðarslysum.
Morðunum fjölgar en slysunum- fækkar. En þetta
ætti ekki að koma mönnum á óvart. Við gerum mikl-
ar kröfur til ökumanna og í umferðinni verða menn
að fara að lögum. Hins vegar er vopnaburður al-
mennings aö mestu utan viö öh lög, rétt eins og vopn-
unum fylgi engin hætta.“
Úr forystugrein USA Today, 6. jan.
Réttur barnanna gleymist
„Tækni við gervifijógvun þróast ört um þessar
mundir. Dag hvern berast fréttir af nýjungum sem
fyrir skömmu hefðu aðeins þótt mögulegar í vísinda-
skáldskap. Um leið færist líf í umræður um rétt-
mæti tilrauna með manninn.
SvokaUaðar „ömmumæður" hafa verið í umræð-
unni síðustu daga. Einn af nýju möguleikunum er
aö fullorðnar konur geta eignast börn ef þær fá egg
frá konu á bameigaraldri. Tæknin er stórkostleg en
menn vilja gleyma rétti barnanna. Réttur þeirra er
aðalatriðið en hvorki tæknin né áhugi kvennanna á
að eignast börn.“ Úr forystugrein Politiken, 6. jan.
Stækkun NATO
„Það nýja í umræðunni um hvort breyta skuh
eðh NATO er vaxandi ótti við að Rússar snúist til
fylgis við öfgafuha og árásargjama þjóðemishyggju.
Ottinn stafar af erfiðleikum Jeltsíns forseta í emb-
ætti, auknum áhrifum hersins og sókn þjóðemis-
öfgamannsins Vladimirs Zhírínovskí. Fyrrum lepp-
ríki Sovétríkjanna sækja af þessum ástæðum fast
að fá inngöngu í NATO til að njóta þar vemdar Vest-
urlanda." Úr forýsturgrein IHT, 6. jan.